Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						vísni
Miðvikudagur 31. oktober 1979
! "P ¦¦ m BB Hi m BB ¦¦ — m ^B ^B H IH ^B ¦¦ ¦¦
„Kvíðí ekki
leiknum í
Frakklandi"
,,Ég er hæstánægöur með þessa
utkomu og ég tel að við hó'fum
sannað, að þegar við náum sam-
an, þá stöndum við i bestu liðum
Evrópu eins og þetta franska lið
er", sagði Jón Sigurðsson KR-
ingur eftir að frönsku bikarhaf-
ar: Caen höfðu sigrað KR i
fyrra leik liðanna i Evrópukeppn-
inni með 104 stigum gegn 84 i
Laugardalshöll i gærkvöldi.
„Við náðum að minnka muninn
úr 22 stigum og niður i 9 stig og
það þótt Jackson væri farinn útaf
með 5 villum", sagði Jón. „En
villuvandræði komu illa við okk-
ur, þegar við vorum að jafna
metin og það hjálpaði Frökkun-
um til að siga framúr. Annars er
ég mjög óánægður með dómar-
ana, eða það, að þeir skuli dæma
svona ólíkt þvi sem við eigum að
venjast. Þeir dæma miklu meira
Hjónin
í efstu
sætunum
Siðasta golfkeppni Islend-
ingaáþessu ári fór fram um
helgina. Var hún háð á
Torrequebrada- vellinum á
Costa del Sol á Spáni, en þar
var þá staddur hópur is-
lenskra kylfinga I golfferð á
vegum titsýnar.
Var þetta önnur haustferð
kylfinga á þessar slóðir, en
öllu færri voru með nú en I
fyrri ferðinni i fyrra. Þá
voru öllu fleiri konur með I
mótinu i þetta sinn en þá.
Kristin Pálsdóttir GK sigr-
aði án forgjafar i kvenna-
flokki, en eiginmaður
hennar, Sveinbjörn Björns-
son sigraði i karlaflokknum
án forgjafar. Með forgjöf f
kvennaflokki sigraði
Kristine E. Kristjánsson NK
og Hannes Hall NK sigraöi
með forgjöf I karlaflokki.
1 öðrum verðlaunasætum á
þessu tslendingagolfmóti á
Spáni urðu Karolina Guð-
mundsdóttir GA og Hanna
Aðalsteinsdóttir GK I
kvennaflokki, og þeir Pétur
Auðunsson GR, Frimann
Gunnlaugsson GA, Kjartan
L. Pálsson NK og Sverrir
Guðmundsson GR, I keppni
karlanna...
Leikjum
KRvar
frestað
Vegna leika KR i Evrópu-
keppninni i körfuknattleik
hefur orðið aö fresta tveimur
leikjum liðsins I u rvalsdeild-
inni.
KR og Valur áttu að leika á
morgun, en leikur þeirra
hefur verið fluttur til 12. nóv-
ember. Þá var leik KR og
UMFN, sem fram átti að
fara 5. nóvember, frestað til
20. nóvember vegna þess að
KR-ingarnir verða erlendis,
þegar leikurinn á að fara
fram.
á allar snertingar en við erum
vanir og það kostaði okkur marg-
ar villur".
— Hræddur viö siðari leikinn I
Frakklandi?
„Nei, ég kvlði honum ekki. Við
vitum á hverju við eigum von og
að við getum staðið I hvaða liði
sem er, ef okkur tekst vel upp",
sagöi Jón Sigurðsson og var
greinilega hvergi smeykur. -gk
Ekkií
hátíða-
skapl
Fer Dakarsta Webster
tíi Borgarness?
„Ég vil ekkert segja um leik-
inn, fyrirgefðu , en ég er bara
ekki i stuði til að segja nokkurn
hlut," sagði Marvin Jackson, KR-
ingur, eftir leik KR gegn Caen I
gærkvöldi. Við það sat, og við
snerum okkur að Dakarsta
Webster, hinum Bandarikja-
manninum I KR-liðinu.
„Ég hata alltaf að tapa og er
þvl ekki I góðu skapi. En dómar-
arnirvoruhroðalegalélegir," var
það sem Webster vildi leggja til
málanna og ekki meira. Það er
þvl ekki hægt að segja. aö þeir
félagar háfi verið I hátiöarskapi
eftir leikinn I gærkvöldi.
Miklar likur er nú taldar á þvi,
að Dakarsta Webster gerist leik-
maður og þjálfari I Borgarnesi.
Vitað er að mikill áhugi er þar á
að fá hann, og hann mun vera
laus allra mála hjá KR á næst-
unni, eða eftir að KR hefur leikið
siöari leik sinn gegn Caen I næstu
Marvin Jackson lék sinn fyrsta leik me6 KR I gærkvöldi og átti störleik. Hér sést hann skora eina af
mörgum körfum sinum i leiknum.
^^mbmmmLi                                                                   Vlsismynd: Friöþjófur
VILLUVANDRÆÐIN SETTU
STRIK í REIKNINGINN!
- og KR-íngar topuðu með 20 stiga mun fyrlr transka liðinu Caen
„KR-liðið kom mér verulega á
óvart með getu sinni og er mun
betra liö en ég reiknaði með",
sagði Frakkinn Daniel Badache,
formaður franska körfuknatt-
leiksliösinsCaeneftir 104:84 sigur
sinna manna gegn KR I Laugar-
dalshöll I gær, en þar fór þá fram
fyrri leikur liðanna f Evrópu-
keppni bikarhafa. „Byrjun I sfð-
ari hálfleik hjá KR var mjög góð
og ég var f arinn að hafa áhyggjur
af að þeir myndu vinna upp allt
forskot okkar. En til allrar ham-
ingjumisstu þeir Marvin Jackson
og Jón Sigurðsson útaf með 5 vill-
ur, og þá var sigurinn i öruggri
höfn hjá okkur", bætti hann viö.
Frakkarnir, sem eru greinilega
með glfurlega gott liB tóku strax
forustuna i leiknum og varö for-
skot þeir ra I f yrri hálf leik mest 20
stig, 46:26. En KR minnkaði mun-
inn og i hálfleik var staðan 54:40
fyrir Caen.
KR-ingar mættu i slðari hálf-
leikinn án nokkurrar minnimátt-
arkenndar og þegar komið var
framundir miðjan hálfleikinn var
munurinn kominn niður I 10 stig
62:72 ogallt virtistgeta gerst. En
þá fékk Marvin Jackson sina
fimmtu villu og stuttu siðar Jón
Sigurðsson, og með yfirburða-
menn sina utan vallar áttu
KR-ingarnir ekki möguleika á
sigri, heldur juku Frakkarnir
muninn og sigruðu með 20 stiga
mun.
Það hafði verið beðið með mik-
illi eftirvæntingu eftir þvi að sja
Marvin Jackson leika með KR, en
hann er nú orðinn löglegur leik-
maður með liöinu og mun leika
með þvl I vetur. Ekki er hægt að
segja annað en að hann hafi upp-
fyllt þær vonir, sem KR-ingar
bundu við hann, og i leiknum
sýndi hann oft snilldartakta. En
hann gat ekki beitt sér sem skyldi
i vörninni, fékk fljótlega þrjar
villur. Það er ekkert vafamál að
meö hann og Jón Sigurösson
veröur KR-liöið ekki árennilegt f
vetur.
Jón Sigurðsson var fremur
seinn i gang, en þegar komið var
út í sffiari hálfleikinn var hann
óstöðvandi og réðu frönsku lands-
liðsbakverðirnir ekkert við hann.
Dakarsta Webster kom illa frá
þessum leik, var ekki meöI sókn-
inni lengst af og hitti illa. Þá var
hann ekkert afgerandi i vörninni,
þótt þar væri hann sterkur á
stundum. Um aðra leikmenn KR
erþaBaðsegja.aðþeir slógu ekk-
ert I gegn og geta flestir leikið
betur.
Þetta franska liö er geysilega
sterkt, enda komst það i undanúr-
slit Evrópukeppni bikarhafa I
fyrra. I liöinu er Bandarikjamað-
urinn Bog Miller- 2.08 metrar á
hæö, landi hans Robert Riley,
sem hefur reyndar verið með
franskt vegabréf frá 1973ogverið
fastur maöur i landsliði Frakka
sfðan og bakvörðurinn N'Diaye
Abdou frá Senegal. Allt frábærir
leikmenn, en besti maður liðsins
var þó Dobbels Didier, stórkost-
leg langskytta og afar sterkur
varnarmaöur.
Stighæstir KR-inganna voru
Jackson með 30, Jón 20, Webster
15, en hjá Caen Didier 32 og Miller
15.
Dómarar komufrá Skotlandi og
Wales og voru þeir slakir og sjálf-
um sér ósamkvæmir, þött það
bitnaði ekki á öðru liðinu fremur
en hinu.               gk —
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24