Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 26
26 junnríinni a jtvi n frí v n w w •« £> > u s 1 Laugarðagur 6. nóv. 1965 ... . ■£ y* ~ *» \s- « . ***<**,> % w Einar Bollason Gunnar Gunnars- Guttormur Ólafs- Hjörtur Han&son Jón Otti Ólafsson Kolbeinn Pálsson Kristinn Stefáns- Skúli Kristbergs- Þorvaldur Blön- dal Ungir KR-ingar í Evrópu- keppni ú morgun Leikurinn við sænsku meistar- ana á KefKavíkurvelti Á MORGUN ganga fslands- meistarar KR til keppni um Evrópubikar í körfuknattleik og mæta sænsku meisturunum i I. umferff. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu á Keflavikurflug- velli.á sunnudaginn. Hér á síð- unni hafa sænsku meistararnir verið kynntir, en nú kynnum viff íslandsmeistarana. Einar Bollason fyrirliði liðsins. 22 ára, hæð 196 cm. Hóf að leika með M.fl. 1962. Hefur leikið 3 landsleiki og um 30 leiki með úr- valsliði. Starf: stud. jur. Einar, sem leikur stöðu hægri fram- herja er traustur og reyndur leik maður, tekur mikið af fmköstum og skorar yfirleitt mjög mikið enda frábærlega öruggur í körfu skotum. Gunnar Gunnarsson. 20 ára, hæð 181 cm. Hóf að leika með M.fl. 1962. Hefur leikið 3 lands- leiki og 4 unglingalandsleiki og um 15 leiki með úrvalsliði. Starf: bókhaldari. Einn helzti uppbyggj ari liðsins, lykilmaður að flest- um leikaðferðum, einnig er Gunn ar frábær skotmaður. Guttormur Ólafsson. 22 ára. 'hæð 184 cm. Hóf að leika með M.fl. 1962. Hefur leikið 3 lands- leiki og um 20 leiki með úrvals- liði. Starf: stud. phil. Mjög traust ur leikmaður. Leiknasti maður liðsins og er jafnvígur á báðar hendur. Mjög laginn við að skora úr erfiðri aðstöðu og eiga mót- herjar erfitt með að gæta hans. Hann er án efa bezti varnarmað- ur liðsins. Hjörtur Hansson. 19 ára, hæð 189 cm. Hóf að leika með M.fl. 1063. Hefur leikið 4 unglinga landsleiki og um 10 leiki með úrvalsliðum. Nemandi í 6. bekk í M.R. ört vaxancy. leikmaour. Vakti verðskuldaða athygli í úr- slitalei'kjunum s.l. vor. Jón Otti Ólafsson. 24 ára, hæð 183 cm. Hóf að leika með M.fl. Á heimavelli vil ég fá hlutlausan dóm 1962. Starf: prentari. Elzti mað-. ur liðsins. ’Mjög traustur varnar- leiksmaður, harður og fylginn sér og góð skytta. Kolbeinn Pálsson. 20 ára, hæð 180 cm. Hóf áð leika með M.fl. 1962. Hefur leikið 4 leiki með unglingalandsliðinu og um 15 leiki með úrvalsliði. Starf: rakara nemi, Eldsnöggur og geysifljótur, frábær varnarmaður og ört vax- andi sóknarmaður. Kristinn Stefánsson. 20 ára, hæð 107 cm. Hefur leikið 3 lands- leiki, 4 unglingaleiki og um 15 leiki með úrvalsliði. Starf: skrif- stofumaður. ört vaxandi leik- maður .í hinni erfiðu stöðu mið- herja. Hann hefur geysimikinn stökkkraft og góða boltameðferð. Skúli Kristbergsson. 23 ára, hæð 101 cm. Hóf að leika með i Þjálfarinn ÞJÁLFARI KR-inga er Philip Bensing sem starfar sem tækni- fræðingur hjá bandaríska flug- hernum. Hann er lærður körfu- knattleiksþjálfari, og h'efur mik- ið þjálfað innam hersins. Hann var kjörinn bezti körfuknattleiks maður varnarliðsins hér s.l. vet- ur. Hann hóf að þjálfa 1. og 2. fl. KR í feb. sl. en hefur þjálfað meistaraflökk KR síðan í apríl. M.fl. 1062. Starf: járnsmíðanemi. Sterkur og harður leikmaður, sem gefur sig hvergi í návígum, leikur jafnt miðherja sem fram- herja. Þorvaldur Blöndal. 17 ára, hæð 180 cm. Hóf að leika með M.fL 1965. Starf: húsasmíðanemi. Yngsti maður liðsins, leikur bak- vörð. Er góð skytta. Blómleg starfsemi fim- leikadeildar Ármanns FIMLEIKADEILD Ármanns hef- ur fyrir skömmu hafið starfsemi sína. Mikil gróska hefur verið í starfsemimni undanfarin ár, t.d. æfðu um 300 manns hjá deild- inni sl. ár. Haldið var fimleika- mót á vegum deildarinmar, en fimleikamót hafa ekki verið haldin hér um langan tíma. Keppt var um bikar og hlaut hann Hermann Iseban. Sýninga- flokkur kvenna fór til Þýzka- lands og tókst ferðin í alla staði vel. Nú í vetur er mikil þátttaka í öllurn flokkum, en samt er enn tækifæri- til að láta innrita sig S.l. mánudag mættust þeir Ernie Terrell og Kandamaður- inn Geroge Chuvalo í hnefa- leikahringnum. Þeir voru tveir þeirra er _, heimssamband hnefa- leikamanna“ tilnefndi sem verð- uga keppendur um heimsmeist- aratitil þá er sambandið neitaði að viðurkenna Cassius Clay sem heimsmeistara. Nú hefur því banni á Cassiusi verði aflétt en heimssambandið hyggst í stað- inn ætla að koma á leik milli Ernie Terrell og sigurvegara úr leik þerira' Cassiusar og Patt- erson sem fram fer 22. nóv. n.k. Takist það munu allir á eitt sátt ir um að sá er þá stendur eftir ósigraður sé heimsmeistari. Leikur þeirra Terrels og Chuv alo var einhliða að dómaranna skoðun og dæmdu þeir allir fljótt og ákveðið Terrel sigUr eftir 15 lotu bardaga. Chuvalo, sem sótt hafði mjög á í síðustu lotum eftir að hafa farið halloka % hluta leiksins, varð hins vegar æfur. Hann öskraði á forystumenn og blaða- menn: „Þetta getið þið ekki gert naér. Ég verð að taka við röng- Terrell beygir sif og slær til Chucalo um dómum þegar ég keppi er- lendis, en hér í Kanada krefst ég þess að fá hlutlausan dóm“. Leikurinn fór fram í Tor- onto — og eftir nokkra stund tókst að róa kanadiska kappann. t.d. í frúarflokk og 2 fl. fimleika kvenna. Einnig' er drengjaflökk- ur, sem starfar í Laugarnesskól- anum, ekki fullskipaður. Æfingatímar deildarinnar eru sem hér segir: 1 íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar: Fimleikar 1. fl. karla á þriðjud. Og föstud. 9 til 10.30 Fimleikar 2. fl. karla á þriðjud. og föstud. 8 til 9. Kennari er Vigfús Guðtorandsison. Fimleikar 2. fl. kvenna á mánud. 8 til 9 og miðvikud. 7 til 8. Kennari er 'Ragna Lára Ragn- arsdóttir. Frúarflokkur er á þriðjud. og föstud. 9 til 10. Kennari er Ragn- heiður Benney Ólafsdóttix. 1 Laugarnesskóla: Drengjaflokikur á mánud. og miðvikud. 19.30 til 20.20. Kenn- ari Jóhannes Atlason. Breiffagerffisskóli: Frúarflokkur á mánud. og miðvikud. 8.30 til 9.20. Kennari Halldóra Árnadóttir. Þeir, _sem áhuga hafa á ofan- greindum æfingatímium, eru toeðnir að snúa sér til skrifstofu Ármanns í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar sími 13356. Athuigið að Skrifstofan er aðeins opin á mánudögum fimmtudögum og föstudögum frá 8—9.30 að kvöld- inu. England vnnn 3-0 ENGLAND og Frakkland léku land'sleik í knattspyrnu (23 ára leikmenn og yngri) í Norvich í gær. Englendingar sigruðu með 3 mörkum gegn 0. Var sigurinn verðskuldaður og gat orðið stærri. Evrópu- bikararnir í GÆR fór leikur í birkar- keppni bikarmeistara milli Celtic (Skotlandi) og AGF Árósum. Leikurinn fór fram í Árósum og unnu Skotarnir með 1-0. Síðari leikurinn verður í Glasgow 17. nóvember.- Þrír leikir fóru fram í keppn- inni um „borga-bikarinn“ Dun- fermline (Skotlandi) vann KB (Danmörku) með 5-0. Leikurinn fór fram á velli sigurvegaranna. í hléi stóð 1-0. AIA í Stokkhólmi vann sviss- neska liðið Servette með 2-1 í 2. umferð í „borgakeppni“ Evrópu. Leikurinn fór fram í Stokkhólmi og var fyrri leikur liðanna. Aðeins 805 áhorfendur sáu leikinn. Þá vann tyrkneska liðið Izmir Goztepe v.-þýzka liðið „Miinc- 'hen 1860“ með 2-1. Leikurinn fór fram í Tykrlandi. Evrópn og USA mætnst í Budo- pest BUDAPEST verður sennilega fyr ir valinu, sem vettvangur frjáls- íþróttakeppni milli Bandaríkj- anna og Evrópu. Slík er tillaga nefndar er starfar á vegum Evrópusambandsins í frálsum íþróttum* en endanleg afstaða verður tekin á fundi Evrópusam- bandsins í Kaupmannahöfn 19. til 20. nóvember nk. Ætlunin er að keppnin milli Evrópu og Bandaríkjanna fari fram að loknu Evrópumótinu, sem haldið verður í Budapest 30. ágúst til 4. september 1966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.