Dagur - 03.12.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 03.12.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 3. desember 1986 228. tölublað & JW HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sfmi 23599 „Norðlendingar ættu að standa saman“ - segir Stefán Guðmundsson um flugvallarmálið Húsavíkurkirkja og merki Sambands íslenskra samvinnufélaga koma saman á þessari óvenjulegu mynd. Mynd: im Samtök um jafnrétti milli landshluta: „Fömm ekki í framboó" „Þingmenn Norðlendinga ættu að standa saman um upp- byggingu varaflugvallar á Sauðárkróki vegna þess að öll rök allra nefnda sem um þessi mál hafa fjallað eru því sammála að Sauðárkrókur sé óyggjandi besti kosturinn til að gegna þessu hlutverki,“ segir Stefán Guðmundsson alþingis- maður í tilefni tillögu þing- manna Norðurlandskjördæmis eystra um athugun á að gera AkureyrarflugvöII að varaflug- velii fyrir millilandaflug. Rökin með tillögu Steingríms Sigfússonar og félaga sem reifuð voru í Degi í síðustu viku sagði Stefán vera engin. „Ef menn eru að tala um kostnað í þessu sam- bandi þá verða þeir hinir sömu að gera sér grein fyrir að Sauðár- króksflugvöllur verður malbikað- ur hvort sem hér verður varaflug- völlur eða ekki. Menn hljóta líka að viðurkenna að hér þarf að byggja flugstöð, við verðum ekki í þessum skúr mikið lengur. Þetta verða menn að taka með í reikn- inginn ef gera á raunhæfan samanburð. Hins vegar er þetta ekki í mínum huga aðal málið. Pað hlýtur að vera öryggi farþega og flugáhafna sem við erum að sækjast eftir að leysa og völlurinn hlýtur að verða settur á þann stað sem hæfustu menn meta að sé bestur.“ Pá vitnaði Stefán í fylgiskjal nr. tvö með umræddu frum- varpi þar sem Steingrímur segir orðrétt: „Ég er sammála þeirri niðurstöðu sem komist hefur ver- ið að í samanburði á Akureyri og Sauðárkróki, að flugtæknilega og veðurfarslega er Sauðárkrókur mun betri kostur.“ Síðar segir í fylgiskjalinu. „En ég sé ekki í sjónmáli að gerður verði vara- flugvöllur á Sauðárkróki kostn- aðarins vegna.“ Um þetta atriði segir Stefán að sé annarra að dæma. -þá „Það eru alveg hreinar línur að Samtök um jafnrétti milli landshluta fara ekki í framboð. í samtökunum er fólk sem starfar innan allra stjórnmála- flokka en það er yfirlýst stefna landsfundarins frá því í sumar að samtökin bjóða ekki fram. Það er því út í hött hjá Stefáni Valgeirssyni að halla sér utan í okkur. Við munum ekki hafa afskipti af einni stjórnmála- stefnu annarri fremur,“ sagði Arni Steinar Jóhannsson sem sæti á í framkvæmdanefnd Samtaka um jafnrétti milli landshluta. Tilefni þessara orða Árna eru ummæli Stefáns Valgeirssonar alþingismanns í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld en þá lét hann svo ummælt að ef hann fengi ekki listabókstafina BB fyrir framboð sitt, myndi hann bjóða fram í samstarfi við Samtök um jafnrétti milli landshluta, og þá í öllum kjördæmum. „Það liggur á borðinu að mikið af því fólki sem styður Stefán hefur unnið innan okkar vébanda og það má kannski segja að það sé samtakafólk. En samtökiri sem slík vinna á þessu þver- pólitíska plani og munu örugg- lega gera það áfram,“ sagði Árni Steinar að lokum. BB. Pétur Bjarnason fræðslustjóri á Vestfjörðum: „Eigum nokkrar milljónir króna afgangs um áramót“ - sem t.d. mætti nota til að leysa fjárhagsvanda fræðsluumdæmis Norðurlands eystra Eyfirska sjónvarpsfélagið: „Spurning um ein- hverja daga... ... þar til við byrjum“ - segir Bjarni Hafþór Helgason framkvæmda- stjóri „Sendirinn er kominn til Akureyrar og nú er þetta orðin spurning um einhverja daga hvenær við byrjum að senda út,“ sagði Bjarni Hafþór Helgason framkvæmdastjóri Eyfirska sjónvarpsfélagsins er Dagur ræddi við hann í gær. Bjarni Hafþór sagði að sendir- inn færi nú í hendur starfsmanna Pósts og síma sem myndu mæla hann upp og koma honum síðan fyrir í Vaðlaheiði. Pá ætti einnig eftir að setja upp micro-sendi sem sendi efni frá höfuðstöðvum Eyfirska sjónvarpsfélagsins í sendinn á Vaðlaheiði. Þetta gerði það að verkum að einhverjir dagar myndu líða þar til útsend- ingar hæfust. „Við erum nú að vinna að því að geta sent út ótruflaða alla dagskrána fyrstu dagana en til að það verði hægt verður m.a. að semja við rétthafa efnis og það verður bara að koma í ljós hvort það tekst,“ sagði Bjarni Hafþór. Hann sagði að útsendingartími yrði sá sama og hjá „Stöð 2“ í Reykjavík, frá kl. 17.30 og fram yfir miðnætti, enda fengju þeir efni frá þeirri stöð. „Við munum svo reyna að byrja eins fljótt og hægt er að taka upp okkar eigið eyfirska efni og senda það út, en hvaða efni það verðnr er ekki fullmótað ennþá,“ sagði Bjarni Hafþór. Róbert Friðriksson hjá Akur- vík sagði að búið væri að panta um 400 myndlykla (afruglara) og ekki yrði hægt að afgreiða þá alla fyrir áramót.. „Það hefur komið nokkur afturkippur í þetta að undanförnu og ég held að fólk verði að sjá þetta sjónvarp verða að veruleika til þess að það taki við sér aftur,“ sagði Róbert. gk-. „Mér sýnist á öllu að menntamálaráðuneytið geti leyst fjárhagsvanda Norður- landsumdæmis eystra án þess að þurfa til þess aukafjárveit- ingu. Alla vega veit ég að mitt fræðsluumdæmi, Vestflrðir, stendur þannig að okkur mun ekki takast að nýta þær fjár- veitingar sem okkur var úthlut- að á þessu ári. Við munum eiga nokkrar milljónir króna í afgang um áramót og þær mætti nota til annars. T.d. myndu þessir peningar duga til að leysa ijárhagsvandann í ykkar fræðsluumdæmi,“ sagði Pétur Bjarnason fræðslustjóri í Vestfjarðaumdæmi í samtali við Dag. Hafralækjarskóli hefur verið lokaður í tvo daga vegna fjár- hagsvanda umdæmisins. Kennsla hófst þar í morgun eftir að skóla- bílstjórar fengu greidda aksturs- reikninga fyrir október og hófu störf að nýju. Líklegt er þó að aftur dragi til tíðinda um miðjan þennan mánuð og þá í fleiri dreif- býlisskólum, því þá er eindagi á greiðslu akstursreikninga fyrir nóvembermánuð. Fræðslu- umdæmið fær hins vegar enga peninga, þar sem það er komið fram úr fjárhagsáætlun. Menntamálaráðherra hefur ekki verið fáanlegur til að leysa þessi mál og í ráðuneyti hans hef- ur verið bent á að það sé fjár- málaráðuneytið sem stöðvi greiðslur til umdæmisins. Skóla- menn eru þó þeirrar skoðunar að menntamálaráðherra geti fært peninga frá einu umdæmi til annars, þar sem sum umdæmi nýti ekki allar sínar fjárveitingar og liðurinn í heild sé því vel inn- an marka fjárlaga. Ummæli fræðslustjóra Vestfjarðaum- dæmis staðfesta þá skoðun. Ástæður þess að Vestfirðir eiga svo mikið afgangs eru marg- þættar. Skólahald þar er talsvert skert sökum kennaraskorts og ekki hefur tekist að manna skól- ana að fullu. Víða vantar í hluta úr stöðu, heila stöðu eða stöður að sögn Péturs Bjarnasonar fræðslustjóra. Pá eru innan við 60% af réttindafólki í kennslu við skólana á Vestfjörðum og þeir réttindalausu kennarar sem þar starfa eru yfirleitt ungt fólk með litla starfsreynslu og þar af leið- andi í lágum launaþrepum. „Af öllu þessu hlýst umtals-, verður og óæskilegur sparnaður í Vestfjarðaumdæmi og við náum ekki að nýta okkar fjárveiting- ar,“ sagði Pétur. Af framansögðu er ljóst að fjármagn er fyrir hendi, það sem vantar er að „réttur aðili“ gefi skipun um að millifæra það. BB. Talsvert hcfur snjóað undanfarið og víða má sjá snjóhengjur slúta fram af húsþökum á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.