Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 1
Bílar í dag Hvað ber að varast við kaup á notuðum bíl?  Fimmtugur gæðafákur Prius fyrir budduna og umhverfið  Ayrton Senna Ævintýri í sveitinni Svanhildur Sif lét drauminn rætast og stofnaði sumarbúðir Daglegt líf STOFNAÐ 1913 115. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í síðustu viku skýrslu þar sem aðildarlönd Evrópusambands- ins eru hvött til að standa vörð um fjölbreytni fjölmiðla og tryggja sjálfstæði þeirra. Telur þingið að ráðandi staða fjölmiðlafyrirtækis á markaði komi í veg fyrir fjölbreytta fjölmiðla- flóru, en hana beri að vernda í samkeppn- islöggjöf sambandsins. Þá er talið mikilvægt að stjórnmálamönnum verði bannað að eiga mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta í fjölmiðlum. Fram- kvæmdastjórn ESB er enn fremur hvött til að leggja fram tillögur um hvernig tryggja megi að fulltrúar í ríkisstjórn geti ekki notað ítök sín í fjölmiðlum í stjórnmálalegum tilgangi. Aðild- arríki eru hvött til að koma á fót sjálfstæðu eft- irliti m.a. með eignarhaldi á fjölmiðlum. Framlagi einkarekinna fjölmiðla til nýsköp- unar, hagvaxtar og fjölbreytni er fagnað í skýrslunni, en bent á að aukin samþjöppun í eignarhaldi fjölmiðla ógni fjölbreytninni. Einn- ig takmarki hún möguleika fjölmiðlunar sem atvinnuvegar í Evrópu. Bent er á að þrátt fyrir að framkvæmdastjórn ESB rannsaki alla mik- ilvægustu fyrirtækjasamruna, séu áhrif þeirra á fjölbreytni ekki skoðuð sérstaklega. Skýrslu- höfundar telja að slík áhrif ætti að rannsaka kerfisbundið, annað hvort af samkeppnisyfir- völdum eða sjálfstæðu stjórnvaldi. Vantar lög gegn samþjöppun Í þeim átta löndum sem borin eru saman í skýrslunni komu alls staðar fram atriði sem Evrópuþingið telur að þurfi að rannsaka frek- ar. Um Ítalíu sagði Evrópuþingið t.d. að þar væri hætt við að tjáningarfrelsi og réttur til upplýsinga yrði brotinn. Á Ítalíu er samþjöpp- un á sjónvarpsmarkaði sú mesta í allri Evrópu og er Ítalía sögð vera sérstakt frávik þar sem mikil efnahagsleg og pólitísk völd, sem og yfir fjölmiðlum, séu saman komin á einni hendi; hendi Silvios Berlusconi, forsætisráðherra landsins. Þá þykir gagnrýnivert að engin ákvæði pólskra laga hamli samþjöppun á fjölmiðla- markaði. Á Spáni er gagnrýnt að ekkert sjálf- stætt yfirvald hafi eftirlit með fjölmiðlum og t.d. bent á að þrýstingur stjórnvalda á spænska ríkisútvarpið, TVE, hafi orðið til þess að fréttir af hryðjuverkaárásunum í mars voru rang- færðar og litið var framhjá staðreyndum um hver bæri ábyrgð á árásunum. Evrópuþingið vill að gripið verði til aðgerða til að tryggja fjölbreytni fjölmiðla Aukin samþjöppun eignar- halds ógnar fjölbreytni  Ráðandi staða/30 TIL bardaga kom í Mazzeh-hverfi í Damask- us, höfuðborg Sýrlands, síðdegis í gær milli ör- yggislögreglumanna og grímuklæddra hryðju- verkamanna. Eldur kviknaði í mannlausu skrifstofuhúsi í hverfinu eftir að skotið var á það sprengjum. Talsmaður Sameinuðu þjóð- anna í New York sagði að húsið hefði áður ver- ið notað af samtökunum en væri það ekki leng- ur. Hosni Mubarak Egyptalandsforseti hringdi í gærkvöld í Bashar al-Assad Sýr- landsforseta til að fá fregnir af ástandinu og var tjáð að allt væri með kyrrum kjörum, átök- unum væri lokið. Fréttir af atburðinum voru mótsagnakennd- ar. Ríkisfréttastofa landsins, Sana, sagði fyrst að „hryðjuverkamenn og spellvirkjar“ hefðu skotið villt í kringum sig í hverfinu og örygg- Einræðisstjórn Baath-sósíalista hefur ára- tugum saman ráðið ríkjum í Sýrlandi en þar hefur verið tiltölulega kyrrt miðað við sum grannríkin. Stjórnin styður ýmsa herskáa hópa meðal Palestínumanna en samþykkti í öryggisráði SÞ hernaðinn gegn talíbönum í Afganistan haustið 2001. isverðir hefðu svarað skothríðinni. Síðar hafði Sana eftir talsmanni innanríkisráðuneytisins að tveir árásarmenn hefðu verið drepnir og tveir særst mikið. Einn lögreglumaður og óbreyttur borgari, sem mun hafa verið kona, hefðu fallið. Skot lentu á kanadíska sendi- ráðinu en enginn særðist. Mikið er af sendi- ráðum í Mazzeh, þar á meðal sendiráð Breta og Írana. Mazzeh var girt af og fólk var flutt af háskólalóð í hverfinu. Sendiherra Sýrlands í Bandaríkjunum, Imad Mustafa, virtist í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina í gær saka hryðju- verkasamtökin al-Qaeda um árásina. „Við höf- um gert okkar besta gegn al-Qaeda. Við eigum sama óvininn [og Bandaríkjamenn]. Við styðj- um Bandaríkjamenn í baráttunni við al-Qaeda og hryðjuverkamenn,“ sagði sendiherrann. Hryðjuverkamenn felldir í Damaskus Damaskus, Kaíró, Sameinuðu þjóðunum. AFP. Íbúar í Damaskus við skrifstofuhús sem SÞ not- uðu áður og skemmdist í sprengjuárás. Reuters ÞJÓÐIR heims eiga að fara að dæmi Líbýumanna og losa sig við öll ger- eyðingarvopn, að áliti Muammars Gaddafis Líbýuleiðtoga. Kom þetta fram er Gaddafi heimsótti fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel í gær en þetta er fyrsta ferð hans til Evrópu í 15 ár. Leiðtog- inn sést hér á fundi með Javier Sol- ana, æðsta talsmanni ESB í utan- ríkis- og öryggismálum, en þeir hittust í gær í bláa bænatjaldinu sem Líbýuleiðtoginn notar ávallt á ferðalögum. Á milli þeirra er túlkur. „Líbýumenn eru staðráðnir í að gegna lykilhlutverki í því að koma á friði í heiminum,“ sagði Gaddafi. Hann samþykkti fyrir skömmu að eyða gereyðingarvopnum Líbýu- manna sem áttu þegar nokkuð af efna- og sýklavopnum og reyndu að smíða kjarnorkuvopn. Friður í bænatjaldinu  Vill að/14Reuters SAMVIST samkynhneigðra er ekki hægt að leggja að jöfnu við hjónaband karls og konu, að mati biskups Íslands. Herra Karl Sigurbjörnsson sagði á prestastefnu í Grafar- vogskirkju í gær að sam- kynhneigðir gætu sóst eftir blessunarathöfn yf- ir samvist sinni en að prestar gætu „hver og einn átt við samvisku sína að standa að slíkri athöfn eða ekki“. Í samtali við Morgun- blaðið sagði biskup að kirkjan viðurkenndi ekki samvist samkyn- hneigðra eða nokkurt annað sambúðarform sem hjónaband. „Í skilningi kirkjunnar um aldir og árþúsundir er hjónaband sáttmáli karls og konu, og ekkert annað. Það eru hins vegar til ótal mismunandi sambúðar- form og það er bara gott um það að segja. Samvist samkynhneigðra er eitt slíkt, en það er ekki hjónaband.“ Biskup sagði að djúpstæður ágreiningur væri í þessum efnum. „En meginmálið er að mínu mati það að kristnir menn virða sam- kynhneigða sem manneskjur sem skapaðar eru í Guðs mynd eins og allir aðrir. Deilan stendur fyrst og fremst um það hvort hægt sé að leggja samvist samkynhneigðra að jöfnu við hjónaband karls og konu.“ Spurður að því hvort hann sæi fyrir sér að hægt væri að leggja þetta að jöfnu svar- aði biskup: „Nei, ég sé það ekki fyrir mér. Allavega ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Við erum með mörg þúsund ára gamla sam- félagsskipan og mannskilning sem erfitt er að horfa framhjá.“ Samvist sam- kynhneigðra ekki viður- kennd sem hjónaband  Samkynhneigðir velkomnir/4 Karl Sigurbjörnsson ♦♦♦ ÞRÍR af hverjum fjórum kjósendum í Frakklandi vilja að efnt verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrár- sáttmála Evrópusam- bandsins. Í nýrri könnun kemur einnig fram að stuðningur við drögin virðist hafa aukist lítil- lega frá sl. hausti og segj- ast nú 57% myndu segja já. Sáttmálanum er ætlað að styrkja stofnanir ESB, einfalda lagalegar stoðir sambandsins og bæta vinnulag. Ekki er enn ljóst hvort frönsk stjórnvöld leggja málið í þjóðaratkvæði áður en þingið afgreið- ir sáttmálann. Jacques Chirac forseti mun ekki hafa gert upp hug sinn í þeim efnum. Nokkur aðildarríki hafa þegar ákveðið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og er Bret- land í þeim hópi en ólíklegt er að atkvæða- greiðslan verði þar fyrr en eftir nokkur ár. Frakkar vilja þjóðar- atkvæði París. AFP. Stjórnarskrárdrög ESB Jacques Chirac Höggmyndir fornaldar voru í öllum regnbogans litum Listir Klassíkin loksins í lit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.