Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 28
um helgina Sykraður blóðflokkur Hljómsveitirnar Bloodgroup og Sykur halda saman tónleika á Sódómu Reykjavík á laug� ardaginn klukkan 23. Sykur hefur nýlokið við sína fyrstu plötu sem ber nafnið Frábært eða frábært og kemur í búðir í næstu viku. Bloodgroup er nýkomin úr velheppnuðu tónleikaferðalagi um Þýskaland, Danmörku og Noreg en hljómsveitin er meðfram öllu tónleikahaldinu að leggja lokahönd á aðra breiðskífu sína sem enn hefur ekki hlotið nafn. lilja frumSýnd Leikritið Lilja verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld, föstu� dag. Verkið er lauslega byggt á sænsku kvikmyndinni Lilya 4 Ever sem án efa margir muna eftir hér á landi. Lilja er sextán ára stúlka sem býr í gömlu Sov� étríkjunum. Móðir hennar yfirgefur hana og flytur til Bandaríkjanna og býr Lilja sér þá til sitt eigið heimili með vinkonu sinni Natösju og tólf ára göml� um dreng, Volodja. Á meðan hún sér fyrir heimilinu með vændi dreymir þau öll um betra líf í „Vestrinu“. Höfundur og leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson en hann vann leikritið meðan hann var við nám í Drama Centre í London. nemendaleik- húSið frumSýnir Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands frumsýnir Eftirlitsmann� inn eftir Nikolai Gogol í dag, föstudag. Leikritið gerist í lítill borg þar sem spillingin er alls� ráðandi. Ráðamenn mergsjúga þegnana, samfélagið líður fyrir græðgi og lágar hvatir þeirra sem deila og drottna. Það verður uppi fótur og fit þegar fréttist að mætt� ur sé á svæðið eftirlitsmaður frá Pétursborg til að taka út stjórn� sýsluna. En í öllu uppnáminu fara þeir mannavillt; auðnuleys� ingi og spilafíkill er tekinn fyrir þessa meiriháttar persónu. Leik� stjóri er Stefán Jónsson. Sýnt er í Smiðjunni, leikhúsi Listaháskól� ans við Sölvhólsgötu. Þvílík vika verðlaunuð Guðmundur Brynjólfsson hlaut á miðvikudaginn Íslensku barnabóka� verðlaunin fyrir unglingasöguna Því� lík vika sem komin er út hjá Vöku� Helgafelli. Þetta er fyrsta skáldsaga Guðmundar en hann hefur áður hlotið viðurkenningar fyrir smásög� ur og leikrit. Þvílík vika er kraftmikil unglingasaga úr samtímanum sem gerist á einni viku í byrjun júní. Þrír vinir eru að ljúka grunnskóla og ætla að fagna því rækilega. En margt get� ur breyst á einni viku og ýmislegt fer öðruvísi en þeir höfðu ætlað. Íslensku barnabókaverðlaunin hafa verið veitt síðan 1986. Verðlaunaféð nemur 400 þúsund krónum. Konan er musteri satans 28 föStudagur 9. október 2009 fókuS Willem Dafoe og Charlotte Gains� bourg túlka par sem verður fyrir hræðilegu áfalli. Þau missa son sinn í slysi og sigla inn í gríðarlegt sorgar� ferli. Sorgin virðist ekki yfirgefa móð� urina sem kennir sjálfri sér um dauða drengsins. Faðirinn er meðferðarsér� fræðingur og ákveður að meðhöndla hana sjálfur í stað þess að láta lækna og lyf vinna á kvillanum. Hluti af meðferðinni er að vinna bug á ótta og kvíða hennar sem umfram ann� að er tengt skógarkofa þeirra sem kenndur er við Eden. Þau ætla sér einnig að ná tökum á ástarsambandi sínu sem stendur ótraustum fótum. Þegar þangað er komið virðast önn� ur öfl vilja taka af þeim völdin. Í Riget sá maður hvernig Trier er fullfær um að skapa óþægilegt and� rúmsloft þótt þar hafi hann létt á manni með reglulegri kímni. Þessi mynd er algerlega laus við ástæður til að brosa og er verulega óþægileg. Allt er truflandi, litir, áferð, klipping� ar og hvert einasta smáatriði hleð� ur undir geðveikina sem skríður smátt og smátt yfir mann. Tónlistin er þrúgandi sem og ofskynjanaleg og áhrifamikil smáatriðin. Til dæm� is lætur Trier yfirborð myndarinnar beyglast og teygjast utan við fóku� spunkt myndrammans. Manni líð� ur á köflum eins og maður sé á of sterkum malaríulyfjum og óttinn er viðvarandi. Mikið hefur verið gert úr afsláttarlausum, blóðugum og graf� ískum senum myndarinnar. Vissu� lega viðbjóðslegt en Trier gerir enn betur. Hér hefur hann gert terrorinn sálrænan svo þú sleppur aldrei, enda kemstu ekki frá eigin huga sem hann hefur fyllt af hryllingnum. Allir þrír leikararnir skila sínu en sérstaklega er Gainsbourg rosaleg, meðal ann� ars þar sem hún rífur öskrandi rödd� ina svo óhuggulega í mestu geðveik� issenunum. Trier kemst að minnsta kosti mjög nálægt óþægindunum í Requiem for a Dream. Tilbúinn veruleiki myndarinn� ar gengur út frá miðaldafirrunni að kölski hafi sérstök tök á kvenmönn� um. Hún gerist í skógarrjóðrinu Eden sem vísar í það hvernig Eva tal� aði Adam inn á að éta af skilnings� trénu og valda syndafalli. Eins og kemur fram í myndinni er náttúr� an kirkja satans og hana sigrum við aldrei enda erum við sjálf náttúra. Er það til marks um kraft myndarinnar að þú endar með að samþykkja þessa sýn myndarinnar svo lengi sem hún endist. Það er nokkuð vel af sér vikið árið 2009. Erpur Eyvindarson Antichrist Leikstjóri: Lars Von Trier Aðalhlutverk: Willem Dafoe, Charlotte Gainsbourg kvikmyndir Antichrist „Þessi mynd er algerlega laus við ástæður til að brosa og er verulega óþægileg.“ leiðrétting Í dómi um heimildamyndina Guð blessi Ísland í DV á miðvikudag� inn var leikstjórinn nefndur Felix á fleiri en einum stað. Nafn hans er hins vegar Helgi Felixson og er það hér með leiðrétt. „Maður byrjaði nú bara að yrkja sjálf� um sér og sínum nánustu til skemmt� unar,“ segir Sigurður Gústavsson, 23 ára skáld og lögfræðinemi úr Mos� fellsdalnum. Sigurður var að senda frá sér sína fyrstu kvæðabók sem ber nafnið Ölið, bölið og þynnkan sem fylgdi. „Síðan bættust við tækifæris� vísur af ýmsum toga og fyrir svona tveimur til þremur árum fór maður af safna þessu saman og gera þetta af einhverri alvöru.“ Sigurður gefur bókina út sjálfur en efnistökin eru nokkuð fjölbreytt. Þó að um ádeilur sé að ræða í mörgum kvæðanna eru þau hnyttin og aldrei langt í háðið. Leitin að tilvonandi fyrrverandi „Nafnið kemur nú eiginlega til út af efnistökunum,“ segir Sigurður um titil bókarinnar sem er nokkuð frá� brugðinn öðrum sem er að finna í ís� lenskum bókahillum. „Vísurnar fjalla um ölið og vandræðin sem fylgja því oft á tíðum. Svo er þetta að stór� um hluta um ástandið hér heima og þjóðfélagsböl hvers konar. Undirtitill bókarinnar segir svo að þetta sé saga af kynferðislegum ósigrum mínum og leitina að tilvonandi fyrrverandi.“ Sigurður segir bókina alla í bundnu máli og að hann notist við hin ýmsu kvæðaform. „Þetta er flest með stuðlum og höfuðstöfum og ég fylgi þarna fornum íslenskum kveð� skaparformum. Það eru til dæmis alls konar ferskeytlur, víkivakar, limr� ur og þríliður.“ Sigurður Gústavsson, skáld og lögfræðinemi, sendi nýlega frá sér sína fyrstu kvæðabók. Hún ber nafnið Ölið, bölið og þynnkan sem fylgdi. Í bókinni er að finna hnyttnar vísur um ástandið á Ís- landi, smekklegt guðlast og baráttuna við Bakkus en undirtitill hennar er Sagan af kynferðislegum ósigrum mínum og leitin að tilvonandi fyrrverandi. DV091007196 DV091007196 Smekklegt guðlaSt og kynferðislegir ósigrar Ölið, bölið og þynnkan sem fylgdi Fyrsta kvæðabók Sigga Gúst eins og hann er oftast kallaður. myndir heiðA heLgAdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.