Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, fímmtudagur 6. júlí 1989 126. tölublað Loðdýravandinn ræddur á Akureyri í gær: Rætt um að afskrifa hluta af lánum við Stofnlánadeildina Eldur varð laus í þessu húsi við Lögbergsgötu í gær. Mynd: l£HB Eldsvoði í íbúðarhúsi við Lögbergsgötu á Akureyri: Hundruða þúsunda króna tjón af völdum reyks og sóts - húseigandinn, maður á níræðisaldri, hringdi á slökkviliðið þegar húsið var að fyllast af reyk „Það hei'ur nú ekki verið tekin pólitísk ákvörðun um það að leggja loðdýraræktina niður. Það má segja að þær pólitísku ákvarðanar sem teknar hafa verið frain að þessu, á síðasta ári og í byrjun þessa árs, hafi lotið að hinu gagnstæða, að tryggja framgang grcinarinnar. En hinu er ekki að neita að menn hafa upp á síðkastið neyðst til aö endurmeta stöð- una af þcim sökum m.a. að það hefur verið Ijóst að þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til myndu ekki duga,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra, að afloknum fundi á Akureyri í gær með stjórn Stofnlánadeild- ar landbúnaðarins, forstjóra Byggðastofnunar og formanni stjórnar Framleiðnisjóðs land- búnaðarins. Á fundinum var ræddur sá gríðarlegi vandi sem loðdýraræktin í landinu stend- ur frammi fyrir. Stofnlánadeild ásamt Byggða- stofnun og Framleiðnisjóði eiga mikilla hagsmuna að gæta í loð- dýraræktinni. Stefán Valgeirs- son, formaður stjórnar Stofn- lánadeildar, sagði í samtali við Dag eftir fundinn í gær, að frá Stofnlánadcild hefðu runnið hálf- ur annar milljarður til greinarinn- ar, þar af 1300 milljónir til upp- byggingar loðdýrabúanna og um 200 milljónir til fóðurstöðva. Stefán sagði að í sínum liuga kæmi ekkert annað til greina en að finna þá lausn á vanda loð- dýraræktarinnar sem fleytt gæti henni yfir öldudal sem hún væri nú í. Hann tók fram að það mikl- ir fjármunir væru bundnir í loð- dýraræktinni að versti kosturinn í stöðunni væri að leggja árar í bát. Stefán sagði að sér virtist menn hafa almennt verið sammála um þetta á fundinum í gær. Hann sagði ekki ráðið til hvaða að- gerða yrði gripið en stjórn Stofn- lánadeildar kæmi aftur saman til fundar í næstu viku og þá yrðu málin áfram rædd. Landbúnaðarráðherra sagði að menn stæðu vissulega frammi fyr- ir því að hluti fjárins sem lagður hafi verið í loðdýraræktina væri tapaður og menn veltu því þeirri spurningu fyrir sér með hvaða hætti ætti að gera dæmið upp. Hann sagði að menn væru m.a. að ræða um hvort ekki yrði að afskrifa hluta lána til loðdýra- ræktarinnar ef það mætti verða til þess að einhver hluti greinarinnar gæti haldið áfram. óþh Slökkvilið Akureyrar var kall- að að Lögbergsgötu 9 klukkan 10.08 í gærmorgun. Þá var eld- ur laus í íbúð á neðri hæð húss- ins og mikill reykur í íbúð á efri hæð. Ekki urðu slys á fólki en skaðinn af völdum elds og reyks nemur vafalaust mörg hundruð þúsund krónum. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang stóðu íbúar hússins úti á götu. Eigendurnir, hjón á níræðisaldri, búa á efri hæðinni og geröu þau viðvart. Neðri hæð- in var leigð út til ungrar konu, sem bjó þar ein meö barn sitt. Eldurinn mun að öllum líkindum hafa kviknað út frá cldavél á neðri hæðinni. Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, sagði aö fljótt og vel hefði gengið að ráða niður- lögum eldsins, burtséð frá glóð sem leyndist í einangrun í timb- urgóifi milli hæða. Gólfiö var ein- angrað með hefilspónum. „Við urðum að rífa gólfið ncð- an frá til að komast fyrir þetta. Hefilspænir eru ekki það besta í slíkum tilvikum en þó skárri en reiðirjgur, í honum getur lifað langtímunum saman. Þarna fór betur en á horfðist, eldurinn var ekki þaö mikill en þaö tekur allt- af lengri tíma aö rífa og leita af sér allan grun," sagði slökkviliðs- stjóri. Vakt var við húsiö fram yfir hádegi. Slökkviliðsmenn með reykköfunarbúnað leituðu af sér allan grun um að fleiri væru inn- an dyra, en á efri hæðinni sást ekki handa skil vegna reyks. Mikiö sót er í húsinu og tjón liel'- ur orðið tilfinnanlegt. EHB Ibúðir aldraðra við Víðilund: „Kemur mér verulega á óvart ef beita á dagsektum“ - Magnús Garðarsson: Lyftan ræður ekki úrslitum - segir „Málið er einfalt, frá okkar hendi getur fólkið flutt inn í 60% af húsinu, í þrjár efstu hæðirnar,“ sagði Gísli Bragi Hjartarson, einn eigenda Híbýlis hf, en nokkrar tafir hafa orðið á afhendingu íbúða aldraðra við Víðilund á Akur- eyri frá því sem upphaflega var ætlað. Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort beita eigi fyrirtækið dagsektum. Gísli Bragi sagði að jafnvel þótt Híbýli hefði skilað húsinu fyrr þá hefði flutningur fólks í íbúðirnar strandað verulega á lyftunni, sem ekki er komin upp ennþá. Umrædd lyfta er á verk- sviði Framkvæmdanefndar um íbúðabyggingar aldraðra við Gisli Bragi Hjartarson Víðilund. Magnús Garðarsson hefur yfirumsjón með fram- kvæmdum fyrir nefndina sem byggingaeftirlitsmaður. „Það er álitamál hversu mikinn rétt við eigum á framlengingu vegna ýmissa teikninga og hönnunar, sem ekki lágu fyrir, og breytinga, eins og oftast kemur fyrir við húsbyggingar. Það varð þegjandi samkomulag um hálfan mánuð fyrst, en okkur fannst það ekki nægilegt. Mér kemur það mjög á óvart ef ákveðið verður að setja dagsektir á verkið hjá okkur meðan að þeirra vegna er ekki hægt að flytja inn í húsið því lyftuna vantar. Þá væri verið að fara aftan að hlutunum, finnst mér,“ sagði Gísli Bragi. Magnús Garðarsson segist ekki vera sammála Gísia Braga um að lyftuleysið sé veruleg hindrun fyrir gamla fólkið. „Lyftan á ekki að ráða úrslitum um hvort fólk kemst inn eða ekki. Ef húsið hefði verið til þá hefði það eflaust viljað taka á sig smávegis óþæg- indi við að ganga upp stigana. Margt af þcssu fólk býr í blokkum, sumt á 2. eða 3. hæð, og gengur þar upp og niður á hverjum degi,“ sagði hann. Varðandi þrjár efstu hæðir hússins segir Magnús að búið sé að taka tvær efstu hæðirnar út og þar sé eftir að ganga frá ýmsum smærri atriðum. Þriðja hæðin verði líkast til tckin út í dag en tvær neðstu hæðirnar vonandi fyrir miðjan mánuðinn. Hvað lyftumálið snertir upp- lýsti Magnús að menn heföu full- ýrt að ekki tæki nema tvær til þrjár vikur að fá inn tilboð í lyft- una. Annað hefði þó komið í ljós, og verulegar tafir orðið á afhendingunni. Ef framkvæmanefndin ákveð- ur að beita Híbýli dagsektum er um tímamótaákvörðun að ræða, þar sem slíkt hefur alls ekki almennt tíðkast til þessa á Akur- eyri, þótt verktakar séu á eftir áætlun með verklok. Að sögn Magnúsar er kjarni málsins í þessu tilviki spurningin um hvort fólk skaðist vegna tafa á verklok- um. „Nefndin tekur væntanlega afstöðu til þess hvort hún ætlar að beita dagsektum eða ekki,“ sagði hann. „Það er hófleg bjart- sýni að segja mönnum að þeir gcti fengið íbúöir afhentar hálf- um mánuði eftir að vektaki hefur skilað af sér. Það hefur sýnt sig að verktakar eru meira og minna á eftir hérna og ég mun stefna að því að vara fólk við í síðara hús- inu þannig að það fari ekki að selja ofan af sér of snemma." Sigurður Ringsted, formaður framkvæmdanefndarinnar, hafði samband við væntanlega íbúa í Víðilundi þegar ljóst varð að íbúðirnar yrðu ekki tilbúnar á þeim tíma sem umsamið var. Ekki ntunu nema þrír til fjórir aðilar vera í verulegum vandræð- um vegna þessa. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.