Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Blaðsíða 1
kiMMgMa Katina Paxinou (sem ©r eigfinkona Minotis og lék m.a. í kvikmyndinni „Klukkan kallar“) í hlutverki Jóköstu, skömmu áður en hún sviptir sig lífi. drepa föður sinn og ganga að eigá móður sína. Vilji forlaganna var ó- breyttur og óhagganlegur. Þ rátt fyrir nokkrar efasemdir, þóttist Ödipús þess fullviss að kon- ungshjónin í Kórintu vaexu foreldrar sínir og eftir þennan ó'hugnanlega spádóm þorði hann fyrir enga muni að snúa heim aftur. Skelfdur og niðurdreginn reikaði hann frá Delfí og hélt í þveröfuga átt við það sem hann hafði komið. Nú víkur sögunni til Þebuborgar. Þar höfðu árin liðið hvert af öðru án stórtíðinda hjá hinum barnlausu og gleðisnauðu konungshjónum. Þungir draumar ásóttu Laios konung og hann fann ekki frið í sál sinni. Gamall og blindur spámaður, sem hét Teiresías, var þar í höllinni. Hann vissi lengra en nef hans náði og kunni að ráða rúnir framtíðar- innar af ýmsum teiknum og fyrir- boðum. Til hans leitaði konungur í vandræðum sínum. En þá var hin- um vísa öldungi svo undarlega brúgðið, að hann gat ekki frsett hann um neitt. Konungur tók þá til bragðs að fara aftur til Delfí og leita ráða véfréttarinnar. Ók hann í vagni og hafði með sér nokkra fylgdarsveina. Á leiðinni mætti Laíos hinum unga Ödipúsi, sem reikaði um ráð- villtur og stefnulaus. • Varð hann heldur seinn að víkja úr vegi fyrir konungsvagninum og einn af kon- ungsþjónum ávarpaði hann hörðum orðum og skipaði honum tál hliðar. Fauk þá í Ödipús og sló í bardaga, sem lauk svo að hann vó Laíos kon- ung og fylgdarmenn hans alla, nema einn, sem undan komst og sagði hver tíðindi voru orðin. Þar með hafði Ödipús drepið föður sinn og fyrri hluti hinnar ógnþrungnu vé- fréttar var kominn fram. En enga hugmynd 'hafði þessi ógæfusami prins um ódæði sitt, því að hann vissi Frh. á bls. 2 N< I okkru síðar varð Jókasta drottning léttari og fæddi sveinbarn. . ... ,. .... , . n.. . En svo sem aUt var í pottinn búið, Gnskl le,kannn Alex,s Mulot,s / hIutverkl Odipusar, var fæðing sonarins til engrar gleði ©ftir að hann hefur svipt sig sjón. iyrir konungshjónin, og ákváðu þau Sagon um Ödipús pús óx upp sem sonur konungshjón- anna í Kórintu og fékk uppeldi og aðbúnað, sem hæfði prinsi og ríkis- erfingja. Hann hugði sem vonlegt var, að konungshjónin í Kórintu væru réttir foreldrar sínir og lengi vel hafði hann engan grun um, að það kynni að vera öðruvísi. Dag einn, þegar Ödipús var orð- inn allstálpaður og lék sér úti með piltum á sínu reki, lenti hann í ill- deilum við einn félaga sinna. í þess- ari sennu sagði drengurinn, að Ödi- púsi væri sæmst að hafa sig hæg- an, þar sem hann væri enginn kon- ungssonur, heldur umkomulaus sveinsstauli, sem konungshjónin hefðu tekið til fósturs. Ödipúsi varð AF HINUM fjölmörgu og stórfenglegu hetjusög- um Hellena í fornöld mun sagan um Ödipús einna þekktust. Frá tíniuni hinna miklu grísku harmleikahöfunda til vorra daga hafa skáld og listamenn notað á margan hátt uppistöðu þessarar sögu í verkum sínum og hún hefur meira að segja verið tek- in upp sem skilgreinandi hugtak í nútíma sálarfræði, hinn svo nefndi Ödipúsarkomplex. Sál- fræðingurinn mikli, Sigmund Freud, er höfundur þessa hug- taks og notaði það um það fyr- irbæri, þegar ungur sonur, sakir mikillar ástar á móður sinni, el- ur í hrjósti óvild og afbrýði til föður síns. En hér kemur sagan um hinn ógæfusama Ödipús. Einu sinni í fyrndinni voru kóng- ur og drottning í ríki sínu. Konung- urinn hét Laíos og drottning hans Jókasta. Ríki þeirra hét Þeba og var eitt af mörgum borgríkjum í Hellas. Fátt skyggði á hamingju þessara hjóna nema það, að þau áttu engin börn. Lengi vel vonuðu þau að úr mundi rætast, en árin liðu hvert af öðru og ekkert fæddist þeim barnið. Laíos konungur gerðist þá áhyggjufullur, því að hann lang- aði ákaft til að eignast son, sem erfa mundi ríkið eftir hans dag. Því var það einn góðan veðurdag, að konungur bjóst að heiman og hélt til Delfí, þar sem guðinn Apoll- on átti fræga véfrétt. En svör þau, sem hann fékk við spurningum sín- um, urðu síður en svo til að gleðja konunginn. Véfréttin sagði honum að hann n.undi að vísu eignast son, en fyrir þessum syni hans ætti að liggja að verða sá ólánsmaður að drepa föður sinn og ganga síðan að eiga móður sína. Hraus konungi hugur við þessum tíðindum og sneri heim í þungum þönkum, því að hann vissi að erfitt mundi að umflýjaþað, sem örlaganornimar hefðu ákveðið, hversu skelfilegt sem það kynni að vera. að bera hann út til að hinn ægilegi spádómur gæti aldrei rætzt. Fætur drengsins voru þvi næst gegnum- stungnir og síðan var farið með hann út í skóg, þar sem hann var skilinn eftir sem bráð handa villi- dýrum og ránfuglum. Pólýbíos konungur í Kórimtúborg hafði kýr sýnar á beit þarna í skógin- um ekki langt frá. Hjarðmaður hans, sem gætti kúnna, heyrði barnsgrát, gekk á hljóðið og fann von bráðar ósjálfbjarga hvítvoðunginn. Hann tók barnið og fór með það heim til borgarinnar. Konungshjónin í Kórintu voru barnlaus. Þau tóku við drengnum og ólu hann upp sem sinn eigin son. Nefndu þau hann Ödipús, sem merkir bólginn fótur, og var nafnið dregið af því, hvern- ig drengurinn var útleikinn, þegar hann fannst. Svo liðu árin og Ödi- mikið um þessi tíðindi og gekk næsta dag á fund kóngs og drottn- ingar og spurði þau, hvað hæft væri í þessum söguburði. Þeim brá illilega í brún við spumingar sveins- ins, en fullvissuðu hann um að hann væri sonur þeirra. Ödipús reyndi að trúa staðhæfingum þeirra, en ef- inn hafði tekið bústað í brjóstihans og óvissan lét hann ekki í friði. Honum fannst sem hann mundi aldrei öðlast sálarró, fyrr en hann hefði fengið örugga vitneskju um, hver hann eiginlega væri. Til að binda enda á þessa óvissu, tók Ödipús sig upp og hélt til Delfí eins og faðir hans hafði forðum gert. En véfréttin sagði honum ekk- ert um hið sanna ætterni, heldiur endurtók aðeins hina grimmilegu spá, sem Laíos hafði fengið að heyra, um að hann ætti eftir að ■y

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.