Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 28
Sumarkápa á heimasætuna Þessi kápa er prjónuð úr léttu, loðnu garni og er ófóðruð — Stærðirnar eru á 2ja, 4ra og 6 ára t kápuna og húfuna þarf 400-400-450 gr af Fluffy Fancy garni eða svipuðu og langa prjóna nr. 4 1/2. Festingin á að vera þann- ig að 18 1 séu 10 sm. Skiptið annars um prjóna. Kápan: öll kápan er prjónuð langsum. Fitjið upp 66-73-80 1 (byrjað er á hægra framstykkinu). Prjónið garðaprjón. Til að fá brúnirnar jafnar er fyrsta 1 tekin laus fram af og tekið þéttingsfast i þráð- inn. Á 6. prjóni eru gerð 4 hnappagöt, það efsta 3 1 frá hálsmálinu og hin með 9-10-11 sm millibili. 1 hverju gati eru felldar af 21 og siðan fitjaðar upp aftur yfir gatinu i næstu umf. Prjónið 3 garða til viðbótar og siðan 1 prjón sléttan frá hálsmáli. Haldið siðan áfram frá röngunni: I. -2. p: 6 sl (þetta er neðri brúnin, sem alltaf er prjónuð slétt) siðan 9-10-11 sm, snúið við, takið fyrstu 1 óprjónaða fram af og prjónið sl til baka. Alls staðar, þar sem snúið er við á miðjum prjóni, er fyrsta 1 tekin óprjónuð fram af. 3.-4. p: 6 sl, snúið og prjónið sl til baka. Þessi snúningur eftir slétta kantinn er endurtekinn á 5. hverjum prjóni allan hringinn, til að kanturinn strekkist ekki. 5.-6. p: 6 sl, 18-20-22 sn, snúið og prjónið sl til baka. 7.-8. p: 6 sl, 27-30-33 sn, snúið og prjónið sl til baka. 9.-10. p.: 6 sl, snúið og prjónið sl til baka. II. -12. p: 6 sl, 36-40-44 sn, snúið og prjónið sl til baka. 13.-14. p: 6 sl, 36-40-44 sn, siðan 8-9-10 sl. snúið og prjónið sl til baka. 15.-15 p: 6 sl, snúið og prjónið sl til baka. 17.-18. p: 6 sl, 36-40-44 sn, siðan 16-18-20 sl. snúið og prjónið slétt til baka.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.