Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 154. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Sunnudagtrr 5. júli 1964
MORGUNBLAÐIÐ
13
m»mimiiiuiimumimmuiiiiiuiiiiuimmiiimiiwiiN^
Á SOGUSLOÐUM
¦¦
i OXNADAL
1. Á millí bæja.
AF STEINSSTADAHLAÐI er
fögux útsýn um Öxnadal. —
Ungur sveinn lék þar í varpa
íyrir hálfri annarrí öid. I>að
var Jónas Hallgrimsson. Hann
var alltaf með hugann heima
tþótt væri firr farinn, hér unir
hann bezt í sæld og þrautum.
Hann sér flóatetur og fifu-
sund suður og niður af bæn-
um, fifiibrekkan er í túninu
og grösug hlið með berjalaut-
um strax fyrir ofan garð. En
uppi í fjalli er Bunulækur
blár og tær, ívið lengra
G]júfrabúi, hvíti foss, og
bakkafögur á í hvammi. En
umhverfig eru hnjúkafjöllin,
hvít og blá, sem hlífa dal, er
geisa vindar. Það er sælu-
dalur, prýðin bezt, sem Jónas
ex að lýsa. Og hann á enga
ósk unaðsfegri til heimasveit-
arinnar en sólin helli á hana
geislum sínum.
Utast að vestanverðu sér
fallinn bæinn á Miðhálsstöð-
um. Þar hefur víst aldrei ver-
ið mikill búskapur. En land-
gott er þar og grdsugt í bezta
lagi og hefur nú Skógrækt
ríkisins hér öll búsforréð. Og
þótt enn sjái lítinn stað skógar
ins, getur svo farið, að Mið-
hálsstaðaháls verði aí nýju
það álitlegt skóglendi, að
gerð verði kaup um og samn-
ingar eins og á 15. öld. (Dipl.
ísl. IV, 2.). Góðri bæjarteið
innar með fjallinu eru Skjald-
arstaðir. Þeir fóru í eyði 1963.
Stendur bærinn enn all vel,
en hrörnar nú fljótt, eins og
allt, sem ekki er hlúð að.
Næsti bær er eyðibýlið
Hraunshöfði. Tún er þar girt
og sléttað að nokkru, og fyJg-
ir hálf jörðin Skjaldarstöðum
en hálf Bakka, kirkjustað
Öxndæla. StaðUrinn rís á há-
um vesturbökkum Öxnadals-
ár, vel húsaðUr og tún stórt,
eins og á öllum byggðum bæj-
^um í dalnum. Kirkjan á
Bakka er elzt kirkja í Eyja-
fjarðarprófastsdæmi,     reist
1843, og stóð Þorsteinn Daníel
sen á Skipalóni fyrir smiðinni.
Kirkjan er stór, en sóknin var
miklu fjölmennari undir
miðja öldina sem leið en nú,
er dalbúar eru alls um 70.
En Öxndælum er annt um
kirkju sína. Á s.l. ári var hún
endurbætt mjög að innan og
máluð. Er hún því enn hið
fegursta guðshús, hvít og blá.
Altaristafla, krossfestingin, og
vængir skreyttir myndum af
Móyses með Lowen (lögmál-
ið) og Lausnarinn með Ewan-
gelium, er ásamt predikunar-
stól frá Lárusi Scheving
klausturshaldara á Möðru-
völlum 1703, en hann átti þá
Bakkastað. Og þess er ljúft að
geta, að öxndæJir sækja
kirkju sína svo vel, að sjaldan
er iþar embættað, að ekki sæki
fólk af öllum bæjum — og á
suraar eru stundum fleiri
kirkjugestir en sálnaregistur
Bakkasóknar greinir. Næsti
bær eru Auðnir. Þar er nú
þríbýli og flest fólk á bæ í
byggðinni. Og nokkru sunnar
með fjallinu brosir bær í
hvammi, bjargarskriðum háð-
ur. Hér er komið að Hrauni,
þar sem síra Hallgrímur Þor-
steinsson, faðir Jónasar, bjó
íyrstu fjögur árin (sjá þó
Æfiskrár), sem hann var
kapalín síra Jóns Þorláksson-
ar á Bægisá. Alls gegndi hann
því emibætti í 13 ár rúm, 1803
—1816. Og þar í Hrauni er
Jónas talinn fæddur, eins og
enn verður rætt
Þórir  þursasprengur  nam
öxnadal vestanverðan og bjó
að Vatnsá, Er það örnefni
glatað, en allt bendir til að
Hraun sé hinn forni Vatnsár-
Wær. — Upp frá Hrauni eru
brattar brekkur og harðla •
grýtt landið, enda framhrun
af fornum klofningi fjallsins.
Það eru og Hólarnir, en Öxna
dalsá hefur grafið sér,. veg
gegnum. Aðeins vesturbrún
fjallsins hefur staðizt þetta
jarðfall og eru þar tindar þeir
hinir nafntoguðu, sem skipa
fjallseggina  og  ber  við  loft
býlið Þverbrekka, örskammt
inn frá Hálsi. Þar var að
íornu guðshús, þó eigi staður.
Þefrta er bær Víga-Glúms hin
efstu árin, en honum var eigi
lengur vært frammi í Eyja-
firði. Af sögu hans sézt, að
'þá er Þverbrekka innsti bær
í öxnadal. — Atburðirnir, sem
urðu á Þverbrekku 1628, er
bóndi þar átti að hafa orðið
piltungi frá Hraunshöfða, sem
hjá honum var í vinnu-
mennsku, að bana í reiðikasti,
Steinssiaðir í Öxnadal.
Þeirra fegurstur og mestur er
Hraundrangi sem hvert manns
barn á íslandi þekkir af spurn,
en fjöldinn, sem fer þjóðleið-
ina um dalinn, hefur litið og
líður ekki úr minni. Milli
þess, sem enn stendur af -fjall
inu og austurbrúnar hrauns-
ins, áður rasar mest ofan,
verður nokkurt undirlendi og
gengur Vatnsdalur þar suður
af, en Þverbrekkuhnjúkur ris
að sunnan og austan og þreng
ir að. Þarna uppi í fjailinu er
geysi tært og fagurt fjalla-
vatn og mjög aðdjúpt. í vatn-
inu er mikil murta- og nokkur
stærri silungur. Þjóðtrúin seg-
ir, að~jarðgangur sé úr Hrauns
vatni til sjávar, en ekki renn-
ur ofanjarðar lækur eða á úr
vatninu í öxnadalsá. Fyrr
meir var mikið veitt í vatn-
inu og varð ein veiðifetð
þangað svo örlögrík, að enn
er í minnum haft. Það var
siðla einn sunnudag sumarið
1816. Sira Hallgrímur á Steins
stöðum fór með tveim piltum
að veiði í Hraunsvatni eftir
messu á Bakka. Skiptir það
engum togum að bátkænu
hvolfir með hann. Hann næst
á land — en um seinan.
Drengurinn hans heima á
Steinsstöðum sagði seinna:
Þá var ég ungur,
er unnir luku
föður augum
íyrir mér saman;
man ég þó missi
minn í heimi
íyrstan og sárastan,
er mér faftir hvarf.
Framan við Hólana er nú
aðeins ejnn bær byggður. Er
það Háls, og liggur þaðan auð-
veldust gata upp að Hrauns-
Vatni, nokkru Jengri en frá
Hrauni, en betri með hesta.
Og hér inn pg upp af gnæfir
Þverbrekkuhnjúkur, sem blas-
ir við langt utan af Eyjafirði,
frá Laufási í sömu mynd og
frá Möðruvöllum, í Hörgár-
dal, en bein loftlina þar yfir.
Við  rcetur  fjallsins  er  eyði-
verða ekki raktir hér, enda
varð það mál aldrei fullsann-
að af eða á. Drengurinn fannst
aldrei. Hvort hann hvilir á
Bægisá eða var fluttur nár í
. uliarpoka ýfir að Hrafnagili,
fær enginn að vita héðan af.
En lengi verður rætt hið dul-
arfulla hvarf Þorkels litla frá
Hraunshöfða.
Er lengra dregur inn dalinn
sést af gróðri, að landið hef-
veitist í skáldsögubúningi
Guðmundar á Egilsá: Rétt við
háa hóla. Framan (innan)
Varmadalshóla er GU, sem
mun eiga 'sér íremur stutta
byggðasogu og næsta stopula.
Hér er líka komið fram undir
Öxnadalsheiði. Þó varð það
um 1850, að Egill Tómasson á
Bakka tók sig upp þaðan og
reisti sér bœ all nokkru fram
an við Gil. Voru þar fyrir ein
hverjir selkofar, en staðurinn
nefndist í Bakkaseli. Hefur
íjárskortur hrakið Egil á
þenna flutning. En honuin
búnaðist býsna vel undir
Heiðinni, og urðu niðjar hans
þar þaulsætnir. Gamla-Bakka-
sel er nú taettur einar, en
bæjarstæðið var flutt að nýja
veginum upp á Heiðina vegna
samgangna og greiðasölu. Þar
var reist gistihús og Gil lagt
til að auk, svo að unnt væri
að hafa fleira á fóðrum. Hús-
íreyjan í Bakkaseli þarf ekki
lengur að hlaupa neðan úr
kjallaraeldhúsi upp í ris til að
afgreiða símstöðina (Bsel),
bærinn fór í eyði 1960. Seinhi
árin hafði verið langt framan
úr Bakkaseli til byggða: 15
km niður að Engimýri, sem
er gegnt Hálsi, og fór í eyði
í vor. Viðbrigðafalleg jörð. Á
þessari leið eru eyðibýlin
Gloppa, þar sem enn hangir
uppi steinhús frá eftirstríðs-
árunum, Fagranues og Geir-
bildargarðar. í Sturlungu seg-
ir frá því, að er Eyjóifur ofsi
reið með mönnum sínum vest
ur að Flugumýri 1263, bjó
Helgi leistur frændi Gizurar
i Fagranesi undir Heiði. Af
þessari frásögn er ljóst, að
Fagranes var þá fremsti beer
í Öxnadal. Hins má geta til
fróðleiks, að Helgi hugðist
koma njósn til frænda sinna
í Blönduhlíð, hélt yfir í Hörg-
érdal  og  vestur  Hörgárdals-
heiði en kom í flasið á þeim
Eyjólfi  i  Heiðarsporðinum.
Bakkakirkja.
ÉM
(Ljósmyndirnar tók Ágúst Sigurðsson).
ur hækkað, það þrengist um
og grónar göturnar milli gam
alla bæja eru að hverfa.
Bærinn á Bessahlöðum er
fallinn, en lengi stóðu þar
bæjardyrnar. Varmavatnshól-
ar fóru í eyði skömmu fyrir
stríð. Snjóflóð tók af fjórhús,
sem stóðu norðan við bæinn.
Drapst allt fé, en fólk slapp
oskaddað og fluttist niður að
Hrauni á næsta vori, þar sem
það býr enfi. Saga þess varð-
Sýnir þetta, að ekki hefur
Heigi verið kunnugur leiðum
Riilli byggða og þvi ekki búið
lengi í öxnadal. Hefði-hann
íarið greiðlegar Miðsitjuskarð,
eins og eyfirzkir gerðu 15 ár-
um fyrr, all þreyttir af Ör-
lygsstöðum. — í Geirhildar-
görðum íéll allur framibærinn
í snjóflóði um 1920. Heimilis-
fólki bjargaði það, að baðstof-
an var svo rammbyggð að hún
stóð af séx höggið, en snjór
streymdi þó inn um skjéi og
glugga og fyllti hana loks
aiveg. Byggð varð skammæ í
Geirhildargörðum eftir þetta.
— Fast norðan við Engimýrar-
bæinn eru Hólarnir, sem hálf-
an dalinn fylla. Bærinn
í Hólum stendur þar norðan
í móti hátt og vítt sér yfir.
Hólar voru í eyði um allmörg
ár, en hafa nú byggzt á ný,
bæjarhús reist og ræktun
færð út. Norðan Hólanna feli
ur Þverá fram í Öxnadalsa.
Þar á eyrunum er skilarétt
sveitarinnar og þingstaður
nokkru utar. í því húsi hefur
elzta ungmennafélag héx á
landi lengi átt fundi sina.
U.M.F.ö. var stofnað í Jarðar-
húsinu á Bakka eftir messu
sumarið 1900. Ungu mennirn-
ir vildu vera einir sér og ó-
truflaðir. Hinn fyrsti ung-
mennafélagsformaður     var
Steingrímur Stefánsson á
Þverá.
Fyrir ofan þingstaðinn stend
ur Þverárbærinn, á geysiháum
hól uppi undir fjallinu. Héðan
er Grímur Thomsen skáld ætt
aður, amma hans, Guðrún Þor
grímsdóttir, var bóndadóttir
frá Þverá. — Hér bjó Bern-
harð Stefánsson, alþingismað-
ur búi sínu. En áður var þing-
maður á næsta bæ, Stefán
Jónsson á Steinsstöðum, er
átti Rannveigu Hallgrímsdótt-
ur, systur Jónasar. Hún lézt'
1874 og var þá Rannveig Jónsi
dóttir móðir þeirra látin fyrir
átta árum, 7. sept. 1866.
,Eru nú aðeins ótaldir fimm
baeir utan Steinsstaða. „Lönd-
in", sem svo eru kölluð, en
áður hétu Skriðulönd, eru
fjórir bæir: Efstaland, forn
bænhússtaður, stendur þeirra
hæst, í sömu bæjalínu og
Steinsstaðir, Þverá og Hólar;
Efstalandskot, og nýbýli þar
á Grundinni (i skrám Steins-
staðir U), sem er sunnar frá
Efstalandi og neðar, og Mið-
land utar, neðan vegar, enn
utax Neðstaland, eyðibýli, —
einnig neðan vegar. Er Neðsta
land í Bægisársókn sem og
Miðhálsstaðir og Syðri-Bægisá
en þar er yztur bær i Öxna-
dal. Nú um all-langt skeið hef
ur verið eitt stærst bú í hér-
aði á Syðri-Bægisá og miklar
byggingar reistar þegar fyrir
1940, ræktun er óhemju mikil
á víðáttumiklum og sléttum
völlum. — Þótt ekki skilji
nema áin á milli Ytri- og
Syðri-Bægisá, var þar eitt
sinn bænhús. En Bægisá ytri
er ævafornt kirkju- og pfest-
setur. Síðastur klerka sat á
Bægisá síra Theódór Jónsson
frá Auðkúlu. Lét hann af em-
bætti 1941 eftir 51 árs þjón-
ustu (útsóknir Bakka og Myra
ár í Hörgárdal).
Við Bægisána eru sveitasikil
milli öxnadals og Þelamerkur.
2. Hraun — Steinsstaðir?
Hannes Hafstein ritaði æfi-
ágrip Jónasar Hallgrímssonar
með Ljóðmælum hans og öðr-
um ritum 1883, og bar raunar
mestan þunga þeirrar útgáfu,
þá aðeins á 22. ári.
Þar getur þess, að fæðingar*
dagur Jónasar er óviss. 1
Bessastaðaskóla er hann skráð
ur fæddur 16. október, en síð-
ar 16. nóvember, og er svo nú
jafnan. Er sízt að undra þótt
misfærslur væri all miklar í
ministeralbókum, er jafnvel
prestabörn voru óskráð lengi
eða rangfærð. Hannes ræðir
hér um kirkjubækurnar á
Bægisá, en sóknarprestinum
þar, sira Jóni Þorlákssyni, má
Framh. á bls. 25
fc;
uiuiiiiiuuiiiuiiuiiiimuimiumimmumimmiimiumuimiuimimuumumiummimmim
"'          "  '        ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦.¦¦¦¦¦¦¦¦¦   ,  ||| n iiiriiniiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiMimwiini«niniiniiinwiiiinniimBMiiiwMwiiimiiiiiiiiiiiiii......niiaiiiiwiiiiJlr
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32