Morgunblaðið - 31.05.1947, Blaðsíða 1
FLUGVJELIN RAKST Á FJALL í ÞOKU
ALLIR SEM f HENNI VORU FÓRUST
Þingi breska Verka-
mannaflokksins
lokið
London í gærkvöldi.
SÍÐASTI dagur flokksþings
breska Verkamannaflokksins
var í dag, og einkum rætt um
húsnæðisvandræði, flóttafólk í
Bretlandi og notkun vinnuafls
stríðsfanga.
I sambandi við húsnæðismál-
in komu fram kvartanir um of
háa leigu og sölu byggingarefn-
is á svörtum markaði. — Kom
fram tillaga um það, að komið
yrði á fót húsnæðismálaráðu-
neyti, en húsnæðismál hafa til
þessa heyrt undir heilbrigðis-
málaráðuneytið breska.
Tillaga þessi var feld, eftir
að heilbrigðisráðherrann hafði
flutt ræðu, þar sem hann gerði
grein fyrir störfum ráðuneytis
,síns. Um lækkun húsaleigu
sagði ráðherrann, að slíkt væri
ekki æskilegt að svo komnu
máli, því slíkt mundi ekki ger-
legt, án þess að auka byrði skatt
greiðenda.
—Reuter.
sSerSliiss-
punda sek! fyrii
gjaldeyrisbrot
London í gær.
BRESKUR sjóliðsforingi og
kona hans hafa verið dæmd í
41,500 sterlingspunda sekt fyrir
'gjaldeyrisbrot.
Þau hjónin voru sökuð um
að hafa eitt 20,000 pundum
meira á meginlandi Evrópu og
í Egyptalandi en þeim var heim
ilt. Munu þau í Egyptalandi
hafa látið mann nokkurn, sem
grunaður er um óleyfilega
gjaldeyrisverslun í stórum stíl,
fá allháa upphæð af sterlings-
pundum.
Ákærandi rjettarins sagði
sj óliðsforingj anum, að hefði það
ekki verið sökum hinnar ágætu
frammistöðu hans í styrjöld-
inni, hefði hann verið dæmdur
í fangelsi, auk fjársektarinnar.
Þar sem flugvjelin fórsi.
Á UPPDRÆTTINUM sjest íTjeSinsíjörður og Hestfja!!.
Slysstaðurinn er við Torfuvoga.
ÖRIN BENDIR á Hestfjall við Hjeðinsfjörð, en mymlin er
tekin af sjó og er af Nesnúpi fyrir ofan Siglunes (lengst
til vinstri), Hestfjalli og Hvannadalsskriðum.
Líklegf að 120 hafl farisf í ilugslysum
EKKJUR FYRIR NASISTA-
DÓMSTÓL
HAMBORG: — Tilkynt
hefur verið, al ekkjur þeirra
Gorings og Franks, sem teknir
voru af lífi eftir Núrnberg-
rjettarhöldin, hafi verið hand-
teknar og muni verða dregnar
fyrif nasistadómstól. Hins veg-
ar er borið til baka, að ekkja
Fricks ráðherra, hafi verið sett
í fangelsi.
Washington í gær.
• GEYSIMIKIL flugslys hafa
orðið siðustu 36 klukkustund-
irnar og er óttast, að 120
manns hafi als látið lífið.
Mesta slysið í flugsögu Banda
ríkjanna varð þannig í New
York á fimtudagskvöld, er far-
þegaflugvjel, sem var að leggja
af stað frá La Guardia flug-
velli til Cleveland með 48
manns innanborðs, hrapaði til
jarðar á flugvellinum. Þrjátiu
og átta manns fórust, en þeir
tíu, sem af komust., liggja á
sjúkrahúsi.
j I Japan fjell flugvjel til jarð-
ar með 41 manns innanborðs.
Er hjálparleiðangur á leið á
slysstaðinn, en óttast er að allir
| í flugvjelinni hafi farist.
j Þá berast og fregnir frá Hol-
I landi, þar sem ein af vjelum
j hollenska flughersins hrapaði
l til jarðar, með þeim árangri,
! að 14 menn misstu lífið.
Loks eru fregnir um flug-
slys í Suður Ameríku og Al-
aska. Á fyrri staðnum er óttast
um afdrif um 40 manna, en í
J , ’
Alaska er Jiriggja flugmanna
I saknað. — Reuter.
Búið að flytja 24 lík
til Akureyrar
DOUGLASFLUGVJELIN, sem var á leið til Akureyrar
rakst á Hestfjall í Hjeðinsfirði á fimtudag og fórust allir
þeir, sem í vjelinni voru. Catalínaflugbátur, sem fór að
leita, fann vjelina, eða það sem eftir var af henni í fjallinu
um klukkan 8,30 í gærmorgun. Voru síðar sendir leiðangr-
ar frá Ólafsfirði og Siglufirði á staðinn og náðu þeir 24
líkum og voru þau flutt til Akureyrar. Talið er, að það,
sem vantar sje undir flugvjelarhlutum, en leiðangurs-
menn hreyfðu þá ekki, þar sem skoðunarmenn eiga eftir
að koma á staðinn til að rannsaka. Læknirinn á Ólafsfirði
taldi, að öll líkin væru þekkjanleg, þótt sum væru mikið
sködduð.
Slysið bar að allt í einu.
Ekki er nokkur vafi talinn á 'því, að þetta hörmulega slys
hafi boríð að allt í einu og að þeir, sem í vjelinni voru, hafi
látist undir eins er flugvjelin skall á hamraveggnum. Spreng-
ing mun hafa orðið í vjelinni um leið og hún rakst á fjallið
og eldur komið upp í henni.
Það styrkir þá trú, að slysið hafi borið bráðan að, að ekkert
heyrðist í loftskeytatækjum vjelarinnar, eftir að hún var á
Skagafirði og talaði við Akureyri.
Síðustu kveðjurnar.
Flugvjelin flaug lágt yfir Siglunes og er hún fór yfir Reyð-
arárbæinn, sem stendur norðvestan undir nesinu, veifuðu far-
þegar til fólksins, sem stóð úti og horfði á flugvjelina fljúga
yfir.
Skygni var þá um einn kílómetri, en rjett í því rak yfir þoku-
mökk og sýrti í lofti.
Hvernig slysið bar að.
Það verður að sjálfsögðu ekkert sagt með neinni vissu hvern-
ig þetta sviplega flugslys bar að. Ljóst er aðeins að það er
dimmviðri, sem er orsök þess.
En flugfróð r menn hallast að þeirri skoðun, að er flugvjelin
kom fyrir mynni Hjeðinsfjarðar, hafi þokan verið svo svört,
að flugvjelin hafi ekki treyst sjer til að halda inn á Eyjafjörð
og því snúið við og þá beygt til hafs til að forðast fjöllin. En
til þess að geta áttað sig á Siglunesinu, varð hann að komast
eins nálægt því og • unt var. Við þetta getur flugvjelin hafa
borist fyrir norðaustíin vmdinum inn í mynni Hjeðinsfjarðar
og lenf á fjallinu. Er þetta að sjálfsögðu getgáta, þar sem eng-
inn er til írásagnar um atburðinn.
En það styrkir trú manna að þannig hafi þetta verið,
að flugvjelin Jiggur þannig í klettaskorunni, að hún
snýr upp á við, sem bendir til þess að flugmennirnir
hafi orðið varir við fjallið á síðustu stundu, og þá reynt
að stefna flugvjelinni svo að segja beint upp 1 loftið til
að reyna að forðast árekstur, en það hafi þá orðið um
seinan. —
f'
Vjelin liggur í klettagili.
Það voru þrjár flugvjelar, sem fóru til að leita að hinni týndu
Douglasvjel, strax og fór að ljetta til fyrir Norðurlandinu í
tyrrinótt. Tvær Catrdínavjelar og ein minni vjel. Það voru
flugmenn í annari Catalínavjelinni, sem komu auga á flakið af
Douglasvjelinni í fjallinu og tilkyntu það með loftskeytum. Var
þá þegar Ijóst, að lítil von var að nokkur maður væri lifandi
við vjelina. Strax voru gerðir út leiðangrar á vjelbátum frá
Ólafsfirði og Siglufirði. Var hjúkrunarlið í báðum bátunum
og læknar og auk þe's talsverður mannafli.
Framh. á bls. 2