Íslendingaþættir Tímans - 12.04.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 12.04.1973, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR TÍMANS Fimmtudagur 12. april, 24. tbi. 6. árg. Nr. 109 Þórunn Þorsteinsdóttir deildarhjúkrunarkona Fædd 9. fcbrúar 19X0 Dáin 18. marz 1973. Sól er hnigin að viði i ævi Þórunnar Þorsteinsdóttur hjúkrunarkonu og fram i hugann þyrpast minningar um hana, sem allar eru á eina lund, þær hafa yfir sér þá heiðrfkju, sem aldrei bar ský né skugga á i ævilangri vináttu okkar. Þórunni sá ég fyrst i Kvennaskólan- um i Reykjavik, er við vorum á ung- lingsárum við nám, en þar kynntumst við litið þvi við vorum sitt i hvorum bekk. Fáum árum siðar lá leið okkar heggja til Akureyrar, þar sem við hóf- um, samtimis að kalla, nám i hjúkrun við sjúkrahúsið Gudmanns Minde, gamla spitalanum þar. A sjúkrahúsinu var nám — og starf— fyrst og fremst þrotlaust starf — puð frá morgni til kvölds. A vakt klukkan sex á morgn- ana, af vakt klukkan 8—9 á kvöldin — með 1 og 1/2—2 klst. hvildarstund um miðjan daginn og 1/2 fridag i viku suma mánuðina þegar erfiöast var, en heilan fridag vikulega er hægt var að koma þvi við. Þetta ár, sem við Þórunn unnum á sjúkrahúsinu á Akureyri var nefnilega á ýmsan hátt erfitt hjá spitalanum. 3 ýfirhjúkrunarkonur voru á þvi eina Sri, hvor eftir aðra, og meiri hluta árs- ms engin aðstoðarhjúkrunarkona svo við nemarnir á fyrsta ári, þurftum að faka að okkur miklu fleiri skyldustörf en venja er að nemar hafi með hönd- um. Skarlatssótt kom upp I Menntaskól- anum á Akureyri, Þórunn var send með frá spitalanum til að sækja skarlatssóttarsjúklinga þangað. Hún tók þá i fangið og lagði i sjúkrakörfuna °g hjúkraði þeim siðan á spitalanum — bar til hún veiktist sjálf. — Fleiri nem- ar tóku veikina og voru þeir i einangr- hn a herbergjum sinum i gamla Sótt- j varnarhúsinu, þar sem við nemarnir bjuggum uppi á loftinu. Ég var svo heppin aö sleppa við að veikjast — ;en nú sást alls ekki út yfir hvernig takast mætti að sinna bráðnauðsynlegustu störfum á sjúkrahúsinu. Hjúkrunar- kona Rauöa krossins á Akureyri, frk. Sigriður Bachmann hljóp þá undir bagga og kom okkur til hjálpar við störfin og nokkru siðar tókst aö fá stúlkur til nema-starfa utan úr bæ, sjvo einhvern veginn bjargaðist þetta. En hvernig sem sjúkdómar og stárf fylltu upp umhverfi manns og tima, ólgaði æskan og gleðin innra m|eö manni. Það var dásamlegt að vera til, finna kraftinn i sjálfum sér, finna skapandi krafta almættisins ýta öllu áfram, — inn i jarölifið — meðan jaj'ð- lifið varði — siðan út úr jarðlifinui — inn i björt fyrirheit framhaldslifsins. Allt var — og er — á fleygiferð inn i önnur og æðri svið tilverunnar. — Ég hljó]> frekar en gekk frá sjúkrahúsinu upp að Sóttvörn I brakandi snjónum á janúarkvöldi, eftir annadag. — Nú, þarr a var þá Þórunn komin út i glugga og kallaði glaðlega til min. ,,Hæ”, sagfji ég. „Viltu koma i snjókast”, hnofaði snjóbolt- og kastaði upp i gluggann til Þórunnar. Hún hló, greip snjóDoltann og kastaði honum aftur I mig. — En um leið og boltinn dúndraði niður, stundi hún og sagði: ,,Æ, þetta mátji ég ekki gera, nú smita ég þig”. — Llitið atvik — en ljóst um alveg óverjulega vakandi vitund þeirrar ótakmörkuðu samvizkusemi, sem var aðalj og einkenni Þórunnar Þorsteins- dóttyr alla tið. Árin liðu. Við héldum áfram að vera sam :eröa I námi unz viö útskrifuöumst voril) 1933 i hópi þeirra 13 hjúkrunar- kverna, er fyrstar luku námi frá Hjúkrunarskóla Islands. Og nú skildu leiðit. Þórunn Þorsteinsdóttir hélt til frarr haldsnáms til Finnlands og Svi- þjóðar. — Er hún kom heim réðist hún til Landspitalans og þar vann hún við hjúkrun alla tið siðan, lengst sem deildarhjúkrunarkona við kvensjúk- dómadeildina. Hún var frábær I störf- um Sinum, samvizkusöm og sönn og lagðj sig alla fram. Sómi sinnar stétt- ar. Viss, örugg, skilningsrik og hjarta- hlý. Þó svo færi að við værum búsettar sitt i hvoru landshorni, hélzt vinátta okkar óslitin alla ævi. Aldrei kom ég svo lil Reykjavikur, að ég hitti ekki Þóri^nni eða talaði við hana og alltaf var sömu hlýjunni aö mæta hjá henni. ttjiikrunarstarfið var annar sterki þátturinn i lifi Þórunnar Þorsteins- dóttúr, hinn var kristilegt starf. Hún var imilega trúuð — og datt ekki ann- að I h ug en rækja trú sina i verki — auk sam^izkusemi i daglegum störfum —

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.