Alþýðublaðið - 19.04.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 19.04.1995, Síða 1
Einar Oddur Kristjánsson: Sú yfir- lýsing stendur aö við styðjum ekki ríkisstjórn með óbreytta fisk- veiðistefnu. A- mynd: E.ÓI. ■ Þingmenn Sjálfstæð- isflokks á Vestfjörðum styðja ekki stjórn með óbreytta stefnu í fisk- veiðistjórnun „Yfirlýs- ingin stendur" - segir Einar Oddur Kristjánsson. Jú, sú yfirlýsing stendur að við styðjum ekki ríkisstjóm með óbreytta fiskveiðistefnu. En það er ekki komið að neinum efnisumræð- um um þessa hluti og ég ætla ekki að segja neitt fyrr en umræður hafa far- ið fram,“ sagði Einar Oddur Krist- jánsson alþingismaður í samtali við Alþýðublaðið. Einar Oddur og aðrir efstu menn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Vestíjörðum lögðu fyrir nokkmm vikum fram tillögur um breytta stjómun fiskveiða. Bæði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Halldór Asgrímsson formaður Framsóknarflokksins vísuðu þeim tillögum á bug. Þá sögðust hinir vestfirsku frambjóðendur ekki styðja þá ríkisstjóm sem héldi óbreyttri stefnu í fiskveiðistjómun og Einar Oddur staðfesti að þau orð stæðu. „Það er ástæðulaust að vera að ræða þetta frekar fyrr en menn fara að tala um þau efnisatriði sem þama kunna að vera uppi. Þá fáum við að sjá þessi atriði ef þetta heldur fram sem horfir. Þá finnst mér rétt að setj- ast yfir þau og sjá hvemig til tekst og ég útiloka að sjálfsögðu ekki að sam- komulag náist,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson. ■ Lék Davíð Oddsson forsætisráðherra tveimur skjöldum? Sagði mér ekki frá fundinum með Halldóri - segir Sighvatur Björgvinsson ráðherra. „Eg hringdi í Davíð Oddsson síðdegis á sunnudaginn til þess að ræða um þær efasemdir sem hann hafði um að stjórnin stæði nógu sterk á Al- þingi. Hann tilkynnti mér ekki þá að hann ætlaði að hefja stjórnarmynd- unarviðræður við Halldór Asgrímsson, en tók hins vegar þunglega í þau tilmæli mín að við reyndum að leysa sameiginlega þau mál sem voru til umræðu,“ sagði Sighvatur Björgvinsson ráðherra í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. A fundi með fréttamönnum í gærmorgun sagðist Davíð Oddsson hafa sagt Sighvati í síma að hann væri að fara til fundar við Haildór Ásgríms- son. Sighvatur kannast ekki við að þetta sé rétt. „Það má vel vera að hann hafi vitnað í það sem hann sagði á ríkis- stjórnarfundi að hann hefði fengið umboð til að tala við formenn allra flokka og þar á meðal Halldór. En það var ekkert meginmál í okkar sam- tali. Davíð hefur þá sagt það í framhjáhlaupi og ekki með þeim hætti að ég hafi skilið það svo að hann væri að hefja viðræður við formann Fram- sóknarflokksins,“ sagði Sighvatur Björgvinsson. Jafnaðarmenn á leið út Það var nokkuð þungt yfir Alþýðuflokksráðherrunum Rannveigu Guð- mundsdóttur og Sighvati Björgvinssyni þegar þau gengu útúr stjórnar- ráðinu í gærdag eftir að ríkisstjórnarfundi lauk. Jafnaðarmenn hafa töluvert að athuga við vinnubrögð og heilindi starfsbræðra sinna í pól- itík í kringum stjórnarmyndunarviðræður Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks sem lauk formlega í gær. Siá baksíðu. A-mynd: E.ÓI. ■ Jón Kristjánsson alþingismaður Framsóknarflokksins segirflokkinn ekki hafa svikið loforð um vinstri stjórn „Ekki meirihluti þótt við bættum Þjóðvaka við" - segir Jon, en bendir á það að vissulega hefði hann fremur viljað Halldór Ásgrímsson í forsætisráðherrastól en Davíð Oddsson. Framsóknarmenn lögðu á það nokkra áherslu í kosningabaráttunni að Halldór Ásgrímsson væri öllu betri kostur sem forsætisráðherra en Davíð Oddsson. Nú virðist ljóst að Davíð haldi forsætisráðuneytinu. Jón Kristjánsson, 2. þingmaður Fram- sóknarmanna á Austurlandi og rit- stjóri Tímans, segir að sér þyki Davíð að sjálfsögðu verri kostur en Halldór. ,Eri ég lagði áherslu á það í kosninga- baráttunni að við þyrftum að fá styrk til þess að Halldór gæti veitt ríkis- stjóm forystu. Það skorti nokkur at- kvæði upp á það og við verðum að horfast í augu við það og taka þann kost sem er fyrir hendi. Ég hefði held- ur viljað sjá Halldór í forsætisráð- herrastól en þetta er hlutur sem menn verða að gera upp við sig þegar út í viðræður er komið. Við höfum þurft að horfa upp á slíkt íyrr.“ Jón segir talsverðan misskilning í því að Framsóknarmenn hafi gefið út loforð þess efriis að þeir myndu láta á það reyna hvort ekki væri hægt að mynda ríkisstjóm eftir kosningar. „Við sögðum - og ég kann þá setn- ingu alveg utan af því ég er svo oft bú- inn að fara með hana - að ef við fengjum styrk til þess og ríkisstjómin missti meirihluta sinn, þá myndum við gangast fyrir viðræðum um vinstri stjóm. Halldór meira að segja útfærði þetta í sjónvarpsþætti og sagði að með stjómarandstöðu þá ætti hann við Al- þýðubandalag og Kvennalista. Nú fengu þessir aðilar einfaldlega ekki meirihluta jafnvel ekki þótt við bætt- um Þjóðvaka við þá er hann ekki fyr- ir hendi heldur.“ Jón segir Halldór hafa kannað möguleika á íjöguiTa flokka stjóm en hugur Alþýðuflokksins um áfram- haldandi stjómarsamstarf hefði sýnt sig í yfirlýsingum Jóns Baldvins Hannibalssonar þess efnis að meiri- hluti væri fyrir hendi. Það væri ekki mat Sjálfstæðisflokksins. „Og það er alveg út í hött hjá Ólafi Ragnari Grímssyni,“ segir Jón, „að við höíúm eitthvað skuldbundið okkur til að gangast fyrir myndun fjögurra flokka stjómar að kosningum loknum og þá að taka hluta af stjómarflokkunum inn í. Halldór kannaði þann mögu- leika en andinn var svona,“ sagði Jón Kristjánsson. Hann sagðist jafnframt vera ósammála skoðunum sem Vest- fjarðaþingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haft í ffammi varðandi fiskveiði- stefriuna og átti ekki von á því að þau viðhorf yrðu lögð ffam í stjómar- myndunarviðræðum. ■ Davíð Oddsson telur meirihluta Sjalfstæðisflokks og Alþýðuflokks of nauman til stjórnarsamstarfs Varadekkin voru sprungin Framsókn breyttur flokkur með nýjan formann. mH Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir að meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks hafi ver- ið of veikur til að byggja á fram- hald stjórnarsamstarfs. Varadekkin frá kosningunum 1991 hafi verið sprungin. Hann vilji trausta tveggja flokka stjóm og þar sé Framsókn- arflokkurinn mjög góður kostur með nýjan formann. Davíð Oddsson sagði á frétta- mannafundi í gærmorgun að hver og einn þingmaður Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefði verið í oddastöðu og getað skotið hvaða tillögu sem væri í kaf. Hann kvaðst efast um að flokkarnir hefðu í raun meirihluta á Alþingi en viðræður þeirra um l'ramhald stjórnarsam- starfsins hefðu verið skammt á veg komnar. Flokkarnir hefðu lagt upp með fjögurra sæta meirihluta fyrir fjórum árum en síðan hefðu vara- dekkin sprungið hvert á fætur öðru, Eggert Haukdal, Jóhanna Sig- urðardóttir og Ingi Björn Al- bertsson. Alþýðuflokkurinn hefði sett þau mál á oddinn í kosninga- baráttunni sem ágreiningur var um við Sjálfstæðisflokkinn. Ef Al- þýðuflokkurinn hefði haldið fylgi sínu í kosningunum hefði hins veg- ar verið góður möguleiki á að leysa þau ágreiningsmál og flokkarnir áfram myndað ríkisstjóm. Davíð kvaðst vilja sterka tveggja flokka stjórn sem tryggði festu og öryggi. Framsóknarflokkurinn væri breytt- ur flokkur með nýjan formann og mjög álitlegur kostur til stjórnar- samstarfs. Davíð bauð Halldóri Ásgríms- syni formanni Framsóknarflokks- ins til fundar með sér að kvöldi páskadags og þar var ákveðið að þeir reyndu stjórnarmyndun. Dav- íð Oddsson kveðst hafa tilkynnt Sighvati Björgvinssyni um fund- inn með Halldóri áður en hann hófst. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra krafðist fundar með Davíð og fór hann fram á mánudagsmorgun. Þar tilkynnti Davíð að hann myndi biðjast lausnar fyrir ríkisstjórnina á þriðju- dagsmorgun. Eftir að Davíð hafði gengið á fund forseta íslands í gærmorgun og beðist lausnar fór forseti þess á leit að ríkisstjórnin starfaði áfram uns nýtt ráðuneyti hefði verið myndað. Á fundi Davíð Oddssonar með fréttamönnum var ekki annað að heyra en greiðlega myndi ganga saman með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hann hefði haft samband við marga þingmenn flokksins og þeir verið meðmæltir slíku samstarfi. Forseti íslands væri hins vegar ekki búinn að fela neinum stjórnarmyndun og á þeirri stundu vildi hann ekki spá neinu um hve langan tima stjómarmynd- unarviðræður tækju, né ræða um skiptingu ráðuneyta eða ráðherra- efni. Davíð neitaði því að ríkis- stjórn þessara flokka væri ávísun á óbreytt ástand. Það hefði stjórn með eins atkvæðis meirihluta hins vegar verið. Davíð Oddsson sagði engin formleg skilaboð hafa komið frá Alþýðubandalaginu um viðræður um stjórnarmyndun áður en hann gekk til fundar við Halldór Ás- grímsson að kveldi páskadags. Hins vegar hefðu ýmsar meldingar verið í gangi. Davíö Oddsson: Á leið í ríkis- stjórn með Halldóri Ásgrímssyni. Ýmsar meldingar voru í gangi á meðan stjórnarmyndunarvið- ræðum hans og Jóns Baldvin StÓð. A-mynd: E.ÓI. I Enn einu sinni hafa vakn- að upp spurningar um sam- einingu félagshyggjumanna. Nokkrir einstaklingar tengdir væntanlegum stjórnarand- stöðuflokkum tjá sig á mið- opnu Alþýdubladsins í dag. Er þetta vonlaust stríð? Mörður Árnason, Þjóðvaka „Við náum auðvitað aldrei árangri fyrr en við krækjum saman klónum" Vilhjálmur Þorsteinsson, Alþýðuflokki „Ég sé enga ástæðu fyrir því að þetta fólk geti ekki starfað sam- an Helgi Hjörvar, Alþýðubandalagi „Ingibjörg Sólrún fengin til að leiða fé- lagshyggjufólktil meirihlutasigurs vorið 1999" Sigurður Pétursson, Þjóðvaka „Fyrsta skrefið að sam- eina þingflokkana fjóra í stjórnarandstöðu" ■ Kom Alþýðubandalagið með tilboð til Sjálfstæðis- flokksins? „Engin opiríber skilaboð" -segir Einar Karl Haralds- son framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins. „Það komu engin fomileg skila- boð frá okkur um að við vildum í stjómarmyndunarviðræður við Sjálf- stæðisflokkinn. Engin opinber skila- boð, en hvað menn spjalla sín á milli er bara eins og menn gera laust og bundið allt kjörtímabilið," sagði Einar Karl Haraldsson, ffarn- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, í samtali við Alþýðublaðið. Einar sagði það ekki rétt að hann hefði haít samband við Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, að fyrirmælum Olafs Ragnars Grímssonar, til að lýsa vilja Alþýðubandalagsins til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Einar minnti á að fyrir kosningar hefði Alþýðubandaiagið ekki útilok- að samstaif við Sjálfstæðisflokkinn. Halldór Ásgrímsson hefði túlkað samtal sitt við Jón Baldvin með þeim hætti að eðlilegt væri að vangaveltur hefðu farið á stað um hvað tæki við ef vinstri stjóm væri útilokuð. Hall- dór hefði farið á þennan fund með umboð Kvennalista og Alþýðu- bandalagsins. Hann hefði síðan lagt mat á svar Jóns Baldvins í stað þess að flytja svarið eins og það var, að hann væri bara í einum stjómar- myndunarviðræðum í einu. Ef Jón Baldvin hefði ekki gefið svona heið- arlegt svar væri hann ef til vill nú að mynda stjóm með Framsókn, Al- þýðubandalagi og Kvennalista.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.