Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 32

Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 32
32 tíminn Sunnudagur 7. júli 1974 AAyndlist — Jónas Guðmundsson: Nína Tryggvadóttir (1913 - 1968) Nlna Tryggvadóttir, listmálari Yfirlitssýning í Listasafni íslands 1 tilefni listahátiðar heldur Listasafn Islands yfirlitssýningu á verk- um Ninu Tryggvadóttur, en hún lézt i New York 18. júni 1968, aðeins 55 ára að aldri. Nina Tryggvadóttir var fædd á Seyðisfirði 1. marz 1913 og fluttist ung að árum til Reykjavikur og gekk i Kvennaskól- ann i Reykjavik og þar hefst listferill hennar, eða hún hefur listnám hjá Ásgrimi Jónssyni og i skóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem. Nina innritaðist i Listaháskólann i Kaup- mannahöfn árið 1935 og stundaði þar nám til ársins 1939. Siðan lagði hún stund á nám i mynd- list hjá frægum kennur- um i Bandarikjunum og einhvers staðar sá ég þess getið, að hún hafi verið nemandi i mynd- list allt sitt lif, en það átti að undirstrika við- horf hennar til málverka og myndlistar. Nlna Tryggvadóttir er einn frægasti myndlistarmaður þjóðarinnar, mjög þekkt i útlönd- um miðað við flesta aðra, að þvi er forstjóri Listasafns Islands sagði I sjónvarpsviðtali og hún hefur haldið margar sýningar i frægum erlendum sölum og verið búsett erlendis um langt skeið. Yfirlitssýningi 1963 Þetta er önnur yfirlitssýningin á verkum Ninu Tryggvadóttur, sem haldin er i Reykjavik. Félag isl. myndlistarmanna hélt sýn- ingu á verkum hennar i lista- mannaskálanum gamla árið 1963 i tilefni af fimmtugsafmæli henn- ar. Þótt aðeins séu liðin 11 ár sið- an, er farið að fjúka i sporin. Dvöl erlendis á sinn þátt i þvi. Maður heyrir fleira af islenzkum málur- um, sem búa á íslandi. Það var vel til fundið hjá Lista- safninu að velja sér þetta verk- efni i tilefni Listahátiðar 74. Þessi sýning er átak fyrir þá, sem söfn- uðu henni saman og komu henni fyrir, þvi að auðvitað á Listasafn tslands ekki allar þessar myndir, heldur alls konar fólk, sem verið hefur svo elskulegt að sitja heima með auða veggi, til þess að list- ferill hennar mætti koma saman fáeinar vikur i Listasafni íslands á jónsmessunni 1974. Þakka ber þvi ágæta fólki. Það sem manni kemur ef til vill mest á óvart er, hversu stór sýn- ingin er. Lifsverkið er stórt. Nina Tryggvadóttir hefur verið af- kastamikil, og eljuverk hefur það verið að safna þessu saman, þess- um myndum, sem óhjákvæmi- lega verða nú til þess að skipa málaranum allt annan sess, en hann hafði i viturid tslendinga,.. og svo vill svo skemmtilega til að steindir gluggar i safninu sjálfu eru hennar verk lika. Þessi sýn- ing skipar Ninu Tryggvadóttur á bekk með okkar beztu málurum. Lifði umbrotatima i myndlist Nina Tryggvadóttir er einn þeirra málara, sem lærðu og lifðu umbrotatima á myndlist. Veður voru válynd og erfitt fyrir lista- menn að skipa sér i fylkingu. Margar leiðir var um að velja, fylgja tizkunnar slóð, eða mála að öörum kosti með lokuð augun og lesa Ljósberann. Margir málarar áttu erfitt — og eiga að þessu leyti, hætta ekki á að vera frjáls- ir, heldur halda sér dauðahaldi i eitthvað, sem þeir telja aö fljóti i deiglunni miklu og muni bera þá til strandar að lokum. Nina virð- ist hafa látið þetta lönd og leið, hún málar figúratfvt og abstrakt jöfnum höndum — og kemst upp með það. Ef til vill er still hennar ekki eins persónulegur fyrir bragðið, þar sem hún hefur ekki slegið eign sinni á einhverja smá- muni, sem væru eins og kjöt- stimpill á hverju hennar verki, en mig brestur hins vegar kjark til þess að skilgreina, hvað er Nina og ekki Nina I sumum þessum myndum, þvi að þarna kemur fram skyldleiki viða við aðra starfandi listamenn islenzka, en nær er mér að halda, að áhrif hennar á islenzka list hafi verið mikil og á einstaka listamenn ef til vill fullmikil. Persónulegastar virðast mannamyndir hennar og myndir af húsum i sólskini. Þar kemur yfirlitssýningin til hjálpar. Við- vaningslegar, dimmgráar húsa- myndir gerir hún á skólaárunum, eða i æsku. Teikningin i þessum mótivum breytist ekki svo mikið, en það gerir liturinn hins vegar siðar, en ef til vill liggur styrk- leiki hennar i litnum, fyrst og fremst. Bárujárnsöldin og manneskjan Skjótast skuggar, manneskjur á leið sinni yfir landið og þú hverfur með málaranum yfir i hina bárujárnsklæddu borg æsk- unnar. Breiðholtsjökull með sin- um vitfirrtu tæknimönnum varð ekki yrkisefnið, heldur fyrst og fremst hljóðlátt fólk i lágreistum húsum. Mannamyndirnar eru liklega mikilsverðasti hlutinn af list Ninu Tryggvadóttur. Hér skeður það i málverki, með litum á striga, sem Sigurjóni Ólafssyni tekst svo vel i grjótinu. Hann meitlar dr. Sigurð Nordal og Asgrim Jónsson i grátt grjótið og til verður lista- verk, með sterkum persónutöfr- um, en steinninn heldur samt áfram að vera steinn, þótt andlit séu hlaupin i hann. Nina málaði oft menn, sem við þekkjum, en myndirnar eru fyrst .og fremst málverk, sem þú skoð- ar sem slik, en ekki myndir af einhverju fólki. Nina er að visu ekki eini málar- inn, sem hefur reynt þetta, en hún er ein af þeim fáu, sem tekst þetta. Það sem veldur, er háleitt markmið, tækni og hið sterka afl, liturinn. Þaðsama skeður einnig i abstrakt verkum hennar, oft bjargast allt vegna litaskynsins. Þetta er stærsti hluti sýningar- innar, stórar þúngbúnar myndir og glaðar myndir skiptast á, og smámunir ekki litils virði koma inn á milli. Ófullgerð alþingis- mynd passar illa innanum þær myndir, sem þar eru hengdar i kring, þvi myndin er greinilega á frumstigi og eftir var að blása eldinn. Hverjir eiga myndir Ninu Alls munu vera 223 verk á þess- ari sýningu. Þar af meginhlutinn sóttur upp á vegg hjá alls konar fólki. Ef maður les i sýningarskránni hverjir eiga þessar myndir, þá minna nöfnin á konungsveislu, æðstu menn þjóðarinnar hafa sótzt eftir myndum hennar, skáld og listamenn, fólk, sem þó er flest orðað við andans mál, og við fagrar listir. Hún hefur þvi verið mikils metin sem málari hér á landi. Ef til vill segir það litið, þvi að það er þó myndin, sem lifir, — ekki ber ég það sem hesturinn ber. Samt segir það okkur dálitið um stöðu hennar i samtiðinni, þvi segðu mér hverja hann um- gengst, þá skal ég segja þér hver hann er. Listasafnið og Listahátið ’74 Það er ekki oft, sem maður finnur hjá sér hvöt til þess að þakka Listasafni tslands alveg sérstaklega fyrir eitthvað. Svo háleit eru markmið þess, að kröfurnar eru ávallt ivið meiri en efndirnar. En Listasafnið á heið- ur skilið fyrir þetta framlag sitt til Listahátiðar ’74. í sýningarskrá segir forstjóri safnsins á þessa leið: „Ætlunin með sýningu þessari er að sýna listakonunni Ninu Tryggvadóttur verðugan sóma og leitast við að draga fram ein- kennin i myndlist hennar. Um leið koma að sjálfsögðu i ljós viss sér- kenni listakonunnar sjálfrar. Slik afhjúpun persónuleikans verður ekki umflúin á sýningu sem þess- ari.” jg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.