Alþýðublaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 1
alþýöu- Laugardagur 6. nóvember 1982 165. tbl. 63. árg. Án friðar er engin framtíð — Ræða Kjartans Jóhannssonar við setningu flokksþingsins í gær SJA BLS. 4 OG 5 án frelsis enginn friður 41. FLOKKSÞINGIÐ HÓFST I GÆR Glæsileg þingsetning í Gamla bíó 41. flokksþing Alþýðuflokksins hófst í gær með glæsilegri þignsetningu í Gamla bíó, að viðstöddu fjölmenni. Þar flutti Kjartan Jóhannsson ræðu, sem birt er í Alþýðu- blaðinu í dag. Einnig fluttu nokkrir ungir jafnaðarmenn í Reykjavík dagskrá í tali og tónum, sem þeir nefndu: „Frelsi, friður framtíð“, en það eru einmitt einkunnarorð þessa flokksþings Alþýðuflokksins. Þá söng Signý Sæmundsdóttir við undirleik Kolbrúnar Sæmundsdóttur. Jafnframt sungu þingsetningargestir nokkur lög í sameiningu. Dagskránni var síöan framhaldiö í Kristalsal Hotel Loftleiöa klukkan 20 í gærkvöld og voru þá kjörnir starfsmenn þingsins og var þingforseti kjörinn, Rannveig Guömundsdóttir. Þá voru þing- sköp samþykkt. Ávörp fluttu formenn Sambands Alþýðuflokkskvenna og Sam- bands ungra jafnaðarmanna, Kristín Guðmundsdóttir og Snorri Guðmundsson. ! Þá flutti Bjarni P. Magnússon skýrslu formanns framkvæmda- stjórnar, Ágúst Einarsson gjaldkeri flokksins útskýröi reikninga. Einnig voru fluttar skýrslur, ÁSS, minningarsjóðs Jóns Baldvins- sonar, minningarsjóös Magnúsar Bjarnasonar, sveitarstjórnar- ráös, verkalýösmálanefndar, og fræösluráðs. Umræöur um skýrslurnar stóöu yfir þegar blaöiö fór í prentun í gærkvöld. Áætlaö er aö þingstörf haldi áfram í dag, en gert er ráð fyrir þingslitum um kvöldmatarleytiö á morgun. Ritstjórnargrein-------------------------------- Alþýðuflokkurinn og jafnaðarstefnan „Alþýðuflokkurinn er stjórnmálaflokkur, sem starfar á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Jafnaöar- stefnan berst fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi, gegn einræði, kúgun, auövaldi og kommúnisma. Jafnaöarstefnan felur í sér hugsjónir lýöræðis og félagshyggju. Með félagshyggju er átt við, að fram- leiösia og dreifing lífsgæöa mótist af samvinnu og samstööu. Markmiðið er að koma á þjóðfélagi, þar sem ríkir jafnrétti allra til framleiöslugæðanna". Hér að ofan er vitnaö til upphafs stefnuskrár Alþýöuflokksins. Ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum byggir Alþýöuflokkurinn á mjög ítarlegri stefnuskrá Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið eru hins vegar eins konar kosn- ingabandalög, sem byggja á loðnum og ófullkomn- um grundvallarstefnumiðum. Stefnuskrár fram- sóknar og íhalds og Alþýðubandalags eru opnar í báða enda, því innan þessara flokka eru einstak- lingar með hinar ólíkustu skoðanir á grundvallar- sjónarmiðum stjórnmálanna. r I Alþýðuflokknum eru aðeins jafnaðarmenn. Al- þýðuflokkurinn er ekki stjórnmálaflokkur, sem byggir tilveru sína fyrst og fremst á því, að koma ákveðnum mönnum í valdastóla, en láta pólitísk stefnumið vera meira og minna fljótandi. Alþýðu- flokkurinn vill ákveðnar þjóðfélagsbreytingar.. Hann vill að komið verði á þjóðfélagi jafnaðarstefn- unnar. Flokkurinn grundvallarallt starf sitt á því„að hugsjónir jafnaðarstefnunnar komist til fram- kvæmda. Alþýðuflokkurinn er því flokkur hugsjóna. Stefnuskrá Alþýðuflokksins er bæði í senn rót- tæk og framsýn. Um grundvaliarsjónarmið eru Al- þýðuflokksmenn sammála, þótt auðvitað verði á stundum skiptar skoðanir milli flokksmanna um ieiðir að markinu. Það er ekki óeðlilegt í fjöldahreyf- ingu. Andstæðingar Alþýðuflokksins hafa stundum reynt að koma því inn hjá almenningi, að flokkurinn væri hægfara og íhaldssamur. Þetta eru hreinustu öfugmæli. Þegar litið er í stefnuskrá flokksins og einnig hlutlægt mat lagt á störf flokksins síðustu áratugi verður hver sanngjarn maöur að viður- kenna, að Alþýðuflokkurinn er róttækur baráttu- flokkur sem vill raunverulega breytingar í þjóðfélaginu - vill koma á þjóðfélagi jafnaðarstefn- unnar. ötefnuskrá Alþýðuflokksins segir þetta skýrt og, greinilega. Alþýðublaðið hvetur alla þá sem áhuga hafa á þjóðfélagsmálum að ná sér í eintak af stefn- uskrá flokksins. Hana má m.a. fá á skrifstofu Al- þýðuffokksins. Eftir lestur stefnuskrárinnar blandast engum hugur um það, að Alþýðuflokkur- inn er sá íslenski flokkur, sem vill og þorir að breyta ýmsum gölluðum þáttum íslensks þjóðfélags, sem aðrir flokkarJiafa ekki þorað að hrófla við. •Alþýðuflokkurinn vill uppskurö á efnahagslífinu. Hann hefur barist fyrir gerbreyttri efnahag$stefnu. t •Alþýðuflokkurinn berst fyrir atvinnulýðræði. ! •Alþýðuflokkurinn berst gegn misskiptindju auðs og aðstöðu, sem allir viðurkenna að viðgengst hér á landi eins og víðast annars staðar í heiminum. ^ / •Alþýðuflokkurinn kom á sínum tíma á, almanna- tryggingakerfinu. Hann vill gera það víðtækara og fullkomnara, en jafnframt girða fyrir misrtotkun þess. i •Alþýðuflokkurinn vill binda í stjórnarskrá eignar- ráð íslensku þjóðarinnar á landi sínu og miðunum umhverfis það. Þetta þýðir m.a. að ísland verði allt þjóðareign, orkulindir náttúrunnar verið sameign þjóðarinnar og að byggðin í lándinu fái vaxtarrými án orkugjalds. • Alþýðuflokkurinn vill hraða nýtingu innlendra ork- ultnda til að spara gjaldeyri og efla atvinnurekstur landsmanna. •Alþýðuflokkurinn vill viðhalda og efla landbúnað á íslandi, en jafnframt að landbúnaðarframleiösla verði miðuð við innanlandsneyslu. Frh. á bls 5 ♦

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.