Dagur - 18.03.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 18.03.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR. HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 18. mars 1980 20. tölublað Skipstjórarnir á Gísla Árna og Sigurði: Stunda nú loðnu veiðar á trillum UNDANFARNA daga hafa nokkrar trillur frá Húsavík afl- að vel af loðnu, sem hefur öll farið til frystingar. Veiðarnar hafa gengið vel. Það vekur at- hygli að meðal þeirra sem stjórna trillunum eru skipstjór- arnir á aflaskipunum Gísla Árna og Sigurði. Trillurnar hafa fengið loðnuna rétt framan við Húsavík og komið sneisafullar inn hvað eftir annað, stundum með nótina á síðunni. í gær höfðu veiðarnar staðið í 3 daga og munu trillurnar hafa fengið að jafnaði 3-5 tonn í ferð. Um 30 tonn hafa verið fryst á degi hverjum. Á sunnudag mun ein trillan hafa fengið 7 tonn af loðnu, en hún fór líka 2 ferðir. Eins og fyrr sagði eru aflaskip- stjórarnir Kristbjörn Árnason á Sigurði og Sigurður Sigurðsson á Gísla Árna meðal þeirra sem veiða loðnuna. Þeir eru báðir búsettir á Húsavík og eiga aðgang að trillu- homum. Heimildarmaður blaðsins sagði það svolítið broslegt að sjá þessa landsþekktu menn koma inn á örlitlum trillum með örfá tonn því báðir væru þeir vanir að telja tonnin í hundruðum, en þrátt fyrir það væru þeir harðánægðir með aflann að undanförnu. Eldstrókarnir lýstu sem kyndlar og vfða glytti f glóandi eðju f hraunstraumnum. Brennisteinslyktin barst inn i flugvélina, sem kipptist til þegar hún flaug yfir hitauppstreymið. Þegar þessi mynd var tekin um kl. 1915 á sunnudag hafði dregið mikið úr eldgosinu. Mynd DAGUR: á.þ. Eldgos við Leir- hnúk Z Gosinu lokið. Byggð í Mývatns- sveit var aldrei í hættu 62% sveitasíma enn handvirkir — mikil fækkun fyrirhuguð Á SUNNUDAG hófst eldgos norðan við Leirhnúk. Því virtist vera lokið þegar þetta var skrif- að í gærkvöldi. Menn urðu fyrst varir við eldvirknina klukkan 15.15 á sunnudag þegar jarð- skjálftamælar fóru að sýna mjög tíða smáskjálft, óróa og titring. Nokkru síðar sáust gufubólstrar og mekkir stíga til himins upp af fjöllunum norður af Mývatns- sveit. Aðalgosið var á sprungu nokkrum kílómetrum norðan við Leirhnúk, syðst í Gjástykki. Þaðan hafði opnast sprunga allt suður að Leirhnúk og vall úr henni hraun á nokkrum stöðum. Hraunrennslið var svo norðar- lega að hvorki byggðin í Mývatns- sveit né mannvirki í Kröflu voru talin í hættu. Syðst vall úr sprungu um 1 km norðan við Leirhnúk. Mjög dró úr eldvirkninni þegar leið nær kvöldi og þegar ljósm. DAGS flaug yfir svæðið um kl. 19, hafði gos hætt í sumum gígunum. Um svipað leyti fóru upptök skjálfta að færast suður, eins og gerðist í sept- ember 1977. Skjálftavirknin minnkaði eftir því sem leið á kvöldið og eftir miðnætti á sunnu- dagskvöld fannst ekki nema stöku skjálfti í Mývatnssveit. Um klukkan 3 aðfaranótt mánu- dagsins fór land að rísa á nýjan leik á Kröflusvæði. Það er svipað og gerst hefur í fyrri umbrotahrinum. Gosið var öllu stærra en gosið 1977. Það var á lengri sprungu og upp kom meira hraun en í síðasta gosi. Hraunið sem kom upp var ákaflega þunnfljótandi og í því var mjög mikið gas, enda logaði í því frameftir nóttu. Rennslishraðinn Á LAUGARDAG var fundur með þingmönnum Norðurlands- kjördæmis eystra, stjórn Iðju, trúnaðarmönnum í sambands- verksmiðjunum og stjórn starfs- mannafélags, auk verksmiðju- stjóra og framkvæmdastjóra verksmiðjanna, þar sem ræddir voru hinir gífurlegu erfiðleikar, sem ullar- og skinnaiðnaðurinn á nú við að etja. Erfiðleikarnir eru nú meiri en nokkru sinni fyrr og hætta á að segja þurfi upp starfsfólki. Þrátt fyrir að nýlega hafi verið gerðir hagstæðir sölusamningar, er nú tap á rekstrinum, og liggur við greiðsluþroti. Forráðamenn verk- smiðjanna eru bjartsýnir á, að þessi fundur leiði til þess, að úr verði bætt. var mjög mikill — af sumum talinn a.m.k. 40 km/klst. Þrátt fyrir umbrotin í nágrenni Kröfluvirkjunar var rafmagns- framleiðslu haldið áfram. Tvær ótengdar holur fóru að blása. Að sögn Jóns Sigurðarsonar, að- stoðarverksmiðjustjóra hjá Iðunni, var á fundinum einkum farið fram á, að þessi iðnaður fengi í gegn ýmsar réttlætiskröfur. Nefndi hann sem dæmi uppsafnaðan söluskatt og ýmislegt óhagræði, sem þessi útflutningsiðnaður hefur umfram t.d. sjávarútveg. Má þar telja til launaskatt og aðstöðugjald, auk skattfríðinda sjómanna, sem hækkaði tekjur þeirra án þess að það kæmi beinlínis við atvinnu- reksturinn sjálfan. Jón sagði, að menn væru nú frekar bjartsýnir á að þessar réttlætiskröfur næðu fram. Á fundinum var samþykkt ályktun, þar sem skorað er á þing- menn að vinna að því, að fullt tillit verði tekið til stöðu útflutningsiðn- aðarins við ákvörðun gengisskrán- ÞRÁTT fyrir þaö, að allmiklar úrbætur hafi verið gerðar í símamálum í strjálbýli hér norðanlands, hafa kröfur um aukna þjónustu vaxið mjög, sem er ekki óeðlilegt, þar sem 62% sveitasíma í Norðurlandsum- dæmi eru enn handvirkir, sagði Ársæll Magnússon, umdæmis- stjóri Pósts og síma. ingar, að uppsafnaður söluskattur verði endurgreiddur útflytjendum jafnóðum, og að uppsafnað óhag- ræði verði greitt til iðnfyrirtækja, þannig að iðnaðurinn geti setið við sama borð og aðrar atvinnugreinar. Auk fundarins hér fyrir norðan á laugardag, var sameiginlegur fundur í gær-með Iðnaðardeild, Félagi íslenskra iðnrekenda og Ut- flutningsmiðstöðinni, þar sem staðan í ullar- og skinnaiðnaðinum var kynnt. Þess má geta, að u.þ.b. helmingur þeirra sem við þennan útflutningsiðnað starfa eru á Norðausturlandi, það er um 800 manns. Ef ekki kemur til leiðrétt- ing, má eins búast við, að aðeins verði hægt að forvinna hráefni úr ull og skinnum, og við þá starfsemi gætu ekki unnið nema 10-20% þeirra sem nú starfa við greinina. Ársæll sagðist nýlega vera búinn að kanna þessi mál og í ljós hefði komið, að af um það bil 1800 sveitasímum í umdæminu væru 1123 ennþá handvirkir. Þar af væru 543 með sólarhringsþjónustu, en 580 með takmarkaða þjónustu. Þeir skiptust síðan þannig, að 51 sími væri með fjögurra tíma þjónustu á sólarhring, 215 með sex tíma þjón- ustu, 165 með átta tíma þjónustu, 75 með ellefu tíma þjónustu og 74 með símaþjónustu í 12 tíma. Ársæll sagði, að miðað við þær áætlanir, sem nú lægju fyrir, ætti handvirku símunum að fækka nið- ur í 275 á þessu og næsta ári. Hvort fjármagn fengist til að framkvæma þær áætlanir væri hins vegar ennþá í óvissu. Aflabrögð í febrúar Heildarbotnfiskafli Norð- lendinga í febrúar varð 11.748 lestir í feþrúar, á móti 9.325 lestum á sama tíma í fyrra. Þorskaflinn í febrúar varð 10.750 lestir. Botnfisk- aflinn jókst því um 25,9% milli ára miðað við febrúar. Botnfiskafli báta í Norðlend- ingafjórðungi nam 2.664 lestum í febrúar og minnkaði um 12,5 prósent, en botnfiskafli togar- anna jókst úr 6.283 lestum í 9.084 lestir í febrúar á þessu ári, eða um 44,5%. Þorskafli bát- anna í febrúar nam 2.617 lest- um en þorskafli togaranna í febrúarnam 8.133 lestum. Verksmiðjur SÍS: Hætt við uppsögnum nema greitt verði úr erfiðleikum ullar- og skinnaiðnaðarins Kynningarfundur um fiskirækt EINS OG kunnugt er af fréttum hefur mikið verið rætt um stofn- un fiskiræktarfélags 1 Reykjavík. Nú hafa forsvarsmenn fyrirhug- aðs félags ákveðið að halda kynningarfund á Akureyri sunnudaginn 23. þessa mánaðar. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA og hefst klukkan 16. Nánar verður getið um fundinn í næsta blaði, en allir sem áhuga hafa á stofnun fiskiræktarfélags eru hvattir til að mæta. Safnarar kaupa og selja FÉLAG frímerkjasafnara á Ak- ureyri hefur í hyggju að taka upp þá nýbreytni að efna til sölu og skiptimarkaðar að Hótel Varð- borg. Fyrsti markaðurinn verður laugardaginn 22. mars kl. 14-17. Á þessum markaði verða til sölu og eða skipta frímerki mynt, jólamerki og póstkort svo eitt- hvað sé nefnt. Áður hefur félagið haldið uppboð á slíkum vörum en gerir nú tilraun með breytt fyrir- komulag á sölu eða skiptum slíkra söfnunargripa. Markaðurinn verður öllum opinn Lionsmenn kaupa sjúkrabaðkar EINS og fyrr kom fram í frétta- tilkynningu frá Lionsklúbbi Ak- ureyrar var ákveðið að ágóði af blómasölu á nýliðnum konudegi rynni til Vistheimilisins Sólborg- ar. Nú hefur verið ákveðið að klúbburinn kaupi sjúkrabaðkar af fullkomnustu gerð handa heimilinu og er það væntanlegt innan tíðar. Einnig ver klúbbur- inn um þessar mundir fjármun- um til kaupa á ristilspeglunartæki handa Fjórðungssjúkrahúsinu. Bæði þessi tæki eru keypt í fullu samráði við forráðamenn við- komandi stofnana. Þetta hvort- tveggja og annað, er klúbburinn hefur gert, hefur því aðeins verið kleift að bæjarbúar haía stutt dyggílega við bak klúbbfélaga og sýnt þeim fyllsta traust í hvívetna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.