blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 blaðiö Sérfræðingar í fluguvelði Mælum slangir. splæsum linur og setjum upp. Sportvörugcrðin liI., SkiptiolL S. !»- S62 »3«3. Auglýsingasímínn er 510 3744 FISHER'S Motion, Gore-Tex 6 laga Gore-Tex vöðlur og vöðlujakkar. 10 ára reynsla á íslandi. Hafa reynst frábærlega að sögn kröfuharðra neytanda. Toppgæði og gott verð! Droifinn: Veiðiiiiuio Hélmaiiéð 4,101 Beykja*.k Simi: S6Z 0035 888 4047 Þeir fiska $em róa Vatnabátar bátar, kerrur PLASTl Ægisbraut23 - Akranes S.431 5006/869 6696/894 9119 20 • VEIÐI Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri, og Stef- án Á. Magnússon, kynning- arfulltrúi VEIÐI 2007 Stórsýning fyrir veiðimenn í Smáralind í tilefni af því að stórsýningin VEIÐI 2007 verður haldin á næst- unni í Smáralind tókum við tali Ólaf M. Jóhannesson, framkvæmda- stjóra sýningarinnar. Ég spyr Ólaf fyrst um tilurð sýningarinnar VEIÐI 2007. „Það er gaman að segja frá tilurð þessarar veiðisýningar. Þannig er mál með vexti að við Eggert Skúli Jóhannesson hjá Landssambandi stangaveiðifélaga og Eyþór Einar Sig- urgeirsson hittumst á Grand Hóteli í Reykjavík haustið 2006. Tilefnið var að huga að sýningu fyrir alla veiði- menn. Þarna má segja að hafi skotið rótum hugmynd sem nú sex mán- uðum seinna verður senn að veru- leika undir heitinu VEIÐI2007.” Hvernig stóð á því að þeir höfðu samband við þig? „Ástæðan er sú að mitt fyrirtæki hefur haldið fjölda sýninga í ríf- legan áratug. Hef ég haldið sýn- ingar fyrir apótek, lyfjafræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk, heilsu- sýningar, fjármálasýningu fyrir öll helstu fjármálafyrirtækin og'stór- eldhúsasýningar fyrir þá senf þjón- usta hótel, mötuneyti og stóreldhús. Eyþór sem er lyfjafræðingur hafði verið á nokkrum þessara sýninga og þannig var haft við mig samband þegar kom að því að ýta veiðisýning- unni úr vör en hugmyndin kom upphaflega frá Landssambandi stangaveiðifélaga sem var að leita að samstarfsaðila. Nú í framhaldi af fundi okkar á Grand Hóteli þá undirbjó ég kynn- ingu á sýningunni og hitti svo stjórnarmenn í Landssambandi stangaveiðifélaga undir forystu Ingólfs Þorbjörnssonar formanns. Þeim leist vel á kynningarefnið og ákveðið var að ég myndi sjá um framkvæmd veiðisýningarinnar árið eftir sem er nú runnið upp. Hef ég átt afar gott samstarf við þá í stjórninni sem hafa komið fram með fjölmargar góðar hugmyndir og líka stjórnarmenn í Skotvís sem eiga aðild að sýningunni. Má segja að unnið hafi verið sleitulaust að sýningunni í ríflega sex mánuði.” Átt þú von á góðri aðsókn? „Við höfum kannað hversu margir stunda veiði, bæði stangveiði, skot- veiði og sjóstangaveiði. Þessi fjöldi hleypur á tugum þúsunda. Við höfum ákveðið að leggja mikið í léynningu á sýningunni. Erum meðal annars með Bylgjuna á svæðinu og með kynningar þar og á Útvarpi Sögu í heila viku. Einnig gefum við út ráðstefnublað sem er dreift með Morgunblaðinu. Síðan auglýsum við sýninguna víðar og kynnum hana með markpósti. Þá vil ég sérstaklega geta þess að við höfum ráðið Stefán Á. Magnús- sonsemkynningarfulltrúasýningar- innar en hann mun líka hafa yfirum- sjón með kastsvæðinu - við verðum reyndar líka með skotsvæði. Stefán er vanur veiðimaður og hefur mikla reynslu af markaðsstörfum sem fyrrummarkaðsstjóriPerlunnar. En miðað við það sem hér hefur verið upp talið og það sem sýningin hefur upp á að bjóða er búist við miklum fjölda veiðimanna og áhugamanna um veiði á sýninguna.” Hvað með sýnendur? „Á sýningunni verða á þriðja tug sýnenda. Er óhætt að segja að þeir séu afar fjölbreyttir og spanni allt veiðisviðið. Þannig erum við með veiðibúðir, veiðiheildsala, veiðibíla, veiðifélög, veiðileyfasala. veiðifjór- hjól, flugugerðarmenn, útgáfufyr- irtæki, veiðiferðaskrifstofur og svo má áfram telja. Verður mikið um góð tilboð sem veiðimenn munu vafalítið nýta sér svona fyrir veiði- vertíðina. Einnig verður Steinar Kristjánsson með uppstoppun á svæðinu á bjarndýrshaus sem mun vafalítið vekja athygli.” Verða fyrirlestrar? „Já, við verðum með mjög fjöl- breytta fyrirlestradagskrá á svæð- inu. I Jtbúum fullkominn fyrirlestra- sal inni á sýningarsvæðinu með öllum tækjabúnaði. Þar mun vanur maður stýra fyrirlestradagskrá sem spannar allt frá fyrirlestrum um ár og veiði til fyrirlestra um ferðir lax- fiska um heimsins höf. Við munum kynna fyrirlestradagskrána í fylgi- riti með Morgunblaðinu og Veiði- sumrinu sem verður dreift frítt til allra gesta.” Ert þú sjálfur veiðimaður? „Ég hef nú lítið veitt frá því ég var strákur austur á Norðfirði. En þá vorum við fjálsir að veiða undir bryggjunum áður en eftirlitssam- félagið varð til. Man ég sérstak- lega eftir marhnútunum sem við spýttum samviskusamlega upp í og slepptum svo. Það voru fyrstu sleppningarnar sem ég kynntist. Nú en varðandi það að vera ekki virkur veiðimaður en stýra samt veiðisýningu þá hef ég stýrt apóteks- sýningum án þess að vera lyfjafræð- ingur og stóreldhúsasýningum án þess að vera lærður kokkur. Mitt sér- svið er að stýra stórum sýningum og ráðstefnum og annast útgáfu fagtímarita.” Hvenær verður sýningin? „Þessi stórsýning um veiði verður haldin í Vetrargarðinum í Smára- lind laugardaginn 5. maí og sunnu- daginn 6. maí næstkomandi. Það verður opið hjá okkur frá 11.00 - 18.30 á laugardag og 13.00 - 18.30 á sunnudag. Við verðum með frítt fyrir yngri en 14 ára á sýninguna til að koma til móts við fjölskyldu- fólkið, annars bíómiðaverð kr. 1000 og afsláttur fyrir öryrkja og ellilíf- eyrisþega og aðgöngustimpill gildir alla helgina. Og svo er bara fyrir alla veiði- menn að taka helgina 5. og 6. maí frá og storma á sýninguna og prófa nýjustu stangirnar, fá til- boð á veiðivörum og veiðiferðum, skjóta á skotsvæðinu, hlýða á fróð- lega fyrirlestra, skoða nýjustu veiðibílana og fjórhjólin og síðast en ekki síst að hitta fjölda veiði- manna - í veiðihug. Að lokum má geta þess að við verðum með happdrætti og í vinning verður veiði í Laxá á Ásum. Já, og svo mun Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra opna sýninguna á kastsvæðinu með nýrri veiðistöng klukkan 12 á laugardag.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.