Tíminn - 28.08.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.08.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu vandláfra blaða- lesenda um allt land. 195. tbl. — ÞriSjudagur 28. ágúst 1962 — 46. árg Tekið er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 (Ljósm.: TÍMINN-RE), FlugvélarbrakiS eítir lendinguna, Flugu á háspennu- línu, en björguðust Rétt fyrir hádegi í gær bilaði hreyfillinn á lítilli Piper Cub kennsluvél, er verið var að æfa nauð- lendingar á henni á mel- um vestan Mosfells í Mos- fellssveit. Flugvélin rakst á háspennustreng, missti við það flugið og stór- skemmdist í lendingunni. Tveir menn voru í flugvél- inni og sluppu báðir ó- meiddir. Kári Jónsson atvinnuflugmaður og flugkennari var að kenna Ólafi Haraldssyni nauðlendingar fyrir atvinnuflugpróf, en Ólafur hefur einkaflugpróf fyrir. Þeir höfðu tekið eina nauðlendingu á melum norðan við Leirvogsá, rétt fyrir ofan Varmaland. Vélin bilaði í lítilli hæð — Þegar við vorum að klifra upp aftur, sagði Kári blaðinu í gær, fór vélin að kvarta í 150 m. hæð og drap á sér. Við tókum beygju til hægri og ætluðum að ná nauðlendingu á sama stað. Þeg- ar við\vorum búnir að ná rúnv lega hálfum hringnum, sveif vélin yfir gil. Við það lenti hún í nið- urstreymi og missti talsverða hæð. — Það þýddi, sagði Kári, að neðri vængbroddurinn rakst í há- spennulínuna, sem liggur þarna þvert yfir melinn. Við það datt vélin niður og hjólin brotnuðu und an henni í lendingunni, svo að hún stakkst á endann. Logaði af slitnum 60 þús. volta strengnum. — Háspennustrengurinn slitn- aði, en það mun hafá verið 60.000 volta spenna á honum. Það neist- aði og logaði af endunum, en sem betur fór, slapp vélin við straum- inn. Þegar við skreiddumst út, kom jeppi til okkar og tók okkur upp í. — Við meiddumst ekkert og Framh. á 15. slðu. Safnið á 2 mi/lj. BÓKASAFN Þorsteins Þorsteinssonar sýslumanns hefur nú ver- ið selt. Þetta gerffist á laugardaginn. Kaupandi er JKári Borg- fjörð Helgason, kaupmaður í Rcykjavík. Blaðiff hefur fregnaff, a'ff verffiff hafi verið um tvær milliónir. — Sjá frétt á baksíffu í dag. Síldveiðarnar: Aldrei í sögu síldveið- anna við ísland hefur jafn mikið síldarmagn borizt á land á sumarvertíð og í ár. Heildaraflinn síðast- iiðið laugardagskvöld var 1.920,462 mál og tunnur, en á metárinu 1944 bár- ust á land rúmlega 1,6 milljón mál og tunnur. í fyrra höfðu borizt á land á þessum tíma 1.525,166 mál og tunnur. Síldveiðin síðastl. sólarhring var góð, og aðalveiðisvæðin nyrðra voru út af Langanesi og við Rifs- banka. Nokkur veiði var eystra. Vikuaflinn var 236.304 mál og tunnur, en í fyrra var hann 35.725 mál og tunnur. Metár á sumarvertíð var árið 1944. Þá bárast á land rúmlega 1.6 milljÓTi mál og tunnur, og voru þá saltaðar milli 30 og 40 þúsund tunnur. Alls voru 141 skip, sem þá tóku þátt í veiðinni, en sumir bátanna voru saman um eina nót, þannig, aff nætumar voru 126- Nú í ár hafa hins vegar rúm- Framhald á 15. síðu. S0LTUN LEYFD A NY Samkvæmt upplýs- ingum frá síldarútvegs- nefnd í gærkvöldi er nú nokkur von um að Rúss ar kaupi meiri síld, og hefur því verið leyfð á- framhaldandi söltun á ábyrgð saltenda sjálfra. f gær fór veffur batnandi á miffunum, og útlit var fyrir feikilega veiði út af Rifsbanka. Öll skip voru á leið úr höfn, og þau, sem þegar voru komin á miffiií hö*fffu fengiff góff köst. Fréttaritari bla'ffsins á Rauf- arhöfn símaffi í gærkvöldi, að síldartorfurnar á veiffisvæðinu norður af Rifsbanka væru 40 til 50 faðma þykkar, og jafnvel svo stórar, aff bátarnir liefffu ekki nægilega stórar nætur til þess aff ná þeim. ÖIl skip voru far- in út frá Raufarhöfn, og á leið á mi'ðin. Söltun var aff liefjast á Rauf- arhöfn, en sfldarútvegsnefnd upplýsti, að Rússar hefffu látið í ljós áhuga við sendiráðiff i Moskvu á aff kaupa meiri Norð urlandssíld. Enn er ekki vita'ð um hversu mikiff magn verffur að ræffa, né um tíma til afhend ingar. Hins vegar hefur því ver iff fleygt, aff Rússar hyggist kaupa um 20 þúsund tunnur Vegna þessa hefur saltendum veriff leyft að hefja aftur sölt- un. Nokkuff mun há saltendum á Raufarhöfn, hversu fólksfáir þeir eru, og fóru nokkrir þeirra inn í Axarfjörð og Keldu hverfi til þess að leita fyrir sér um starfslið. VILHJALMUR STEFÁNSSON fLANDKÖNNUÐ iUR LÁTINN Hinn þekkti landkönnuður, mannfræffingur og rithöfundur Vilhjálmur Stefánsson lézt s. I. sunnudag, 82 ára aff aldri. Hann fæddist 3. nóvember 1879 í Árnesi, Manitoba, Kanada. Foreldrar hans voru Jóhann Stefánsson, ættaður úr Eyjafirff i, og Ingibjörg Jó- hannesdóttir, ættuð úr Skagafirffi. Þau fluttust vestur um haf áriff 1876. Vilhjálmur ólst upp á bóndabæ og var kúasmali í æsku. Hann nam fræffi sín við Ríkisháskólann í Norffur-Dakota, Ríkisháskólann í Iowa og Harward háskólann. Að námi loknu stundaffi hann ýmis störf, m.a. sem kennari og blaða- maffur. 1906—07 fór hann í þjófffræffi- legan rannsóknarleiðangur til eskimóa viff mynni Mackenziefljóts Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.