24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 1
24stundirföstudagur13. júní 2008111. tölublað 4. árgangur ...ferskleiki er okkar fag ! Melabúðin Hagamel Reykjavík Þín verslun Seljabraut Reykjavík Spar Bæjarlind Kópavogi Kassinn Norðurtanga Ólafsvík Kostur Holtsgötu Njarðvík 260 víkingar streyma til Hafnarfjarðar en þar hafa nú verið settar upp hinar árlegu vík- ingabúðir. Víkingar í Firði HELGIN»25 Hinn norski Avre Evensen hannaði nýstárlegar veiðistangir og kenndi ís- lenskum veiðimönnum hvernig mað- ur ber sig að við veiðar. Með stöng- inni næst mun betra kast. Langt og gott kast VEIÐI»26 Sumarlegt og gómsætt »12 9 10 7 7 9 VEÐRIÐ Í DAG »2 Bændurnir og hjónin Helgi og Beate í Kristnesi í Eyjafirði gefa skepnunum á milli þess sem þau teikna og sauma tísku- fatnað. Tískubændur »30 Dr. Gunni vildi selja Havaí- skyrturnar sínar enda hefur hann lést og þær eru orðnar of stórar. Salan gekk þó ekki eins vel og hann vildi. Skyrtur til sölu »34 Iceland Airwaves-hátíðin í ár verður haldin, jafn stór og glæsileg sem fyrr. Þorsteinn Stephensen segir hátíðina verða rekna af dótturfyrirtæki Hr. Örlygs. Airwaves bjargað »38 SÉRBLAÐ Frakkar eru orðnir óhræddir við að blandakoníaki saman við önnur hráefni. DominiquePlédel Jónsson gefur uppskrift að sínum Cog-nac longdrink sem hún hefur þróað meðfrönskum og íslenskum vinum sínum ogsegir hann frábæran for-drykk á sumrin. Fátt heilagt »20 „Ég leik mér að því að búa til kryddlög úrýmsu og ólíku hráefni og er alveg óhræddurað breyta út af venjunni,“ segir Guðjón Ped-ersen og nefnir nokkur hráefni sem hannnotar: bláberjavín og síróp, kaffi og te. „Éghef alltaf haft gaman af því aðelda.“ Kaffi og te í kryddlög »21 Ingvar á Salatbarnum fyllist stolti þegarhann klæðist kokkabúningi enda á hanntæplega 30 slíka. Þar á meðal er bún-ingur úr gallaefni og búningur í felulit-unum sem Ingvar notar bara á tyllidög-um og þegar villibráð er íboði. Á 28 kokkabúninga »22 MATUR AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 Það er ekki úr vegi að fá sér ljúf-fengan sumardrykk sem er aukþess hollur en Sigrún Þorsteins-dóttir sem heldur úti vefsíðunniCafeSigrún.com á heiðurinn afþessum hreinsandi drykk. Sumarlegur og sætur NEYTENDAVAKTIN »4 105% munur á Sun lolly „Blint fólk stoppar auðvitað mikið til að snerta, þreifa og hlusta, finna ilminn af plöntum og taka þær upp,“ seg- ir Ruth Barbara Zohlen, leiðsögumaður í Vestmannaeyjum, sem tók á móti hóp af blindum ferðamönnum í Vestmannaeyjum í vikunni. Hópurinn fór meðal annars í fjallgöngu á Eldfell og Stórhöfða. „Það er ótrúlegt þeg- ar maður labbar í hrauni og það er grjót út um allt að það detti enginn. Við vorum með bandspotta og þau leiddu bæði mig, þýska fararstjórann og þýska blaðakonu sem var með í för.“ „Stoppa til að snerta, þreifa, hlusta og finna ilm“ Blind á ystu nöf Mynd/Ruth Markaðsvirðið hefur rýrnað um 25 til 30% á tveimur dögum. Vitlaus- ar fjárfestingar skýra hrun Eim- skips, en Teymi hefði aldrei átt að fara á markað, segir Vilhjálmur Bjarnason. Teymi og Eim- skip í frjálsu falli »14 Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is „Ég er örmagna,“ segir móðir sex ára drengs sem er greindur einhverfur, þroskaheftur, of- virkur með athyglisbrest og áráttuhegðun. „Það er ekkert vistheimili fyrir fötluð börn hérna á Suðurnesjum,“ segir hún og tekur fram að mál drengsins sé stopp í kerfinu. „Vanda- málið snýr aðallega að því að manna störfin og reka þessa þjónustu fyrir fötluð börn, eins og drenginn minn.“ Biðlisti fatlaðra barna Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, staðfestir að engin búsetuúrræði fyrir fötluð börn séu til staðar. „Ákvörðun um staðsetningu vistheimilisins sem er á svæðisáætlun okkar verður ekki tekin strax,“ segir hún. „Það eru um 20 fötluð börn á biðlista, en við hvetjum foreldra til að sækja um ef það hefur ekki verið gert nú þegar,“ segir Sigríður. Sólarhrings umönnun „Það eru allar dyr lokaðar fyrir okkur eins og staðan er í dag,“ segir Hafrún sem er heimavinn- andi vegna aðstæðna fjölskyldunnar og nefnir að drengurinn þarfnist sólarhrings umönnunar. „Það væri ákjósanlegast fyrir okkur og drenginn, að hann kæmist inn á heimili þar sem þroska- þjálfi og aðrir fagaðilar ynnu með honum.“ Ekki sé raunhæfur kostur fyrir fjölskylduna að nýta skammtímavistun fyrir drenginn, sem sé hvíld fyrir foreldra. Hún hugsi um drenginn og hann þurfi á framtíðarlausn að halda. „Ég er örmagna“ UPPGEFIN Á KERFINU»8 ➤ Reykjanesbær býður upp á liðveislu fyrirfötluð börn en erfiðlega gengur að halda starfsfólki í vinnu. ➤ Um 20 fötluð börn eru á biðlista eftir bú-setuúrræðum sem heyra undir Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. VISTUN FATLAÐRA BARNA Hafrún Erla Jarlsdóttir, móðir, segir að fatlaður sonur sinn þarfnist úrræða tafarlaust Ekkert vistheimili er fyrir fötluð börn á Reykjanesi þar sem fjölskylda drengsins býr „Úrræðaleysi stjórnvalda í efna- hagsmálum virðist vera algjört,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ. Fulltrúar at- vinnulífs og verkalýðshreyfingar vilja aukin umsvif ríkis og Íbúðalánasjóðs. Úrræðaleysið virðist algjört »4 »2

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.