Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 44
Úr Guð blessi Ísland Jón Ásgeir í sumarbústað. Upptaka sem hann segist ekki hafa vitað af. JÓN Ásgeir Jóhannesson er afar ósáttur við vinnu- brögð Helga. „Við gerðum samning um það að við myndum vinna saman þetta efni og hann sam- þykkti það. Hann er hins vegar að svíkja það með því sem hann hefur gert núna. Ekki nóg með það þá er hann það óforskammaður að hann tekur upp þegar hann segist ekki vera að taka upp og það er eitthvað sem maður hefur aldrei lent í,“ segir hann. Þannig að deilan snýst aðallega um það, að hann hafi ekki látið vita af upptöku? „Jú, jú, mér finnst það bara óheiðarlegt, þess vegna vildi ég ekkert koma nálægt þessu.“ Er eitthvað í þessum atriðum sem má ekki sjást, ertu að segja eitthvað sem þú vilt ekki að aðrir heyri? „Nei, nei, þetta snýst bara um það að menn voru búnir að samþykkja að gera þetta með ákveðnum hætti og hann kaus að þverbrjóta það,“ segir Jón Ásgeir. Hann geti þó ekki stöðvað Helga í því að hafa þessar tökur í myndinni. Verða einhver eftirmál af þessu? „Nei, nei, ég ætla ekki að gera honum það til geðs,“ svarar Jón Ásgeir og svarar neitandi þeirri spurningu hvort lögsókn sé í vændum. Hann sagði að þú hefðir ýjað að því að framtíð hans yrði ekki eins og hann hefði ímyndað sér, léti hann verða af þessu... „Nei ... ég held ég hafi nú ekki sagt það einhvers staðar,“ svarar Jón Ásgeir. „Fyrir mér er hann bara að kaupa sér „five minutes of fame“ og setja mannorðið sitt að veði, það var það sem ég sagði við hann.“ Þannig að málinu er lokið? „Ég mun aldrei tala við þennan mann aftur. Hann hefur sýnt af sér óheiðarlega framkomu og mér skilst að aðrir séu ósáttir.“ Spurður að því hverjir það séu segist hann hafa heyrt af því að Geir Haarde sé einnig ósáttur. „Óforskammaður“ og „óheiðarlegur“  Jón Ásgeir ætlar ekki að lögsækja Helga  Segist ekki einn um að vera ósáttur 44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009  Það er ekki spyrja að hinum öfl- uga ljóða- og listaflokki Nýhil sem blæs nú til opins hljóðnemakvölds á laugardaginn að hætti hipp- hoppara. Í stað þess að rappa er fólki gert að lesa ljóð og staðsetn- ingin er ljóðræn, a.m.k. Bukowski- leg, en öldurhúsið Bakkus mun hýsa uppákomuna. Í kersknislegri tilkynningu frá samtökunum segir m.a.: „Það er bannað að smygla inn drykkjum og þú verður að reykja í gættinni en að örðu leyti er gert ráð fyrir að partíið leysist upp í vit- leysu, eymd og volæði … við mun- um síðar meir geta rifjað það upp með ljúfsárum söknuði hvað allt er ömurlegt nú.“ Nýhilistar standa fyrir „open mic ljóðafxxx“ Fólk FYRIR rúmu ári auglýsti myndlistarmaðurinn Snorri Ás- mundsson eftir að fá jarðneskar leifar fólks lánaðar til gerðar í listaverk, nánar til tekið í vídeóverk. Hann sagði í viðtali hér í Morgunblaðinu í ágúst í fyrra að á annan tug manna hefði sýnt auglýsingu hans áhuga og hann væri að vinna í því með lögfræðingi að útbúa plagg fyrir áhugasama að skrifa undir. Eitthvað hefur líkleitin breytt um stefnu hjá Snorra því ný- lega birtist viðtal við hann í List þar sem kemur fram að hann er að fara að auglýsa um alla Evrópu, í ítölskum, frönskum, þýskum og breskum blöðum eftir líkum í vídeóverkið. „Leitin hér heima skilaði árangri en síðan fór ég í gegn- um siðferðislega skoðun og ákvað að fresta verkinu um ákveðinn tíma, m.a. út af ástandinu í þjóðfélaginu. Nú er leitin hafin á ný og það eru engin landamæri,“ segir Snorri um líkleitina. „Ég vinn með ein- staklingnum fyrir andlát og hann gefur leyfi fyrir áfram- haldandi vinnu eftir andlát.“ Ertu að leita að dansfélaga? „Þetta er dansvídeó,“ svarar Snorri og jánkar spurður hvort hann ætli að dansa við líkið. Snorri vinnur að ýmsu um þessar mundir, von er á bók frá honum fyrir jól t.d.. „Það er bók sem heitir Beauty Swift Generation og er um þróuðustu kynslóðina af mann- inum. Þetta er framhald af verkinu Beauty Camp Weekend sem ég var með í Nýlistasafninu í sumar,“ segir Snorri sem heldur til Rómar í næsta mánuði til að taka þátt í Fish eye festival. Þar sæýnir hann safn af tveggja mínútna vídeóportrettum sem hann hefur ver- ið að safna af fólki í sínu nánasta umhverfi. ingveldur@mbl.is  Forsala á opnar upptökur Da- mien Rice hefst í dag kl. 10 á midi- .is. Rice, sem heillaði heimsbyggð- ina árið 2002 með hinni ægifögru O, er Íslandsvinur mikill og ætlar að taka upp næstu plötu sína í einkar innilegu umhverfi – hér á Ís- landi. Auk þess að frumflytja nýtt efni mun Damien leika lög af fyrri plötum sínum og eftir flutninginn munu áhorf- endur eiga kost á því að spyrja tónlistarmanninn spjörunum úr. Um fernar opnar upptökur verð- ur að ræða dagana 4.-5. nóvember og munu einungis 90 áhorfendur komast inn á hverja fyrir sig. Nákvæm staðsetning verður ekki gefin upp fyrr en nokkrum klukku- stundum áður en þær hefjast. Hver vill eiga stund með Damien Rice?  Eitt er víst að Einar Bárðarson klikkar ekki á að kokka upp hug- vitssamlegar „plögg“-leiðir fyrir útvarpsstöðina sína Kanann. Hann og vaskir samstarfsmenn hans auglýstu fyrir nokkru eftir skjald- borginni sem ríkistjórnin lofaði landsmönnum og gengu svo langt að lofa peningaverðlaunum uppá 100.000 krónur fyrir þann sem veitt gætu nokkrar vísbendingar um það hvar skjaldborgin væri niðurkomin. Sú upphæð hefur nú verið hækkuð upp í 200.000 því að enn finnst ekki tangur né tetur af þessari borg. Hægt er að fylgjast með leitinni af skjaldborginni í beinni útsendingu alla virka morgna í þættinum Egg og Beikon á Kananum þar sem Einar fer á kostum. Kaninn hækkar fund- arlaun upp í 200.000 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is GUÐ blessi Ísland. Þannig endaði Geir H. Haarde, þá forsætisráð- herra, sjónvarpsávarp sitt til þjóð- arinnar 6. október í fyrra. Þessi setning hefur orðið mörgum lista- manninum innblástur, þ.á.m. kvik- myndagerðarmanninum Helga Fel- ixsyni sem ákvað þennan dag að gera kvikmynd um hrunið. Titillinn Guð blessi Ísland lá beint við. Helgi ræddi við blaðamann í gær, örþreyttur eftir annríki vikunnar, ekki síst vegna þess að athafnamað- urinn Jón Ásgeir Jóhannesson hefur krafist þess að atriði með viðtölum við hann og myndum verði klippt úr myndinni og að tökum með honum verði eytt. Liggur því beinast við að spyrja Helga hvort Jón Ásgeir hafi hótað honum. „Eins og ég hef sagt mjög skýrt þá er ekki hægt að túlka það sem beinar hótanir. Þetta eru meira fyr- irskipanir og þá gefið meira í skyn, að ef ég geri ekki eins og mér er sagt að gera sé framtíð mín ekki eins og ég hafi hugsað mér hana,“ segir Helgi. Enginn annar hinna sk. útrásarvíkinga hafi skipt sér af því hvernig samtöl við þá séu notuð. Það tók Helga fleiri mánuði að landa viðtölum við víkingana. Hvað fer svona fyrir brjóstið á Jóni Ásgeiri? „Ég tók upp hluta af viðtali án hans vitundar,“ svarar Helgi. Nú vita allir af þessum sam- skiptum ykkar eftir umfjöllun í fjöl- miðlum seinustu daga... „Já, það var eiginlega þannig sem ég svaraði, ég sá ekki aðra leið en að láta vita af þessu. Þá væri ég strax búinn að birta þetta og málið af- greitt,“ segir Helgi. „Það er ein- hvern veginn þannig að þegar mað- ur vinnur í svona skapandi myndum þá verða hlutir stórir sem manni fannst ekki vera merkilegir.“ Helgi vill ekki greina frekar frá þessum atriðum, vill halda í hið óvænta. „Ég er með stóra myndavél og ég bara stilli henni upp og hún er í gangi. Ég er ekki með falda myndavél og ég er ekkert spurður að því hvort myndavélin sé í gangi eða ekki. Ég er bara að taka viðtal og ég set myndavélina í gang og hún rúllar. Þannig hef ég unnið þetta og það er ákveðinn karakter í þessu.“ Andlit fallsins Helgi segist hafa notað þessa að- ferð til að nálgast „andlit fallsins“. Hann hafi ekki fengið þá tilfinningu að þetta væri viðkvæmt mál þegar hann var að vinna myndina en kom- ist að því eftir á að menn væru hör- undsárir. „Ég get líka sagt, varð- andi allt hitt fólkið sem ég hef verið að mynda í marga mánuði, að ég hef verið að mynda það margoft án þess að það hefði hugmynd um að myndavélin væri í gangi. Þar eru mínar bestu myndir,“ segir Helgi. Hin ómeðvituðu augnablik. Þú hlýtur samt að skilja að Jón Ásgeir sé þér reiður? „Jú, jú, ég skil það en ég túlka þetta á allt annan hátt en hann,“ svarar Helgi. Sumir séu viðkvæmari en aðrir fyrir því að fólk sjái þá í nýju ljósi, í ljósi sem þeir kæri sig ekki um að varpað sé á þá. Helgi segir frásögnina í myndinni í raun „aksjónina“ hjá fólkinu sem kemur fram í henni. Þar sé sterk myndræn tjáning á ferð, hann sé enginn rannsóknarblaðamaður, reyni ekki að setja sig í slíkar stell- ingar heldur sé hann ein af per- sónum myndarinnar. Hvað útrás- arvíkinga varðar sé aðalatriðið að komast að því hvað drífi þá áfram og síðast en ekki síst hvort það hafi áhrif á heilsufar þeirra að hafa úr milljörðum króna að spila. „Þetta er grafalvarleg mynd, mik- il sorgarsaga,“ segir Helgi. Jón Ás- geir og félagar séu ekki aðalatriðið heldur þeir Íslendingar sem urðu fyrir tjóni af völdum hrunsins, „venjulegt“ fólk. Í myndinni sé rætt við fólk sem misst hafi aleiguna. „Mig langaði til þess að gera kar- akterdrama út frá ákveðnum per- sónum sem ég fylgi í gegnum fallið,“ útskýrir Helgi og telur að myndin sé jafnvel sú besta sem hann hafi gert. „Mikil sorgarsaga“ Morgunblaðið/RAX Ólga Helgi Felixson á Austurvelli í gær, að mynda mótmælendur við setn- ingu Alþingis. Mynd hans, Guð blessi Ísland, er þegar orðin umdeild. Frekari fróðleik um verk Helga má finna á felixfilm.se. Myndin verður frumsýnd 6. október næstkom- andi.  Guð blessi Ísland er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd um efnahagshrunið  Jón Ásgeir Jóhannesson krafðist þess að atriði með honum yrðu klippt úr myndinni Snorri Hefur nóg að gera. Auglýsir eftir látnum dansfélaga um alla Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.