Bændablaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 1
8. tölublað 5. árgangur Þriðjudagur 4. maí 1999 ISSN 1025-5621 Húshitunap- kostnaður hefur jafnast Kostnaður Rafmagnsveitnanna hefur frá miðjum þessum áratug farið frá því að vera ríflega helm- ingi hærri en hjá Hitaveitu Reykjavíkur (sem nú heitir Orku- veita Reykjavíkur) í að vera ríf- lega 60% hærri í dag. Þetta kemur fram í svari iðnaðarráð- herra við fyrirspum Ambjargar Sveinsdóttur um húshitunar- kostnað og telur ráðherra að verulegur árangur hafl náðst í að jafna orkuverð á síðustu árum. Ef upphæðir em skoðaðar miðað við orkuþörf upp á 32.800 kwst. á ári greiða viðskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur 49.760 krónur á ári, viðskiptavinir Orkubús Vest- fjarða greiða 69.545 krónur á ári og þeir sem kaupa sína húshitun hjá Rafmagnsveitum ríkisins greiða 80.385 krónur á ári. Einnig kemur fram að hjá Raf- magnsveitum ríkisins hefur rafhit- unarkostnaður lækkað úr 4,66 kr. á kwst. í 2,45 kr. eftir að niðurgreiðsl- ur á rafhitun voru teknar upp 1982. Nú er hámark niðurgreiðslna miðað við 30 þús. kwst. á ári en ef það há- mark yrði miðað við 35 þús. kwst. má gera ráð fyrir að kostnaður ríkis- sjóðs aukist um 41 milljón króna á ári. í svarinu kemur fram að ekki standi til að breyta reglum um há- mark niðurgreiðslna. Astæðumar eru tvær. Annars vegar sé nauðsyn- legt að í verðinu sem greitt sé fyrir síðustu kílóvattstundimar felist hvati til húsráðenda um að nýta þá orku sem fer til húshitunar með skil- virkum hætti. Reynt yrði þá að draga úr orkunotkun, t.d. með því að bæta einangrun, skipta um gler og bæta hitastýringuna. Hins vegar nýt- ist fjárveitingin til niðurgreiðslna betur ef markið sé lægra. verið drjúg búbót sl. þrjú ár. Áhrifin á greiðslur fyrir umfram- mjólk á komandi verðlagsárum, sem hafa einnig skilað bændum tekjum sl. tvö ár, eru óljós og ráð- ast m.a. af því hve mikið af um- framframleiðslu yfirstandandi verðlagsárs verður heimilað að setja á innanlandsmarkað. Sam- kvæmt búvörulögum getur Fram- kvæmdanefnd búvörusamninga heimilað sölu á vörum framleidd- um úr mjólk umfram heildar- greiðslumark "...ef heildarfram- leiðsla verður minni en sala og birgðastaða gefa tilefni til." I ofanálag hefur þó sala mjólkuraf- urða verið ívið lakari undan- gengna mánuði en á síðasta verð- lagsári og tvísýnt um hvort heild- argreiðslumark haldist óbreytt á næsta ári. Eftir á að hyggja hefði því án efa verið heppilegra að hafa þak á því magni sem greitt var fyrir með hliðsjón af þörfinni, sem var eins og áður segir 1-1,5 millj. lítra. /EB Sjá líka bls. 10. Lðgl ral- orkuverð er byggOamál Raforkuverð til íslenskrar garð- yrkju er á bilinu 1,68 til 2,35 krónum dýrara per. kwst. en hjá nágrannaþjóðum okkar. í dag skapar raflýsingin um 120 störf úti í sveitum landins og það þarf ekki að efast um það að hátt raforkuverð stendur ís- lenskri garðyrkju fyrir þrifum varðandi eðlilega þróun grein- arinnar. Um áramótin 1997- 1998 féll svokallaður krónuaf- sláttur niður, en þá fengu þeir garðyrkjubændur sem juku raf- orkunotkun sína 1 kr. í afslátt per. kwst. fyrir þær kílówatt- stundir sem aukningin nam. Þetta kom sér vel og varð til þess að garðyrkjubændur juku notk- un sína, en aðeins tímabundið. „Með lækkuðu raforkuverði skapast fleiri störf úti á lands- byggðinni sem fellur vel að þeirri byggðastefnu sem nú er sterklega í umræðunni. Framboð á íslensk- um garðyrkjuafurðum mundi einnig aukast og verðsveiflur minnka. Baráttan fyrir lækkuðu raforkuverði mun halda áfram, en mál sem þetta er einfaldlega háð pólitískum ákvörðunum stjóm- valda hverju sinni,“ sagði Kjartan Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda. SamMur hrossaút flmnmgi Á síðasta ári voru flutt út 1998 reiðhross frá Islandi sem er fækk- un um 22% frá árinu áður. Þetta kom fram á stjomarfundi Félags hrossa- bænda. Hulda G. Geirsdóttir, markaðsfulltrúi, sagði á fund- inum að rekja mætti þennan samdrátt að stærstum hluta til fjögurra mánaða útflutnings- stöðvunar vegna hitasóttarinnar sem geisaði í fyrra. í máli Huldu kom fram að flest hross vom flutt til Svíþjóðar en þó hafi útflutningur þangað dregist saman. Mestur samdráttur varð hins vegar á útflutningi til Þýskalands, eða 51%. Nokkur smærri lönd halda þó sínu og hefur t.d. útflutningur til Danmerkur aukist um 19% og er það í fyrsta sinn síðan 1995 sem útflutningur eykst þangað. Utflumingur á þessu ári hefur farið eðlilega af stað og stefnir í að hann verði sambærilegur við síðustu ár. llivndablaflsmynd: Jón Eirfksst Mikil framleiðsla á mjólk Getnr halt áhrií á tekjur bænda næstu ár Frá upphafi yfirstandandi verðlagsárs nemur innvigtun mjólkur alls 62,4 milljónum lítra og er það um 12% meiri innvigtun en á tímabilinu september til mars, á verðlags- árinu 1997/98. Framleiðsla á síðustu tólf mánuðum er þannig orðin 109,2 milljónir lítra og ekkert lát virðist á þessari fram- leiðsluaukningu, en heildar- greiðslumark verðlagsársins 1998/99 er 103 milljónir lítra. Horfur eru því á að framleiðsla umfram heildargreiðslumark geti orðið á biiinu 8 - 9 milljónir lítra. Þessi mikla framleiðsla skýrist án efa af mikilli hvatn- ingu til aukinnar framleiðslu sem margar afurðastöðvar sendu frá sér á sl. hausti. Þá var Ijóst að þörf væri á 1-1,5 millj. lítra mjólkur umfram heildar- greiðslumark til að anna eftir- spurn innanlands eftir prótein- ríkum mjólkurvörum. Flestar afurðastöðvamar hétu þá þegar að greiða að lágmarki 75% af afurðastöðvaverði fyrir alla mjólk sem bærist þeim um- fram heildargreiðslumark. Þessu til viðbótar voru hey góð víðast hvar á landinu, komuppskera með mesta móti um sunnan og vestan- vert landið og verð á innfluttu kjamfóðri lægra en á undangengn- um misserum. Að auki er hluti beinna greiðslna (17%) greiddur út á mjólk sem framleidd er á tímabilinu nóvember til febrúar, en markmiðið með þeirri aðgerð er að jafna mjólkurframleiðsluna yfir árið, og hefur svo verið um árabil. í upphafi skyldi þó endinn skoða og afleiðingamar birtast nú í umframframleiðslu mjólkur sem afsetja verður á erlenda markaði á lágu verði og hæpið að þau skili miklu upp í það verð sem samlög- in hafa þegar ákveðið að greiða bændum. Niðurstaðan hlýtur því að verða sú að rekstramiðurstaða samlaganna verður lakari á þessu ári en því síðasta og því sneiðist um þá köku sem annars kynni að verða til skiptanna milli eigenda þeirra, mjólkurframleiðenda, á formi arðgreiðslna sem hafa víða

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.