Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 1
Kathleen Brooks Hún aðstoðar þá sem hafa orðið fyrir hvers konar ofbeldi í æsku | 14 Viðskipti | Gistinóttum fjölgar  Marinó forstjóri Lex og Nestor sameinast Úr verinu | Einn munnbiti á dag Loðna á eðlilegum slóðum Íþróttir | Naumt tap gegn Svíum Sjálfvirkur búnaður við mörkin? 20% 30% 40% 50% 60% ÚTSALA! MANNFRÆÐINGAR óttast að einn af elstu ættbálkum heims, Onge-fólkið, deyi út vegna náttúruhamfaranna við Indlandshaf. Onge-fólkið er á meðal sex frumstæðra ættbálka sem hafa lifað á Andaman- og Nicobar- eyjaklasanum í þúsundir ára. Indversk yfirvöld segja að eng- inn ættbálkanna hafi dáið út í flóðbylgjunum. Mannfræðingar óttast hins vegar að þeir deyi úr hungri þar sem heimkynni þeirra við ströndina eyðilögðust og tilverugrundvöllur þeirra hvarf í hafið. Í Onge-ættbálknum eru að- eins um hundrað manns. Réðust á þyrlu Onge-menn hafa verið til frá steinöld. Þeir nota spjót, boga og örvar, klæðast trjáberki eða laufum, og vilja engin tengsl við umheiminn. Óttast var í fyrstu að ætt- bálkarnir hefðu dáið út í ham- förunum. Þyrla var send til að leita þeirra og varpa niður mat- vælum en hún varð frá að hverfa vegna þess að hún varð fyrir mikilli örvahríð. Björgun- armennirnir voru þó árásinni fegnir vegna þess að hún var fyrsta merkið um að ættbálk- arnir hefðu lifað hamfarirnar af. Talið er að ættbálkarnir hafi flúið frá ströndinni, áður en flóðbylgjurnar skullu á henni, vegna þess að þeir hafi tekið eftir breytingum á hegðun dýra. Óttast að steinald- arfólkið deyi út BAUGI Group hf. hefur verið gert að greiða 464 milljónir króna vegna endurálagningar ríkisskatt- stjóra vegna tekjuáranna 1998–2002. Í tilkynningu frá Baugi segir að vegna endurkröfuréttar á hendur þriðja aðila og að teknu tilliti til greiðslna sem áður hafi verið inntar af hendi muni félagið sjálft þurfa að bera um 282 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð séu u.þ.b. 223 milljónir vegna meints vanframtalins söluhagnaðar við samruna Hagkaupa og Bónuss og fleiri félaga þegar Baugur hf. var stofnaður sumarið 1998. Jóhannes Jónsson, stjórnarformaður Fjárfest- ingarfélagsins Gaums og stjórnarmaður í Fjárfari, staðfesti í samtali við Mbl. í gær að Gaumi hefði bor- ist bréf frá ríkisskattstjóra, en vildi ekki tjá sig um efni þess og sagði málið í athugun. Hins vegar hefði ekkert bréf borist frá skattayfirvöldum vegna Fjár- fars. Í tilkynningu sem Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs, undirritar segir að félagið sætti sig ekki við forsendur endurákvörðunar ríkisskatt- stjóra að því er varðar tilurð Baugs árið 1998 og muni skjóta ágreiningi um það efni til yfirskatta- nefndar og/eða dómstóla. „Af varfærnislegum ástæðum var hugsanleg tekjuskattskvöð vegna niðurstöðu í frumskýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins frá því í byrjun júní 2004 færð í ársreikning félagsins fyrir árið 2003. Hagnaður þess árs var 9.500 milljónir króna, að teknu tilliti til þeirrar kvaðar.“ Í tilkynningunni segir að tilvikin sem skattrann- sóknin og endurákvörðun ríkisskattstjóra taki til séu að mati félagsins háð miklum vafa. Mikilvægt sé að félagið fái frið til að færa fram athugasemdir sín- ar gagnvart réttum yfirvöldum. „Félagið harmar þann leka sem orðið hefur um rannsókn á málefn- um félagsins, en alsiða er og lögbundið, að halda trúnað um slík mál.“ Málsmeðferð getur tekið mánuði Skattaaðilar sem ekki una við endurálagningu ríkisskattstjóra eiga rétt á að kæra niðurstöðuna til yfirskattanefndar sem þá fjallar um málið og leggur mat á hvort álagningin hafi byggst á réttum reglum. Að sögn Indriða H. Þorlákssonar ríkis- skattstjóra fer það eftir umfangi mála hve langan tíma málsmeðferðin tekur. Hún geti varað í „ein- hverja mánuði“ en ekki mikið umfram það. Upp á síðkastið hafi ekki orðið miklar tafir á úrskurðum í slíkum málum. Ríkisskattstjóra er heimilt að leggja allt að 25% álag á vanframtalda tekjustofna og taka upphæðir við endurálagningu mið af því. Það er síðan skattrannsóknarstjóra meðal ann- ars að ákveða, þ.e. ef skattrannsókn fer til refsi- meðferðar, hvernig fjallað er um sektarmeðferðina. Að sögn Indriða ber embætti ríkisskattstjóra að halda trúnað um þau gögn sem embættinu berast. Þær starfsreglur séu viðhafðar að ríkisskattstjóri tjáir sig ekki um málefni einstakra skattaaðila eða hvort þeir séu í skoðun eða athugun. Skattrann- sóknarstjóri lauk rannsókn á Baugi og fjárfesting- arfélaginu Gaumi og tengdum félögum um miðjan nóvember sl. og vísaði þá ákveðnum þáttum málsins til ríkislögreglustjóra en öðrum til ríkisskattstjóra. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs, né Kristínu Jóhannesdóttur, framkvæmda- stjóra Gaums. Baugur greiði 464 milljónir Endurálagning ríkisskattstjóra vegna tekjuáranna 1998–2002 Gaumur fékk bréf frá ríkisskattstjóra „Greinilegt er að heimsbyggðin sýnir nú meiri samstöðu en nokkru sinni fyrr,“ sagði Jan Egeland, sem sam- hæfir hjálparstarf Sameinuðu þjóð- anna. Hann bætti við að framlag Ástralíu, sem lofaði sem svarar 48 milljörðum króna, væri „hreint ótrú- legt“ og erfitt væri orðið að koma tölu á allt fjármagnið sem ríki heims lof- uðu. Stjórn Þýskalands lofaði jafnvirði 42,5 milljarða króna, en áður hafði Japan heitið 31,5 milljörðum og Bandaríkin 22. Þá kvaðst Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn ætla að veita ríkjunum, sem urðu fyrir flóðbylgj- unum, aðstoð að andvirði 63 milljarða króna. Jafnvel Norður-Kórea, eitt af fá- tækustu ríkjum heims, bauðst til að leggja til 9,5 milljónir króna. Olíuauð- ug arabaríki við Persaflóa voru hins vegar gagnrýnd fyrir að hafa aðeins lofað andvirði 4,4 milljarða króna samtals. 35.000 börn munaðarlaus Minnst 146.000 manns í ellefu löndum létu lífið í hamförunum, þar af um 94.000 í Indónesíu. Jan Egeland sagði þó að tala lát- inna kynni að hækka til muna og líkti eyðileggingunni við jarðskjálftann í Hebei-héraði í Kína árið 1976 þegar minnst 240.000 manns létu lífið. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hóf í gær skráningu mun- aðarlausra barna í Aceh-héraði í Indónesíu til að vernda þau frá glæpamönnum sem óttast er að ræni þeim í því skyni að selja þau. Komið hefur verið upp skráningarmiðstöð í Banda Aceh, höfuðstað héraðsins, og nokkrar fleiri skráningarstöðvar verða opnaðar fyrir lok næstu viku. Talsmaður Barnahjálparinnar sagði að tveimur börnum hefði þegar verið bjargað úr klóm manna sem reyndu að smygla þeim út úr hér- aðinu. Óstaðfestar fregnir hermdu að 20 öðrum börnum hefði verið smyglað til Malasíu og hugsanlega hundruðum til Jakarta, höfuðborgar Indónesíu. Áætlað er að 35.000 börn í Aceh hafi misst foreldra sína í hamförun- um. Skelfilegar aðstæður Hjálparstofnanir reyndu í gær að flytja hjálpargögn til bæja og þorpa í Aceh-héraði. Embættismenn Sam- einuðu þjóðanna segja að 40.000 af 95.000 íbúum eins bæjanna, Meula- boh, hafi látið lífið í hamförunum. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC eru aðeins örfáir hópar hjálparstarfs- manna komnir til bæjarins og þeir mega sín ekki mikils þar sem stór hluti bæjarins er í rúst. Þúsundir manna búa við æ skelfilegri aðstæður í bráðabirgðaskýlum með aðeins tvö salerni. Áætlað er að um hálf milljón manna hafi misst heimili sín í Indón- esíu og alls fimm milljónir í öllum löndunum sem urðu fyrir flóðbylgj- unum. Yfirvöld í Austur-Afríkuríkinu Sómalíu skýrðu frá því í gær að tala látinna þar hefði hækkað úr 176 í um 300. SÞ skrá munaðarlaus börn í Aceh til að koma í veg fyrir að þeim verði rænt Neyðarhjálpin nálgast nú 250 milljarða kr. ÁSTRALSKUR læknir hlynnir að stúlku sem hermt er að hafi fengið alvar- leg brunasár í eldsvoða eftir náttúruhamfarirnar í Aceh-héraði í Indónes- íu. Öll sjúkrahús í héraðinu eru nú þegar orðin full og læknar segja að drep í sárum og beinbrot séu helstu vandamálin. Hefur þurft að aflima nokkra sjúklinga vegna átudreps. Lungnabólga er einnig algeng en farsótta, svo sem kóleru og taugaveiki, hefur ekki orðið vart. Reuters Sáradrep helsta vandamálið Viðskipti, Úr verinu og Íþróttir Banda Aceh. AFP, AP. SAMEINUÐU þjóðirnar (SÞ) sögðu í gær að neyðaraðstoðin sem lofað hefur verið vegna náttúruhamfaranna við Indlandshaf næmi nú allt að fjórum milljörðum dollara, eða sem samsvarar 250 milljörðum króna. Fyrr um daginn var skýrt frá því að Ástralía, Þýskaland og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefðu ákveðið að stórhækka fjárframlög sín.  Hvernig gat guð/16 STOFNAÐ 1913 4. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.