Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976 Það ríkir líf og fjör á Kjar- valsstöðum þessa dagana með ólikum sýningum í báðum aðal- söium, Halldór Pétursson í þeim vestari með einstaklega fjölbreytta sýningu og minning- arsýningu Gunnars Hannesson- ar á ævintýralegum ljósmynd- um hans í eystrisalnum. Sýn- ingar þessar hafa vakið óskipta athygli, og útlit er fyrir metað- sókn að þeim báðum. Á fyrstu dögum sýninganna hafa þær vafalitið hlotið jafnmikla að- sókn, hvor um sig, sem Haust- sýningin allan sýningartímann og fljótt á litið eru þetta stað- reyndir sem hljóta að verða hugvekja fyrir óbreytta félags- menn sem framámenn FlM. Þessar sýningar eru þess eðl- is að nauðsynlegt er að ræða um þær hvora fyrir sig, og byrja ég á sýningu Halldórs, en henni lýkur nk. sunnudag, en sýning verka Gunnars stendur a.m.k. tveim dögum lengur. Halldór Pétursson telst, ásamt þeim Ásgeiri heitnum Júlíussyni (Ásgeir Júl.) og Atla Má Árnasyni, brautryðj- andi í auglýsingahönnun hér- lendis — allir voru þeir skólað- ir í Listiðnaðarskólanum í Kaupmannahöfn, en Halldór jók við menntun sína í Banda- rfkjunum (Minneapolis) á ár- unum 1942—45. Allir þessir þrír ágætu hæfileikamenn voru gjörólikir að upplagi, og einnig fyrir flest í skoðunum á faginu þótt þeir hafi á köflum haft samstarf og verið vinir góðir. Sameiginlegt þeim öllum var þó óskin um betri, vandaðari og meiri gæði íslenzkrar auglýs- ingahönnunar og bókagerðar. Ásgeir og Atli voru um langt skeið afkastamestir við kápu- gerð og útlitshönnun bóka, en teikningin varð Halldóri hug- stæðust, og segja má að hann hafi stöðugt verið með teikni- áhöldin á lofti frá því að hann kom fyrst fram, auk þess sem drjúgur hlutur liggur eftir hann á öðrum sviðum auglýs- ingafagsins. Það var ekki tekið út með sitjandi sældinni að vinna í fagi auglýsingateiknara á þeim ár- um — hjálpartæki og áhöld í lágmarki — og fæst af því, sem þeir þremenningarnir urðu að leggja á sig, þekkja ungir spor- göngumenn þeirra hið minnsta til. Halldór segir: „að þegar hann var að byrja í þessu var maður allt i senn — auglýsinga- teiknari, bókaskreytingamaður, teiknari, og fékkst við allt frá þvi að teikna mónógröm í koddaver upp I að mála altaris- töflur“... — Þeir spönnuðu sem sagt allt svið dráttlistarinn- ar og reyndu fyrir sér á sviði frjálsrar myndlistar að auki. Þegar þessi sýning er skoðuð er skylt að taka tillit til þessa, — hinna sifelldu hlaupa frá einu til annars án nokkurrar afmarkaðrar meginstefnu. Þessir frömuðir okkar voru ekki heldur skólaðir í viður- kenndum undirstöðuatriðum frjálsrar myndlistar, —öll skól- unin miðaðist við auglýsinga- teiknun og bókaskreytingar. En öllum var þeim sammerkt að hafa ríkan áhuga á myndlist, og þeir hafa verið það opnir og frjálslyndir í skoðunum, að þeir hafa aldrei ybbazt við nýlistar- viðleitni i frjálsri myndlist. Sumir þeirra viðuðu meira að segja að sér ágætu safni nú- tímalistar eftir fremstu lista- menn þjóðarinnar og áttu gott samsafn listaverkabóka t.d. Ás- geir Júlíusson. Meðal hinna stærri þjóða hafa einstaklingar valið sér af- markað svið innan auglýsinga- hönnunar, og sviðið er miklu víðfeðmara en menn i fljótu bragði átta sig á — einri er bókateiknari, annar fæst ein- göngu við stafagerð, hinn þriðji er útlitshönnuður bóka o.s.frv. — að auki er samvinna mynd- listarmanna og hugmynda- smiða á þeim vettvangi mun meiri. Allt virðist aðgreint er- lendis, sem hér er hrært saman og fært undir einn hatt. — Framleiðendur á sölumörkuð- gamminn geysa99 (Frá sýningu Halldórs Péturssonar) um eru ekki undir það búnir að fjármagna slika samvinnu, né búa yfir skilningi á þörfum hennar, auk þess sem auglýs- ingateiknarar voru löngum of- urseldir mati og smekk fram- leiðenda, er iðulega völdu hinar lakari tillögur, og það hefur tekið iðkendur þessa sviðs ára- tugi að bæta og þróa listskyn og skilning slíkra. Iburðarmikið handbragð þótti lengi vel og þykir iðulega enn meiri list en einfaldar, nákvæmt og áhrifa- ríkt dregnar myndir. Enda er mála sannast, að fæstir beztu myndlistarmanna okkar gátu haft lífsviðurværi af list sinni einni saman, t.d. Kjarval ekki fyrr cn eftir fimmtugt — og Jón Stefánsson og Júlíana Sveinsdóttir aldrei. — Og það hefði verið með öllu vonlaust fyrir Erró að bjóða íslending- um obbann af því, sem gert hefur hann víðfrægan. Mein- lætamaður, likt og Asgrimur, dró naumast fram lífið á fyrri árum. Gunnlaugur Scheving varð að fórna samvistum við eiginkonu sina — slíkt verald- argengi var þeim forboðið sem þjónuðu myndlistinni sem Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON slikri, og er svo enn í mörgum tilvikum. Líta verður yfir sviðið og skynja þennan bakgrunn og þrönga kost á öllum sviðum lista, er við skoðum sýningu þess fjölhæfa teiknara, Hall- dórs Péturssonar. Hann átti létt með að teikna, var og er ágætur „karikatúristi", sem glöggt kemur fram í hans beztu mynd- um, og fjölmargt af þvi, sem hann hefur lagt að sína hönd í fagi sinu og á listasviði, virðist samofið til slunginna innbyrðis áhrifa án markaðra skila. Al- kunna er að ýmislegt innan allra greina lista er ekki talið að fari saman til farsælla áhrifa hvort á annað. „Karikatúrteikn- arar“ eru t.d. ekki að jafnaði rismiklir málarar né hlutgengir á flestum sviðum frjálsra lista. Við þekkjum þó t.d. Honoré Daumier, en svið hans var þrengra og afmarkaðra en svið Halldórs og þjálfunin því af öðrum toga. Málverk hans hafa og ei heldur hlotið þá viður- kenningu sem margur telur þau verðskulda. Storm Peder- sen átti það einnig til að skila góðu málverki, en hann vann líka á miklu þrengra sviði en Halldór Pétursson og þessir menn báðir voru ekki ofurseld- ir því hlutskipti að þjóna dynt- um samtiðar sinnar á einangr- uðu útskeri, og þarmeð að stað- festa svipmót hennar, svo sem verk þeirra endurspegla á tákn- rænan, sannsögulegan hátt. Þetta gerist einnig með þeim hluta æviverks listhagans Hall- dórs Péturssonar er vís t.d. að leikhúslífi okkar, og gegnum beztu myndir hans af sérkenni- legum persónum líkt og Ólafi Maggadon, og fjölda annarra úrskerandi sterkra manna að svipmiklum persónum og sér- stæðum. Hér kemur það fram, að listamenn eru sannarlega börn samtiðar sinnar og vist má telja, að ef Halldór hefði starf- að meðal stærri þjóðar er eins vist, að hans beztu hæfileikar hefðu lyft honum til mikils frama. Einungis blaðateiknun þykur t.d. veglegt og vanda- samt starf meðal stærri þjóða, og þeir sem framúr skara njóta mikils álits auk þess sem mikl- ar fjárhæðir eru þeim greiddar fyrir einkarétt á birtingu mynda þeirra. Slíkt þekkist ekki i þjóðfélagi okkar og þessi þáttur er er því stórlega van- metinn hér. Þannig hafa að- stæður kreppt að Halldóri og raunar mörgum fleiri, sem hlot- ið hafa fjölþætta náðargáfu teiknarans í vöggugjöf. Mörg einföld blýantsriss, er við sjá- um á sýningu Halldórs, hrífa mig öllu meir en hinar mörgu nostursamlega unnu teikning- ar, er margur dáir svo mjög og gert hafa Halldór mjög vinsæl- an myndsmið. En þetta er ein- ungis einn þáttur listar hans, og hér hefði hann haft öll skil- yrði til enn meiri þroska og frama með nægum verkefnum. Myndir hans af Nixon, Willy Brandt og Kissinger sýna Ijós- lega skopteiknara I fremstu röð, en sem hefði náð enn lengra með sérhæfni á þvi sviði. Hér er sem sagt fengizt við svo margt af mikilli fjöl- hæfni, en án varanlegrar hald- festu á stöðugum verkefnum, svo maður hlýtur að virða árangurinn. Frumriss Halldórs af altaris- töflum, hestmyndum og mál- verkum m.m. þar sem hann vinnur hrátt og umbúðalaust, eiga betur við mitt skap en hin- ar fullunnu myndir hans þar sem tæknin og íburðurinn eru komin inn í myndina sem loka- mark. Þannig er þessu farið gegnum alla sýninguna, að hið einfalda og umbúðalausa höfð- ar meir til min en lokavinnu- brögðin. Það hefði til mikils horft ef Halldór hefði fengið að þjóna þvi innsta eðli sínu að vera einatt með blýantinn á lofti því að sá hlutur er hans mikli atgeir til afreka, ef ég af einlægni mætti visa til vegar — og þann atgeir skyldi hann síð- ur leggja til hliðar til hags fyrir málverkið einvörðungu. Myndaröðin „Helgi skoðar heiminn“ ber að minu mati af á sýningunni að því er heillegt svipmót snertir, og hér kemur það fram hvert Halldór hefði getað náð með svipuðum sam- felldum vinnubrögðum. Það þykir mér galli að frummyndir hans úr bókinni „Hófadynur“ skuli ekki hafa verið settar upp á sýningunni ásamt dæmum um vinnubrögð við frágang bókar- innar, því að hér fer allt sama, fágaðar myndir, prentun og vönduð uppsetning. Ég álít að fleiri slík verkefni myndu auka á hróður Halldórs sem lista- manns, þvi að bókaskreyting er háþróuð listgrein sem margir jöfrar heimslistarinnar hafa spreytt sig á. Málverkið er ekki aðalatriðið né lokastig á stigi myndlista. — Með þessari sýningu vinn- ur Halldór Pétursson vissulega mikinn sigur með þvi að stað- festa fjölhæfar gáfur sinar og fyrir að geta jafnan fest eftir- tektarverðar myndir, hvar sem hann ber niður. Væri vel að Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.