Morgunblaðið - 13.08.1938, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.08.1938, Qupperneq 4
4 Laugardagur 13. ágúst 1938. HADIO N gerir meira en hreinsa ytraborSið. EADION er hvortveggja í senn, sápa og súrefni, og þessvegna þrengist löSrið í gegnum vefnaS- inn og ryður óhreinindunum alveg í burtu. Þannig hlýtur RADION að gera þvottinn hreinni og hvítari, og einmitt sökum þess að þaS verkar svo hóglega, er óhætt að nota það til þvotta á fíngerðustu flíkum, því að RADION löðrið hreinsar hvort sem notað er volgt eða kalt vatn. X*RAD 4B/0-B0 LHVKR BHOTHERS, PORT SUNI-IGHT, LIMITED, ENGLAND. Fyrlrliggf andi: HVE ITI í 10 lbs. pokum. Sig. Þ. Skjalöberg. (HEILDSALAN). Skemfið ykkur! Höfum til leigu stórar og góðar farþegabifreiðar, í lengri og skemri ferðir. Gætnir vagnstjórar. -- Erum ódýrastir allra. Vðrubilastððio Þróftur, Reykjavík. Símar 1471 og 1473. Sími 1380. LITLA BILSTÖBIN &nokkuis Opm allan sólarhringinn. MORGUNBLAÐIÐ Bjargaði 73 manns- liftim 111* sjávarháska Amorgun verður til moldar borinn Jón Sturlaugsson hafnsögumaður, — sægarpurinn frá Stokkseyri, sem allir íslend- ingar kannast vjð — eða ættu að kannast við —, hinn aflasæli, öt- uli formaður og hafnsögumaður, er hafði forgöngu fyrir björgun 73 mannslífa úr sjávarháska, sem er það langmesta, þarfasta og giftudrýgsta met, sem sett hefir verið á íslandi. Jeg sá Jón Sturlaugsson í fyrsta sinn árið 1923, er jeg starfaði við Piskifjelag íslands. Hann kom þá til mín til þess að ræða um ofur- lítinn styrk til lendingabóta á Stokkseyri. Hann flutti mál sitt af svo miklum saunfæringarkrafti, öruggri vissu um góðan árangur, en jafnframt fullri priiðmensku þess, sem trúir á sigursæld góðs málefnis, að unun var á að hlýða. Hann sýndi glögglega fram á, að mesta nauðsynin væri fólgin í því að koma í veg fyrir slysin, með því að gera brimlendingarnar fær- ari, hlaða varnargarða, brjóta klappir í botninum á innsiglinga- leiðunum, þar sem hættulegustu boðarnir brutu, eins og hann gerði á Stokkseyri, koma upp Ieiðar- merkjum og björgunartækjum þar sem slysahættan hafði reynst mest o. s. frv. Jeg er sannfærður um, að hann var sá maðurinn, sem best skyldi gagnsemi slysavarna á sjó, hafði óbilandi trú á þeim og sá í anda áþreifanlega nytsemi þeirra, ef almenningur vildi ljá þeim liðsinni í fjárframlögum og hvatningu til þeirra, er falin yrði forsjáin í þeim efnum. Þegar Slysa varnafjelag íslands setti upp fyrstu fluglínustöðina hjer á landi á Stokkseyri, varð hann svo inni- lega glaður yfir þeim litla vísi til slysavarna frá hinu unga fjelagi, að hann átti engin orð til að lýsa ánægju sinni. „Hefði jeg haft svona áhald þegar við björguðum skips höfninni á ,Destamonda‘ hefði ver- ið hægra um vik“, mælti hann. Þó dróg þetta áhald ekki nema um 100 metra. En þó Jón væri hrifinn og ánægður með fluglínutækin, var hann þó ánægðari þegar talið barst síðar að talstöðvunum í bát unum, en ánægðastur mun hann ])ó hafa verið eftir samtalið sem fór fram milli atvinnumálaráð- herra og skipstjórans á björgun- arskipinu Sæbjörg, þegar talsíma sambandið við skip var opnað s.l. vor. Jeg hitti hann ])á skömmu síðar og ljómaði þá ásjóna hans af ánægju og gleði yfir þeim framförum er hann taldi talsíma- sambandið AÚð skipin mundi hafa í framtíðinni. Ánægja hans var sprottin af því, að hann eygði þá skýrar en áður uppfyllingu ])eirra óska, er hann ávalt hafði borið í brjosti um aukið öryggi fyrir sjó- farendur. Jón Sturlaugson var fæddur 13. nóv. 1868 í Starkaðarhúsum við Stokkseyri. Foreldrar hans voru: Sturlaugur Jónsson bóndi þar, d. 30. júlí 1895, Sturlaugssonar á Syðsta-Kekki, .Jónssonar sama stað, Bergssonar í Traðarholti Sægarpurinn Jón §lurlaug$$on Sturlaugssonar hreppstjóra í BratthoKi, ættfaðir hinnar fjöl- mennu Bergsættar og er sú ætt fjölmenn í Árnesþingi, Reykjavík og víðar. Kona Sturlaugs Jóns- sonar í Starkaðarhúsum og móðir Jóns, var Anna Gísladóttir Þor- steinssonar frá Hól, d. 12. febr. 1875. Hann ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður, Snjáfríði Nikulásardóttur, er reyndist hon- um sem góð móðir. Hann kvæntist 10. okt. 1898 Vilborgu Hannes- dóttur frá Skipum, ágætri konu og var heimili þeirra viðurkent myndarheimili. Þau eignuðust 10 börn og eru 7 þeirra á lífi. Stur- laugur, heildsali í Reykjavík, kvæntur Guðborgun Þórðardóttur frá Laugabóli við Ísafjarðardjíxp. Sigurbjörg, gift Kjartani Ólafs- syni trjesmið í Reykjavík,, Snjá- fríður, matreiðslukona á Stúdenta garðinum, Guðmundur, vjelfræð ingur í Reykjavílt, Guðlaug, hjúkr unarkona á Landspítalanum, Anna gift Benedikt Benediktssyni bif- reiðastjóra í Reykjavík, Jón sjó- maður í Hafnarfirði, en þrjii eru dáin, þar af 2 uppkomin. Hann ólst upp við landbúnaðar störf og sjómensku. Fór fyrst að róa með föður sínum 12 ára, varð formaður á Stokkseyri 25 ára og var svo lengi sem heilsan leyfði, fyrst með opin skip og svo mótor- bát og var fyrtur einstakra manna þar til að eignast mótorbát. í slíkri brimveið,stöð sem Stokks eyri, er landtaka í brimi erfið. Þegar komið er að sundinu verð- ur formaður að athuga hvernig aldan ber að og hvernig aðstaðan breytist og taka lagið á rjettri stund. Utsjón formannsins með að „velja lagið“ gildir oft líf bát- verja. Þeir sem aldir eru upp við að heigja slíka lífsbaráttu læra af lífsreynslu sjer eldri manna og eigin athugun hvernig ber að var ast hætturnar. Þeim fræðum hafði Jón Sturlaugsson veitt óskifta at hvgli. Jón varð hafnsögumaður á Stokkseyri 1898 og var það til 1 dauðadags og vildi aldrei til slvs eða óhöpp við það vandasama starf. Jón var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir afrek lians við björgun manna úr lífsháska. Breska stjórnin gaf honum vand- aðan sjónauka í lieiðursskyni fyrir mjög vasklega björgun enskrar skipshafnar. Jón Sturlaugsson var höfðingi í sjón og raun, sannkallaður sóma- rnaður, sem ekki vildi vamm sitt vita í neinu, en mestan sómann hafði þó sjómannastjettin af hon- um og lífsstarfi hans. Meðal sjó- manna á því minning hans að vera helgust og mest í heiðri höfð á komandi árum. Hann var áhuga- samur, frjálslyndur umbótamaður, sem vildi starfa að hverju því, er orðið gæti til aukinnar sjálfs- bjargar hvejrum einstaklingi. Hann var sá gæfumaður að vera kvæntur ágætri konu, er með ráð- deild og ósjerhlífni starfaði fyrir lieimili þeirra og sá börn sín verða nýta og dugandi borgara. Hin mikilsverðu þjóðnytjamál sem Jón Sturlaugsson barðist fyr- ir með svo miklum ágætum, sem. raun ber vitni, ættu að verða ein- hvers metin af nútíðarmönnum. Jeg tel varla annað samboðið minningu hans, en að Alþingi hlutist til um að veita hinni eftir- lifandi ekkju hans sómasamleg heiðurslaun, svo hún geti lifað ú- hyggjulausu lífi í efnalegu tilliti það sem eftir er æfinnar., mundi það aldrei neina meiru en ofur- litlum hundraðshluta þess fjár er raaður liennar sparaði þjóðfjelag- inu með björgun hinna mörgu. mannslífa meðan hans naut við. Þó Jón Sturlaugsson ynni mörg nytsemdarstörf um dagana, voru björgunarstörfin þau veglegustu og gat, hann því með ánægju litið yíir farinn veg ]>egar æfikvöldið kom. enda var hann glaður og reifur fram 1il hinstu stundar og bjartur yfirlitum með óskertan liöfðingssvip og höfðingslund fram. jí findlátið. Jón E. BergsveihssoiL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.