Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1968 Björn Dagbjartsson, efnaverk fræðingur, fitumælir síldina. Ljósm. Mbl.: Sveinn Þormóðsson) Fitumagn síldar- innar 18 -19% RANNSÓKNASTOFNUN fisk iðnaðarins annast fitumæl- ingar á síld fyrir Síldarút- vegsnefnd og við heimsóttum þá í gær til að forvitnast um gæði síldarinnar að norðan. Á ganginum hittum við unga laglega stúlku í hvítum slopp, sem hélt á ógnarstóru til- raunaglasi með einhverjum göróttum miði í. — Eruð þið búin að fá síld að norðan? — Búin að fá? Ég held nú það, þetta er líklega hæsta söltunarstöð á landinu 1 augnablikinu. Til að fá nánari upplýsing- ar heimsóttum við Björn Dag- bjartsson, efnaverkfræðing. — Eftir að síldin er komin fáum við alltaf 2 sýnishorn vikulega, og við erum nýbú- in að fá það fyrsta að norðan. Þetta var nokkuð stór og falleg síld, meirihlutinn var 33 sm. og þar yfir og fitu- magnið er 18—19%. Það er nokkuð minna en í fyrra, þá var hún farin að losa 20% um þetta leyti. Fyrr á árum var síldin ekki talin söltunar- hæf fyrr en hún var komin í 20%, en nú eru markaðs- horfur breyttar og þessi síld ágæt, a.m.k. upp í sérsamn- inga hvað fitumagn snertir. í þessari síld, sem við fengum núna ,er þó nokkuð mikil áta“. — Hvernig fáið þið síld- ina í hendur? — Starfsmenn ferskfisk- eftirlitsins á hverjum stað taka frá sýnishorn fyrir okk- ur og senda með fyrstu flug- vél. — Og hvernig er svo síldin fitumæld? — Við mælum lengd henn- ar og þyngd oig vigtum inn- yfli og haus frá. Síðan er hún hökkuð, blönduð natrium sulfa-t og hrist í eina klukku- stund í eter. Eterinn er svo eimaður frá og þá verður fit- an eftir. Fiskifræðingarnir hafa úr- skurðað, að síldin undan Norðurlandi sé 7—9 ára göm- ul. Það er engin breyting frá því sem verið hefur, hún hef- ur yfirleitt verið einhvers staðar frá 6—10 ára. Hljómar hjá styttu Leifs heppna, Vínlandsfara. HLJOMAR TIL VINLANDS HLJÓMAR hafa nú ákveðið að fara til Bandaríkjanna í hljómleikaferðalag. Tveir bandarískir umboðsmenn um- fangsmikillar skemmtikrafta- skrifstofu í Illinois, John Stephen Yeact og Gene Maas, voru hér fyrir skömmu og undirrituðu samning við Hljóma til þriggja mánaða. Möguleiki er að Hljómar framlengi samninginn, þá til hálfs árs eða árs, en þeir mundu væntanlega koma heim í millitíðinni. Hljómar munu byrja að spila 1. sept. nk. í Illinois. Hljómar eru nú búnir að fá liðsauka í ferðina, en það eru hin vinsæla söngkona Shady Owens, sem syngur nú með Óðmönnum og trommu- leikarinn Gunnar Jökull Há- konarson, sem leikur með Flowers. Gunnar lék í eitt ár með enskri hljómsveit i London. Nýliðarnir í Hljómum munu byrja æfingar með þeim í ágústbyrjun, en í ágústlok mun hljómsveitin halda utan til London og leika þar inn á 12 laga SG-hljómplötu. Frá London fara Hljómar síð- an til Bandaríkjanna og munu að mestu leyti halda sig í fylkinu Illinois. Hljómar munu byggja upp sérstaka hljómdagskrá, sem verður um 45 mínútur og eft- ir hverja skemmtun munu Nýliðarnir Shady og Gunnar Jökull þeir leika fyrir dansi, en þeir munu skemmta í klúbbum, skólum og einnig munu þeir halda sjálfstæðar skemmtan- ir. Fyrir í Hljómum eru: Gunn ar Þórðarson, Rúnar Gunnars son, Engilbert Jensen og Er- lingur Björnsson, en sem fyrr segir eru nýliðarnir Shady Owens og Gunnar Jökull Há- konarson. Aðspurð kvaðst Shady hlakka mikið til að fara í þetta ferðalag og vonast til þess að það gangi vel. „Ég byrjaði með Óðmönnum og mér finnst það skrítið að vera nú að skipta um starfsfélaga. Mér hefur alltaf líkað mjög vel hjá Óðmönnum, en ég gat ekki sleppt þessu tækifæri hjá Hljómum. Mér hefur allt- af líkað mjög vel við Hljóma og þeirra stíl, sem er mjög fjölþættur og þeir eru með ýmislegt í bígerð sem er skemmtileg tilbreytni, svo Framhald á bls. 27. Erlendu síldarrannsóknarskipi n í höfn á Seyðisfirði, en ráð- stefnan var haldin um borð í einu skipanna. Logarnir úr tréþekjunni sleiktu hana en hanzkar og sólgleraugu hlífðu — ÞETTA gerðist alveg eins og stóð í Morgunblaðinu í morgun ,sagði Hjördis Guð- mundsdóttir, sem í fyrra- kvöld óð gegnum loga og reyk til að bjarga aldraðri móður sinni í húsinu á Grett- isgötu 58a. Þetta var síðdeg- is og þær systurnar búnar að vera hjá móður sinni á Landa kotsspítala. Gömlu konunni líður eftir atvikum vel, sögðu þær, en hún er brennd á höfði og niður á axlirnar. Hjördís kvaðst hafa verið Ráðstefna fiskifræðinga í síldarleit RÁÐSTEFNA fiskifræðinga af islenzkum, norskum og rússnesk um hafrannsóknarskipum á síld armiðunum norður í hafi hófst á Seyðisfirði í fyrradag. Fyrir ís lands hönd situr Hjálmar Vil- hjálmsson af Áma Friðrikssyni ráðstefnu þessa, en í höfn á Seyð isfirði era einnig rússneska rann sóknarskipið Friðþjófur Nansen og norska rannsóknarskipið Jo- hann Hjort. Mbl. náði tali af Hjálmari í gær, og kvaðst hann þá ekkert geta sagt um þau mál, sem á dag skrá væru, en fréttatilkynning yrði gefin út í dag. Þá lýsti Hjálmar yfir ánægju sinni með samstarfið við hina norsku og rússnesku fiskifræðinga. Ráð- stefnunni lýkur í dag. að koma heim í mat úr vinn- unni klukkan 10 mínútur yfir eitt, en hún vinnur á skrif- stofunni hjá Ölgerðinni Egiil Skallagrímsson. í fyrstu hélt hún að kviknað væri í næsta húsi, nr. 60. En þegar nær kom sást að logaði út um alla glugga á efri hæðinni heima hjá henni. 15 ára gömul frænka hennar var ein heima niðri og ætlaði að fara upp til ömmu sinnar, en komst ekki. Það var óskemmtileg aðkoma. — Ég kastaði frá mér tösk- unni og þaut upp, segir Hjör- dís. — Það vildi svo vel til, að ég var með skinnhanska á höndunum og sólgleraugu fyrir augunum, eins og ég er alltaf úti. Það hlífði mér. Ég brenndist því aðeins af log- unum úr þekjunni, sem var úr tré. Úr henni fór niður á höfuðið á mér. — Var mikill reykur? — Já, bæði logar og reyk- ur. Ég hélt að ég mundi ekl hafa það. — Og þú fórst í gegnur þetta? — Já, ég fór beint af aug um. — Fannstu gömlu konun strax? — Hún var í glugganum a kalla á hjálp ,svo ég vis; hvar hún var. Og ég rata ur okkar eigin íbúð. — Hvernig gekk ykkur t baka? —• Okkur gekk hörmuleg: Við ultum hvor um aðra o svo voru það húsgögnin.. — Fékkstu ekki taugaáfa á eftir? — Jú, eiginlega, en ekl fyrr en eftir að ég var korr in af spítalanum, þangað sei farið var með móður mín: Þá komu eftirköstin. Hjördís kvaðst vera al hress. Framhald á bls. 217.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.