Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 33
Fréttiraf fólki 33MIÐVIKUDAGUR 17. desember 2003 Þeir eru ekki lengi að þessu íBandaríkjunum. Nú er komin í sölu leikbrúða af Saddam Hussein skeggjuðum, aðeins nokkrum dögum eftir að fyrrum einræðis- herrann var handsamaðar af bandaríska hernum. Brúðan er klædd í bol með merki spaða- ássins. Vefsvæðið The Hero Builders hefur líka til sölu leikbrúður af George W. Bush, Tony Blair og Saddam án alskeggsins. Brúðan af Tony Blair er kölluð „talandi breskur bandamaður“. Brúðurnar minna um margt á Action Man fígúrurnar og eru í svipaðri stærð, um 30 sm. Enn annarri útgáfu af Saddam- brúðu fylgir S&M kynlífstól og búningur, en það kostar aukalega. Einnig er til brúða af einum syni hans, Uday. Með þeirri brúðu fylgja tveir hausar, annar sýnir soninn lifandi en hinn dauðan eft- ir skotbardaga við bandaríska herinn. Hver brúða kostar um 2.200 krónur, með sendingarkostnaði og innpökkun. ■ Skrýtnafréttin SADDAM-LEIKBRÚÐUR ■ Leikbrúða af Saddam Hussein skeggjuðum er komin í sölu í Bandaríkjunum, aðeins nokkrum dögum eftir handtöku hans. Þrátt fyrir hörð viðbrögð al-mennings og kaþólsku kirkj- unnar segist Lauryn Hill ekkert sjá eft- ir því að hafa haldið reiði- lestur yfir yfirmönnum Vatíkansins á tónleikum í Páfagarði á laugardag. Hún bað kaþ- ólsku kirkjuna um að sjá af synd- um sínum vegna viðbragða þeirra í máli prests sem kærður var fyrir kynferðisofbeldi á börn- um í Bandaríkjunum. Hún sagði í sömu ræðu að kaþólska kirkjan væri að deyja innan frá. „Ég sagði bara sannleikann,“ segir hún. „Er það að segja sannleik- ann dónalegt? Ég bað bara kirkj- una um að iðrast.“ Stjörnurnar úr Friends eru núað undirbúa sig andlega fyrir það þegar framleiðslu þeirra verður hætt á næsta ári. Leikarahópur- inn hefur ver- ið að ræða við þekkta leikara sem hafa ver- ið í frægum sjónvarpsþátt- um og spurt þá hvað þau gerðu til þess að komast yfir enda þáttaraðar. Matthew Perry á að hafa hringt í bæði Mary Tyler Moore og Danny DeVito og spurt hvernig þau fóru að því að ná sér. Bæði sögðu að þau væri enn ekki komin yfir áfallið og að þau hugs- uðu til sjónvarpsþátta sinna á hverjum degi. Leikarinn Viggo Mortensen,sem leikur Aragorn í Lord of the Rings myndunum, er kominn með nýja skvísu. Hún er bresk leikkona, Josie D’Arby að nafni, og leikur í sjón- varpsþáttun- um Mersey- beat. Hún seg- ist þó gera sér fulla grein fyrir því að Viggo er ein stærsta kvikmyndastjarna heims og að kannski verði ekkert úr þessu öllu saman. Lögreglan í Detroit þurfti aðtrufla gleðskap eftir að Jack White, söngv- ari The White Stripes, lenti í slagsmálum. White var staddur í út- gáfupartí hjá vinasveit og lét einn gestinn fara verulega í taugarnar á sér. Jack á að hafa rifið hann niður á jörðina og kýlt hann ítrekað. Maðurinn heitir Jason Stollsteimer og er kunnug- ur Jack frá fyrri tíð. SADDAM-BRÚÐA Vefsvæðið The Hero Builders selja leik- brúður tengdar stríði Bandaríkjastjórnar gegn hryðjuverkum. Skeggjaður Saddam í spaðabol BOWIE Íslandsvinurinn David Bowie hóf tónleikaferðalagið sitt „A Reality Tour“ í Madison Square Garden í fyrradag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.