Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ.FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974
^S^rp-? w
mnifm
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
lΠ21190  21188
K
,. 14444*25555
muioiR
BÍLALEIGA car rental
/p* BILALEIGAN
felEYSIR
CAR RENTAL
24460
I HVERJUM BÍL
PIOIYIGŒR
ÚTVARP OG STEREO
KASETTUTÆKI
HVER ER
SINNAR
ÆRJ SMIDUR
& SAMVINNUBAC
SKODA EYÐIR MINNA.
Skodr
LEIGAH
AUÐBREKKU 44-46.
SIMI 42600.
FERÐABÍLAR HF.
Bilaleiga. — Sími 81260.
Fimm manna Citroen G
S. station Fimm manna
Citroen G.S. 8 — 22
manna Mercedes Benz
hópferðabílar (m. bílstjór-
um).____________
HÓPFERDABÍLAR
Til  Ii.-kjii  i  leiitjri  o'j  skemn-.n
ferðn 8-  5-0 f.irþeq,, bii.n
KJARTAN
INGIMARSSON
Simi 86155 oy 32716
Afgreiðsla B.S.I. simi 22300
STAKSTEINAR
Hvernig standa varn-
armálaviðræðurnar?
Bersýnilegt er, að sú leynd,
sem hvflir yfir varnarmálavið-
ræðunum nú, á þessu stigi, er
með öllu óþörf. Meira að segja
hefur komið fram, að stjórn-
málaritstjóri Tímans, Tómas
Karlsson, virðist ekki hafa
fengið að vita, um hvað er verið
að reyna að semja innan ríkis-
sljórnarinnar. Leyndin byggist
ekki á öryggissjónarmiðum og
því er eðlilegt, að menn spyrji
hverju hún sæti. Og svarið er
reyndar augljóst. Alþýðu-
handalagið getur ekki í þessum
sainningum staðið nema um al-
gjört leynimakk sé að ræða og
stuðningsmenn þess fái ekkert
um tilboð og gagntilboð fram-
sóknarmanna og komma að
vita.
Ollum er enn í fersku minni,
er Alþýðubandalagið sviðsetti
mikinn fund í Háskólabíói —
einingarfund sanntrúaöra —
og sá fundur var látinn sam-
þykkja  harðurða   ályktun   í
varnarmálunum, þar' sem
stjórnarflokkunum var bent á,
að þeir ættu ekki von á góðu, ef
þeir hvikuðu frá kennisetning-
unni: IIERINN BURT A K.IOR-
TÍMABILINU. Þessi fyrirgang-
ur var ætlaður til þess að fela
hina frægu mánudagssam-
þykkt miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins. — Sú ætlun tókst
þó ekki og geysileg reiði kom
upp innan Alþýðubandalagsins
vegna svika þess við sunnu-
dagssamþykktina. Að lokum
voru óánægjan og þrýstingur-
inn orðin svo mikil. að Magnús
Kjartansson greip til þess ráðs
að eiga við sig viðtal í Þjóðvilj-
anum, þar sem hann lýsti því
fjálgleg yfir, að Alþýðubanda-
lagið myndi aldrei gangast inn
á neinar „hreyfanlegar" flug-
sveitir.
Þetta hafði þó Magnús
sjálfur gert með öðrum
kommúnistum í mánudagssam-
þykktinni margræddu, þar sem
tveggja áratuga stefnu Alþýðu-
bandalagsins í varnarmálum
var eilítið breytt til hins betra.
Samningaviðræðurn-
ar strandaðar?
Ef allt væri með felldu ætti
að vera óhætt að túlka yfirlýs-
ingar Magnúsar Kjartanssonar
í viðtalinu, sem hann átti við
sinn ytri mann, á þann veg, að
hrossakaupin um varnarmálin
innan ríkisstjórnarinnar væru
komiii út um þúfur. En því
miður er alls ekki allt með
felldu og því slík skýring vara-
söm. Glöggar heimildir frá
Framsókn greina einnig frá
því, að Magnúsar-viðtalið sé
einungis tekið til þess að friða
„hernámsandstæðinga" meðan
á stappinu stendur. Yfirlýsing-
ar Magnúsar megi því ekki
skilja eftir orðanna hljóðan,
því að markmið þeirra sé eitt
og hið sama og markmið fjölda
fundarins í Háskólabíó —
halda „hernámsandstæðingun-
um" stilltum og prúðum allt
þar til þeir standa frammi fyrir
gerðum hlut.
Þvf má um „fjögurþúsunda
fundinn" segja, að sjaldan hafi
jafn margir verið fíflaðir jafn
glæsilega á jafn skömmum
tfma og á fundinum þeim.
Hver verða örlög
Magnúsar?
Eins og hver maður getur séð
eru yfirlýsingar Magnúsar
Kjartanssonar, sem vitnað hef-
ur verið í hér, f algjörri and-
stöðu við rétt vikugamla mánu-
dagsályktun miðstjórnar Al-
þýðubandalagsins. Því hlýtur
sú spurning að vakna, hvernig
mun miðstjórnin bregðast við
þessu brotthlaupi þessa ráð-
herra síns. Og svarsins er ekki
langt að leita, því að í leiðara
Þjóðviljans sl. sunnudag, er
gefin skýr og ótvíræð formúla
um, hvernig eigi að bregðast
við framkomu slíkra undanvill-
inga. Þar segir umbúðalaust, að
hver sá, sem ekki fylgi flokks-
línunni í varnarmálunum, fái
ekki klapp á kollinn í Alþýðu-
bandalaginu, heldur verði hon-
um þegar vísað á dyr. — Því
virðist nú orðið sennilegt, að
hinn einstæði þingflokkur
Bjarna Guðnason muni fljót-
lega eignast kollega.
		
^sSBP spurt og svaraó* 1 Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS1	Hringið  í  síma  10100  kl. 1 0— 1 1  frá  mánudegi  til föstudags og biðjið um Les-endaþjónustu  Morgunblaðs-ins.	
		
] Heimildum
í kennslubókum
ber ekki saman
Magnús  Jensson,  Vestur-
bergi 157, Reykjavík, spyr:
„Er engin samræming á
skólabókum, þannig t.d. að stað-
hæfingum þar beri saman? Til
dæmis vil ég nefna, að í mann-
kynsögu Ölafs Þ. Kristjánsson-
ar, sem gefin var út árið 1948,
og enn er lesin, er Kínamúrinn
sagður vera 2.500 km langur, en
í kennslubók i landafræði Gylfa
Má Guðbergssonar er múrinn
sagður vera 3000 km langur.
Þess má og geta, að sami ungl-
ingur  les  báðar  bækurnar,
þannig að ef spurningar um
lengd múrsins kæmu bæði á
mannkynssöguprófi og landa-
fræðiprófi, þyrfti hann að svara
með tvennu móti.
Jón Emil Guðjónsson, for-
si.jóri Rfkisútgáfu námsbóka,
svarar:
,,Að sjálfsögðu á að vera sam-
ræmi, þegar skýrt er frá stað-
reyndum, og við reynum vissu-
Iega að gæta þess, að svo sé.
Erfitt er þó að koma með öllu í
veg fyrir, að misræmi slæðist
inn. Orsökin getur m.a. verið
sú, að höfundar styðjist við mis-
munandi heimildarrit. Þess
konar heimildarritum, jafnvel
þótt vönduð séu, ber nefnilega
ekki alltaf saman. Dæmi valin
af handahófi:
Encyclopædia Britannica,
útg. 1964. Þar er Kínamúrinn
talinn um 2400 km.
I The American Peoples
Encyclopædia, útg. 1966, er
múrinn talinn um 2 400 km.
Gyldensdals nye konversa-
tions leksikon, útg. 1948. Þar er
heildarlengd múrsins talin um
4000 km.
I Petit Larousse illustré, útg.
1973, er lengd þessa fræga
múrs talin vera 3000 km.
Misræmi það, sem spyrjandi
bendir á, verður reynt að leið-
rétta, þegar áðurnefndar bæk-
ur verða næst gefnar út.
Ég þakka svo spyrjanda
spurnínguna. Mér þykir gott,
þegar ég verð þess var, að nem-
endur láti sig einhverju skipta
efni eða frágang námsbóka
þeirra, sem þeir eiga að nota.
Jafnframt leyfi ég mér að nota
þetta tækifæri til þess að taka
fram, að það væri þakkarvert,
ef nemendur, sem nota bækur
Ríkisútgáfunnar, vildu láta
hana vita skriflega, ef þeir telja
sig rekast á villur i námsbók-
um, eða ef þeir vilja koma á
framfæri einhverjum tillögum
um það, sem þeir álíta, að betur
mætti fara varðandi efni og frá-
gang námsbóka."
UM HASTFER BARON
Með vorskipi 1756 kom til
Reykjavíkur frá Kaupmanna-
liöf'n maður, er af' konungi var
ráðinn til þess starfa að kyn-
bæta sauðfjárstofninn á Is-
landi. Sendimaður var sænskur
barón, Friederieh Wilhelm
Hastfer, af gömluin þyzkum að-
alsættum. Hafði faðir hans
gerzt handgenginn sænskum c>g
komizt til mikilla mannvirðinga
i Sviþjóð og svo varð einnig um
soninn, sem gekk ungur til her-
þjónustu og varð' liðsforingi i
her Svía. Þó varð dvöl hans í
hernum skemmri en til var
stofnað og er talið, að hann hafi
orðið U])pvís að lögbrotum i
sambandi við smygl á kvikfén-
aði l'iá Englandi til Svíþjóðar..
Kom þar, að Ilastfer sá sér
þann kost vænstan að forða sér
yf'ir til Danmerkur og hélt þar
áj'ram  álJatasamri  iðju  sinni.
Arið 1755 vakti Hastfer á sér
mikla athygli fyrir ritsmíð, er
hann se'ncli frá sér og nefndi
„Kynbætur sauðfjör — gull-
náma  hverri  þjóð",  og  varð
þessi bók til þess, að hann var
fenginn til Islandsferðarinnar.
Öll er sagan um fjárbúið a
Elliðavatni hin fróðlegasta, en
á ekki erindi i okkar spjall á
garðbekknum. Hiklaust m;í
telja, að ef betur hefði tiltekizt
en reynd varð á um sauðfjár-
kynbæturnar, væri nafn Hast-
f'ers baróns skráð með feitu
letri í sögu landbúnaðarins. En
garðyrkjumönnum gleymist
trúlega ekki, að Hastfer var á
vissan hátt brautryðjandi garð-
ræktar hér á landi, og það væri
ómaklegt ef naf'n hans gleymd-
ist þeim, er áhuga liafa á þeim
þætti islenzkrar búskaparsogu.
Því miður eru fremur litlar
upplýsingar um garðræktartil-
raunir Hastfers baróns, en þær
fóru fram á Bessastöðum sum-
urin 1757 og 1758, en góðar
heimildir eru f'yrir þvi, að
seinna sumarið ræktaði hann
fyrstur manna kartöflur á Is-
landi með sæmilegum árangri.
Ahnennt er þó séra Birni Hall-
dórssyni i Sauðlauksdal veittur
heiðurinn af þvi afreki. Vetrar-
dvolin á Bessastöðum reytidist
Hastf'er og konu hans afar
þungbær og er sagt, að Hastfer
hafi látið mjög mikið á sjá
vegna vanlíðunar. Ma af' ýms-
uro líkum ráða, að einhæft mat-
aræði hafi mestu valdið um
vanheilsu barónsins. Sennilega
hefur hann frá barnæsku verið
vanur grænmetisneyzlu og ný-
meti, en átt erfitt með að sætta
sig við, að hafa daglega einung-
is mjólkurmat og grauta ásamt
súrmat og trosi til matar. Hast-
f'er sér því það eitt til ráða að
verða sér úti uin grænmetisfræ
f'rá Kaupmannahöfn og hefja
sjálf'ur ræktun. Má telja full-
víst, að með vorskipinu 1757 fái
hann fræ af öllum algengustu
tegundum grænmetis, sem þá
voru auðræktanlegar f Dan-
mörku.
Bendir flest til þess, að rækt-
un barónsins hafi gengið von-
um frainar. og þö að engin stað-
fest vitneskja sé til um það, að
ræktunaráhugi  Hastfers  hafi
haft veruleg áhrif á aðra, er það
hins vegar mjög athyglisvert,
að skömmu eftir veru hans hér,
er að konungs lx>ði hafinn áróð-
ur fyrir garðrækt og veittar við-
urkenningar til manna, er
sýndu f'ramtak á því sviði, og
um 1775 er tekið fram, að mat-
jurtaræktun megi kallast al-
geng orðin í Gullbringusýslu,
svo ekki er ósenmlegt, að þar
hafi komið til góð áhrif frá
ræk tu n art ilrau n um H ast f'ers
baróns.
Haustið 1760 fór Hastfer al-
farinn héðan og dvaldist það
sem hann átti ólifað s.em starfs-
maður dönsku stjórnarinnar í
Kaupmannahöfn og dó þar
1768.
í íslenzkum heimildum kem-
ur glögglega í ljós, að Hastfer
var af ölluiri vel látinn og hon-
um er á þann veg lýst, að hann
hafi verið mikill maður á velli
og hið mesta glæsimenni, sterk-
ur vel og mikið góðmenni, sein
hvers manns vanda vildi leysa,
ljúfur I víðmóti jafnt við alþýðu
sem höf'ðingja.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36