Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 Kjartan Guðjónsson i synmgarsalnum á „Loftinu“ Mats Wibe Lund fyrir framan mynd af dætrum sínum Sigurjón Ólafsson virðir fyrir sér eitt verka sinna held að nú sé eitthvað að rofa til aftur. Ekki bara hér heima, held- ur líka erlendis," sagði Jóhannes Jóhannesson. 1 framhaldi af þessu spurðum við hann hvað það væri sem færi nú batnandi. „Það eru nokkrir strákar að koma til og eru þegar orðnir góðir. Má þar benda á Magnús Kjartansson, Sigurð örlygsson og fleiri." „Fer þá myndlistin batnandi?" „Ekki finnst mér myndlistin betri en áður, hún er bara öðru vísi, enda eiga vissar breytingar sér ávallt stað, Við eigum þvf ekki að þurfa að kvíða framtíðinni." „En hvað um sjálfan þig, hefur þú eitthvað breytzt á undanförn- um árum?“ „Það vona ég svo sannarlega. Að vísu hef ég haldið mig við viss fundament, sem ég tel að eigi að vera f öllum myndum." A Loftinu við Skólavöruðustíg er Kjartan Guðjónsson með sýningu og það fyrsta sem hann sagði, er við ræddum við hann, var: „Mér finnst hræringarnar mjög fjörugar um þessar mundir. En það sem mér finnst verst, sem myndlistarmaður, er hvað maður hefur alltaf lítið samband við um- heiminn. Það er ekki nægjanlegt að fara út og skoða sýningar. Við þurfum lfka að fá erlenda lista- menn til að vinna hér heima og sýna. Öðru vísi ráðum við ekki bót á þessu.“ „Finnst þér mikill munur á myndlist nú og fyrir 10—15 ár- um?“ „Myndlistin er miklu fjöl- breyttari núna, en það er afskap- lega erfitt að gera sér grein fyrir því hver staðan er. Tíminn einn sker úr um það. Annars held ég að fslenzkir myndlistarmenn fylg- ist ótrúlega vel með, þrátt fyrir allt. Allar meginstefnurnar virð- ast eiga fulltrúa hér. Og það er svo með myndlistina, að hún verður alltaf sífelt leit og hönnun. Ég var einmitt að skoða sovézk- ar listaverkabækur núna rétt áðan. Og ég verð að játa, að mér rann þetta til rifja. Maður sá vfða stórkostlega hæfileika á bak við myndirnar, en þær voru allar steindauðar, hefðu kannski þótt góðar fyrir 10 árum. Ef lista- maðurinn gerir eingöngu það sem hann kann, í stað þess að gera eitthvað meira, verður allt ómögulegt.“ „Hverjir finnst þér efnilegastir ungra myndlistarmanna hér?“ „Þeir eru nokkrir, en efni- MEÐ kólnandi veðurfari eykst fjöldi hverskona sýninga I höfuð- borginni og oft er það svo, að málverkasýningar og ýmiskonar Iistsýningar setja mestan svip á borgina á köldum haust- mánuðum. Nú eru eigi færri en fimm listsýningar 1 Reykjavfk og 1 vikunni skrapp Morgunblaðið á nokkrar þeirra og ræddi við lista- mennina um þær hræringar, sem nú eiga sér stað f Islenzkri list. Fyrst lögðum við leið okkar f Norræna húsið, þar sem félags- skapurinn Sept. sýnir, en þar sýna listmálarar, sem hafa sýnt oft saman, allt frá septembersýn- ingunni 1948. Fyrstan tókum við tali Valtý Pétursson listmálara og spurðum hann hvernig honum lit- ist á þær hræringar, sem nú ættu sér stað f íslenzkri myndlist. „Ég verð að játa, að ég er mjög ánægður með þær hræringar, sem nú eru í fslenzkri myndlist og með framtíðina. Það er ýmislegt sem sýnir lífsmark og ýmislegt sem kemur í veg fyrir stöðnun. Hvort fslenzk myndlist er betri nú eða fyrir 10—15 árum, um það get ég ekki sagt, það gengur í dölum, og þetta er allt mjög breytilegt. En ég held að islenzk málaralist sé sterkari en áður. Vissulega áttum við frábæra brautryðjendur, en það er miklu meira f loftinu núna. Hvað sem kemur f staðinn veit Guð einn. Það er óhemjumikið af fólki á ferðinni, sem fæst við að mála, — kannski er það misskilningur að hafa svona marga málara, kannski er það líka nauðsynlegt. — Af yngri málurunum finnst mér Gunnar örn Gunnarsson hvað efnilegastur." „Það er afskaplega erfitt að spá nokkru um íslenzka myndlist," sagði Kristján Davfðsson, og bætti við: „Handíðaskólinn hefur verið þýðingarmikill f því að mennta tilvonandi málara, en ég veit ekki hvað verðúr. Allavega held ég að íslenzkir myndlistarmenn þurfi að menntast erlendis, myndlistar- menn þurfa að kynnast áhrifum annarra landa. Listamaður, sem eingöngu hefur dvalizt hér á landi á mikið eftir ólært, og það sama myndi ég segja um arkitekt, sem ekkert hefði Iært hér.“ „Hvort finnst þér myndlistin betri eða verri en fyrir 10—15 árum?“ „Myndlistin breytist alltaf. Það sér maður á sögunni, og þar af leiðandi er erfitt að úttala sig um það, sérstaklega þegar maður stendur mitt í þessu fagi.“ „En hefur þú orðið var við marga efnilega málara að undan- förnu?“ RÆTT VIÐ NOKKRA LISTAMEM SEM SÝM IM ÞESSAR MMDIR „Ég verð að játa, að ég hef ekki rekizt á marga upp á síðkastið. Þó er ein undantekning, Gunnar örn Gunnarsson, sem býr í Kaup- mannahöfn, finnst mér efnilegur. Og þegar verið er að tala um f jölda þeirra sýninga, sem hér eru haldnar, þá lýsir menningar- ástand fólks sér vel f þessum efnum. Það er sæmileg aðsókn á hverja einustu sýningu, það virðast allir fá aðsókn, hversu lítt lærðir sem þeir eru, og að það skuli vera hægt að selja allan þennan fjölda mynda er hreint stórkostlegt! Tónlistarmenntun fólks er komin miklu Iengra, a.m.k. dettur engum manni I hug, sem hefur lært að leika Gamla Nóa á píanó, að leigja sér konsert- sal og halda hljómleika." „Finnst þér að miklar breyt- ingar hafi átt sér stað hjá málur- um síðustu árin?“ „Maður veit aldrei neitt nema um sjálfan sig. Sjálfur hef ég verið að breytast og er nú fyrst að ná tökum á því sem ég er farinn að mála. Lengi málaði ég „lýriskar" abstrakt myndir, en nú mála ég figúratívfskar myndir. Sumir halda sig alltaf við sama efni, eins og t.d. Þorvaldur Skúla- son. Hann þroskar sig enn, en heldur sig við sömu aðalatriðin. — En reyndar er það svo, að maður er alltaf mest upptekinn við það sem maður er sjálfur að gera.“ Eini myndhöggvarinn á „Sept“ sýningunni í Norræna húsinu er Sigurjón Ólafsson, sem að þessu sinni sýnir nú tréskurðarmyndir, en Sigurjón hefur mikið farið út f tréskurðinn að undanförnu, m.a. af heilsufarsástæðum. „Mér finnst, að fslenzk högg- myndalist standi nú á vega- mótum," segir Sigurjón þegar við spyrjum hann, hvernig honum lit- ist á Islenzka höggmyndalist, og bætir við: „Þessi listgrein er síbreytileg, en hún er nú meira leitandi en áður. Það gamla er nú horfið, og nú orðið er þetta form- leit.“ „Hvaðan koma áhrifin?" „Það er misjafnt, Hallsteinn Sigurðsson ferðast t.d. um til að reyna að fá áhrif og enn aðrir þurfa alltaf að vera erlendis til að fá einhver áhrif. Annars held ég að höggmyndamenn þurfi að hafa ríkt hugmyndaflug til að standa ekki á köldum klaka og sjálfur verð ég að segja, að ég hugsa aldrei um stefnur.“ „Hvernig stendur íslensk högg- myndalist að vígi?“ „Um þessar myndir er mikil gróska 1 þessari list. Það er t.d. komin upp á yfirborðið mjög efni- leg stúlka, Sigrún Guðmundsdótt- ir að nafni, sem stundar nám f Noregi, en hún á eðlilega eftir að þroska sjálfa sig. Þá eru þeir Hall- steinn Sigurðsson og Jón Gunnar mjög lifandi og gera margt skemmtilegt." „Finnst þeir hafa orðið mikil breyting á íslenzkri höggmynda- list sfðustu 10—15 árin?“ „Ekki er hægt að neita þvf. Fyrr á árum var allt svo lokað hér heima. Lengi var Einar ^ónsson einn. Hann var óneitanlega góður maður, því ég kynntist honum. Reyndar varð það svo, að ég byrj- aði að mála og var hjá Ásgrími f tvo vetur, en fór svo til Einars f nám. Oft var það þannig að ég skildi ekki hans sérvizku. Hann mátti t.d. aldrei heyra að hann væri undir einhverjum áhrifum, en vissulega var hann undir mikl- um áhrifum frá súeralistum, eins óg myndir hans gefa til kynna. Það er líka öllum nauðsynlegt að vera undir einhverjum áhrif- um og vinna síðan út frá þeim.“ „Þurfa íslendingar ekki að ótt- ast neina stöðnum í myndlistinni á næstu árum?“ „Það held ég ekki, það er gróska á mörgum sviðum. Það þarf t.d. ekki að líta á annað en myndirnar hér í Norræna húsinu, þær eru furðu lifandi hjá þessum gamlingjum. Meira að segja „fúskararnir" hafa lfka sýnt framfarir á allrasfðustu tímum, en þeir eru líka nauðsynlegir." „Mér hefur fundizt myndlistin lágkúruleg um skeið og jafnvel að úrkynjun hafi átt sér stað, en ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.