Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 102. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR7. MAÍ 1977
Nýting landgæða til útivistar
ekki síðra verkefni en íþróttin
— sagði Hákon Guðmundsson við setn-
ingu útilífsræðastefnu Landverndar
SL. LAUGARDAG efndi Land-
vernd til ráðstefnu um útilíf, þar
sem fjallað var um ýmsar hliðar
verkefnisins með framsöguræð-
um og í umræðuhópum, kl. 9 að
morgni setti Hákon Guðmunds-
son ráðstefnuna með eftirfarandi
ávarpi:
A ráðstefnu þeirri um landnýt-
ingu, sem haldin var á vegum
Landverndar vorið 1973, var í
fyrsta sinn efnt til almennrar um-
ræðu um heildarsamskipti
islenzku þjóðarinnar við land sitt
og gæði þess. Voru þá reifuð og
rædd viðhorf til nokkurra þátta
landnýtingar í því skyni að fá
yfirsýn yfir það, hvaða sjónar-
miða bæri að gæta við búsetu í
landinu, jafnt á liðandi stund og
með framtíðarnot i huga.
Hér var að sjálfsögðu um svo
yfirgripsmikið viðfangsefni að
ræða, að landnýtingarráðstefnan
1973 gat aðeins fjallað um fáar
hliðar þess. En tilraun sú til út-
tektar á landsnytjum, sem þar var
hafin, leiddi í ljós, svo sem vænta
mátti, að einstakar greinar land-
nýtingar væru það viðamiklar, að
þær geymdu, hver fyrir sig, efni í
sérstaka könnun og umræðu.
A þeim grundvelli var það
byggt, að Landvernd ákvað, að
beita sér fyrir ráðstefnum á sviði
Oft er það á orði haft, bæði í
fjölmiðlum og I samræðum
manna, að matarvenjur Islend-
inga leiði þá til heilsuspillandi
holdafars, ogeinhversstaðarkom
það fram, að athuganir á likam-
legu þoli og úthaldi íslenskra
karlmanna hefðu leitt i Ijós, að
þeir mundu ekki í þeim efnum
vera jafnokar frænda sinna i
öðrum þjóðlöndum. Einnig
heyrast ekki svo sjaldan raddir
þess efnis, að við séum orðnir full
elskir að svonefndum blikk-
beljum og spörum fætur okkar i
þeim mæli, að ævispor margra
séu að verða að bilförum. Þá ber
og að hafa í huga að aukin orlof
veita fleiri mönnum tækifæri til
ferðalaga og fólksfjölgun í þétt-
býlinu skapar íbúum þess þörf
fyrir meira andrými og hreyfingu
undir berum himni.
Ekki verður um það deilt, að
útivist í óspilltu umhverfi —
hreinu lofti og þagnarkyrrð —
getur ráðið miklu um andlegt og
likamlegt heilsufar einstaklings-
ins, og þar með þjóðarinnar í
heild, og verður, þegar á allt er
litið, besta heilsuverndin. Það má
þvi augljóst vera, þegar til allra
þessara atriða er litið, að almenn
fræðsla um það, hverra kosta er
Frá ráðstefnu Landverndar um útilff.
einstakra auðlinda eða lands-
gæða, hvort heldur væri til lands
eða sjávar, í þvi skyni að fá
yfirlit um inntak þeirra og um-
ræóur um það, hvernig nýta
bæri auðlindir þær, sem þjóðin
á og ræður yfir, án þess að
grundvelli þeirra eða uppsprett-
um væri spillt. Varð næsta skref
Landverndar á þessum vettvangi,
að hlutast til um að efnt var til
ráðstefnu i nóvember 1975 um
fæðubúskap Islendinga.
Nú er enn haldið áfram á
þessari sömu braut, og að þessu
sinni er viðfangsefnið hagnýting
landsins til útivistar.
Öþarft er að fjölyrða um þau
margháttuðu gæði, sem náttúra
Islands gefur færi á til útivistar.
Þar er vítt til veggja og hátt til
lofts og völ margra góðra kosta,
allt frá hájöklaferðum í óveðra-
ham til auðveldrar kvöldgöngu á
heimaslóðum.
En hvernig notfærir lands-
fólkið sér þessi gæði. Kann það
skil á gagnsemi þeirra og þeim
hollustuháttum, sem þau geta
veitt? Hver er aðstaða almenn-
ings til að stunda útivist? Hver er
og á að vera afstaða útivistariðk-
andans til náttúru landsins,
gróðurs þess og dýralifs?
Góðu heilli horfir nú til þeirrar
áttar, að með hverju ári fjölgar
þeim, sem fá áhuga á útivist
og skilja gildi hennar. Eigi að
siður er full ástæða til þess, að
vakin sé athygli almennings á
þeirri lífsfyllingu, sem útivistin
getur beitt þeim, sem hana
stunda, og kemur hér margt til.
völ i þessum efnum, er fullkom-
lega tímabær og þá er aðlilegt, að
jafnframt sé kannað, hverra úr-
bóta er þörf til þess að hver og
einn geti notfært sér þau gæði,
sem iðkun útivistar hefur i kjöl-
fari sínu.
En hér er einnig til annarrar
áttar að líta. Hverjar eru skyldur
útivistarmannsins við náttúru
landsins, og það umhverfi, þar
sem hann nýtur útilífs síns?
Hnattstaða landsins, veðrátta
þess og gróðurfar leiða til þess, að
íslenzk náttúra er viðkvæm fyrir
umferð, og oft eru það fegurstu
og eftirsóknarverðustu staðirnir,
sem sízt þola átroðninginn. Það
fylgir því eðlilega auknum ferða-
lögum og vaxandi ferðamanna-
straum, í byggðum og óbyggðum,
að upp koma ýmis vandamál og
úrlausnarefni, sem varða aðstöðu
til útivistar, umgengishætti og al-
menna náttúruvernd.
Þessi þáttur útilifsins, nýting
þeirra landsgæða, sem í boði eru á
þessum vettvangi, er því eigi síð-
ur verðugt viðfangsefni en sjálf
íþrótt útivistarinnar, þegar gerð
er úttekt á gildi hennar fyrir
mannlífið og þær reglur metnar,
sem um iðkun hennar eiga að
gilda.
Mikið skortir á, að við Islend-
ingar höfum fengið heildarsýn
yfir þau svið, sem útivist í víðustu
merkingu spannar, og er brýn
þörf á því, að hér sé tekið til
hendinni.
A þessum forsendum er það
byggt, að Landvernd hefur nú í
náinni   samvinnu   við   Náttúru-
verndarráð, Ferðamálaráð og
nokkur félög, sem starfa á vett-
vangi útilífs, efnt til ráðstefnu
um stöðu útivistar hér á 1 ndi og
útilífsiðkana.
Ljóst má vera, að eins dags ráð-
stefna gefur ekki færi á því, að
brotin séu til mergjar þau marg-
þættu viðfangsefni, sem til álita
koma í þessu sambandi. En með
ráðstefnu þessari er m.a. að því
stefnt, að vekja athygli og áhuga
almennings á gildi útivistar með
því að kynnt sé, hvaða möguleikar
séu til að stunda einstakar grein-
ar útilifs. I því sambandi verður
og komið inn á það efni, hverra
úrbóta sé þörf um aðstöðu á þessu
sviði, — hver sé réttur útivistar-
iðkandans til að notfæra sér þau
gæði, sem landið býr yfir að þessu
leyti og hvaða skyldur við um-
hverfi og náttúru landsins fylgja
því, sem kalla mætti iðkun útivist-
ar.
Öllum þeim, sem hafa unnið að
undirbúningi þessarar ráðstefnu
og átt þátt i því að ýta henni úr
vör, flyt ég þakkir, en Vilhjálmur
Lúðvíksson hefur þar gegnt hlut-
verki oddvitans. Einnig færi ég
þeim, sem góðfúslega hafa undir
það vikizt að flytja hér erindi og
taka þátt í umræðum og öðrum
ráðstefnustörfum, beztu þakkir,
en framlag þeirra ræður mestu
um það, hvernig ráðstefnan
heppnast. Býð ég velkomna hing-
að alla þá, sem á einn eða annan
hátt taka hér þátt í störfum eða
fundarsetu.
Að lokum þetta:
Á útivist eru margir flestir og
þar er um margt að velja, allt
eftir efnum og ástæðum hvers og
eins.
Sumir kjósa laxveiði með
dýrum tækjum og öðrum til-
kostnaði. Aðrir leggja hnakk sinn
á verðmætan gæðing. Enn eru
þeir, sem velja sér dýrindis skíði
eða viðamikinn útbúnað til jökla-
gerða. Allt eru þetta góðir kostir,
en ekki á allra færi. Það er líka
svo, að enginn fer á skíði þar sem
snjólaust er, eða veiðir fisk á
þurru landi. Og vanti hnakk og
hest verður litið úr útreiðinni.
En ein er sú tegund útivistar
— gangan — sem hvorki krefst
tækja né tóla, þótt stundum geti
verið skemmtilegt og jafnvel
gagnlegt að hafa staf. Að þessu
leyti hefur sá maður, sem iðkar
göngur sérstöðu meðal útivistar-
manna. Hvorki er honum veiði-
vatnt snjór né hestur nauðsyn til
síns útilífs. Hann þarf að vísu
hentugan klæðnað, svo sem menn
þurfa alltaf við venjulega vinnu
sína, og sæmilega skó — þó þekkti
ég mann, sem var berfættur við
smalamennsku í Hekluhrauni,
hann sagðist vera miklu léttari á
sér sokkalaus og skólaus —. Og
kunni göngumaðurinn á annað
borð að klæða sig eftir aðstæðum,
varðar hann hvorki um veður né
færi. Hann getur valið sér góngu-
land við sitt hæfi, slétt eða bratt,
og hann skilur manna bezt þau
orð skáldsins „að eiginlega er
ekkert bratt, aðeins mismunandi
flatt" Göngumaðurinn er ekki
öðru háður en getu sinni og vilja.
Sé hann við aldur, fer hann sér
hægt, ef þörf krefur, en sé hann
ungur getur hann tekið sprettinn.
Gangan er þannig iþrótt allra.
Heilnæm, auðveld, ódýr og hljóð-
lát og hæfir því hvaða umhverfi
sem er.
Landvernd hefur á undanförn-
um árum gefið út veggspjald í þvi
skyni að vekja athygli á einhverj-
um þætti í sambúð þjóðarinnar
við landið, og á hvert veggspjald
hefur verið skráð kjörorð, sem
skýrir það markmið, sem myndin
á að tákna.
Veggspjald Landverndar í ár er
því miður ekki enn komið út, en
það verður helgað gönguferðum
um landið.
Ég vona að landsmenn bregðist
vel  við  þeim  boðskap,  sem  það
flytur árið 1977, en hann er þessi.
Göngum um landið
Göngum vel um landið.
Sýning
Jónasar
Guðmundssonar
Jónas Guðmundsson held-
ur nú sýningu á myndlist
sinni á Kjarvalsstöðum. Jón-
as stýrimaður, eins og hann
er stundum kallaður, er einn
af þeim fáu mönnum, sem
orðið hafa til þess, að orðið
þúsundþjalasmiður hefur
haldist í tungu okkar. Hann
leggur gjörva hönd á allt
mögulegt, sem til lista telst,
þó stundar hann enn ekki
ballett-dans mér vitanlega.
Hann sknfar skáldsögur,
ferðapistla, ævisögur og leik-
nt. Hann yrkir Ijóð og málar
myndir, stundar blaða-
mennsku og  sknfar um allt
Myndllst
eftir VALTY
PÉTURSSON
milli himins og jarðar, sem
flokkast undir menninguna,
gagnrýnir jafnt leiklist sem
myndlist, og afköstm eru í
samræmi við það, sem upp
er talið hér á undan. Sú
spurnmg hlýtur að vakna
hvernig hægt hafi verið að
gefa út dagblaðið Tímann,
meðan Jónas stundaði navi-
geringar um heimshöfin og
grár fyrir járnum varði land-
helgi okkar fyrir ásælni óvið-
komandi. Enn á hann það til
að skreppa bæjarleið, og þá
aðallega til að sýna myndir
sínar erlendis, aðallega í
Þýskalandi. Þar í landi hafa
menn fundið íslenskan tón í
verkum Jónasar, og Jónas
fundið stoð og styttu í vini
sínum, Weishauer. Hefur sá
kunningsskapur orðið nota-
drjúgur fyrir hæfileika Jónas-
ar, og er það vel. En Jónas
Guðmundsson hefur alger-
lega haldið hlut sínum í þess-
um vinskap, eins og sannast
rækilega á þessan sýningu á
Kjarvalsstöðum. Þannig hef-
ur Jónas fikrað sig áfram í
myndlist sinni, án þess að
hafa nokkru sinni setið á fín-
um akademíum eða verið
viðriðinn menntastofnunina í
Skipholtinu.
Jónas Guðmundsson hefur
hoggið stórum ! Iist sinni að
undanförnu. Hann sýnir
mikla framför ! myndgerð,
árangur seinustu ára er aug-
Ijós. Ef ég man rétt, hélt
hann sýnmgu á verkum sín-
um í Hamragörðum fyrir ein-
um tveim árum.
Ég hafði ánægju af mörgu
á þeirri sýningu, en samt var
það augljóst þá, að Jónas
flýtti sér stundum um of, og
hlutirnir voru nokkuð lausir i
reipum. Hæfileikar hans voru
auðséðir, en það var eins og
herslumuninn vantaði. Á
sýnmgunni á Kjarvalsstöðum
hefur dæmið snúist við, og
það kemur greinilega í Ijós,
að Jónas Guðmundsson hef-
ur I öllu sínu annriki ekki
dregið af sér við vatnslitina.
Nú sem fyrr eru það bátar og
skip, sem koma Jónasi á
flugið. Sjávarstemmningar
og gömlu húsin í Vesturbæn-
um eru honum hjartfólgin
viðfangsefni. Fáar linur i ein-
lita myndfleti ná að tjá fyrir-
myndirnar á ferskan og trú-
verðugan hátt. Þorpin út á
landbyggðmni eru þarna
emnig og stundum bregður
fólki fyrir í dagsins önn. Sjó-
menn sjást við vinnu sína,
fólk á förnum vegi sjávar-
þorpanna. Flestar myndir á
þessari sýningu eru vatnslita-
myndir, aðeins örfáar olíu-
myndir hafa fengið að fljóta
með að sinni. Jónas hefur
sérstaka tækni við myndgerð
sína í vatnslitum og málar á
tvöfaldan pappír, sem hann
svo rífur upp á köflum, og
beitir hann þannig lifandi og
sjaldgæfn aðferð, sem fellur
vel að hinum hröðu og
augnablikskenndu átökum,
sem dansa með sérstakn
hrynjandi yfir myndflötinn.
Það eru nær 80 verk á þess-
ari sýningu Jónasar og eðli-
lega eru þau dálítið misjöfn
en heildarsvipur sýningarinn-
ar er persónulegur og auð-
kennist af litagleði og ást-
ríðufullum vmnubrögðum.
Jónas er fæddur rómantik-
er, sem vinnur ? snörpum
átökum. Hann er bestur,
þegar hann lætur liti og form
tjá speglun lofts og lagar.
Ljósaskipti og dulræn birta
ems og túlka öryggisleysi til-
verunnar. Sjómaðunnn Jón-
as Guðmundsson hefur sínar
hugmyndir um himin og haf,
tilveruna og hiðóráðna.
Þetta er fjörleg og
skemmtileg sýning hjá Jón-
asi, og það má fullyrða, að
hann hefur ekki gert betur
áður. Þessi sýning kom mér I
ágætt skap, og ég hafði
sanna ánægju af að kynnast
þessum verkum Jónasar
Guðmundsonar.
Valtýr Pétursson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32