Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 + Móðir okkar MARGRÉT BRANDSDÓTTIR. Hávallagötu 33, Reykjavík lézt miðvikudaginn 31 marz Fyri hönd vandamanna. Börnin. + Móðir okkar MATTHILDUR M GÍSLADÓTTIR Skólaveg 27, Vestmannaeyjum, andaðist á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 31 marz Börnin. + Eiginmaður minn og faðir okkar GUOMUNDUR KRISTINSSON. verkamaður, lézt i Borgarspítalanum aðfararnótt 1 april sl Guðrún Elimundardóttir, Sigurður E. Guðmundsson, Kristinn Guðmundsson, Krístín Guðmundsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Þorgrímur Guðmundsson. + Utför RAGNHILDAR ÓLAFlU GUÐMUNDSDÓTTUR Austurbrún 6 sem lést 24 marz, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2 apríl kl 1 30 Gunnar Júlíusson Kristjana Þorgilsdóttir Agnar Sigurðsson Haraldur Jóhannsson. + Móðir okkar JAKOBÍNA JAKOBSDÓTTIR, frá Hólmavlk, verður jarðsungin frá Hólmavikurkirkju, mánudaginn, 5 apríl, kl 10 f.h. Kveðjuathöfn um hina látnu verður haldin í Neskirkju I Reykjavík, laugardaginn 3 apríl kl 1 0 30 f h Þóra Kristinsdóttir, Jakobína Kr. Eriksen, Guðjón Kristinsson. Hallgrímur Jakobsson söngkennarí - Kveðja Sonur okkar + JÓN EMIL Þorf innsgötu 1 2, andaðist 30 marz Jakobína Guðmundsdóttir, Reynir H. Jónsson. Sem gamall kunningi Hallgríms sáluga vil ég minnast hans meó nokkrum orðum. Kynni okkar hófust haustið 1950, er ég æfði söng í kór undir hans stjórn fyr- ir fyrsta landsmót íslenzkra esperantista. Við æfðum í söngsal Austurbæjarskólans. Við þennan skóla var Hallrímur söngkennari í 30 ár eða frá haustinu 1945. Við sungum eingöngu á esperanto, m.a. Mi rajdis sola je vesper'en tre dezerta stepo, undir laginu Ég reið um sumaraftan einn, og Morgau mi sur fremda voj við lagið Syngdu meðan sólin skín. Mér fannst Hallgrímur ákaf- lega lifandi söngstjóri. Hann hafði einnig mikinn áhuga á framgangi alþjóðamálsins esperanto. Við, sem sungum i kórnum, vorum eitthvað um tíu að tölu. Meðal þeirra má nefna Óskar Ingimarsson, hinn kunna tungumálagarp, og Guðmund Pálsson, kennara við Melaskól- ann, er lézt i desember 1950, ungur að árum, afbragðs maður og kennari. Hallgrímur vissi, að söngurinn er mikið sameiningarafl. Hafði þá reynslu úr verklýðshreyfingunni, er hann studdi alla tíð. Kom nú að þeirri stund, er við skyldum koma fram. Mótið var haldið í Háskóla Islands. Var það fjölsótt. Auk esperantista hvaðan- æva að af landinu, voru allmargir gestir, meðal þeirra borgar- stjórinn i Reykjavík, Gunnar Thoroddsen. Og við sungum við góðar undirtektir viðstaddra. Söngurinn lífgaði upp mótið og sameinaði hugi manna. Mörgum árum eftir þetta lágu leiðir okkar Hallgríms saman. Við bjuggum i hinni svonefndu kennarablokk við Hjarðarhaga, hittumst oft. Við ávörpuðum hvor annan á esperanto, spurðum um líðan og áttum enda oft langar samræður á alþjóðamálinu. Sakna ég nú þess, að samfundir okkar verða ekki fleiri, því að fyrir utan það að vera einlægur hugsjóna- maður var Hallgrímur drengur góður, ijúfur í viðmóti og hjarta- hlýr. Við störfuðum saman í esperantofélaginu Auroro og héldum fundi í Norræna húsinu. Ekki minnist ég þess að Hallgrím hafi vantað þar á fundi okkar. Til þess var áhuginn á málefninu of ríkur. Honum var esperanto meira en tæki til tjáningar, honum var það hugsjón, mann-i kyninu til blessunar, friðarboði og einingartákn. Baldur Guðbrandsson Ólafsvík — Kveðja 16. marz s.l. var jarðsettur i Olafsvík Baldur Guðbrandsson fiskmatsmaður þar. Baldur var sonur hjónanna Guðbrands Sigurðssonar for- manns og hreppstjóra og Jóhönnu Valentínusdóttur en þau bjuggu allan sinn búskap í Ölafsvík. Guðbrandi kynntist ég ekki því hann var látinn áður en ég fædd- ist. Jóhönnu móður Baldurs þekkti ég hins vegar vel sem ná- granna og daglegan gest á heimili foreldra minna. Jóhanna var mjög merk kona og er margs að minast frá þeim tíma er ég var að alast upp í nágrenni við hana og væri margt hægt að segja um hetjulund hennar og er það hverjum ómetanlegt vegar- nesti að hafa kynnst slíkri mann- eskju á uppvaxtarárum sínum. Baldur Guðbrandsson fæddist í Olafsvík 9. des. 1898 og bjó þar til dauðadags. Baldur eða Baldi í Hvammi eins og vinir hans og kunningjar í Ölafsvík kölluðu hann jafnan hóf ungur sjó- mennsku og reri hann á opnum bátum frá Olafsvík auk þess sem Sjóslys voru tíð og hurfu margir hraustir drengir í greipar Ægis og voru þar færðar dýrar fórnir fyrir þá björg sem sótt var. Eftir að Baldur hætti sjó- mennsku starfaði hann við fisk- vinnu auk þess sem hann vann við smíðar og þá sem fullgildur smiður þótt enginn hefði hann prófin í þeirri grein, en verkhygg- indi og lagni voru honum í blóð borin. Baldur var að eðlisfari hæglát- ur maður og barst ekki á, en fyrir mér var hann tákn heiðarleika og dugnaðar, ímynd hins óþekkta verkamanns sem möglunarlaust vinnur sín störf og telur það skyldu sína að nota hverja stund til vinnu. Samstarfsmaður var Baldur góður og eiga vinnufélag- ar hans fyrr og nú án efa margar góðar endurminningar frá sam- starfinu við hann því hann lagði sig jafnan allan fram hvar og hve- nær sem var. Kleif hæst og stóð á ystu nöf án þess að láta sér bregða þó oft væri teflt á tæpasta vað jafnt í brimi sem á bröttum þökum. + Útför bróður okkar, LINNETS GÍSLASONAR, Norðurgötu 21, Sandgerði, fer fram frá Útskálakirkju, laugardaginn 3 apríl Systkinin. hann var á skútum þar sem hann „Garður er granna sættir“ segir var eftirsóttur sakir dugnaðar og máltækið. Því fór fjarri að það elju. ætti við þar sem Baldur átti í hlut Baldur lifði tímana tvenna í og er vart hægt að hugsa sér betri Ölafsvík, bæði hvað varðar at- granna en Baldur og geta þeir þar vinnu og afkomu fólksins. um dæmt sem í 35 ár áttu árekstr- A uppvaxtarárum Baldurs var arlaust nábýli við hann og er það lífsbaráttan hörð í sjávarþorpun- nú þakkað að leiðarlokum. um. A sjóinn varð að sækja og Eftirlifandi eiginkona er Þór- dugðu þeir einir er kjark höfðu unn Þórðardóttir frá Borgarholti og þrek. í Miklaholtshreppi. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför. móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU JÚLÍUSDÓTTUR frá Jómsborg Hverfisgötu 38 B, Hafnarfirði Karóllna K. Björnsdóttir Bjömey J. Björnsdóttir Magnús Elíasson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför sonar okkar og bróður, HILMARS E. ÞÓRARINSSONAR Suðurvangi 12, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 3 april kl 1 1 árdegis Guðbjörg Guðjónsdóttir Þórarinn Björnsson og systkini + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför INGÓLFS EINARSSONAR Hrafnistu Elías Guðmundsson Ragnheiður Bjarnadóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR Einholti 11. Alúðar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði Landspítalans fyrir sérstaka umönnun. Gíslfna Gisladóttir, , börn, tengdabörn og barnabörn. Ég þykist viss um að Hallgríms verði minnzt í blöðum af fleirum en mér. Eg minnist hans sem esperantista og vinar, en ævi- atriðin læt ég öðrum eftir. Hallgrímur var einkar hlýr maður í kynningu, andlega frjór, vakandi og kenndi til í stormum sinna tíða. Friðarsinni einlægur og jafnaðarmaður í hugsun. Mátti teljast róttækur eins og fleiri syst- kini hans. . . Nú kveð ég svo minn kæra vin, þakka honum kynninguna og votta aðstandendum hans einlæga samúð mína. Auðunn Bragi Sveinsson Þau hjón eignuðust eina dóttur, Önnu hjúkrunarkonu í Reykja- vík, sem gift er Steinari Magnús- syni. Hjá þeim Baldri og Þórunni ólst einnig upp Hafdís, dótturdóttir þeirra, og Jóhann Jónsson, kaup- maður í Ölafsvík. Þórunni og öðrum aðstandend- um hins látna færi ég innilegar samúðarkveðjur. Sturla Böðvarsson. Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minntngargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hiiðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. Þakka innilega mér sýndan hlýhug á sjö tugsafmæ/isdegi mínum 28. mars 1976 Jón Magnússon, yfire ftirlitsmað ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.