Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 1
Föstudagur 12. júní 1987 124. tölublað 52. örgangur Um 300 manr.s mættu á útifund Samtaka herstöðvarandstæðinga á Hagatorgi í gær og sendu utanríkisráðherrum NATO-ríkjanna skilaboð um að Islendingar muni aldrei sætta sig við vígbúnað í hafinu umhverfis landið. Á fundinum var einnig skorað á utanríkisráðherra landsins að Ijá öllum þeim kröfum lið sem stuðlað geta að minnkun vígbúnaðar í Evrópu. Mynd Sig. Forsœtisráðherra Gegn vopnabúri í hafi Steingrímur mótmœlir Weinberger-hugmyndunum: Afvopnun á landi má ekki verða til að breyta Norður-Atlantshafi íkjarnorkuvopnabúr. Nató- fundinum lýkur í dag, vœntanlega með jái við Sovéttillögum. Deilt um orðalag lokayfirlýsingar Hafnarfjörður Trúarbragða- stríð um Deilt um hver hafi um- boð stjórnar Heimilistrú- boðsins til að selja bœn- um safnaðarhúsið til nið- urrifs. Illir árar á kreiki á samningafundum Heitt er í kolunum í Hafnar- firði hjá þeim aðilum sem tengj- ast heimilistrúboðinu „Heimili til boðunar fagnaðarerindisins á náð Drottins Jesú Krists.“ Snúast deilurnar um hver sé réttmætur erfingi gamla safnaðarhúss safn- aðarins. Á fundi sem bæjarstjóri og bæjarlögmaður áttu með deiluaðilum fyrir skömmu brunnu eldar miklir í fólki og illir árar fóru á kreik. Deilan snýst um hús Einars skreðara við Austurgötu, en þar voru haldnar vakningasamkomur áður fyrr. Húsið hefur staðið autt lengi og samkvæmt skipulagi miðbæjarins á að rífa það. Skráðum eigendum hússins hafði verið tilkynnt um það en engin viðbrögð fengist. Þá gripu bæjar- yfirvöld til þess ráðs að rífa efri hluta hússins, sem vandræðafólk hafði notað til veisluhalda. Var talið nauðsynlegt að rífa húsið af heilbrigðis og öryggisástæðum. Skráðum eigendum var til- kynnt um niðurrifið og þeim svo sendur reikningur. Þegar farið var að krefjast greiðslu reyndist vafamál hver ætti húsið. Einar skreðari hafði fyrir and- lát sitt þinglýst gjafabréf þar sem húsið á að renna til heimatrú- boðsins og stjórn þess að sjá um það. Héldu bæjaryfirvöld að sama stjórn sæti enn enda hefur hvergi annað komið fram. Þegar afgreiða átti kaup á húsinu mætti hinsvegar aldinn maður með lögfræðing með sér og segist hafa umboð stjórnar til að semja. Gamla stjórnin og afkomendur Einars voru hinsvegar ekki á því. Báðir aðilar segjast ætla að gefa peningana til líknarmála en hinsvegar er ekki sama hver gef- ur, því einsog ritað er: Sælla er að gefa en þiggja, og báðir aðilar þrá eilífa sælu. Meðan beðið er þess hver sælunnar fái að njóta er allt í biðstöðu og framkvæmdir á staðnum látnar liggja niðri. _sáf Stærsti þröskuldurinn, sem stendur í vegi fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Alþýðu- flokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru aðgerðir í efnahagsmálum. Þorsteinn Páls- son neitar því að viðskilnaður sinn við ríkissjóð sé slæmur og telur formenn hinna flokkanna mála skrattann á vegginn þegar þeir krefjast tafarlausra aðgerða til að rétta við hallareksturinn. Eftir rúmlega fimm klukku- stunda langan fund formannanna í Rúgbrauðsgerðinni í gær sam- þykktu þeir að láta nefnd kanna Við setningu Natófundarins í Háskólabíói í gær sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra meðal annars að Islendingar leyfðu ekki kjarnork- uvopn á sínu yfirráðasvæði og lýsti andstöðu við þær hugmyndir Weinbergers varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna að samfara fækkun kjarnaflauga á megin- landi Evrópu verði fjölgað kjarn- betur hvaða áhrif ýmsar tillögur um aðgerðir í ríkisfjármálum muni hafa. Eftir fundinn sagði Jón Baldvin að ný ríkisstjórn yrði mynduð ef samkomulag næðist varðandi aðgerðir í ríkisfjármál- unum. Ágreiningurinn er fyrst og fremst sá hversu alvarlegur vand- inn í ríkisfjármálunum er. Þor- steinn neitar því að hallinn á rík- issjóði verði til þess að vextir hækki og verðbólgan sleppi úr böndunum. Hann ber fyrir sig skoðanir Thors Einarssonar, hagfræðings, sem heldur því fram orkukafbátum í Norðurhöfum. Matthías Á. Mathiesen sagði á blaðamannafundi að loknum ráðherrafundunum í gær að Steingrímur hefði ekki borið ræðu sína undir ríkisstjórnina. Hann vildi ekki ræða yfirlýsingar Steingríms efnislega fyrren í dag. Talið er víst að í lokayfirlýs- ingu fundarins, sem lýkur um há- degi í dag, muni utanríkisráð- að innlendar lántökur auki ekki þensluna. Framsóknarmenn og kratar eru ekki sama sinnis og telja að rétta verði við ríkissjóð og vilja gera það með aukinni skatt- heimtu; stóreignaskatti og ein- földun söluskattkerfisins. Eink- um mun hugmynd þeirra um stór- eignaskatt fara fyrir brjóstið á íhaldsmönnum. Mikil ólga er innan Sjálfstæðis- flokksins vegna þessarar stjórn- armyndunartilraunar. Gömlu ráðherrarnir, sem trúlega verða allir settir hjá í nýrri stjórn eru herrarnir samþykkja í megin- atriðum að Bandaríkjastjórn semji við Sovétmenn um „tvö- falda núll-lausn“ í Evrópu, út- rýmingu meðal- og skamm- drægra flauga risaveldanna. Haft er eftir Stoltenberg utanríkisráð- herra Norðmanna að lögð verði áhersla á helmingsfækkun langd- rægra flauga, útrýmingu efna- vopna og samninga um hefð- ósáttir við formanninn og lýsti Sverrir Hermannsson því yfir í sjónvarpi í gærkvöld að flokkur- inn væri í upplausn. Þá er mikill áhugi meðal margra þingmanna flokksins að taka upp viðræður við Borgaraflokkinn og fá hann til samstarfs við fyrri stjórnar- flokka. Vilja Sjálfstæðismenn setja fram þá kröfu við Borgarafl- okkinn að Albert Guðmundsson verði ekki ráðherra í þeirri ríkis- stjórn til að formaður þeirra geti fallist á slíka stjórnarmyndun. -Sáf bundinn herafla, en ekki er ljóst hvort orðalag verður í hvatning- arstil eða skilyrðingar, enda hef- ur ráðherrunum gengið treglega að koma saman endanlegu orða- lagi, og stendur þar einkum á Frökkum. -m Sjá síðu 10 Bretland íhalds- flokkurinn sigraöi Járnfrúin Margrét Thatcher mun áfram sitja í embætti forsæt- isráðherra á Bretlandi. Fyrstu tölvuspár voru birtar á elleftu stundu í gærkveldi og báru þær með sér að Verkamannaflokki Neils Kinnocks hefði ekki tekist að hnekkja forræði frjálshyggj- unnar á Bretlandi og myndi íhaldsflokkurinn fá 58-92 þing- sæta meirihluta í neðri málsto- funni^ Nánar um kosning- aúrslitin á Bretlandi á síðu 7. Stjórnarmyndun Strandar á viðskilnaði Þorsteins Aðgerðiríefnahagsmálum stœrstiþröskuldurinn. Langurformanna- fundurígær. Þorsteinn neitarað viðskilnaður sinn sé slœmur. Ólga innan Sjálfstœðisflokksins. Borgaraflokkurinn aftur með í myndinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.