Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1970, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.04.1970, Blaðsíða 50
HELGI SVEINSSON — PRESTURINN OG SKÁLDIÐ Útgefandi: AÖstandendur lieykjavík 1969 Séra Helgi Sveinsson var Rorgfirð- ingur frá Hvítstöðuxn á Mýrum. Fjölgáfaður. Sást það strax á náms- ferli hans. Hann þreifaði oftar en einu sinni fyrir sér áður en hann ákvað lífsstarfið að fullnustu. Sat fyrst tvo vetur í Læknadeild eftir stúdentspróf, tók síðan kennarapróf livarf að því bxinu að guðfræðinámi. Að því lokuu var hann seltur prest- ur á Ilálsi í Fnjóskadal í fjögur ár. Sextán síðustu æviárin var hann í Hveragerði. Andaðist af slysför- um aðeins tæpra 56 ára. Mælsku hans var viðbrugðið frá upphafi. Snemma var þess líka gel- ið að hann væri skáld gott. Sér- staklega voru það vísur hans, sem sumar flugu um landið allt. Mörg sóknarbörn séra Ilelga munu hafa æskt þess að gerð yrði gangskör að því að halda minningu hans á lofti og reisa honum þann minnisvarða, sem lengst stæði með því að gefa út úrval af ræðuin liaus og ljóðmælum. Við því var orðið á myndarlegan og vandaðan liátl með útgáfu þessarar hókar. Efnið völdu séra Eiríkur J. Ei- ríksson, séra Sigurður Haukur Guð- jónsson (fermingarsonur sr. Helga) og Þorsteinn hróðir skáldsins. Eg fæ ekki séð annað en valið hafi tekisl vel eins og vænta mátti. I fyrri kaflanum (Presturinn) eru 15 ræður. Þær eru allar fremur slutlar, sumar örstuttar. Víðs fjarri að lopinn sé nokkurs staðar teygð- ur í hláþráð. Málið er fagurt. Hvergi nokkur trúfræðiflóki, né lia- spekihulur, sem torveldi ungum eða öldnum skilninginn. En margar skarpdregnar myndir og minnis- stæðar dænxisögur. Snmuin kann að finnast ívafið lielztil faguifræðilegt, en uppistaðan er sterkur trúarþráð- ur. Ein ræðan: Ljós vors lands, ul af Jes. 9,2. Sú þjóð, sem í myrkri gengur sér mikið ljós, — er öll > ljóðum. Fleiri prestar liafa leikið það, hæði í stól og við líkbörur. Flest af því taginu mun komið > súginn, því svo að kalla ekkert of því licfur verið prentað. Þess vegna er gaman að hafa þetta sýnishorn, sein sóniir sér mjög vel. Ljóðin, sem skipa síðari bókar- þáttinn (Skáldið) eru 25 lalsins auk lausavísna. Vafalaust tókst sera ILelga hezt gerð þeirra, en það er ætlun mín að þær snjöllustu finnist ekki í þessari hók. Þess líka gctið á Iilífðarkápu að vísnabók inuni gefin út síðar. Það má ekki híla ónefnt að hiskupinn ritar formála og scra Sigurður H. Guðjónsson birtir sem eftinnála snjalla niinningarræðu um séra Helga. Nokkrar inyndir eru í hókinni og frágangur prýðilegur. Heyrt hef ég að hókin liafi selst með ágætum, upplagið jafnvel a þrotum. Er það skýr vottur vin- sælda og álits skáldprestsins. KIRKJURITIÐ 36. árg. — 4. hefti — apríl 1970 Tímarit gefið út af Prestafélagi íslands. Kemur út 10 sinnum á ári. VerS kr. 200 árð* Ritstjóri: Gunnar Árnason. Ritnefnd: Bjarni Sigurðsson. Pétur Sigurgeirsson, Sigurður Kristjánsson. Afgreiðslu annast Ragnhildur isaksdóttir, Hagamel 43 Sími 17601. Prentsmiðja Jóns Holgasonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.