Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2001, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 21. júní 2001 Fréttir 13 Ingi Freyr Ágústsson skrifarfrá Namibíu: Smokkarnir á kústasköftín Mætir svo flokkurinn á staðinn með fleiri þúsundir smokka með sér og ráðherrann byijar að tala við fólkið og svo kemur að því að sýna fólkinu hvemig á að nota smokk, þar sem ráðherrann vildi ekki særa blygðunar- kennd fólksins og nota eitthvert kynlífstól, notaði hún forláta kústaskapt til að sýna hvemig ætti að koma smokknum fyrir og útskýrði allt mjög skilmerkilega hvemig notkun hans ætti að vera, fara þau nú þorp úr þorpi með fyrirlestur og sýnikennslu og dreifa ókeypis smokkum um allt á ferðum sínum. Góðan daginn, Vestmannœyingar. Það eru liðin tæp þrjú og hálft ár síðan ég flutti hingað til Namibíu og í upphafi vissi ég ekkert hverju ég ætti von á þegar ég kæmi hingað, nánast einu myndir sem ég hafði séð frá Afríku í sjónvarpi var annaðhvort stríð eða fólk sem bjó í strákofum. En allar áhyggjur hurfu um ieið og ég kom hingað því að þessi hluti Afríku er alveg þokkaiega nútíma- legur þó hér séu líka svokölluð „hverfi" en þar býr fólk í algjörum hreysum sem hanga saman á lyginni og ég mundi ekki búa þar í viku þó mér væru borgaðar einhverjar millj- ónir fyrir. Svo var líka alltaf verið að tala um að Afríka væri þriðja heims staður ég skildi nú aldrei almennilega hvað þetta þriðja heims tal þýddi en ég þurfti ekki að vera hér lengi til að skilja hvað það þýddi, þegar maður fór að sjá hvemig kerfíð gekk fyrir sig, hvað allt var rosalega þungt í vöfum, fátæktin hjá fólki og svo mennt- unarskorturinn sem er mikill, það er talið að milli 40 og 50% þjóðarinnar séu hvorki skrifandi né lesandi og að sjálfsögðu er það fólk ekki mjög vel að sér í hinum ýmsu hlutum. Meirihluti þessa ómenntaða fólks býr alveg nyrst í Namibíu í þeim hluta landsins sem heitir Owamboland, þetta fólk býr alla sína ævi í sínu litla þorpi og ræktar grænmeti fyrir fjöl- skylduna og lifir mjög nægjusömu lífi. Fer aldrei nema nokkra km frá þorpinu og hefur ekki áhyggjur af neinu sem er að gerast annars staðar í heiminum. En því miður þá hefur eyðni breiðst mjög hratt út á meðal þessa fólks og það er ekki fyrr en núna á síðustu 2-3 árum sem eitthvað hefur verið gert í því að fræða þau um hörmungar jressa sjúkdóms og kem ég þá að tilgangi þessa bréfs en hann er að deila með ykkur smá sögu úr þessum heims- hluta. Þannig var að heilbrigðismálaráð- herra Namibíu er kona og ákvað hún í lok síðasta árs að fara af stað með mikla herferð gegn eyðninni í Owambolandi, skyldi nú í engu til sparað svo þetta mætti takast sem allra best og átti nú að fræða fólkið í eitt skipti fyrir öll um skaðsemi eyðni, öruggt kynlíf og reyna að fræða unglingsstúlkur um kynlíf þar sem það er mikið um að þær verði óléttar frekar ungar. Fór nú ráðherrann af stað með flokk manna með sér til Owambolands og ætlaði hún nú að fræða fólkið sjálf því það var vitað að margir mundu mæta ef það fréttist að það væri að koma ráðherra að tala við fólkið. Mætir svo flokkurinn á staðinn með fleiri þúsundir smokka með sér og ráðherrann bytjar að tala við fólkið og svo kemur að því að sýna fólkinu hvemig á að nota smokk, þar sem ráð- herrann vildi ekki særa blygðunar- kennd fólksins og nota eitthvert kynlífstól, notaði hún forláta kústa- skapt til að sýna hvemig ætti að koma smokknum fyrir og útskýrði allt mjög skilmerkilega hvemig notkun hans ætti að vera, fara þau nú þotp úr þorpi með fyrirlestur og sýnikennslu og dreifa ókeypis smokkum um allt á ferðum sýnum. Svo tekur þetta ferðalag þeirra enda og er flokkurinn bara nokkuð ánægður með hvernig til tókst hjá þeim og er ákveðið að gera könnun eftir 6 mánuði hvort það sé einhver árangur af þessari herferð. Svo líða 6 mánuðir og það er gerð könnun á spítölum þama norðurfrá en það kemur í ljós að það er akkúrat enginn árangur sjáanlegur ef eitthvað er þá hefur ástandið versnað, ráð- herrann er ekki ánægð með þetta svo hún ákveður að fara sjálf norður og athuga hvað sé um að vera. Hún kemur norður og fer að tala við fólkið og spyrja hvort það hafi ekkert lært af henni þegar hún var þama fyrir 6 mánuðum. Fólkið hélt það nú að það hefði lært eitthvað af henni og var henni boðið inn í marga kofa sem allir áttu það sameiginlegt að inni í þeim öllum var forláta kústaskaft með smokk upp á alveg eins og hún hafði sýnt þeim að ætti að nota smokkinn! Þessu sagði ráðherrann frá þegar hún var að kynna niðurstöður herferð- arinnar fyrir þingmönnum, hélt þá fólkið að þetta væri einhverskonar galdrar og þetta „trikk“ mundi bjarga þeim. Læt þetta gott heita úr hitabylgju í Lúderitz í Namibíu, hiti um 25° og klukkan ekki nema 9.30 að morgni um hávetur. B ið að heilsa öllum, sjúwnst ú þjóðhútíð. Ingi Freyr Agústsson Höfundur er netagerðanneistari og statfar sem slíkurí Namibíu Börkur og Guð- rún fresta Edin- borgarferð ,Já, það er rétt að við hjónin höfum ákveðið að fresta ferð okkar til Edinborgar um eitt ár,“ segir Börkur Grímsson bankastjóri Islandsbanka að- spurður. Börkur hafði greint frá því hér á blaðinu að hann væri á leið í árs námsleyfi en nú er orðin breyting á. „Eins og fram hefur komið ætlaði ég þar í svokallað MBA- nám. Þetta eru vissulega nokkur vonbrigði, en kostnaðarhækkanir og þá aðallega vegna gengis- þróunar, hafa orðið gríðarmiklar og því verður þetta niðurstaðan. Maður kemst því líklega í skötuveisluna hjá hrekkjalómum.“ sagði Börkur Breyting í janúar gekk skipulags- og bygginganefnd frá tillögum um breytingu á umferð kringum Barnaskólann í kjölfar þess að Bessastígur verður opnaður til austurs að Skólavegi. Þær breytingar voru sendar í kynn- ingu til húseigenda í nágrenni skólans og þeim gefinn kostur á að koma fram athugasemdum. Alls bárust sjö at- hugasemdir frá fimm húseigendum við Vallargötu og Skólaveg en tillaga skipulags- og bygginganefndar um umferð við Bamaskólann er þessi og mun væntanlega brátt taka gildi: Jón Hauksson skrifar: Lengi getur vont versnað Firringu Guðjóns Hjörleifssonar vegna markvissra athugasemda Nýja Eyjamanns- ins um skulda- stöðu og vinnu- brögð sjálfstæðis- manna í bæjar- stjóm virðast engin takmörk sett. I Morgunblaðinu miðvikudaginn 13. þ.m. setur hann fram þá kenningu, að Andrés Sig- mundsson hafi látið dreifa blaðinu sama dag og fulltrúar frá marg- miðlunarfyrirtæki komu til Eyja til að semja um flutning á hluta fyrirtækisins til Eyja í þeim tilgangi að skemma fyrir þeim samningum!! Nú vill svo til að fulltrúi þessa fyrirtækis er bróðurdóttir Andrésar, og Nú vill svo til að fulltrúi þessa fyrirtækis er bróðurdóttir Andrésar, og að láta sér detta í hug að hann hafi á nokkum hátt viljað skemma fyrir þessum viðræðum, lýsir slíku innræti að best fer á að reyna ekki einu sinni að finna því lýsingarorð. að láta sér detta í hug að hann hafi á nokkum hátt viljað skemma fyrir þessum viðræðum, lýsir slíku innræti að best fer á að reyna ekki einu sinni að finna því lýsingarorð. Hvað er rétt? A undanfömum dögum hafa margir komið að máli við mig og spurt: Er þelta virkilega rétt, sem stendur í Nýja Eyjamanninum um skuldir bæjarfé- lagsins og framgöngu sjálfstæðis- manna? Svarið er einfalt; skoðið viðbrögð bæjarstjóra allra bæjarbúa og þá vitið þið sannleikann. Hann svarar ekki einu einasta atriði málefnalega heldur ræðst með fúkyrðum og upplognum sakargiftum á nafngreinda einstaklinga og svífst þar einskis. Slíkt gerir aðeins ráðalaus, rökþrota maður, sem hefur slæman málstað að veija. á umferð við Barnaskólann -Einstefna á Vallargötu til norðurs, frá Kirkjuvegi að Bessastíg. -Einstefna á Bessastíg til austurs, frá Vallargötu að Skólavegi. -Biðskylda á Bessastíg við Skólaveg. -Einstefnu á Boðaslóð verði breytt, þ.e. einstefna verði á Boðaslóð til suðurs, frá Bessastíg að Kirkjuvegi. -Sérmerkt verða bfiastæði á Vallargötu fyrir þær húseignir sem þar eru, í samræmi við ákvæði bygg- ingareglugerðar. -Sérmerkt verða tvö bflastæði fyrir vaktbíl Heilsugæslustöðvar, eitt utan við Vallargötu 8 og hitt fyrir utan Vallargötu 18. Þetta gildir þó aðeins meðan starfandi heilsugæslulæknar eru eigendur þessara húsa. -Bílastæði á austurhluta Skólavegar 40, alls 22 stæði, sem ekið er inn á af Skólavegi, skulu vera fyrir starfsfólk Bamaskólans. Stæðin á Vallargötu og Bessastíg em ætluð fýrir aðstandendur þeirra barna sem em að aka börnum sínum til og frá skólanum! (eins og segir orðrétt í fundargerð skipulags- og bygginganefndar en á væntanlega að vera -aðstandendur sem em að aka bömum sínum til og frá skólanum-). Nýjar gjaldskrár Samþykkt hefur verið í skipulags- og bygginganefnd ný gjaldskrá fyrir embætti skipulags- og byggingafull- trúa enda hefur sú gjaldskrá ekki verið endurskoðuð um langt árabil. Þá hefur einnig verið samþykkt ný gjald- skrá um gatnagerðargjöld í Vest- mannaeyjum sem verið hefur óbreytt í tvo áratugi. Þessar gjaldskrár verða auglýstar og munu taka gildi I. janúar 2002. Hartmann Ásgrímsson, tann- læknir: v-— „Nei, mér fannst veðrið þannig að ég Hk'. nennti |tví ekki." Árni Óli Ólafsson, Suðurgarði: „Nei, það hef ég ekki gert síðan ég var á yngri árum og tók þátt í Hásteins- hlaupinu. Síðan eru nokkrir áratugir og hlaupalegur í dag. Ég eyddi deginum með tjölskyldunni." Friðrik Friðriksson, veitustjóri: „Nei, ekki að þessu sinni. Ég eyddi þjóðhátíðardeginum í að rífa niður stillansa." Hörður Óskarsson, ísfélaginu: „Nei, ég var kylfu- beri fyrir son minn á golfmóti en gat fylgsl með hátíða- höldunum úr nokkrum fjarska af golfvellinum." Spurt er. Tókst þú þátt í 17. júní hátíða- höldunum? Hanna María Siggeirsdóttir, apótekari: „Nei. ekki að þessu , sinni. Ég var fyrir vestan, fór í göngu- *.* ferð Undir Jökli og [ naut lífsins úti í I guðsgrænni náttúr- | unni. Það var alveg | yndislegt." Gunnlaugur Axelsson, Skipa- lyftunni: 7——>r~| „Nei, ég var uppi í ■A sumarbústað og eyddi þjóðhátíðar- 11 deginum í að girða."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.