Vísir - 24.08.1948, Blaðsíða 1

Vísir - 24.08.1948, Blaðsíða 1
38. árg. Wiðjudaginn 24. ágúst 1948 191. tbl. ffiræiuii- Þeir berjast um forsetaembættið í haust. Kosningarnar í| Bandarakjunum fara fram 2. nóvember, en bá ^erður úr því skorið hvort Truman, núverandi forseti, verður end- urkjörinn eða hvort Thomas E. Dewey, frambjóðandi repu- blikana verður hlutskarpari. Harry Truman er til vinstri á myndinni að taka í höndina á Dewey, þegar þeir hittust fyrir nokkru á flugvelli í New York. I’ingið i Chile saniþykkli fvrii- nokki’uni dögum niót- mæli gegn ununæluin, er höfð voru um Chilestjórn i neðri málstofu brezka þings- ins. Telúr Chiiestjórn, að hún liafi aðeins lialdið fram á löglegum grundvelli rétti sinum varðandi Suðurheim- skautið. Fulltrúar Vest&nrveldanna ræddu ©g íimíh þrlHJi fuudurÍEin ákveðin á næstunni. Yfir 400 skip lágu á Siglufirði í morgun. Mieildarsöltwniwt nú 7G. 7QG íunttnr„ Aldrei fijrr hafa jafnmörg skip legið á Siglufirði og nú eftir síðastl. helgi. Alls munu Ufir fjögur hundruð skip hafa legið á firðinum. Fréttaritari Vísis símar, að fjörðurinn sé yfirfullur af skipum og sé skip við skip út eftir öllum firði. Meiri hlutinn af þessum skipum eru útlend, en aðeins fá inn- lend. Eru skipin yfir 400 talsins og allra mesti fjöldi, sem legið hefir á firðinum í einu. Einnig berast fregnir frá Húsavík um að þar liggi um 100 skip, flest öll útlend. Þá eru allmörg skip við Gríms- ev og víðar. Veður fer batnandi. í morgun var því sem næst komið Iogn á miðunum, en hins vegar mikil alda. Skip- in munu ekki hugsa til hreyfings fyrr en síðar í dag, þar sem aldan er svo mikil, að ógerlegt er fyiir þau að atJiafna sig. Að vísu fór eitt skip út í morgun, en það sá hvergi sild vegna sjórótsins. Heildarsöltunin 76.700 tunnur. Loks símar fréttaritarinn að í morgun hafi alls verið búið að salta 76.700 tunnur af síld. Á laugardag var salt- að i 7295 tunnur á Siglufirði og á sunnudag var saltað í 1202 tunnur. MEISTARAMDTIÐ : Hlikil þátttaka utan af Bandi. 1 gær var útrunnin frest- urinn til þess að tilkynna þátttöku í Meistaramótinu og' drengjamótinu, sem verða um næstu helgi. Heykjavíkurfélögin hafa ekki tilkynnt um þátttökuna ennþá, en hins vegar eru komnar þátttökutilkynning- ar utan af landi. Alls munu 31 utanbæjarmenn taka þátt í mótinu, 13 frá Eyjum, 7 frá Akureýri, 6 úr Þingeyjar- sýslu, 4 úr íþróttafélaginu Is- lendingi og cinn af Vestf jörð- um. Kklu er ennþá vitað bvort íslenzku íþróttamennimir sex, sem eru á ferðalagi imi Norðurlönd, koma heim í tæka tíð lil þess að taka þátt í mótinu. Hæringur til- búinn til heimferðar. Síldarbræðsluskipið Hær- ingur mun að öllum líkind- um leggja af stað heimleiðis í dag'. Að vísu hefir skeyti frá skipstjóra skipsins um brott- förina ekki bofizt, en bins vegar barst skeyti á laugar- dag, þar sem skýrt var frá því, að skipið væri tilbúið til þess að halda heimleiðis, að öðru leyti en því, að unnið x-æri að því að hlaða það timbri. Skipið kenmr með allmik- ið af timbri og er nokkuð af því „Oregon-Pine“, sem á að nota í þilför á nýju togarana og ennfremur er það með timbur, sem á að nota undir síldarbing, ef þörf gerist. / gær áttu fidltrúar Vest- urveldanna anngn .fund sinn j með Stalin og Molotov sam-j an og stóð fundurinn ijfir í hálfa fimmtn klukkustund. Fundinum lauk ekki fyrr en kl. 3 eftir miðnætti og komu þá fulltrúar Vestur- veldanna á ráðstefnu í bú- stað sendiherra Bandaríkj- anna. Á síðasta ári lentu og sett- ust flugvélar 18 millj. sinnum á flugvöllum Bandarikjanna. isins. Sokolovsky frestai* kosn- ingum. Sokolovskg marskálkur, hernámsstjóri Sovétríkjanna i Þýzkalandi, hefir ákveðið að láta fresta bæjar- og sveit arstjórnarkosningum í Aust- ur-Þýzkalandi um eitt ár. Hefir hernámsstjórnin til- kynnt, að sljórnmálaflokkar á bernámssvæði Sovétríkj anna bafa fai-ið þess á leit við liernámsstjórnina, að kosningunum yrði frestað vegna þess að flokkarnir væru ekki nægilega undir- búnir undir kosningar. Þess er og getið, að kosningabar- áttan myndi einnig tefja fyr- ir endurreisn liernámssvæð- Jarðskjálftar á S-Ítalíu. I fyrradag- varð vart nokk- urra jarðhræringa á Suður- Italíu og voru suntir kipp- irnir allsnarpir. Skemmdir urðu á húsum og öðrum mannvirkjum í Napoli og Bari, en ekki er vitað um neitt manntjjón enn þá. Lengsti fundurinn. Þetta er annar fundur f ult- trúa Vestui*veldanna og Stal- ins marskálks og lengsti, sem haldinn hefir verið siðan fundarhöldin um Þýzlca- landsmál hófust í Moskva. Bedell-Smitb, sendiberra Bandarikjanna, gaf frétta- mönnum í skyn eftir fund- inn, að líklegt væri, að Vest- urveldin myndu koma enn cinu sinni á fund með Stalin. Árangurinn. Þótt ekkert hafi verið lát- ið uppi um árangurinn af viðræðunum við þá Stalin og Molotov i Kreml, telja stjórn- málafréttaritarar, að núí muni brátt vera komið að veigamiklum áfanga í við- ræðunum í Moskva. Báða þeir það af þvi, að búist er við öðrum viðræðufundi við Stalin á næstunni. f í«!*l Hægt að kom- ast í 10 km. hæð í svifflugu hér á landi Að undanförnu hefir sænsk- ur maður, Carl Erik övgárd, dvalið hér í Reykjavík. Er tiann á vegum Svifflug- félags íslands og Flugráðs iil þess að rannsaka svokail- að bylgju-uppstreymi, en það er mjög mikilvægt fyrir svif- flug og véiflug. Hefir Övgárd rannsakað það atriði manna rnest og komizt að margvís- legum raunhæfum niðurstöð- um. Hann liefir sagt, að livergi þar sem hann liafi dvalið sé eins kröftugt uppstreymi og liér á íslancb. Heldur hann þvi fram, að liægt sé að kom- ast hér i allt að 10 þús. metra liæð í'svifflugu. Övgárd hefir dvalið liér á landi í vilcu tíma. Um lielgina dvaldi liann á Sandskeiði við ýmsar athjuganir. Hann mun lialda heimleiðis héðan eftir þriggja vikna tíma. Ágreiningsefnið. Það er víst, að margt ben á milli í viðræðum Vestur- veldanna og ráðamanna Sovétríkjanna um Þýzka- tandsmálin og þá helzt sam- komulagið um stjórn Ber- linar. Sérstaklega munu Rússar vera óánægðir með seðlaútgáfu Vesturveldanna i Berlín og' þá erfiðleika, er tvennskonar mynt í borginni1 befir skapað. Þetta hefir ver- ið gefið í skyn í rússneskum blöðum, sem öll túlka skoð- un stjórnarinnar, eins og alltaf ev í einræðisrikjum. IMýtt sænskt met í kúluvarpi. Á sænska meistaramótinu, sem háð var í Stokkhólmi á dögunum var m. a. sett nýtt sænskt met í kúluvarpi. Risinn Boland Nilsson, sem bér hefir keppt setti nýtt mét i kúluvarpi, kastaði hann kúl- inni 16.24 metra og er það nýtt sænskt met, svo sem fyrr er sagt. Crslit í 1500 m. hlaupinu urðu þau að H. Eriksson varð fyrstur á 3:49.0 mín. _J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.