Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1977 Magniís Kristján Gíslason -Minning Fæddur 31. mars 1897. Dáinn 25. mars 1977. Föstudaginn 25. mars s.l. andað- ist Magnús Kr. Gíslason, bóndi og skáld á Vöglum i sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Hann var í heiminn borinn á Stóru-Ökrum þann 31. mars 1897. Foreldrar hans voru: Gísli Sigurjón Björnsson, bóndi og oddviti á ökrum og kona hans: Þrúður Jónína Árnadóttir. i Skag- firskum æviskrám segir svo meðal annars um þau hjón: „Sem að líkum lætur með svo vel gerð- an mann, (Gisla) kusu hreppsbú- ar hann fljótt í trúnaðarstöður. Hreppsnefndaroddviti var hann 1901 — 37, sýslunm. 1915 — 37 (tvö fyrstu árin varamaður). Fleiri störfum gengdi hann um- lengri eða skemmri tíma, svo sem pöntunarstjórn fyrir Akrahrepp, var lengi úttektarmaður, umboðs- maður Brunabótafél. islands, safnaðarfulitrúi, hafði lengi lög- ferju á Héraðsvötnum. Var um hríð endurskoðandi sýslusjóðs- reikninga og hafði um skeið á hendi jarðabótamælingar. — Flest þau mál, er tilheyrðu hrepp hans, lét Gisli sig skipta að meira eða minna leyti, bæði út á við og eins innan sveitar. Telja ýmsir, er muna Gísla vel, að hann hafi verið einn mestur félagsmálamaður í Akrahreppi um sína daga, eða jafnvel það sem liðið er af þessari öld“. „Þrúður var friðleikskona og nett, mikil og dugleg húsmóðir, dagfarsprúð og nærgætin. Vel virt af heimilisfólki og öllum, sem náin kynni höfðu af henni. Gjaf- mild og greiðasöm gæðakona. Var fórnarlund hennar og mann- gæsku við brugðió." Magnús var einkabarn foreldra sinna og átti aldrei heimili afbæja þeim. Hann ólst upp á Ökrum, en flutti með foreldrum sínum að Vöglum árið 1918. Þá um vorið útskrifaðist hann búfræðingur frá Hólaskóla, eftir tveggja ára nám með ágætist einkunn, enda góður námsmaður, kappsfullur og fylginn sér. Heimili foreldra Magnúsar stóð um þjóðbraut þvera, um það léku allir straumar þjóðlífsins. Þar var funda- og þingstaðiir Akrahrepps, allt skemmtanahald framhéraðs austan Vatna fór þar fram. Það hlaut því að fars svo, að Magnús mótaðist og hertist í um- róti og arnsúg þeim, sem um þjóð- lífið fór á 1. og 2. tug þessarrar aldar, enda gætti þess ætíð i hugs- un hans, framgangi og athöfn til síðasta dags. 22. mars árið 1921. gekk Magnús í hjónaband með Ingibjörgu Stefánsdóttur Sigurðs- sonar, bónda á Þverá, og konu hans: Hjörtínu Hannesdóttur. Ingibjörg var vel gefin kona bæði til líkama og sálar, glaðlynd, viðfelldin, trygglynd og vinföst, hyggin búsumsvifakona og frá- bær húsmóðir. Hún var manni sínum samboðinn og traustur förunautur, og í sameiningu gerðu þau garð sinn frægan fyrir rausn og myndarbrag. Þau eign- uðust einn son barna, Gísla. Hann var kvæntur Kristínu Sigurmons- dóttur Hatmannssonar, bónda Kolkuósi, og konu hans: Haflinu Björnsdóttur. Gísli og Kristín búa á Vöglum, þau eiga 8 mannvæn- leg börn. Konu sína missti Magnús, eftir langa vanheilsu, 11. febr. 1971. Þá höfðu þau Magnús og Ingibjörg búið á Vöglum i 50 ár, fyrst í sambýli við foreldra Magnúsar til 1937 og siðar við Gísla, son þeirra hjóna, og Kristínu konu hans. Vaglar voru taldir heldur kosta- lítil jörð, er þeir feðgar fluttust þangað, en með breyttum tímum, nýrri tækni, hyggindum og atorku sá Magnús þá umskapast í góð- býli, sem fleytir nú einu stærsta kúabúi sýslunnar, er hefur á sumum árum lagt inn mesta rhjólkurmagn í Mjólkursamlag Skagfirðinga. En þess e skylt að geta, að undir þá hafa verið lagð- ar tvær kotjarðir: Vaglagerði og Grundarkot. Nú eiga Vaglár land frá Heraðsvötnum til hæstu eggja á Akraöxl. Á fyrstu búskaparárum Magnúsar var fábreytt tækni til jarðræktarstarfa, en ótrauður lagði hann til atlögu við kargþýft túnið með undirristuspaða og skóflu að vopni. Þeirri lotu var fram haldið af elju og ötulleika, án þess að láta sér I augum vaxa likamserfiði eða seytlandi svita- læki, vitandi það, að „i sveita þins andlitis skaltu þins brauðs neyta." Enda skyldi allt til vinna t Eiginkona mln, móðir okkar, tengdamóðir og amma. GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Álfaskeiði 27, Hafnarfirði verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni 1 Hafnarfirði, þriðjudaginn 24 mal kl. 14.00. Magnús Haraldsson, Sigrfður Magnúsdóttir, Sveinbjörn Guðbjarnarson. Haraldur Magnússon, Margrét Pálsdóttir. Gunnar Magnússon. Guðbjörg Á. Magnúsdóttir, Sveinn ÞórSarson. og barnabörn. t Unnusti minn, sonur okkar, bróðir og mágur, KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON. Háaleitisbraut 101. er lést 1 5 maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24 maí kl 10 30 f h Marla Jónatansdóttir, Kristjána Jónsdóttir, Sveinbjörn Kristjánsson, Jón Ingvar Sveinbjörnsson, Bryjjólfur A. Brynjólfsson, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Björn Bjarnason. Faðir okkar, tengdafaðir og afi ALFONS HANNESSON, Holtagerði 10, Kópavogi, verður jarðsunginn mánudaginn 23 maí kl 3 e.h frá Fossvogskírkju. Hannes Alfonsson, Halldóra Kristjánsdóttir, Benedíkt H. Alfonsson, Katrfn Jónsdóttir. Þórir Alfonsson, Margrét Vigfúsdóttir, Garðar Alfonsson, Elln Skarphéðinsdóttir, Gunnhildur S. Alfonsdóttir, Ólafur Stefánsstn, Ásta S. Alfonsdóttir Alfreð Harðarson, Aðalheiður Kr. Alfonsdóttir, Kristján Ásmundsson. og barnabörn að skapa skilyrði til bjargálna bú- rekstrar, og jafn gjörhugull maður og Magnús sá glöggt og vissi, að þar var frumskilyrðið að hlúa að og auka jarðargróðurinn — undistöðu og frumgjafa alls lífs í jörðu og á, — og gera sér hann auðnýttann. Það var því undra stór og vélsléttur völlur hringinn í kringum Valgabæ, þeg- ar hin stórvirka ræktunartækni kom með stökkbreytingu inn í íslenska búskaparhætti. Snemma á sínum búskapar- árum tileinkaði Magnús sér þau sannindi, að góð meðferð bústofns I fóðrun, umhirðu og natni er einn traustasti horn- steinn undir afkomu bóndans og sá burðarás, sem hans efnahags- lega sjálfstæði hvílir á. Hann fór því manna best með fénað sinn og átti ætíð gnægðir heyja. Hann var skepnuvinur og hafði sérstaklega mikið yndi af sauðfé, eins og glöggt kemur fram í ljóðum hans. Um kúpening var honum minna gefið, þó hann sæi og skildi gildi þess lífdrykkjar, er frá honum streymir og haldið hefur tórunni öðru fremur í islenskri þjóð í ald- anna rás. Magnús á Vöglum var bóndi af lifi og sál. Hann var sáðmaður, vildi rækta bú og jörð, unnandi alls lífmagns og gróanda, dáðist að og tignaói sköpunarmátt og frjóauðgi náttúrunnar, var hrif- næmur fyrir fegurð og mikilleik lands, lofts og lagar í myndauðgi og litbrigðum. Tilfinningar sinar, hugsanir, vonir og þrár batt hann i meitluð kvæði og lausavísur, sem flugu vítt og breitt um byggð- ir landsins. Dæmigert fyrir Magnús er kvæði hana: Ó, kom þú vor. Ó, kom þu vor með sól og sunnanblæ, þá svigna fannir, roðnar fögur hlíð, er brumsins máttug byrjar vaxtar tíð og blómin smáu lifna kringum bæ. Ég þrái vor með fossa og fljóta nið, er fögnuð Iffsins bera yfir jörð. Þá liðin eru vetrarhretin hörð og harpa dalsins slær við strauma klið. Ég þrái öll hin sæiu sumarljóð, sönginn þrasta yfir grænum dal, lamba glæstan leik f fjallasal, litla kálfa, folöld, villistóð. Ég þrái höndum hreyfa gljúpa mold og höfgan ilmínn teyga að vitum mér, Hver frumeind smá, er ekkert augasér, um árþúsundir tengir Iff við fold. Kom sumarregn, að svala þyrstri jörð, með sólarblikí eftir gengna skúr, svo losni frjómögn vetrarviðjum úr, og vermist jurtarrót f köldum svörð. Kom, blessað vor, og bægðu vetri frá, á bikar rauðum freyði daggar vfn, er bergja megi börnin smáu þfn, blóm í haga eftir vetrar dá. Kom, blessað vor, með bjarta nótt og y 1, blómaskrúða yfir græna jörð, sólarloga vftt um f jall og fjörð, fulgasöng við lækjarundirspil. Þó Magnús á Vöglum væri bundinn striti bóndans, sem hversdagsannir virkja tíðum hverja stund hjá, þá fullnægði það enganveginn hans starfs- hneigð. Hann þurfti vlðara svið til athafna. Hann vildi rækta fleira en bú og jörð. Hann var gripinn þrá leitandans. Hann vildi rækta sinn hugarakur. Þar vildi hann plægja, sá og uppskera. Það varð hans hugðarefni, gleðigjafi geng- inna daga. Magnús var vel gerður frá náttúrunnar hendi. Hann hafði skarpa hugsun og skeleggan vilja og hann var haldinn vökulli hvöt til að þroska þær góðu gjafir, er móðir náttúra lagði honum til I erfðum og uppeldi. Hann var framsækinn athafna- maður. Hyggindi, áræði og þraut- seigju brast hann aldrei. Þar sem hann var þannig gerður til orðs og æðis þurfti hann talsvert olnboga- rými. Vel fór þvi á, að Vagiar standa hátt, einir sér, og þar sat Magnús i nokkurskonar hásæti og gafst glæst sýn um þveran og endilangan Skagafjörð. Magnús var maður andstæðna, maður styrs og storma, en hugur hans átti einnig blækyrrð, mýkt og hlýju. Um hann rikti sjaldan deyfð eða lognmolla. Ef hann komst i „ham“ — eins og oft gat hent, er hann „var við skál“ — þá fór gustur þar um gættir, er hann gekk um. Þá var líkt og hugur hans væri gripinn svipuðum til- brigðum eins og hamfarir lofts- ins, þegar austan byljirnir koma æðandi í boðaföllum úr Miðsitju- skarðinu tg steypa sér yfir Vagla, hrifsa með sér og velta úr skorð- um öllu, sem á leið þeirra verður, þeyta mjallroki, möl og salla í loft upp, spinna það saman í vöndla, en tæta þa sundur I sömu andrá t Móðir okkar, tengdamóðir og amma JÓNÍNA LOFTSDÓTTIR, Sólheimum 23. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 23. mal kl 1 3 30. Blóm vinsamlega afþökkuð. en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Hákon J. HafliSason, Ásdls HafliSadóttir, ‘ Gunnar Gigurglslason, Loftur HafliSason, SigrlSur Danielsdóttir, Kristján HafliSason, Helga Wiium. og barnabörn t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGVELDUR EINARSDÓTTIR, frá GarShúsum, Grindavlk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 24 maí kl 13.30. Ólaffa og Niels P. Sigurðsson Sólveig ívarsdóttir SigurSur Rafnsson og barnabörn t Við þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð vegna andláts KRISTMANNS HJÖRLEIFSSONAR Hulda Einarsdóttir Gerður Hjörleifsdóttir Ásgeir Hjörleifsson Hjördls SigurSardóttir Helgi Hjörleifsson Sigrún Glsladóttir Hjördls Hjörleifsdóttir GuSjón Einarsson og dreifa því vítt og breitt um Eylendið. Á slikum stundum gat hann verið ádeilinn og óvæginn. Þá var mælska hans svo mikil, að engin máttarvöld fengu stöðvað hana. Það var eins og flaumósa iða félli stall af stalli og steyptist að endingu i sveip strengsins, slik voru tilþrif hugans. Það voru fæðingarhríðir þess, er safnast hafði fyrir og krafðist útrásar. En Magnús var einnig sáttfús og laus við langrækni. Á fyrri árum gekk Magnús í Framsóknar- flokkinn og fyldi honum að mál- um til ársins 1933, er Tryggvi Þórhallsson sagði sig úr honum og myndaði Bændaflokkinn. Við næstu Alþingiskosningar var Magnús í framboði fyrir Bænda- flokkinn. Eftir að Bændaflokkur- inn leið undir lok, átti Magnús ekki afturkvæmt til framsóknar- manna, en fylgdi Sjálfstæðis- flokknum oftast að málum — eft- ir því sem efni stóðu til — Magnús for sinar eigin leiðir í ákvarðanatöku og lét ekki nefnd- ir, ráð eða flokksþing sefja hug sinn né vilja. Hann var aldrei taglhnýtingur annarra, en samur við sig: Magnús á Vöglum. Snemma bar á þvi, að Magnús væri glöggur fésýslumaður. Hann var því aldrei undir þá sök seldur að þurfa að knékrjúpa neinum vegna skulda eða fjárhagserfið- leika. Hann vildi styrkan gjald- miðil, sem hlyti tiltrú fólksins og skapaði festu í viðskiptum, en ekki glundroða óðaverðbólgu og gengisfellinga. Hann sagði því eitt sinn, er Sjálfstæðisflokkur- inn stóð að gengisfellingu: Háttum breytt: á stjórnsker steytt, v strandið leitt ei flúið. Gengið sneytt og öllu eytt, örbirgð fleytt í búið. Um Magnús má með sanni segja það sama, er hann sagði i ijóðinu: Lands þó gálaust fjárhagsfley fjöldans brjáli kjörum, þeim í málúm ýttir ei út af háium skörum. Að eðli og gerð var Magnús maóur einkaframtaks og einstakl- ingshyggju, en hann var nógu raunsær og víðsýnn til að sjá nauðsyn samvinnu á ýmsum svið- um. En þar taldi hann að ekki mætti fara oft langt, þannig að einstaklingurinn fengi ekki notið sín, eða væri knúinn undir vissa stefnu eins og oft vill verða, þegar stefnum og fyrirtækjum vex fisk- ur um hrygg og aðstaða skapast fyrir misvitra ráðamenn til að nota séraðstöðu. Hann vildi Iáta einkaframtak og samvinnu standa hlið við hlið i drengilegri sam- keppni, en ekki að sá sterkari beitti bolabrögðum gagnvart hin- um eins og raun vill á verða — og dæmin sanna. Magnúsi var nauðsyn á að blanda geði við aðra. Hann var dagfarsgóður, ræðinn, góður og reifur heim að sækja. Fundar- maður var hann góður og lét þar að sér kveða. í menningarmálum var hann vakandi, vildi stuðla að lestri góðra bóka og var um ára- raðir formaður og aðaldrif- f jöðrinn I „Litla lestrarfélaginu“ í Miklabæjarsókn, En það varð síð- ar aðal kjarninn í skólabókasafni Akrahrepps. Sjálfur las hann Afmælis- og minningar- greinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á þvf, að af- mælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með gððum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til Ijóða eða sálma skal höfundar getið. Grein- arnar þurfa að vera vélrit- aðar og með góðu Ifnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.