Morgunblaðið - 20.04.1971, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.04.1971, Blaðsíða 25
MGRGUNBLA.ÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 19T1 25 Iðnaðarráðuneytið vottur um breytt viðhorf stjórn valda til iðnaðarins | — ályktanir ársþings Félags íslenzkra iðnrekenda Ársþingr Félags íslenzkra iðnrekenda, sem haldið var að Hótel Sögu 1. og 2. april, samþykkti eftirfarandi álykt anir um skattamál, efnahags- mál og fleira: „Fjárfestingarkostnaður I iðnaði 20—10% hærri en i öðrum löndum." „Eitt af því, sem ríkisstjórn in gaf fyrirheit um við inn- göngu íslands i EFTA var, að íslenzk fyrirtæki skyldu ekki búa við lakari kjör hvað skattlagningu snertir, en keppinautar þeirra innan EFTA-landanna. I samræmi við það, skipaði fjármálaráð- herra embættismannanefnd, sem síðan hefur starfað. Liggja nú fyrir Alþingi breyt ingatillögur við lög um tekju- og eignaskatt, sem telja verð ur til hagsbóta fyrir iðnað- inn í landinu ef að lögum verða. Þau atriði í frúmvarp inu sem ársþing F.f.I. telur til hagsbóta fyrir iðnaðinn í landinu eru: 1. Ákvæði um heimild til endurmats á árunum 1971 og 1972 og útgáfu jöfnun- arbréfa. 2. Breyting á afskriftarregl- um. 3. Ákvæði um að draga úr tvísköttun arðs. 4. Ákvæði sem auðvelda sam einingu hlutafélaga. Ársþingið fagnar þeim já- kvæðu tillögum, er fram hafa komið, en telur nauðsynlegt, að flýtt verði endurskoðun laganna um tekjustofna sveit arfélaga. Frá sjónarmiði fyr irtækis er tekjuútsvar og tekjuskattur raunar sami skatturinn, en ráðstöfunin misjöfn og sama er að segja um eignaskatt- og eignaút- svar. Helztu tekjustofnar sveitarfélaga nú eru útsvör og aðstöðugjöld. Til að sam- ræma skáttlagningu hér við önnur EFTA-lönd ber að stefna að því að aðstöðugjald verði algjörlega fellt niður og ekki verði gripið til auk- inna fasteignagjalda fyrir- tækja til að bæta sveitarfé- lögunum tekjumissinn. Jafnframt leggur ársþingið mikla áherzlu á að felld verði niður hið fyrsta innheimta söluskatts af vélum og öðrum fjárfestingarvörum. Virkar söluskatturinn á sama hátt og fjárfestingarskattur og eru á- hrif hans því óheppileg og varhugaverð með tilliti til þeirrar uppbyggingar og hag ræðingar, sem nauðsynleg er í íslenzkum iðnaði á næstu ár um. Þá er rétt að það komi fram, að skattar eru ekki lagð ir á fjárfestingarvörur á hin um Norðurlöndunum eða þeir endurgreiddir, að Noregi und anskildum. Hefur innheimta slíkra skatta þar valdið mikl um deilum og er nú í endur- skoðun. Mun láta nærri að fjárfestingarkostnaður í iðn- aði sé 20—40% hærri hér á landi en í öðrum EFTA-lönd- um vegna tolla og sölu- skatts.“ Nákvæmari tölur um atvinnuleysi „Ársþingið lýsir yfir efa- semdum, um að atvinnuleys- irskráning eins og hún er nú framkvæmd, gefi rétta hug- mynd um atvinnuástand á hverjum tíma. Óskar ársþingið eftir, að opinberar tölur um atvinnu- leysi verði skráðar og birtar þannig, að þær gefi meiri upp lýsingar, t.d. með eftirfarandi sundurliðun: a) Starfsgreinar hinna atvinnulausu. b) Aldursflokka. c) Tímalengd sem menn hafa verið á atvinnuleysisskrá. Um leið og ársþingið minn- ir á, að stór skref hafa verið stigin með frjálsum samning- um miUi atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna um aukna aðstoð við aldraða og sjúka, svo og auknar bætur almannatrygginga, þá varar þingið við að ekki sé gerður greinamunur á milli atvinnu- leysisbóta annars vegar og styrks vegna skertrar starfs orku hins vegar. Leggur árs- þingið ríka áherzlu á, að öll- um reglum um atvinnuleysis- tryggingar og skráningu verði nákvæmlega fylgt.“ Aukin hætta á launaskriðu Ársþing Félags íslenzkra iðnrekenda samþykkti eftir- farandi ályktun um efnahags mál o.fL: „Ársþing F.I.L 1971 fagnar þeirri jákvæðu þróun, sem orðið hefur á mörgum sviðum íslenzks iðnaðar á liðnu ári, og lýsir þeirri von sinni, að framhald verði þar á iðnaðin um og þjóðarbúinu til styrkt ar. Ársþingið telur sérstak- lega mikilvægt, að tekið hef- ur til starfa sjálfstætt iðnað- arráðuneyti, sem hefur á að skipa sérmenntuðum mönnum um iðnaðarmál. Stofnun þessa ráðuneytis er ljós vottur um breytt viðhorf stjórnvalda til iðnaðarins og almennt auk- inn skilning á hinu mikilvæga hlutverki iðnaðarins í þjóðar búskapnum og vaxandi gildi hans í framtíðinni. Þá telur ársþingið að stofn un norræna Iðnþróunarsjóðs ins muni leiða til verulegrar úrlausnar fjárfestingalána- þarfar þess hluta iðnaðarins, sem er innan verksviðs sjóðs ins, en vekur athygli á því, að mörg iðnfyrirtæki búa við mjög þröngan kost um rekst- urslán og hvetur til, að svo verði búið að iðnaðinum, að hann hafi sambærileg kjör við sjávarútveg og landbún- að um lánveitingar til hrá- efnakaupa svo og um lán út á fúllunna vöru, sem bíður sölu eða útflutnings. Jafnframt bendir ársþingið á, að Iðnlánasjóður er fjarri því að geta fullnægt hlut- verki sínu, sem hinn almenni fjárfestingasjóður iðnaðarins. Er brýn nauðsyn, að hann verði efldur og ekki settur skör lægra en fjárfestinga- sjóðir annarra atvinnuvega eins og nú er. Það var skilningur félags- ins, að við inngöngu Islands í- EFTA hefði ríkisvald svo og þjóðin öll tekizt á hendur að halda kaupgjalds- og verð- lagsmálum hér á landi í sem mestu samræmi við þróun þeirra mála í öðrum EFTA- löndum. Taldi F.1.1. þetta eitt frumskilyrði þess, að hér á landi mætti þróa iðnað, er ætti í samkeppni við iðnað annarra landa. Raunin hefur hins vegar orðið sú, að stórfelldar launa hækkanir svo og hækkanir á flestum öðrum útgjaldaliðum iðnfyrirtækja áttu sér stað aUt árið fram að setningu verðstöðvunarlaganna og einnig eftir að þau voru lög- fest. Varð sú lagasetning að vísu til að stöðva að nokkru víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds en leysir ekki var anlega þann vanda sem að steðjar. Fæst iðnfyrirtæki höfðu að fullu reiknað þær kostnaðar hækkanir inn í verð vara sinna, sem komnar voru og sem komu til framkvæmda eftir setningu verðstöðvunar laganna eða tóku ekki að verka fyrr en eftir gildistöku þeirra. Er því svo komið, að afkoma þeirra fyrirtækja hef ur versnað mjög upp á síð- kastið og stefnir til taprekst- urs þrátt fyrir það, að fram- leiðsla iðnaðarins hafi að með altali aukizt um 13—15% á árinu 1970. Veikir þetta mjög fjárhagslegt bolmagn fyrir- tækjanna, þannig að þau eru verr undir það búin að mæta aukinni samkeppni. Lýsir ársþing F.Í.I. yfir á- hyggjum vegna þeirrar þró- unar verðlags- og kaupgjalds mála, sem átt hefur sér stað síðustu mánuðina og þó sér- staklega um þróun þessara mála, er vænta má á hausti komanda, þegar verðstöðvun arlögin renna út og nýir kjarasamningar verða gerðir. 1 þessu sambandi virðist vera sérstök ástæða til að taka upp nýja aðferð við gerð kjarasamninga, er tryggi meiri varanleika samninganna og að ekki sé samið um meiri launahækkanir en hagkerfið Framh. á bls. 24 Skrifstofustúlka Útflutningsfyrirtæki óskar að ráða skrifstofustúlku strax. Þarf að vera góð I vélritun, ensku og dönsku. Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, sendist Mbl. fyrír 23. þessa mánaðar merkt: „7367". TRUBROT flytur LIFUN Trúbrot flytur Lifun í heild í kvöld. DISKOTEK. Plötusnúður Magnús Magnússon. M. a. verða flutt lög úr kvikmyndínm Woodstock. Aldurstakmark f. ’55 og eldri. Nafnskírteini. Húsið opið frá kl. 8—11.30. Verð 50 kr. 1.0.0.F.=0b.1P. =1524208Vi =B.stig. □ Edda 59714207 — 1 atkv. I.O.O.F.Rb4=1204208Ví— 9.0.1.-II.-III. Kvenfélag Neskirkju heldur fund þriðjudaginn 20. apríl kl. 8.30 í Félagsheimil- inu. Kvikmyndasýning, kaffi. Mætið vel. — Stjórnin. Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ I dag þriðjudag er handavinna og föndur. Á morgun mið- vikudcig verður opið hús frá kl. 1.30—5.30 e.h. Dagskrá: Spilað, teflt, lesið. Kaffiveitingar, upplýsingaþjón- usta, bókaútlán og gömlu dansarnir. K.F.U.K. — A.D. Fundur í félagshúsínu að Langagerði 1 í kvöld kl. 20.30. Kristniboðsflokkur K.F.U.K. sér um fundinn. Nýtt frétta- bréf frá Eþíópíu, Gjöfum til kristniboðs veitt móttaka. — Kaffiveitingar. Stjórnin. Fíladelfía Almennur biblíulestur í kvöld ki. 8 30 Einar Gíslason talar. Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur fund í félagsheimilinu að Hallveigarstöðum þriðju- daginn 20. apríl kl. 8.30. — Jón H. Björnsson skrúðgarða- arkitekt sýnir litskuggamynd- ir, talar um blómarækt, skrúð- garða og svarar fyrirspurnum. Mætið vel. — Stjórnin. HÆTTA Á NÆSTA LEITI • ettir John Saunders og Alden McWilliams HtLMAR FOSS Logg. skjalþ. og dómt. Hafnarstræti 11 - sími 14824. RACNAR JONSSON Lögfræðistörf og eignaumsýsla Hverfisgata 14. - Slmi 17752. Knútur Bruun hdl. Lögmomuskrifstofa Grettisgötu 8 II. h. Sími 24940. Hvað er að þér, góði, hvar finnurðti til? Ó, ó, ó, í magaiium, mér líður hrarði- lega. (2. niynd) Og ég er svo máttlaus. Bíddu aðeins rólegur, ég losa mig við tal- stöðina. (3. mynd) Það er læknisstofa upp nu'ð götuiuii, liLuipið og náið í lækninn. Btiðu þig undir að hressast í snatri dreng- ur, við i'ruiu að fara að hlaupa. HÖRÐUR ÓLAFSSON hæstaréttarlögmaður skjalaþýðandi — ensku Austurstræti 14 símar 10332 og 35673

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.