Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979 Konu Bhuttos sleppt Karachi 29. maí AP. NUSRAT Bhutto, ekkju Ali Bhuttos. ok dóttur þeirra, Benaz- ir, var í dag sleppt úr lögreglu- búðum skammt frá Isiamabad að því er sagt var frá í Karachi í dag. Gefin var út opinber til- kynninK um. að þær mæðtfur hefðu farið fluKÍeiðis til Karachi að eijfin ósk. Nokkur tími er liðinn síðan ríkisstjórn landsins hét að láta þær lausar en þær voru báðar allatkvæðamiklar í Þjóðarflokki Bhuttos. Þær voru teknar tveimur mánuðum áður en Bhutto var líflátinn, en Nusrat Bhutto fékk þó að vitja manns síns í fangelsið. Nusrat Bhutto er nú formaður flokksins en búizt er við dóms- úrskurði um að hún megi ekki hafa afskipti af stjórnmálum. Fulltrúi Fatah í Kairó? Kairó 29. maí Reuter. ZUHAIR Ezzeddin. fulitrúi Ai Fatah f Beirut, er kominn til Kairó tii viðræðna vegna samn- inga Egypta og ísraela, að þv( er áreiðanlegar heimildir Reuter hermdu í dag, en fréttin hefur ekki fengizt staðfest. A1 Fatah er undir stjórn Yassirs Arafats, en hann hefur vísað eindregið á bug ofannefndum samningum og talað um að með þeim hefðu Egyptar svikið Palest- ínumenn. Hefur Arafat nokkrum sinnum haft uppi ógnanir vegna þessa. PLO hefur engan fulltrúa haft í Kairó síðustu mánuði. Þetta gerðist 30. maí 1973 — Vestur-Þjóðverjar og Tékkar taka upp eðlilegt stjórnmálasamband. 1971 — Mariner 9 skotið frá Kennedy-höfða til Mars. 1968 — De Gaulle rýfur þing, boðar til kosninga og neitar að fara frá. 1967 — Nasser forseti og Huss- ein konungur undirrita varnar- samning. 1961 — Trujiilo, einræðisherra Dóminiska lýðveldisins, ráðinn af dögum. 1942 — Brezk skipalest kemur til Rússlands þrátt fyrir harðar loftárásir. 1913 — Lundúna-sáttmáli Tyrkja og Balkanríkjanna undir- ritaður. 1904 — Japanir taka rússneska bæinn Darien. 1876 — Adbul Azia Tyrkjasold- áni steypt og Murad V tekur við. 1814 — Fyrri Parísarfriðurinn: Frakkar viðurkenna landamær- in frá 1792 og sjálfstæði Niður- landa og italskra og þýskra ríkja. 1808 — Napoleon Bonaparte innlimar Toscana á Ítalíu. 1588 — Flotinn ósigrandi siglir frá Lissabon til Englands. 1539 — Landganga Hernandqde Soto á Florida. 1534 — Hinrik VIII kvænist Jane Seymour. 1498 — Kólumbus siglir frá Spáni í þriðju ferðina til Nýja heimsins. 1431 — Jóhanna frá Örk brennd á báli í Rúðuborg. Afmæli. Pétur mikli Rússa- keisari (1672-1725) - Henry Addington, enskur forsætisráð- herra (1757—1844) — Benny Goodman, bandarískur tónlist- armaður (1909----) Andiát. Peter Paul Rubens, myndlistarmaður, 1640 — Aiex- ander Pope, skáld 1744 — Voit- aire, rithöfundur, 1778. Innient. Eggert ólafsson drukknar 1768 — „Stríðshjálp“, aukaskattur Kristjans V, 1679 — Nýr verzlunartaxti 1776 — d. Ormur Klængsson 1287 — Vís- indaleiðangur Paul Gaimards kemur til Reykjavíkur 1836 — Jón Sigurðsson kosinn forseti bókmenntafélagsins 1851 — 34 farast af hákarlaskipum norðan- lands 1875 — Hjalti Jónsson klífur Eldey 1893 — Fyrsti íslenzki ríkisráðsfundurinn í Fredensborgarhöll 1919 — 30 handteknir við knattspyrnu- keppni 1940 — 25 farast í flugslysi í Héðinsfirði 1947 — Efnahagsstofnun tekur til starfa 1962 — Brezk herskip kvödd úr landhelginni 1975 — f. Erlendur Ó. Pétursson 1893. Orð dagsins. Við vitum of margt og erum sannfærðir um of fátt — T.S. Eliot, brezkt skáld (1888-1965). Talaðu þá beint við fólkið sem notar vöruna. Þú nærð til þess í VIKUNNI, mest lesna tímariti á lslandi. : Sértu að bjóða það sem fólkið í landinu raunverulega vill og á verði og/eða greiðslukjörum sem því líkar, þá færð þú auðvitað viðskiptin. *Skv. fjölmiðlakönnun Hagvangs og Sambands ísl. auglýsingastofa. WKM í 50 daga nöðruhófi Hartbecsport. Suóur-Afríku. 28. maí. AP. EF'TIR „fimmtíu daga vítisdvöl“ með eitursnákum steig Peter Snyman sigri hrósandi út úr búri sinu á sunnudag og hét þvf að gera aldrei tilraun til að slá eigið heimsmet. Snyman, tuttugu og fimm ára að aldri, betrumbætti um fjórtán daga heimsmet í sambýli við eitursnáka, en fyrra metið átti annar Suður-Afríkumaður. „Guði sé lof að því er lokið," sagði Snyman, „ég hefði ekki þolað við einn dag í viðbót." Heimsmethafinn nýi dvaldi með tuttugu og fjórum snákum í búri, sem var tæplega þrír metrar að flatarmáli. Voru sumir það hættu- legir að fórnardýrið hefði, að sögn Snymans, látizt á mínútu hefði það orðið fyrir biti. Veður víða um heim Akureyrí 5 skýjaó Amsterdam 23 akýjaó Apena 30 heióríkt Barcelona 20 skýjaó Borlín 27 sól BrOsael 20 bjart Chicago 18 bjart Denpasar 31 skýjað Franfurt 21 bjart Feneyjar 26 heiórfkt Genf 22 bjart Helsinki 17 bjart Hong Kong 25 skýjaó Jerúsalem 26 heiöríkt Jóhannesarb. 20 skýjaó Laa Palmas 22 skýjaó Lissabon 21 bjart London 16 rigning Kaupmannahöfn 17 bjart Los Angeles 21 skýjaó Madrid 26 rigning Miami 27 rigning Malaga 24 lóttskýjaó Majorka 27 •kýjaó Montreal 19 skýjaó Moskva 30 bjart Nýja Delhi 35 bjart New York 24 skýjaó Ósló 17 skýjaó París 23 skýjaó Rio de Janeiro 29 •kýjaó Rómaborg 30 bjart Reykjavík 5 •kýjaó San Francisco 19 bjart Stokkhólmur 21 bjart Sidney 24 rigning Teheran 27 bjart Tel Aviv 26 bjert Tókíó 26 bjart Toronto 17 •kýjaó Vínarborg 29 bjart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.