Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 32
Al'GLÝSINGASÍMINN ER: 22480 10% hækkun á flugfar- gjöldum innanlands VerðlaKsyfirvöld hafa heim- ilað FluRleiðum 10% hækkun á fargjöldum á innanlands- leiðum ok tekur hækkunin ííildi frá ojí með deginum í dat{ að telja. Er þetta önnur hækkunin á farxjöldum inn- anlands á skömmum tíma. þvf að í marz var heimiluð 20% hækkun. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar blaða- fulltrúa Flugleiða kostar nú far aðra leiðina frá Reykjavík til Akureyrar 12.750 krónur, flugfar til Vestmannaeyja kostar 8.400 krónur, flugfar til ísafjarðar kostar 11.850 krónur og flugfar til Egilsstaða kostar 17.200 krónur. Við fargjaldið bætist síðan 400 króna flug- vallarskattur. Sveinn sagði að Flugleiðir hefðu sótt um hækkun til þess að haida í við verðbólguna en þessi 10% hækkun nú dygði þó ekki til, þar sem orðið hefðu hækkanir á öllum kostnaðar- liðum, ekki síst launum og olíu. Sveinn sagði að hallarekstur hefði verið á innanlandsflug- inu nokkur undanfarin ár og hefði tapið s.l. fjögur ár numið um 1000 milljónum króna, reiknað á verðlagi dagsins í dag. VSÍ-félagar ræða aðgerðir ALMENNUR íelagsfundur í Vinnuveitendasambandi ísiands verður haldinn í dag í Domus Medica og hefst fundurinn klukkan 16. Það er framkvæmda- stjórn VSÍ, sem til fundar- ins boðar, og veröur fundarefnið staðan í kjara- málunum, stefna VSÍ í þeim efnum og hugsanlegar aðgerðir af hálfu vinnuveit- enda til þess að fylgja henni eftir — eins og segir í fréttatilkynningu frá VSÍ, sem Mbl. barst í gær. s- Olafur doktor við Manitóbaháskóla Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra fór, í morgun utan til Manitoba í Kanada, þar sem hann verður gerður að heiðursdoktor við Manitóbaháskóla. Forsætis- ráðherra er væntanlegur heim aftur næstkomandi sunnudag. JGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JR#r0unbI«l>it> MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979 DC-10 þota Flugleiða í ítarlegri skoðun í París DC-10 breiðþotu Flugleiða var laust eftir kl. 19 í gær snúið við þar sem hún var á leið frá Luxemborg til Keflavfkur og henni gert að fljúga til Parísar. Bandaríska flugmálastjórnin gaf f gær út tilkynningu þar sem aliar DC-10 þotur skráðar í Bandarfkj- unum voru settar f flugbann þar til þær hefðu verið skoðaðar að nýju. í framhaldi af slysinu f Chicago sl. föstudag voru athug- aðar hreyfilfestingar í vélum aí þessari gerð og við nánari skoðun kom fram að rannsaka þurfti ítarlegar hvort um málmþreytu gæti verið að ræða f þeim. DC-10-30 þota Flugleiða var í fyrrinótt í skoðun í New York og kom hún til landsins á hádegi í gær. Voru með henni 330 manns og var flogið áfram til Luxemborgar enda hafði ekkert athugavert kom- ið fram í henni við skoðun. Þegar vélin var síðan á leið frá Luxem- borg og komin áleiðis út yfir Norðursjó barst Jóni M. Pálssyni yfirmanni skoðunardeildar Flugl- eiða tilkynning frá Seabord World Airlines þess efnis að vélinni skyldi tafarlaust snúið til ítarlegrar skoð- unar og var ákveðið að hún skyldi lenda í París. Kom hún þangað kl. 22 að ísl. tíma. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða voru með vélinni 182 farþegar og var unnið að því í gærkvöldi að útvega þeim far áleiðis vestur um og var ekki útlit fyrir að það myndi takast fyrr en með morgninum. Þeir farþegar sem staddir voru á íslandi, kring- um 200, og hugðust fara til New York í gærkvöldi gátu flestir kom- ist með Flugleiðavél sem var á leið Var snúið við á leið frá Luxemborg til Baltimore. Sveinn sagði að DC-10 þotan ætti ekki að vera í áætlun í dag og kvað hann menn vonast til að skoðuninni yrði lokið fljótt þannig að ekki yrði mikil röskun á áætlunarfluginu. Leifur Magnússon deildarstjóri hjá Flugleiðum sagði að skoðunin ætti að fara fram hjá UTA-flugfé- laginu, sem einnig sér um viðhald fyrir mörg flugfélög. Bandaríska flugmálastjórnin og Douglas verksmiðjurnar voru í gærkvöldi ekki búnar að gefa út nánari lýsingu á hvernig rannsóknin ætti að fara fram, en Leifur sagði að athuga ætti frekar festingarnar milli hreyfilsins og vængsins. Hefði verið fyrirskipað að vélar skyldu lenda á næsta flugvelli og næði þetta til vélar Flugleiða sem enn er skráð í Bandaríkjunum. Kvaðst Leifur ekki vita hvort Flugleiðaþotan yrði að bíða eitt- hvað áður en hún kæmist að í skoðun, en vonaðist til að það tæki ekki langan tíma, enda væri hér um nýja þotu að ræða, smíðaða á síðasta ári, en skylt væri að fara að ítrustu kröfum um öryggi. Þess má geta að þota Flugleiða er af gerðinni DC-10-30 sem hefur nokkru öflugri og stærri hreyfla en vélin sem fórst við Chicago, en hún var af gerðinni DC-10-10 og eru þær einkum notaðar til flugs á styttri flugleiðum. Útlitsteikning af DC-10 þotu Douglasverksmiðjanna. Börnin leika sér áhyggjulítið á leikvellinum og láta ekki hið minnsta truflast af myndatökumönnum. Lj6gm Emjlja Vaxtaaukalán í 35,5% og víxilvextir í 25,5% Verðbótaþætti vaxta bætt við höfuðstólinn BANKASTJÓRN Seðlabankans gaf í gær út tilkynningu um stefnu í vaxta- og lánskjaramálum, og er hún í samræmi við lög um stjórn efnahagsmála. Felst í ákvæðum þessara laga að verðtryggingu inn- og útlána verði náð í áföngum fyrir árslok 1980. Fyrsta skrefið verður tekið 1. júní með nýjum útreikningi vfsitölu framfærslukostnaðar og verður síðan reiknað út á þriggja mánaða fresti. Núgildandi mat verðbólgustigs er 41,8%. • Reglur um verðtryggingu miða að því að allt sparifé sem bundið er til þriggja mánaða eða lengur skuli tryggt gegn verðrýrnun af völdum verðhækkana. Vextir þriggja mán- aða vaxtaaukainnlána mynda við- miðunargrundvöll vaxtakerfisins og er við það miðað að vextir af þeim verði orðnir jafnir verðbólgustigi í árslok 1980. • Lögin fela í ser að verðbótaþátt vaxta megi leggja við höfuðstól láns og er talið mikilvægt að grunnvextir séu lágir, en verðbótahluti vaxtanna greiðist eftir á með þeim hætti að hann leggist við höfuðstól og endur- greiðslan dreifist é það sem eftir er lánstímans. • Vextir á eldri lánum með ákvæð- um um breytilega vexti munu fylgja almennum vöxtum, en talið er nauð- synlegt að innlánsstofnanir gefi viðskiptaaðilum sínum kost á að semja um ný kjör á eldri lánum í samræmi við hinu nýju lánskjör. • Vextir af almennum spariinnlán- um eru eftir 1. júní 22%, þ.e. 5% grunnvextir og 17% verðbót. Þessir vextir voru áður 19%. Af 12 mánaða vaxtaaukareikningi eru vextir nú 34.5%, en voru 32%. Útlánsvextir eru nú 25,5% af skammtímavíxlum, 35.5% af vaxtaaukalánum, og van- skilavextir eru 4% á mánuði. Sjá nánar á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.