Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.07.1968, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 04.07.1968, Blaðsíða 1
 Verriið í sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Sími 12820 ★ ★★ VÖRUGÆÐI og ÚRVAL KJÖTMARKAÐURINN, KAUPVANGSSTR. 4 SÍMI 2-10-80 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROM YNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 ALÞYÐIMÐURINN AM árnar hinum nýja lorsela allra heilla ¥ TM LEIÐ og AM árnar dr. Kristjáni Eldjárn og konu hans heilla og blessunar í æðstu virðingastöðu þjóðarinnar, þykir blaðinu hlýða að kynna stuttlega æviferil hjónanna. En þau munu taka Við húsbændasæti að Bessastöðum liinn 1. ágúst n. k. XXXVIII. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 4. júlí 1968 — 16. tbi. Kristján Eldjárn er fæddur að Tjörn í Svarfaðardal í Eyja- fjayðarsýslu hinn 6. desember 1916. — Foreldrar hans voru Þórarinn Kristjánsson Eldjárn, kennari og bóndi á Tjörn, síðar hreppstjóri, og kona hans. Sig- rún Sigurhjartardóttir frá Urð- um. Faðir Kistjáns er enn á lífi og gegnir enn hreppstjcrastörf- um í Svarfaðardalshreppi. Kristján lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1936. Um áramót 1936—37 hóf hann nám í fornleifafræði við Kaupmannahafnarháskóla og hafði lokið fyrri hluta þess náms vorið 1939. Á námsárum sínum tók hann þátt í fornleifa- rannsóknum, fór til Grænlands með dönskum leiðangri sumar- ið 1937 og dvaldist þar sumar- langt við rannsóknir í íslend- ingabyggðunum fornu, og sum- Þjóðin valdi Kristján Eldjárn FÉKK 65% GREIDDRA ATKVÆÐA CJT SUNNUDAG kaus íslenzka þjóðin þriðja forseta hins unga lýðveldis. Fór kosningin svo að dr. Kristján Eldjárn hlaut yfirburðasigur, 67.564 atkv. eða 65% greiddra atkv. Dr. Gunnar Thoroddsen hlaut 35.438 atkv. eða 34.1%. Auðir seðlar voru 667 en ógildir 238 eða samtals 0.9%. Á kjörskrá á öllu landinu voru 113.719 og greiddu atkv. 103.907 eða 91%. Dr. Kristján hlaut meirihluta í öllum kjördæmum landsins, allt frá 60.4% í Reykjavík upp í 80.5% í Austurlandskjördæmi. AM rekur hér á eftir kosningaúrslit úr öllum kjördæmum lands- ins. REYKJAVfK: Gunnar Thoroddsen........... 16900 atkv. eða 38.6% Kristján Eidjárn............ 264Ó0 atkv. eða 60.4% Á kjörskrá voru 48469. Af þeim greiddu atkvæði 43.834 eða 90.4%. Auðir seðlar voru 369 og ógildir 105. REYKJANESKJÖRDÆMI: Gunnar Thoroddsen .......... 5908 atkv. eða 34.9% Kristján Eldjárn............ 10876 atkv. eða 64.3% Á kjörskrá voru 18462. Af þeim greiddu atkvæði 16919 eða 91.6%. Auðir seðlar voru 91 og ógildir 44. (Framhald á blaðsíðu 7). Frú Halldóra Ingólfsdóttir. arið 1939 var hann við fornleifa rannsóknir í Þjórsárdal. Þegar stríðið ‘brauzt út 1939, gerðist Kristján kennari við Menntaskólann á Akureyri næstu tvö árin, en innritaðist síðan í heimspekideild Háskóla íslands haustið 1941 og lauk meistaraprófi í íslenzkum fræð- um vorið 1944. Doktorspróf tók hann við sama skóla 1956. Sam- hliða námi við háskólann var Kristján stundakennari við Stýrimannaskólann og einnig nokkuð eftir að hann lauk námi. Vorið 1945 gekk Kristján í þjónustu Þjóðminjasafns ís- lands, og varð þar safnvörður fyrst, en skipaður þjóðminja- vörður 1. desember 1947 og hefur gegnt því starfi síðan. Kom það í hans hlut að flytja Þjóðmynjasafnið í 'hið nýja hús og koma því þar fyrir. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur stofnunin fært út kvíarnar og starfssvið þjóðminjavarðar hef- ur smám saman orðið marg- þættara en áður var. Kristján Eldjárn hefur feng- izt töluvert við ritstörf á sviði fræðigreinar sinnar. Iiann hef- ur gefið út nokkrar bækur, sem ætlaðar eru almenningi til fróð- leiks og skemmtunar, önnur rit- störf hans eru fræðilegs eðlis, og ber þar einkum að nefna doktorsritgerðina Kuml og haug fé úr heiðnum sið á íslandi. Kristján hefur verið ritstjóri Árbókar fornleifafélagsins alla sína þjóðminjavarðai'tíð og birt þar fjölda ritgerða um fræðileg efni, en einnig hefur hann birt margar ritgerðir í erlendum tímaritum. Hefur hann yfirleitt verið í fyrirsvari fyrir þær fræðigreinar, sem Þjóðminja- safninu eru tengdar, bæði út á við og inn á við, alla tíð síðan hann varð þjóðminjavörður. Kristján Eldjárn kvæntist ár- ið 1947 Halldóru Kristínu Ing- ólfsdóttur frá ísafirði. Hún er fædd á ísafirði 24. nóvember 1923, dóttir Ingólfs Árnasonar síðar framkvæmdastjóra þar og konu hans Olafar Jónasdóttur. Hún ól bernsku- og æskuár sín á ísafirði, en gekk í skóla í Reykjavík og lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands vorið (Framhald á blaðsíðu 7). N Drengileg ummæli að orruslu lokinni Dr. Kristján Eldjárn. ÞJÓÐIN hefur valið sér for- seta og það er drenglund að geta tekið ósigri með sæmd og karhnennsku, einnig það að sigra án ofmetnaðar. AM leyfir sél að taka hér upp orðrétt um- mæli er Morgunblaðið hafði eftir forsetaefnunum sl. þriðju- dag. Hér heyrið þið dr. Gunnar Thoroddsen. Góðir Islendingar. Úrslitin liggja nú fyrir. Ég vil óska frú Halldóru og dr. Kristjáni Eld- járn til hamingju með sigurinn og yona að gæfan fvlgi þeim í hinu mikilvæga starfi. Við hjón in sendum vinum og stuðnings- mönnum víðsvegar um land innilegar þakkir fyrir liðveizlu þeirra, vináttu og fórnfúst starf. Guð blessi ísland. AM þakkar dr. Gunnari þessi drengilegu orð og óskar honum og konu hans heilla í starfi í framtíðinni fyrir land og þjóð. Dr. Kristján Eldjám sagði meðal annars. Hann kvað þau hjónin þakk- lát fyrir hið mikla traust sem þjóðin hefði sýnt þeim og þau væru einnig þakklát fyrir þá miklu vinnu er vinir þeirra og stuðningsmenn hafi lagt fram í kosningunum, það hafi verið fróðlegt að fylgjast með því starfi. Að lokum kvaðst dr. Kristján Eldjárn vita að keppi- nautur sinn væri ágætur maður og sér væri inikil ánægja að geta sagt að milli þeirra per- sónulega hafi ekkert gerzt nema með fullri virðingu og vinsemd. AM endurtekur heillaóskir sínar til dr. Kristjáns Eldjárns og konu hans og er þess full- viss, að þau í hinu nýja, virðu- lega starfi sínu verða samein- ingartákn þjóðarinnar, á sama hátt og hjónin Georgía Björns- son og Sveinn Björnsson, og Dóra Þórhallsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson voru. s. j. IÞROTTIR ERU Á BLAÐSÍÐU 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.