Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR  13. JÚNÍ 1968
Jónas Þorbergsson f yrrum
útvarpsstjóri — Minning
ANNAR maður skrifar hér um
ævi Jónasar Þorbergssonar og
ég geri ráð fyrir því að fleiri
verði til þess að minnast hans
látins, því að á langri ævi sinni
kom hann víða við mál manna,
bæði í deilum dagsins og í frið-
samlegum félagsstörfum. Sjálfur
hefur hann rakið ýmislegt af
þessu frá sínu sjónarmiði í minn
ingabókum sínum og annað
mundi mega rifja upp og rekja,
einkum í sambandi við Ríkisút-
varpið og verður sjálfsagt gert
einhvern tíma, ef saga útvarps-
ins verður skrifuð.
Jónas Þorbergsson hófst ung-
ur af sjálfum sér, og fyrir áhuga
sinn, gáfur og framsækni voru
honum falin ábyrgðarstörf eða
forusta. Mest þeirra og áhrifa-
ríkust voru störf hans að stjórn
Ríkisútvarpsins. Það er mjög
áveðra að vera útvarpsstjóri.
Jónas Þorbergsson fór ekki var-
hluta af því, enda ekki þess
sinnis í broddi lífsins, að draga
af sér eða draga úr því, sem
honum þótti skylda sín, þótt í
erfiði væri eða erjum og gat
verið geðríkur. Hann lét sér
mjög annt um útvarpið, stofn-
un þess og rekstur og átti sjálf-
ur ríkan þát* í ýmsum málum
og nýjungum þar. Má þar til
nefna auglýsingar, sem voru og
eru víða deilumál, en hér hefði
ekki verið hægt að reka útvarp
vel og rausnarlega án þeirra.
Við stöndum nú uppi fáir ein-
ir, sem vorum samtíða Jónasi
Þorbergssyni frá upphafi Ríkis-
útvarpsins, eða þar um bil, og
höfum getað fylgst með fram-
vindu þess og innri þróun. Jónas
Þorbergsson var tengdur vexti
hljóðvarpsins og það óx í hönd-
um hans, en næsti meginþáttur
þess, sjónvarpið, hófst ekki fyrr
en eftir hans starfsdag, en hann
fylgdist vel með því.
Mestur styrr stóð um Jónas
"Þorbergsson í blaðamennsku,
stjórnmálum og útvarpsmálum.
Hann átti sér einnig önnur
áhugamál, oft persónulegri og
friðsamlegri,  en einnig frjósöm.
Vordingborg húsmæðraskóli
um H stundar ferð frá Kaup-
mannahöfn, fullkomnar yður
í nútímahússtörfuin o. s. frv.
Námskeið byrjar 4. nóv. Náms
skrá send. Sími 275, Valborg
Olsen.
Jóhann Ragnarsson
hæstaréttarlögmaður.
Vonarstræti 4.  -  Sími  19085.
Kvöldsimi 38291.
Þar til má nefna berklavarna-
mál, sálarrannsóknir, söngmál,
bókmenntir og ritstörf og félags-
mál ýmisleg og síðast en ekki
síst heimili siU og hag barna
sinna. Hann var listelskur og
listfengur, ágætlega orði farinn
og smekkmaður á íslenzkt mál.
Hann kunni ágæt skil á viðfangs
efnum útvarps, bæði þeim
flóknu, erfiðu og skemmtilegu.
Hann vildi hag og gengi Ríkis-
útvarpsins, bætt sambönd þess
út á við og aukin áhrif innan-
lands. Jónas Þorbergsson var
áhugasamur og lifandi útvarps-
maður í blíðu og stríðu og lagði
góðan grundvöll að víðtæku
s*arfi Ríkisútvarpsins.
Vilhj. Þ. Gíslason.
í D A G verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík útför
Jónasar Þorbergssonar fyrrv. út-
varpsstjóra. Hann andaðist á
Borgarsjúkrahúsinu að morgni
6. þ.m. 83 ára — fæddur 22.
janúar  1885.
Með Jónasi Þorbergssyni er
genginn frábær ma'ður, stórbrot-
inn persónuleiki, göfugmenni í
ríki andans. Hann var því einn
af ágætustu sonum þjóðar vorr-
ar á þessari öld. Kvistur af
sterkum þingeyskum bænda-
stofni langt í ættir fram — til-
einkaði sér ungur menningu
liðinna kynslóða, sem varð hon-
um drjúgt veganesti á viðburða-
ríkri og oft stormasamri ævi.
Ég mun ekki fara hér mörg-
um orðum um hans miklu störf
í þágu þjóðarinnar á opinberum
vettvangi — fyrst sem ritstjóri
tveggja áhrifaríkra stjórnmála-
blaða — Dags á Akureyri og
Tímans í Reykjavík og síðar
stofnanda og forstöðumanns
Ríkisútvarpsins um áratuga
skeið. — Ég mun heldur reyna
að lýsa manninum og mannvin-
inum eins og hann kom mér
fyrir í sjón og reynd við náin
kynni um hart nær 30 ára skeið.
Þa'ð lætur að likum, að í þjóð-
lífi, sem var í deiglu um og eftir
síðustu aldamót, var annar eins
maður og Jónas Þorbergsson
ekki áhorfandi. Ungur að árum
ræðst hann í það þrekvirki að
fara í Gagnfræðaskólann á Ak-
ureyri. Þaðan útskrifast hann
árið 1909. Að því loknu leggur
hann land undir fót og fer til
Vesturheims til þess að víkka
sjóndeildarhringinn. Þar vinnur
hann við alls konar störf, þ.á.m.
við járnbrautarlagningu á slétt-
um Kanada. Þegar hann kemur
heim að sex árum liðnum byrj-
ar hans raunverulega ævistarf.
Þá kvænist hann fyrri konu
sinni — Þorbjörgu Jónsdóttur
frá Arnarvatni, gáfaðri og mik-
ilhægri konu. Þau eignast tvær
dætur og veikist önnur þeirra og
misstu þau hana í frumbernsku.
Litlu sfðar veikist Þorbjörg af
berklum og deyr á Akureyrar-
spítala. Við þá þungu harma
byrjar hans raunverulega leit
eftir sannindum um framlíf
mannssálarinnar. Og kunnugt er
mér um það, að ekkert tæki-
færi lét hann ónotað á þeim ár-
Birkiplöntur til sölu
hjá Jóni Magnússyni Suðurgötu 73 Hafnarfirði.
Sími 50572.
íbúðir í smíðum til sölu
Hef nokkrar 3ja og 4ra herbergja íbúðir til sölu
í Breiðholtshverfi. fbúðirnar verða með þvottahúsi
sér og afhendast í apríl 1969.
Upplýsingar hjá Hauki Péturssyni kl. 8 — 10 á
kvöldin. Sími 35070.
um til þess að afla sér þekking-
ar á þeirri stefnu, sem sálar-
rannsóknirnar byggjast á. Og
þegar fram liðu stundir, þá sat
hann sig ekki úr færi um að
kynnast starfi miðla, bæði hér á
landi og erlendis og vega og
meta starf þeirra með sinni
miklu dómgreind. En sú leit bar
líka ríkulegan árangur, um það
bera vitni bækurnar, sem hann
ritaði og helgaðar eru sálarrann-
sóknunum, enda var reynsla
hans og þekking á þeim vett-
vangi orðin svo yfirgripsmikil
og víðfeðm a'ð það var hafið yfir
allar efasemdir. Þar var um
hreina sannreynd að ræða. Þær
stóru stundir, sem hann taldi sig
hafa upplifað í samstarfi sínu
við miðla voru honum hugþekk-
ar og ærið oft að umtalsefni í
einkasamtölum og vinahópi. Ég
get ekki stillt mig um að láta
fylgja hér það atriðið, sem var
honum einna hjartfólgnast. Árfð
1931 var danski miðillinn Ein-
ar Nielsen staddur í Reykjavík á
vegum S.R.F.I. — hjá honum
var hann á fundi. Þorbjörg kona
hans kom fram úr birginu —
mjög sterk — gekk rakleitt til
hans, þar sem hann sat í fremri
hring og segir á íslenzku svo
hátt og greinilega: „Hvar er
Silla?" (en Sigurlaug gat ekki
verið á fundinum sökum las-
leika). Hann sá hendur og and-
lit Þorbjargar ljóslega. Síðan
vafði hún höndum sínum um
háls honum og fann hann geðs-
hræringartár hennar renna nið-
ur vanga sinn. Þau töluðu hljóð-
skraf nokkra stund um einka-
Þorbergsson var, hlutu að marka
mál, sem þau vissu ein. Slík
djúp og varanleg spor í lífs-
atvik í lífi manns, sem Jónas
reynslu hans.
Jónas var kominn yfir miðjan
aldur, þegar ég kynntist honum,
orðinn reyndur í hörðum skóla
lífsins. En sú reynsla hafði ekki
skaðað hans innri mann eins og
oft vill verða, heldur þvert á
móti. Allt sem varð honum mót-
drægt í lífinu varð til þess að
göfga hann andlega og hefja
hann yfir dægurþras og smá-
munasemi. Þar veit ég að komu
til hans miklu vitsmunir, sem
hafnir voru yfir alla meðal-
mennsku og hans sterka og ein-
læga barnatrú, sem hann varð-
veitti til hinztu stundar.
Menn hafa deilt um það, að
þeir, sem aðhyllast stefnu sálar-
rannsóknanna, glötuðu sinni
barnatrú. Með bókum sínum leit-
aðist Jónas Þorbergsson við að
skýra þetta. Hann áleit sálar-
rannsóknirnar rannsóknarstefnu
og fyrst og fremst leit að sann-
leikanum um lífið eftir dauð-
ann, sem væri kjarni allra trúar-
brag"ða. Hann áleit að öll trúar-
brögð virtust styðja það og að
mennirnir hafi allt frá því, er
þeir gerðu sér grein fyrir tilveru
sinni veri'N að sjá og hlusta inn
í annan heim. Hans brennandi
áhugamái var að sanna þetta
eins og ástatt var í veröldinni.
Hann áleit þetta mikilvægasta
málið og hann áleit að kærleík-
ur manna á mili, ekki sízt kær-
leikur ástvina og skyldmenna
væru sterkustu kenndir í lífi
einstaklínga og jafnframt þær
mikilvægustu. Sárustu spurning-
unni í hjarta sérhvers heilbrigðs
manns um það hvort horfnir ást
vinir lifi áfram og hvort nokkur
von væri að hitta þá aftur og
njóta ástúðar þeirra handan
grafarinnar. Við því taldi hann
sig hafa fengfð fullnægjandi
svar. Ég sem þetta rita get bezt
um það borið, eftir að hafa átt
því láni að fagna að starfa með
honum að þessum málum í meira
en aldarfjórðung. Margs er að
minnast eftir svo langan tíma í
nánu samstarfi. Um nokkurra
ára skeið fórum við saman um
landið til opinberra fundarhalda,
þar sem hann flutti fræðsluer-
indi af sinni alkunnu rökvísi, en
ég hafðí skyggnilýsingar. Frá
þessum ferðalögum okkar á ég
persónulsgar,         ógleymanlegar
minningar, sem munu verða mér
þeim mun dýrmætari, sem lengra
lfður á ævina. Auk þess aðstoð-
aði hann við miðilsfundi mína
um áratuga skeið og man ég ekki
til að hann létí sig nokkurn
tíma vanta eða að hann væri
ekki boðinn og búinn að veita
aðstoð, þegar á lá. Það er ekki
hallað á neinn af öllu því ágæta
fólki, sem með mér hefir unn-
ið, þó að ég meti hann mest, því
enginn var mér betri — enginn
skíldí betur en hann, a'ð sérhver
fundur var helg athöfn og
enginn var betri eða nákvæmari
við syrgjandi meðbróður og ein-
stæðinga, sem orðið höfðu hart
úti og enga áttu að. Fyrir það
er ég honum þakklátur.
Vinur minn Jónas Þorbergs-
son — ég sat við hvílu þína nótt-
ina, sem þú fluttir af þessum
heimi. Það var dásamlegt að
mega vera viðstaddur og sjá, er
ástvinir þínir að handan komu
a'ð hvílu þinni og reyndu eftir
megni að létta þér hinar líkam-
legu þjáningar og ég er viss um
að þeim tókst það að einhverju
leyti. Það var fagurt að sjá
hvernig þeir undirbjuggu komu
hins andlega líkama þíns yfir á
eilífðarlandið. Ég er þess fullviss
að þú kemur að hvílu minni,
þegar ég heyi sömu baráttu og
þú gerðir þá. Og ég óska mér
heldur einskis fremur.
Ég færi þér þakkir og kveðj-
ur frá fjölskyldu minni, svo og
öllum þeim, er með þér unnu
að framgangi sálarrannsókn-
anna. Sjálfur bið ég þér bless-
unar Guðs. Ég kveð þig ekki
hinztu kveðju — ég heilsa þér
á hinu nýja tilverusviði — ég sé
þig umkringdan ástvinum þín-
um, sem elskuðu þig. Ég þakka
þér fyrir allt og allt.
Elskulega Sigurlaug, þér og
börnum ykkar sendi ég hjartan-
legar samúðarkveðjur.
Hafsteinn Björnsson.
Ekki eru nema fáir menn til
þess kvaddir að ganga fram fyrir
skjöldu og reisa frá grunni stórar
stofnanir, sem hafa ekki verið áð-
ur til með þeirri þjóð. Þarf ekki
að fara í grafgötur um það, að
slíkir menn þurfa að hafa margt
til brunns að bera, ef nýjungin á
að takast vel og njóta almanna-
hylli og verða um leið landslýð
til menningarauka.
Einn slíkra brautryðjenda er
nú fallinn í valinn á allháum
aldri: Jónas Þorbergsson, sem
reisti Ríkisútvarpið og stýrði því
í hartnær aldarfjór'ðung.
Þetta hlutverk Jónasar Þorbergs
sonar varð hlutskipti gæfumanns,
því að flestir munu vera þeirrar
skoðunar að honum hafi tekizt
ágæta vel að vinna afar vanda-
samt og viðurhlutamikið verk.
Og þar varð vegur hans mestur,
þótt hann væri raunar orðinn
landskunnur ritstjóri og þing-
maður áður en hann hvarf yfir
á þennan nýja vettvang.
Þeim, sem kynntust Jónasi út-
varpsstjóra, þykir engri furðu
gegna, að hann stýrði stofnun
sinni farsællega úr nausti. Hann
var miklum kostum búinn og
nefni ég hvað helzt, að hann var
þjó'ðlegur hugsjónamaður, gáfað-
ur og sannsýnn. Að hinn þjóð-
legi andi varð rikjandi innan
Ríkisútvarpsins frá byrjun, var
ómetanlegur ávinningur slíkri al-
menningsstofnun, og fyrir bragð-
ið fékk hún risið undir lofsorði
því, sem henni var einhverntíma
gefið á góðri stundu, að útvarpið
væri háskóli þjóðarinnar við hlið
ina á Háskóla íslands. Vitanlega
áttu fleiri en Jónas Þorbergsson
ríkan þátt í hinni farsælu mótun
útvarpsstarfseminnar, en um
hendur hans hlaut að fara öll
meiriháttar skipulagning.
Jónas kunni listina að vekja
áhuga samstarfsfólksins á verk-
efnum sínum og gefa því sem
mest svigrúm til eigin framtaks-
semi og ábyrgðarkenndar. Þessi
sterki þáttur hans í samskiptum
við starfsfólk sitt verður okkur,
sem þann hóp fylltum, mjög
minnisstæður, a.m.k. flestum
hverjum, og þegar það kom í
minn hlut að beina tíl hans
nokkrum orðum, af hálfu Starfs-
mannafélags Ríkisútvarpsins, er
hann lét af embætti fyrir 15
árum, komst ég m.a. svo að orði:
„Þeim, sem falin eru mannafor
ráð í umboði annarra, er oft
mikill vandi á höndum, þegar
Ieysa þarf viðfangsefni, er varða
hagsmuni beggja, þeirra, sem
hafa hið endanlega úrskurðar-
vald, og þeirra, sem ásjár þess
leita. Ég hygg að í þessum efn-
um hafi fráfarandi útvarpsstjóra
farnazt ágæta vel. Hann hefur að
mínum dómi kappkosta'ð að gera
vel til manna sinna, verið þeim
ráðhollur, ef til hans var leitað,
og verið frábitinn og gersneydd-
ur öllum embættishroka eða stór
bokkaskap. Hann hefur kunnað
að gæta hófs í beitingu húsbónda
valdsins og framfylgt þeirri
stefnu, að hver starfsmaður hafi
sem sjálfstæðast frjálsræði innan
síns verkahrings og sé ekki kvifc
settur í járnkistu aga og undir-
igefni. Slík stefna er viturleg og
til fyrirmyndar, af því að hún
höfðar til manngildisins, og er
nær alltaf affarasælust. — Óefað
munu útvarpsstarfsmenn kunna
a'ð meta það verðuglega, að út-
varpsstjóri skuli hafa auðveldað
þeim störfin á þennan heillavæn-
lega hátt og gert þau þannig
þekkilegri og viðráðanlegri en
ella".
Nú munu ekki nema u.þ.b.
tveir tugir manna vera í þjón-
ustu Ríkisútvarpsins, þangað
ráðnir í tíð Jónasar Þorbergs-
sonar, en þótt sá hópur gangi
saman ár frá ári, vex stofnunin
hröðum skrefum á traustum
grunni, sem Jónas lagiði hennl
Og hefði hann fengið vilja sínum
framgengt í húsbyggingarmálum
stofnunarinnar, væri nú undir-
staðan ennþá traustari.
Þökk sé brautryðjandanum
Jónasi Þorbergssyni, fyrsta út-
varpsstjóra Islendinga, heiður
minningu hans og góÖur viðgang
ur stofnun hans.
Baldur Fálmason.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32