Alþýðublaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 14. apríi 1994 56.TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk ÞREFALDUR 1. vinningur Yill gera mig persónu- gerving erfiðra ákvarðana - segir, hjúkmnarforstjóri Borgarspítalans, um unimæli formanns Sjúkraliða- félagsins - o« segir það ekki í iSrsta skipti sem formaðurinn tali þannig „ÉG VAR einmitt að ræða við aðaltrúnaðar- mann sjúkraliða á spítaian- um, Kolbrúnu Sigurðar- dóttur, rétt áðan. Hún sagði að ég mætti hafa það eftir sér hvar sem er að þessi iýsing sé fjarri öilum raunveruieika“, sagði Sig- ríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Borg- arspítalans í samtali við Al- þýðublaðið í gær vegna for- síðufréttar blaðsins í gær um „gemingaveður sem Ieikið hafi starfsandann illa“ á spítalanum. Þar var vitnað i grein Kristínar Á. Guðmundsdóttur, for- manns Sjúkraliðafélags Is- lands. í sama streng tók Jóhannes Gunnarsson, sérfræðingur í skurðlækningum og lækn- ingaforstjóri Borgarspítalans. , J*essar lýsingar eru tóm vit- leysa. Hér ríkir hin besta sátt um alla hluti. Þau vandamál sem voru í gangi hafa verið leyst“, sagði hann í samtali við Alþýðublaðið. Sigríður Snæbjömsdóttir sagði að sannleikurinn væri sá að starfsandinn milli stétta á sjúkrahúsinu væri með miklum ágætum. Þar ynnu allir saman í fullri eindrægni að uppbyggilegum störfum og væri engan ágreining að ftnna. Sagði Sigríður að það væri í sjálfu sér ekki nýtt að for- maður Sjúkraliðafélagsins talaði þannig í sinn garð. Hún vilji gera sig að persónugerv- ingi erfiðra stjómunarlegra ákvarðana, sem tæpast geti talist sanngjamt. Margt í skrifum Kristínar í blaði sjúkraliða væri hrein- asta firra. Til dæmis hefði heilbrigðisráðherra aldrei áminnt sig fyrir eitt eða neitt. Hann hefði sent öllum sjúkrastofnunum landsins bréf með tilmælum um að sjúkraliðar yrðu ráðnir í stöð- ur þar sem þeirra kraftar nýt- ast best. Þá sagði Sigríður að til- vitnun Kristínar í landlækni væri afar óvönduð og rifin úr öllu samhengi eða misskilin illilega. Sannleikurinn væri sá að nútíma læknavísindi gerðu nú kleift að halda sjúk- iingum lifandi lengur við há- tæknilegar aðstæður. Einmitt þessar nýju aðstæður krefð- ust meiri menntunar hjúkmn- arliðsins, en ekki öfugt. Ummæli um launamun hjúkmnarfræðinga og sjúkra- liða á Borgarspítalanum sagði Sigríður að væm vart svaraverð. Allir vissu sem vita vildu að hjúkmnarfræð- ingar spítalans væm ekki með 50% hærri laun en sjúkraliðar, launamismunur væri lítill milli stéttanna, en meiri laun hjúkmnarífæð- inga stöfuðu þá af meira vinnuframlagi þeirra, en ekki vegna svo mikið hærri gmnnlauna. JónBaldvinskriíar GATT Á MORGUN verður lokaskjal Úrúgvse-við- ræðnannu mcð nýjum GATT-samningi undirrit- að á ráðherrafundi í Marr- akesh í Marokkó. Jón Baldvin HannibaLsson utanríkLsráðherra undir- ritar lokaskjalið fyrir ís- lands hönd. Á ráðherra- fundinum verður einnig ákvcðið hvenær sanming- urinn tekur gildi en Banda- ríkin leggja áherslu á að það verði um næstu áramót og hafa viðræður verið í gangi þar að lútandi. Árangur Úrúgvæ-við- ræðnanna scm lauk með samningum 15. dcsember síðast liðinn birtist í á þriðja tug ólíkra samninga scm er að finna í lokaskjalinu scm verður undinritað á morgun. Stofnuð verður Alþjóðavið- skiptastofnun, Woríd Trade Organization - WTO, sem mun sjá um framkvæmd þeirra alþjóðaviðskiptasamn- inga sem undir hana heyra Og hafa eftiriit með framkvæmd jæirra. Öll þátttökuríki Úrúgvæ-viðræðnanna sem skrifa undir og staðfesta lokaskjalið. - Sjá umfjöilun á blaðsfiki 3. Alþjóðleg könnun gerð á Lslandi uni viðhorf 700 sveitarst jómannanna í 74 sveitarfélögiim til sanieiningamuila: , ,Sveitarstjómamiaðurmn, umheimurimi og lýðræðið“ - alþjóðlegt verkeftii TÆPLEGA 700 sveitar- stjómarmenn í 74 sveitar- félögum á ísiandi hafa ver- ið beðnir um að taka þátt í fjölþjóðlegri viðhorfskönn- un um málefni sveitarfé- laga. Fuiltrúamir lentu í úrtaki í könnun sem nefnist „Sveitarstjórnarmaðurinn, umheimurinn og lýðræð- ið“. Auk þess sem könnunin er lögð fyrir íslenska sveitar- stjómarmenn þá eru starfs- bræður þeirra á Norðurlönd- unum og nokkurra ríkja fyrr- um Sovétríkjanna einnig spurðir spjörunum úr. Grétar Þór Eyþórsson, stjómmála- fræðingur við Gautaborgar- háskóla, hefur umsjón með framkvæmd íslenska þáttar- ins í þessari viðamiklu rann- sókn. Grétar Þór segir að þetta sé meðal annars könnun á við- horfum til sameiningar sveit- arfélaga, vandamálum þeirra, ákvarðanatöku, auk verka- skiptingar milli ríkis og sveit- arfélaga. „Þessi víðtæka og um- fangsmikla rannsókn mun meðal annars gefa tækifæri á að kortleggja og greina við- horf íslenskra sveitarstjómar- manna til þeirrar öru þróunar sem í gangi er varðandi sam- einingu sveitarfélaga. Einnig em teknir fyrir þættir sem tengjast samein- ingunni; hvaða aðilar eigi að hafa með höndum hina ýmsu liði þjónustu, einkavæðingu og um tengsl kjörinna full- trúa við borgarana", sagði Grétar Þór í samtali við Al- þýðublaðið. Niðurstöður könnunarinn- ar gætu meðal annars svarað því á hvaða forsendum and- staða og stuðningur við sam- einingu sveitarfélaga eru byggðar. Hvort stækkun sveitarfélaga stefni lýðræð- inu í hættu eða hvort samein- ing er einmitt lykill að auk- inni valddreifingu til sveitar- félaga og innan þeirra. Grétar Þór segir að margir íslenskir sveitarstjómarmenn hafi brugðist fljótt við og svarað um hæl. Þó sé enn langt í land með að heimtur á spumingalistunum séu nógu góðar. Hann vonast til þess að fleiri bregðist við og svari því það auki áreiðanleika rann- sóknarinnar. Fyrstu niður- stöður verða kynntar á ráð- stefnu í Hvíta-Rússlandi í ág- úst og skömmu síðar hér á landi. ■■■■ ■■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.