Dagur - 19.12.1973, Blaðsíða 1

Dagur - 19.12.1973, Blaðsíða 1
Dagur LVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 19. des. 1973 — 60. tölublað Hækkun ríkissfarísmanna 6% SNEMMA á sunnudagsnótt lauk samningagerð á milli opin- berra starfsmanna og fjármála- ráðuneytisins um kaup og kjör næsta eitt og hálft ár. Meðal- hækkun launa var um sex af hundraði. Þrír lægstu launa- flokkarnir voru felldir niður og við það fá þeir, sem voru í sjö- unda launaflokki 25% kaup- hækkun. Fólk í 10.—14. launa- flokki fær 7 % hækkun og í launaflokkum þar fyrir ofan jafna krónutölu í hækkuðum launum. Þykja þetta mjög hóflegir samningar og marka þeir eink- um þá stefnu, að bæta kjör þeirra, sem lægst hafa launin. Um minniháttar sérákvæði verð ur samið síðar. □ Þj óðliátí ðar diskur ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNDIR Ak- ureyrar og Eyjafjarðarsýslu hafa látið gera veggdiska með | HAPPDRÆTTI |FRAMSÓKNAR | 1 ÞAÐ eru vinsamleg tilmæli i | að þeir sem fengið hafa happ = | drættismiða heimsenda, geri i | skil sem allra fyrst. Við i I greiðslu taka umboðsmenn j j samtakanna út um byggðir i j sambandsins og Dagur, Ak- j | ureyri, og skrifstofan, Hafn- j j arstræti 90, Akureyri. Skrif- i | stofan er opin frá kl. 2 til 6 | i síðdegis. Laugardaga frá kl. j j 9 til 12 á hádegi. Sími 21180. | í F.F.N.E. | Nú ætti guð að launa fyrir lirafninn merki því, sem Kristinn G. Jó- hannsson skólastjóri gerði fyrir nefndirnar og táknar siglingu Helga magra inn Eyjafjörð fyr- ir ellefu öldum. Diskarnir eru búnir til og gljábrenndir hjá Gliti h.f. í Reykjavík og eru ný- lega komnir á markaðinn. Þeir eru til sölu í Kaupfélagi Eyfirð- inga, Oskabúðinni og Blóma- búðinni Laufási, Akureyri, og ennfremur eru þeir seldir á vegum ungmennafélaganna í Ey j af j arðarsýslu. (Frá þjóðhátíðarnefndum Ak- ureyrar og Eyjafjarðarsýslu) í Sovétríkjunum eru yfir 100 þjóðgarðar, samtals 7 millj. ha. að stærð. Frægastur er Askanija- Nova þjóðgarðurinn í Ukraníu. Sum dýrin þar hafa vanizt fólkinu og hlýða hirðunum. Hér á myndinni sjást hornaprúðar elgskýr, sem verið cr að mjólka. Möndlulykt er af mjólkinni, sem er bæði feit og sæt og talin hinn mesti heilsudrykkur. (Ljósm.: A.P.N.) 11111 ■ 11111111111 ■ 1 ■11111■111■l■■■11111■11•1111111■11111■11111111>i Góð sala Skagaströnd, 18. desember. Tog arinn Örvar seldi fisk sinn í Belgíu í morgun og fékk 67 krónur fyrir kílóið. Fiskurinn, sem var tæp 50 tonn, var allur í kössum og fékk mikið hrós fyrir gæði. Skipstjóri á Örvari er Örn Guðmundsson. Nokkur snjór er kominn. Vel er fært til Blönduóss, svo er miklum vegabótum fyrir að þakka. Ennþá er atvinna nægileg, en nú eru sjómenn hættir rækju- veiðum. X. og vegir eru í GÆR var hörkuveður um land allt. Fjórtán stiga frost var á Akureyri og í Reykjavík og yfir tuttugu stig á hálendinu. Seytján stig og norðan stormur var á Höfn í Hornafirði í gær, en gastúrbínan frá Seyðisfirði var þá komin í gang og raf- magnsskömmtun aflétt, eftir mikinn húskulda þar að undan- förnu. Á Austurlandi eru allir vegir tepptir af snjó. Stórhríð var á Daguk Næsta blað og jafnframt síðasta blað fyrir jól, kemur út á föstu- dagskvöldið. Egilsstöðum, 17. desember. Raf- magnið fór rétt í þessu, því að við búum við skömmtun. Gas- túrbínustöðin, sem búið var að fá til landsins og setja upp, var send til Hornafjarðar til að bjarga Hornfirðingum. En áður en hún fór, höfðum við nægi- legt rafmagn að kalla, en svo var gripið til skömmtunar. Gas- túrbínustöðin er um borð í Heklunni og væntanlega kemur hún til Hornafjarðar eftir nokkrar klukkustundir. Já, svona erum við nú góðir. Það er óvíst að Akureyringar hefðu sýnt okkur slíkan bróðurkær- leika og enn síður Reykvík- ingar. Hvort tveggja er, að gömlu víða ófærir Holtavörðuheiði og í nágrenni Blönduóss. Þar var því ekki unnt að vinna að snjóruðningi á vegum og var þar öllum bíl- um ófært. Vegirnir til Dalvíkur, Húsa- víkur og Grenivíkur voru opn- aðir í fyrradag, en versnuðu í gær og voru þó færir öflugum bílum. Innan héraðs voru vegir færir að kalla og ekki urðu verulegar truflanir á mjólkur- flutningum. Vegagerðin opnaði Öxnadals- heiði í gærmorgun og var þar enn snjólétt. Mun ætlunin að reyna að halda þeim vegi opn- um fram að jólum. En bílar frá Akureyri komast vart nema til Varmahlíðar í dag. (Heimild: Björn Brynjólfs- son) rafstöðvarnar eru að bila öðru hverju og svo hrjáir vatnsleysið raforkuframleiðslunni, svo að okkur vantar eitt þúsund kíló- vött til að hægt sé að aflétta skömmtuninni. Nú treystum við því, að guð launi fyrir hrafn inn og gefi hláku til þess að vatn komi í þessar ársprænur okkar, sem framleiða handa okkur rafmagnið. Það er ákaflega erfitt að kom- ast um foldina. Vonzkuveður var yfir helgina og menn hafa naumazt komizt milli húsa, stanzlaus stórhríð og kominn æðimikill snjór og fyrirferða- miklir skaflar. Ófært er bifreið- um á öllum vegum eins og er. Byrjað var í morgun á snjó- mokstri, en þá fór aftur að hríða. Flugvöllurinn er þokka- lega fær, en ekki hefur enn verið flogið hingað. Hreindýrin hafa ekki komið hingað út um Egilsstaði. Þau eru augnayndi margra, en sumir hafa horn í síðu þeirra, einkum bændur, en þeim þykir illt að fá hreindýrin á beitarjörðina, einkum ásajörð, því að þau ganga hart að og naga niður í svartan svörð. Ég hygg að menn hafi al- mennt verið undrandi yfir því, Ólafsfirði, 17. desember. Hér var alveg iðulaus stórhríð á laugardaginn, hvessti eftir há- degið og gerði norðanrok, hið langmesta á þessum vetri, og stóð það framundir morgun. Ekki var eins livasst í gær en það hefur kyngt niður snjó og er allt orðið ófært eins og er, en reynt verður að moka fram í sveitina á morgun, ef veður að samningar skyldu takast við ríkisstarfsmenn og á þann veg, sem hóf var á, eins og í þessum samningum. Gefur það vonir um, að viðunandi samningar náist við fjölmennari launa- stéttir. Hins vegar eru menn undrandi á lengd samninga- funda við flugfreyjur og eru jafnvel farnir að gruna samn- ingamennina um græzku á þess um löngu kvöld- og næturfund- UM hádegi í gær flutti útvarpið þær fregnir, að verið væri að undirrita samninga á milli flug- félaganna, Flugfélags íslands og Loftleiða, og flugfreyja. Hafði þá síðasti samningafundur stað- ið í tæpa tvo sólarhringa. Verkfall flugfreyjanna hófst á miðnætti sl. fimmtudags- kvöld. Búizt var við, samkvæmt sömu hádegisfréttum, að flug, bæði innanlands og utan, hjá flugfélögunum, hæfist að aflok- inni undirskrift. Fjöldi fólks bíður flugfars, bæði innanlands og utan, þótt nokkrar erlendar leiguvélar skánar. Bílarnir komust ekki framanað í morgun og Múla- vegurinn er alveg ófær. Það var svo hvasst á laugar- daginn að veður var naumast stætt hér á götunum. Búðir voru opnar og fólk á ferð en réði varla sinni för og hafði ég reynslu af því. Ekkert varð að bátunum í höfninni, þótt hafrót væri. B. S. um og að þeir noti ekki tímann á réttan hátt. En það skal fram tekið, að stundum ætlar maður náunganum verri hlut en rétt- mætt er. Menn hafa dregið að sér mat- og drykkjarföng, því að hér sem á öðrum stöðum, eru jólin mjög notuð til að eta og drekka. Verst þykir mönnum ef skóla- fólkið kemst ekki heim fyrir jólin. V. S. hafi verið fengnar þessa síðustu daga. Á Norðurlöndunum var í gær talið, að eitt þúsund manns biðu eftir flugfari til íslands. Um flugfarþegatölu innanlands er ekki vitað, nema það eitt, að hún er há, ekki sízt vegna þess hve samgöngur á sjó og landi eru stopular, og að fjöldi manna notar að jafnaði flugþjónustuna um þetta leyti árs. □ LÖGREGLAN LÉT SMALA HESTUM SAGT ER, að bæjarbúar eigi 600 hross. Hestamenn hafa ekki fengið heppilegt land fyrir hross sín í nágrenni bæjarins eða í bæjarlandinu og hafa þau því flækzt um bæinn og hefur oft verið kvartað yfir þeim við lögregluna í haust og vetur. Á laugardaginn lét lögreglan smala um 40 hrossum, sem til ama þóttu eða í einhverju reiðu leysi voru í og við bæinn. Komu svo eigendur og sóttu þau flest eða öll. Grein er um þetta efni á öðrum stað í blaðinu, Q Hörkuveður um land allf Samið við flugfreyjur í gærdag Naumast sfætt veður í Ólafsfirði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.