Morgunblaðið - 30.12.1936, Side 7

Morgunblaðið - 30.12.1936, Side 7
Miðvikudagur 30. des. 1936. MORGUNL'LA F. í't/ V Minningarorð um Guðrúnu Einarsdóttur og Halldór Gíslason. „Ekki einn, hvað þá tveir“ kommúnistar levfðir I Japan. i Guðrún Einarsdóttir. Frú Guðrún Einarsdóttir var fædd að Þverárdal í Laxárdal í Húnavatnssýslrx 2. nóvember 1856. Foreldrar hennar voru þau hjónin Einar Guðmundsson, bróð- ir sjera Jónasar Guðníundssonar prests að Staðarhrauni og Björg Jónasdóttir (voru þau bræðra- börn), er bjuggu góðu búi að Gili í Svartárdal og ólst Guðrún upp hjá þeim, uns hún fluttist til Árna Sigúrðssonar að Höfnum á Skaga- strönd og síðan til sjera Páls Sig- urðssonar að Hjaltabakka, og með honum og konu hans, frú Mar- grjetu Andreu, dóttur Þórðar sýslumanns Gudmundsen, að Gaulverjabæ, árið 1880. Þar kynt- ist Guðrún manni sínum, er síðar varð, Halldóri Gíslasyni trje- og rennismið frá Yatnsholti í Vill- ingaholtshreppi, er þá átti heima að Vestari Loftsstöðum, í ná- grenni við Gaulverjabæ. Þau gift- nst 7. nóv. 1883 og fluttust það ár að Garðhúsum á Eyrarbakka og þar bjuggu þau um 18 ára skeið, í bæ þeim, er jafnan síðan var kendur við Halldór og nefndur var „Halldórsbær“, en árið 1902 fiuttust þau til Iteykjavíkur; dvöldu þau þar æ síðan. Halldór Gíslason andaðist 2. apríl 1921, en Guðrún, kona hans, 21. þ. m. Börn þeirra hjóna voru þrjú: 1. Margrjet Andrea, gift Magn- ósi Bergmann sjómanni í Reykja- vík, og dvaldist Guðrún hjá þeim síðustu æfiár sín; naut hún þar mikils ástríkis og dæmafárrar um- önnuriar í hinum löngu og oft sáru veikindum sínum. 2. Einar Bergur, póstþjónn Reykjavík, er flestum Reykvík- ingum mun kunnur liafa verið fyrir framúrskarandi lipurð og áreiðanlegleik í starfi sínu og öll- nm viðskiftum. Einar Bergur and aðist 20. október 1919. 3. Guðlaugur Gísli, málari í Reykjavík, kvæntur Sólveigu Jóns dóttur. Auk barna sinna tóku þau Halldór og Guðrún að sjer tvö uug og umkomulítil börn, er mist höfðu foreldri sín, annað eða bæði, og ólu þau upp sem sín eig- in börn, þær frú Lóu Bech og Láru Jónsdóttur, sem báðar eru búsettar hjer í Reykjavík. Mig brestur orð til þess að lýsa þessum góðkunnu hjónum, Hall- <dóri Gíslasyni og Guðrúnu Ein- Halldór Gíslason. arsdóttur, heimili þeirra og hátt- prýði allri, eins og vert væri; ætti mjer þó að vera manna kunn ugast um það, því að hvort- tveggja var, að jeg dvaldi á heim ili þeirra á Eyrarbakka um 10 ára skeið og reyndust þau mjer ætíð sem bestu foreldrar væri, og svo hitt, að alla þá tíð, um 35 ára skeið, er við hjónin vorum í ná- grenni við þau hjer, var ágætt vinfengi milli heimilis okkar og þeirra, sem .aldrei fjell neinn fölskvi á. Halldór Gíslason var sannkall- að ljúfmenni, vandaður til orða og verka, þjóðhagasmiður á trje og málma, söngmaður góður og skáldmæltur vel, víðlesiun og fróð ur um margt. Maður, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. Guðrún Einarsdóttir var mæt kona mjög, hreinlunduð og trú- rækin,- hún var skörungur í skapi, stjórnsöm móðir og húsmóðir, en umfram alt, nærgætin og um- öyggjusöm, síglöð í anda og skemtileg í viðræðum, oida vel að sjer bæði til munns og handa. Kosti þessa og enn fleiri ótalda ágætis eiginlegleika, er konur má prýða, átti hún ekki langt að sækja, því þannig var og móðir hennar, Björg gamla Jónasdóttir. Faðir Guðrúnar hafði og verið mætur maður. Þegar vjer, Eyrbekkingarnir gömlu, nú sem oftar rennum hug- um vorum til hinna ógleymanlegu æskustöðva vorra, og þá um leið til heimilis þeirra Halldórs og Guðrúnar þar eystra og hjer, 1 minnumst vjer víst flestir, og þá eigi síst jeg og kona mín, með söknuði og þakklætistilfinningu fjölmargra indælla samveru- stunda með þeim og öðrum góð- vinum, sem nú eru sem óðast að hverfa oss sýnum, en ávalt verða geymdir í góðri endurminningu, og henni því betri, sem þeir voru oss liollari og sannari vinir, eins og hjón þessi í sannleika voru London í gær F.Ú. Japan er nú 'gerð gangskör að því að kveða niður kommún- ismann. Hinn nýi dóms málaráðherra hefir boð- ið öllum dómstólum landsins að útrýma al- gerlega kommúnisman- um, hverjum í sínu hjeraði. ,,Hugtakið alþýðu- fylking á ekki heima í Japan“, segir dóms- málaráðherrann í boð- skap sínum. ,,Það má hvergi vera til einn kom- múnisti því síður tveir. Það verður að eyði- leggja þá tafarlaust“. Chiang Kai-Shek tek- ur á sig ábyrgðina. 1 Kína hefir sú ákvörðun kínversku miðstjórnarinnar ver- ið birt, að Chiang Kai-Shek skuli verða áfram forsætisráð herra og æðsti stjórnandi kín- verska hersins. Það virðist sem Chiang Kai-Shek hafi beðist lausnar, í brjefi til miðstjórnar- Guð blessi minningu þeirra. Jón Pálsson. Annan janúar kl. 18.20 eft- ir dönskum tíma ætlar danska útvarpið að eiga samtal við Gunnar Gunnarsson skáld um bókmentir. (FÚ.). Qagbófc. Verðið (þriðjudagskvöld kl. 5): Vindur er hægur um alt land, talsverð snjókoma á SV- og V- landi, en þurt og víða bjart veð- ur á N- og A-ströndina er frost- laúst, en annars 1—5 st. frost. Fyrir suðvestan land er lægð, sem þokast til A, og mun vindur ganga til A-áttar næsta sólarhring. Veðurútlit í Rvík í dag: A- kaldi. Dálítil snjókoma. Messað í Laugarnesskóla kl. 2 á nýársdag, síra, Garðar Svavars- son. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína uugfrú Sig- ríður Jónsdóttir starfsstúlka á sjúkrahúsi Hvítabandsins og Guð- muudur Maríasson, Hnífsdal. L. Engels, þýski skáksnillingur- inn, kepti á Vífilsstöðum í gær 16 skákir í einu. Engels vann 13 skákir, tapaði 2 og gerði eitt jafn tefli. Trúlofun sína hafa opinberað nýlega ungfrú Alda Pjetursdóttir,' Vesturgötu 54, og Guðm. Þor- steinsson málarameistari, Holts- götu 37. Eimskip. Gullfoss er í Reykja- vík. Goðafoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Dettifoss er á leið til Hamborgar frá Hull. Lag- arfoss er í Kaupmannahöfn. Sel- foss er í London. Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 6.—12. desember (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 891 (115). Kvefsótt 112 (148). Barnaveiki 2 (0). Iðrakvef 14 (30). Mislingar 0 (1). Kvef- lungnabólga 0 (6). Skarlatssótt 0 (1). Munnangur 3 (1). Ristill 4 (0). — Mannslát 7 (9). — Land- læknisskrifstofan. (FB.). Stúdentar halda áramótadans- , , leik sinn að Garði á gamlárskvöld. innar þar sem hann tekur m. a. öllum háskólaborgurum er heimill á sig ábyrgðina fyrir uppreisn- inni í Shensi. Hitler: Stríðshættan í Evrópu. FRAMH. AF ANNARI »ÍÐU. Loks ber þess að gæta, að Þjóðverjar geta tæplega tekið því með ró vegna vegs síns og virðingar, að marxistar beri hærra hlut á Spáni. Áhættan við aukinn stuðn- ing við Franco, er aftur engu síður þung á meta- skálunum. Þýsku herforingjarnir virð- ast hafa fallist á minniháttar stuðning við Franco fram ti þessa, m. a. til þess að fá það fullreynt hvernig hin nýju þýsku hergögn reyndust í herm aði. En ríkisherinn er andvíg' ur meiriháttar stuðningi við Franco, sem leitt gæti til frið- rofs í Evrópu. Þeir líta svo á, að vígbúnað- ur Þjóðverja sje ennþá ekki kojninn á það stig, að óhætt sje að stofna Evrópufriðinum hættu. Urte- og Blomsterfre af de bedste danske Stammer for sendes overalt i store og smaa Partier. Forlang vort Katalog og Tilbud. Sydsjællands Frö-Kompagni Næstved — Danmark. aðgangur að dansleiknum og verða aðgöngumiðar seldir á Garði í dag kl. 4—7. Stúdentarnir hafa fengið leyfi til að hafa vínveitingar þetta kvöld eins og fleiri, sem halda dansleiki á gamlárskvöld. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ, afh. af Páli Árnasyni, áheit frá ónefndum í Kbh. 5 krónur. Með þakklæti móttekið. Guðm. Gunn- laugsson. Þýska skipið Albatros, sem strandaði í Eldvatnsósi í fyrra- kvöld, er enn óskemt og hefir bor- ist inn eftir ósnum inn fyrir aðal brimgarðinn. í gær var bjargað á land 50—60 körfum af fiski, sem skipið hafði veitt, en að öðru leyti bíður skipið ráðstöfunar ábyrgð- arfjelagsins. Upp úr nýári verða strandmenn væntanlega fluttir á hestum til Víkur og þaðan í bif- reiðum til Reykjavíkur, ef færi leyfir. (FÚ.). Snjó hefir leyst í Skaftafejls- sýslu undanfarna þíðviðrisdaga, en áður var þar mikill sujór' o® næstum haglaust. (FÚ.). Peningar til Vetrarhjálpariim- ar. Síra Jón Jóhannessen, StaS, Hólmavík, 100 kr. Inga 10 kr. Starfsmenn á Litlu bílastöðinni 1S kr. N. N. 100 kr. Ásg. Þorsteins- son verkfr. 50 kr. Starfsmen hjá Olíuversl. íslands h/f. 30 kr. B. H. 10 kr. Starfsmenn hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur kr. 68.50. Starfsmenn Rafmagnsveitúnnar 180 kr. Á. Einarsson & Funk 100 kr. N. N. 10 kr. E. Sv. 2 kf, Sv. Guðmundss. 5 kr. Jón Oddss. 2 kr. Kjartan Jónss. 5 kr. Hl. E. 2 kr. Sig. Haraldss. 5 kr. Starfsmenn hjá Nóa, Sirius og Hreinn 50 kr. Starfsmenn hjá Skóversl. L. G. Lúðvígssonar 26 kr. Starfsménn lögreglunnar 84 kr. Teódóra, Sig- þrúður, Helga 15 kr. F. H. 20 kr. N. N. 10 kr. N. 10 kr. N. N. 2 kr. 000 10 kr. Carl Finsen 20 kr. A. K. 5 kr. Fjölsk. Kirkjustr. 12 25 kr. Sigríður Hafliðadóttir 10 kr. Ónefndur 10 kr. Starfsmenn hjá Hampiðjunni 43 kr. Sigfús Daní- elsson 10 kr. Starfsmenn hjá Á- fengisversl. ríkisins 44 kr. Starfs- menn hjá O. Ellingsen 43 kr. H. E. 5 kr. Bjarni Pjetursson 30 kr. H/f. Veggfóðrarinn 50 kr. Stúlka 10 kr. J. P. J. 5 kr. Á. H. 10 kr. Starfsmenn hjá Nathan & Olsen 18 kr. Faaberg & Jakobsen 50 kr. G. J. 100 kr. K. F. 5 kr. Þ. Á. 5 kr. N. Þ. 5 kr, Guðbjörg á kvist- inum 4 kr. L. M. 15 kr. E. B. 5 kr. G. B. 5 kr. Starfsmenn hjá Jóni & Steingrími 26 kr. Ónefnd- ur 4 kr. Billiardstofan Heklu 20 kr. L. M. 5 kr. St. Th. 20 kr. J. J. 4 kr. I. S. 10 kr. Kærar þakkir. F. h. Vetrarhjálparinnar. Stefán A. Pálsson. Útvarpið: Miðvikudagur 30. desember. 19.20 Hljómplötur: Ljett lög. 19.45 Ávarp og skýTsla £rá „Mæðrastyrksnefnd“. 20.00 Frjettir. 20.30 Bjarni Thorarensen skáld, 150 ára minning: a)Erindi(Sig- urður Nordal próf.); b) Söngur (Hermann Guðmundsson); e) Ræða (Jón Helgason próf.); d) Upplestur (Þorsteinn Ö. Steph- ensen leikari). 21.40 Hljómplötur: Norræn tó»- list (Grieg og Siebelius) (til Id. 22.30). Lífbelti, lúábreiður 0£ fleira, til sölu í skúr á horninu við Tryggvagötu 0£ Gróf. Sími 1430. íðin á Laugaveg 6, (þar sem áður var húsgagnasýning Þorsteins Sig- urðssonar) er til leigu frá 1. janúar. Upplýsingar gefur H. Biering, Laugaveg 3.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.