Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 106

Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 106
106 FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 Nýlega varði Lára Jóhannsdóttir doktorsritgerð sína, Áhugi og framlag norrænna skaðatrygginga­félaga­á­lausn­umhverfislegra­vandamála, frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Frjáls verslun bað hana að fjalla stuttlega um doktorsrannsókn sína. Krafa um að fyrirtæki axli umhverfis á byrgð, sem hluta af sam fé-lagslegri ábyrgð, fer vaxandi og ekki að ástæðulausu. Aukinn mann fjöldi á jarðkringlunni veld ur aukinni ásókn í auðlindir og framleiðsla og neysla leiðir til hnignunar vistkerfa. Lofts lagsbreytingar eru taldar eitt alvar legasta vanda mál sem jarðarbúar standa frammi fyrir í dag. Mikið er í húfi og stuðla þarf að grænum hagvexti, en slíkur hagvöxtur verður forgangsmál í norrænu samstarfi á komandi árum. Doktorsrannsóknin sem um ræðir tók til stærstu vátrygginga- félaganna á Norðurlöndum, alls 16 félaga. Fyrirtækjunum var skipt upp í tvo klasa, eyjasam- félagsklasa (Álands eyjar, Færeyjar og Ísland) og megin- landsklasa (Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð). Viðtöl voru tekin við 80 stjórnend ur og sér- fræðinga. Frá því að gagnaöflun lauk hefur verið fylgst með fram- vindu mála með því að skoða upplýsingar á heimasíðum félaganna. Fjallað er um nokk- ur þeirra atriða sem aðgreinir íslensk vátryggingafélög frá meginlandsfélögunum hér að neðan. Vátryggingafélög eru talin til lítt mengandi iðngreina sé horft framhjá umhverfisáhrifum vegna tjóna. Stærð vátrygg- ingafélaga, fjárfestingar og viðamikil tengsl í samfélaginu gera vátryggingafélög að öflug um aðila sem lagt getur lóð á vogarskálar þess að leysa umhverfisleg vandamál. Í við tölum kom fram að vátrygg- ingar eru meira en „business“. Það felst í þeim ríkt félagslegt eðli, þ.e. að vernda líf og limi, eignir fólks og fyrirtækja, svo og rekstrarskilyrði. Stefna og aðgerðir Hjá íslenskum viðmælendum kom fram stefnuleysi vátrygg- ingafélaga á sviði umhverfis­ mála, sem leiðir til þess að að gerðir verða takmarkaðar og ómarkvissar. Meginlandsfélögin hafa stefnu í umhverfis­ og/eða loftslagsmálum, auk þess sem vátryggjendur á meginlandinu hafa gefið út loftslagsyfirlýsingu og haldið ráðstefnur um málefnið á nokkurra ára fresti. Áhersluatriði í loftslagsyfirlýs­ ingunni gerir ráð fyrir því að loftslagssjónarmið skili sér inn í aðgerðir á sviði eigin rekstrar, tjóna og forvarna, nýsköpunar og vöruframboðs, fjárfestinga og í eftirfylgni. Aðgerðir vátryggingafélag- anna voru skoðaðar út frá viðmiði Genfarsamtakanna, en aðild að samtökunum eiga forstjórar 90 stærstu vátrygg- ingafélaga í heimi. Viðmiðið skilgreinir vátryggingafélög sem 1) óvirk, 2) aðgerðalítil, 3) aðgerðamikil, 4) þróuð eða 5) samþætt á sviði loftslagsmála, en í rannsókninni var viðmiðið látið ná til umhverfismála almennt. Íslensk félög töld ust óvirk eða í besta falli að gerða - lítil. Til þess að teljast aðgerða- mikil þurfa félögin að hafa gefið út opinberlega skýrslur, með hliðsjón af alþjóðlega viður kenndum viðmiðum eða stöðlum, um aðgerðir á þessu sviði. Meginlandsfélögin töldust aftur á móti þróuð í aðgerðum sínum á sviði umhverfismála. Hvatar til aðgerða Fyrirtæki axla umhverfis á byrgð ýmist vegna þvingandi ytri krafna, s.s. löggjafar og þrýst- ings frá hagsmunaaðilum, eða sjálfviljugra innri hvata sem felast í fjárhagslegum tæki færum eða siðferðilegum sjónar miðum. Íslensku félögin horfa eingöngu til þvingandi ytri krafna, á meðan báðar tegundir hvata komu fram í meginlands - hópnum. Einnig kom fram að íslensk félög telja sig almennt ekki verða fyrir ytri þrýstingi, á meðan félög á meginlandinu finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöld ­ StJóRNUN Að horfa lengra en nefið nær umhverfisábyrgð fyrirtækja: TexTi: lára JóHannSdóTTir Doktorsrannsóknin sem um ræðir tók til stærstu vátrygg­ ingafélaganna á Norðurlöndum, alls 16 félaga. Viðtöl voru tekin við 80 stjórnendur og sér­ fræðinga. „Skammtímahugsun var einkennandi í svörum íslenskra viðmælenda. Einn íslenskur viðmæl­ andi orðaði ástandið þannig: „Það vantar einhvern eða ein­ hverja sem horfa lengra en nefið nær.“ lára jóhannsdóttir nýlega varði lára Jóhannsdóttir doktorsritgerð sína Áhugi og framlag norrænna skaðatryggingafélaga á lausn umhverfislegra vandamála frá viðskiptafræði­ deild háskóla íslands. lára er rekstrarfræðingur frá Bifröst og með MBa­gráðu í alþjóðlegri stjórnun (með láði) frá Thunderbird School of global Management. Doktorsnefnd skipuðu dr. Snjólfur ólafsson og dr. Brynhildur Davíðsdóttir frá háskóla íslands og dr. Michael E. goodsite frá Árósaháskóla. andmælendur voru dr. James P. Walsh frá Michigan­háskóla og dr. Mette Morsing frá Kaupmannahafnarháskóla. Dr. lára hefur áralanga sérfræðings­ og stjórnendareynslu úr vátryggingageiranum, en starfar nú sem stjórnarkona í lSBí og nýdoktor við viðskiptafræðideild hí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.