Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 1
4. tbl. 14. árg. vestfirska 28. janúar 1988 FRETTABLASID Freistandi! SÓLCOiA I— vestlirska n FRÉTTABLAÐIÐ cr óháð ðllum stjórnmálaflokkum og nýtur engra opinbcrra styrkja. ísafjörður: Félags- heimili leigt Hótel ísafírði Á fundi bæjarráðs á mánudag- inn var samþykkt að fela bæjar- stjóra að ganga til samninga við stjórn Hótels ísafjarðar um leigu hótelsins á Fclagsheimilinu í Hnífsdal. Trúlega verður gengið frá samningum síðar í þesari viku. Samningurinn verður gerður í fimm til sex mánuði til þess að byrja með. Með því að taka Fél- agsheimilið á leigu er Hótel Isa- firði gert kleift að taka að sér stærri veislur en áður hefur verið hægt. Talið er að þetta styrki rekstrar- grundvöll hótelsins. Bæjarsjóður ísafjarðar keypti Félagsheimilið á nauðungarupp- boði fyrir 4,3 milljónir í byrjun janúar. Bæjarsjóður er einnig eig- andi Hótels ísafjarðar að stórum hluta, þannig að segja má að bæjarsjóður sé að semja við sjálfan sig þegar gengið verður frá samn- ingum um málið. Uppsalir brenndir í síðustu viku var íbúðarhús- ið að Uppsölum í Seyðisfirði brennt til kaldra kola. Var það gert í samráði við sveitarstjórn, eiganda hússins og heilbrigðis- fulltrúa sem úrskurðað hafi hús- ið óíbúðarhæft. Engin kynding var í húsinu og það mjög illa farið. Fjölmennur fundur í Alþýðuhúsinu: Baldur samþykkti —45 með 26 á móti 13 sátu hjá. „Verkamannsambandið telur flskvinnslufólk hafa of há launí4 sagði Pétur Sigurðsson forseti Alþýðusambands Vestfjarða Nýgerðir kjarasamningar á Vestfjörðum voru samþykktir á fjölmennum fundi verkalýðsfé- lagsins Baldurs í Alþýðuhúsinu á ísafirði í gær. Um það bil 100 manns voru á fundinum þegar flest var og greiddu 45 félagar at- kvæði með samningunum, 26 voru á móti og 13 sátu hjá. Pétur Sigurðsson formaður Al- þýðusambands Vestfjarða skýrði samningana fyrir fundargestum og rakti aðdraganda þeirra. „Þessir samningar eru ekki gull og grænir skógar" sagði Pétur „en segja má að þeir séu sú nauðvörn sem okkur var nauðsynleg í stöð- unni“. Hann fullyrti að Verka- mannasambandið hefði verið að ræða og væri að ræða um skamm- tímasamning til 2 til 3 mánaða sem fæli í sér 5% kauphækkun yfir línuna. Það hefði ekki þótt góður kostur fyrir ASV að taka þátt í slíku samfloti. Innan Verkamannasambandsins gætti lítils skilnings á kjörum fisk- vinnslufólks og þar væri það skoðun manna að þessi samning- ur færði því of miklar kjarabætur. „Það skortir skilning á kjörum okkar innan verkalýðshreyfing- arinnar og því getum við tæplega búist við skilningi í þjóðfélaginu almennt“ sagði Pétur. Talsvert mikið var rætt á fund- inum um hlutaskiptakerfið sem taka á upp í frystihúsum í sumar og á að leysa bónuskerfið gamla af hólmi. Hlutaskiptakerfi þetta hefur þegar verið tekið upp í 8 frystihúsum af 12 á Vestfjörðum. Hefur það víðast hvar reynst vel að sögn Péturs. Það hefur þegar fært stórum hópum í frystihúsun- um 6-8% launahækkun. Taldi hann helsta kost á kerfi þessu að það stuðlaði að launajöfnuði. Magnús Arnórsson var sá eini sem fór í ræðustól til þess að mót- mæla samþykkt samninganna. Taldi hann að þeir væru hin versta blekking og aðilar væru betur settir með núverandi bón- uskerfi. Fjöldi fundarmanna virt- ist vera sammála Magnúsi og var honum klappað lof í lófa. Engu að síður voru þeir eins og fyrr segir samþykktir með sannfær- andi meirihluta. ingana blekkingu og hvatti fólk til þess að fella þá. 200 ára afmæli Ástralíu fagnað Það vakti nokkra athygli þeirra sem óku framhjá Hraðfrystihús- inu í Hnífsdal á mánudaginn að þar blakti ástralski fáninn við hún. Tilefnið var þjóðhátíðar- dagur Ástralíubúa, en um þessar mundir eru að auk þess liðin 200 ár frá landnámi hvítra manna í Ástralíu. Hópur ástralskra stúlkna vinnur í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal og fögnuðu þær degin- um með því að syngja áströlsk ættjarðarlög fyrir vinnufélaga sína. Þessar bráðhressu áströlsku farandverkakonur stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Vestfirska í snjónum fyrir utan Hraðfrysti- húsið í Hnífsdal. Þær heita talið frá vinstri: Yvonne, Bronwyn, Penny og Wendy. ALLT FVRIR hestamanninn í SPORTVÖRUDEILD Reglubundnar ferðir frá Reykjavík 6-7 sinnum í mánuði til Vestfjarða RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.