Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 Frændi okkar VALDIMAR TÓMASSON, •öölasmiöur, frá Kollsá, Ásbraut 3, Kópavogi, andaöist aö heimili sínu 6. október. Systkinabörnin. + Eiginmaöur minn SIGURDUR 1. GUÐMUNDSSON Birkimel 10 A lézt í Landsspítalanum aö morgni sunnudagsins 7. okt. Guöleif S. Guömundsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, JOHANN S. GUÐMUNDSSON, Slóttahrauni 26, Hafnarfiröi, lézt í Borgarspftalanum 7. október. BJarnveig Þorsteinsdóttir og börn. + Faölr mlnn, SIGURJÓN JÓNSSON, Ásvallagötu 27, lézt f Landakotsspítala 5. október s.l. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Jón Sigurjónsson. + Móöir okkar KRISTJANA ÞORSTEINSDÓTTIR, Melum, Kópaskeri, iést sunnudaginn 7. okt. Börn hinnar létnu. + ÁGÚST ÚLFARSSON, lézt á sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 5. október. Fyrlr hönd ættingja, Oddrún Pélsdóttir, Þórunn Siguröardóttir, Anna Jónsdóttir, Þorsteinn Sigurösson. Útför SIGURDAR OTTÓS STEINSSONAR, fré ísafiröi, Skólavöröustíg, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 10. október kl. 15. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Barnadeild Landakotsspitala. Vandamenn. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, EINAR ÁSGRÍMSSON, Grundargötu 9, Siglufiröi, lést aö heimili sínu að morgni föstudagsins 5. október. Dórothea Jónsdóttir og börn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð viö andlát og jaröarför systur okkar og mágkonu, GUÐRÚNAR F. SIGURÐARDÓTTUR, fré Múla vió Þorskafjörö. Sigríöur Siguröardóttir Halga Siguröardóttir Ragnar Jónsson Siguröur G. Sigurðsson Sigríöur Pétursdóttir. Ögmundur Ólafsson skipstjóri—Minning Ögmundur Ólafsson skipstjóri andaðist á Borgarspítalanum 2. okt. s.l. naumlega 84 ára að aldri. Hann fæddist í Flateyri á Breiðafirði 18. október 1895. Skömmu áður en Ögmundur fæddist drukknaði faðir hans í róðri. Stóð þá móðirin ein uppi með tvo drengi, Ögmund og Hans, sem báðir urðu miklir sjómenn og náðu háum aldri. Þegar eftir fermingu hóf Ögmundur ólafsson störf sem háseti á skútum og kom þá brátt í ljós að honum var sjómennskan í blóð borin. Hann gekk í Stýri- mannaskólann í Reykjavík og brautskráðist þaðan árið 1917. Hann var stýrimaður á togurum frá Hafnarfirði á árunum 1920-1930 en síðan lá leiðin aftur á æskustöðvarnar í Flatey á Breiða- firði. Ögmundur Ólafsson var um ellefu ára skeið, þ.e. árin 1930—1941, skipstjóri á flóa- bátnum Konráði, sem sigldi með fólk og varning milli hinna byggðu eyja á Breiðafirði og strandsveit- anna í Barðastrandasýslu. Hefi ég heyrt marga róma öryggi hans og farsæld í því starfi, enda var hann þaulkunnugur öllum siglinga- leiðum á Breiðafirði. Árið 1941 fluttist Ögmundur Ólafsson til Reykjavíkur og hóf störf hjá Skipaútgerð ríkisins. Hann var stýrimaður á ýmsum strandferðaskipum en ferli sínum lauk hann sem skipstjóri á Herðu- breið uns hann fór í land árið 1962 fyrir aldurs sakir. Á árinu 1943 gerði þýsk herflugvél árás á strandferðaskipið Súðina svo sem mörgum er í fersku minni. ögmundur ólafsson var þá stýri- maður á skipinu. Hann særðist illa í þessari viðureign en náði þó fullri heilsu á ný. ögmundur Ölafsson kvæntist árið 1917 Guðnýju Hallbjarnar- dóttur Bergmann, en hún var sem hann fædd og uppalin í Flatey á Breiðafirði. Þeim varð fjögurra barna auðið. Einkasoninn, Ólaf Geir, misstu þau í Þormóðsslysinu árið 1943. Það varð þeim hjónum þungur harmur. Dætur þeirra eru þrjár, Guðlaug, Birna og Guðmunda, allar búsettar í Reykjavík. Guðný, eiginkona ögmundar, var kona trygglynd, skapföst og umhyggjusöm, sem stýrði heimilinu í löngum fjarvistum eiginmannsins á sjónum. Hún var alltaf á sínum stað eins og ögmundur sagði réttilega. Hún var stoð hans og stytta í lífinu eins og góðri konu sæmir. Guðný Hallbjarnardóttir andaðist 9. ágúst árið 1971. Ég vissi engin deili á Ögmundi Ólafssyni fyrr en á árinu 1949, er ég kynntist konu minni, sem er bróðurdóttir Guðnýjar konu hans. Eftír það urðu samfundir okkar ögmundar tíðir og kom ég oft á héimili þeirra hjóna mér til ánægju. Húsbóndinn var hógvær í tali en hafði frá mörgu að segja af sjóferðum og svaðilförum. Kynni okkar ögmundar héldust betur en ella sökum þess að sterk bönd frændsemi og vináttu tengdu saman konu mína og dætur hans. ögmundur Ólafsson var stór maður og þrekvaxinn, myndarlegur á velli og sviphreinn. Hann hafði til að bera jafnaðar- geð og æðruleysi, sem jafnan einkennir góða sjómenn. ögmundur var félagslyndur maður og naut þess að gleðjast með góðum vinum. Ég hygg að hann hafi verið vel látinn meðal allra, sem honum kynntust, og aldrei vissi ég til að Ögmundur eignaðist óvildarmann. Honum auðnaðist að ljúka farsælu ævi- starfi. Jarðneskar leifar Ögmundar Ólafssonar verða til moldar bornar í kirkjugarðinum í Flatey á Breiðafirði þar sem hann mun hvíla við hlið konu sinnar. Er sá legstaður vel við hæfi þar sem þau hjónin voru borin og barnfædd í Flatey og dvöldu þar sín bestu ár, en til Breiðafjarðar stefndi hug- urinn jafnan meðan bústaðurinn var við Faxaflóa. Við hjónin sendum dætrum Ögmundar Ólafssonar, barna- börnum og öllum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Jón Þorsteinsson. Harma lokun skrifetofu Flugleiða í Gautaborg Blaðinu hefur borist eftirfarandi bréf stjórnar Sænsk- islenzka fé- lagsins i Gautaborg til stjórnar Flugleiða: Þær fregnir hafa borist hingað til Gautaborgar að Flugleiðir muni vegna rekstrarörðugleika hætta flugi hingað, segja upp starfsliði og skrifstofuhúsnæði í Gautaborg og halda aðeins eftir lítilli þjónustu- skrifstofu úti á Landvetterflugvelli. Þessar fyrirhuguðu breytingar vekja kannski ekki mikla athygli á íslandi og eru ef til vill lítill þáttur í umfangsmeiri breytingum á rekstri félagsins, en fyrir okkur því alvar- legra mál. Við álítum að þessar breytingar verði Flugleiðum ekki til hagsbóta. Þetta viljum við rökstyðja með eftirfarandi: 1. Gautaborg er stærsta hafnarborg Svíþjóðar og jafnframt mjög þýð- ingarmikil iðnaðar- og verslunar- borg (t.d. Volvo og SKF). Drjúgur + Elginmaöur minn RAGNAR K. LÖVDAHL húsasmíöameistari Digranesveg 108 Kópavogi lést í Borgarspítalanum aöfaranótt 8. október. Fyrlr hönd barna, tengdabarna og barnabarna Hulda Lövdahl. Jaröarför mannsins míns, EINARS KRISTINS GISLASONAR, Heiöarbraut 55, Akraneai, fer fram frá Akraneskirkju, miövikudaginn 10. október kl. 13.30. Elfaabet Sveinbjörnsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaðir, stjúpfaöir og afi, HJÖRLEIFUR GUÐBRANDSSON bóndi Grettisgötu 20 A verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 10. október n.k. kl. 1,30 e.h. Þeim vlnsamlega bent á Fríkirkjuna. sem vllja minnast hans er Ágústa Hallmundsdóttir, Guömundur Hjörleifsson, Margrét E. Hjörleifsdóttir, Bernharö Guönason, Jónína Þorkeisdóttir, Steingrímur Þorkelsson og barnabörn. hluti útflutningsviðskipta Svíþjóðar, m.a. við Island og Ameríku, fer hér í gegn. Okkur er kunnugt um að mjög mikil sölu- aukning hefur átt sér stað hjá skrifstofu Flugleiða hér í Gauta- borg undanfarna mánuði og það er okkur því hulin ráðgáta hvern- ig lokun skrifstofunnar geti talist spamaðarráðstöfun. 2. Sænsk- íslenska félagið í Gauta- borg hefur um árabil haft mjög góða samvinnu við skrifstofu, sem að okkar dómi hefur verið báðum í hag. Eitt af markmiðum félagins er að auka skilning og áhuga Svía á Islandi, menningu þess og mál- efnum. Flugleiðaskrifstofa, sem jafnframt er ræðismannsskrif- stofa, í hjarta Gautaborgar hefur verið hin ákjósanlegasta forsenda fyrir þessu starfi. Á sölusvæðinu hér skipta íslendingar þúsundum og fullorðnir félagar Sænsk- íslenska félagsins eru nær 1000. Við fullyrðum að þessi samvinna félagsins og Loftleiðaskrifstof- unnar hafi aukið farmiðasölu félagsins á leiðum yfir Atlants- haf. Með lokun Gautaborgar- skrifstofunnar er stoðunum kippt undan þessu starfi og árangur liðinna ára að engu gerður. 3. Landvetterflugvöllur er í um 30 km fjarlægð frá Gautaborg, fjarri íbúðar-, verslunar- og iðnaðar- hverfum. Þangað er 30—40 mínútna akstur úr borginni. Það er því augljóst að aðstaða þar getur alls ekki komið í staðinn fyrir skrifstofu í miðborginni. Fyrirhugaður flutningur út á Landvetter er því sambærilegur við flutning söluskrifstofunnar í Lækjargötu út á Keflavíkurflug- völl! Hafi þessi flutningur líka í för með sér að vel liðið starfsfólk með góða starfsreynslu hverfi frá Flugleiðum er ver farið en heima setið svo ekki sé meira sagt. Því fer fjarri að við ætlum okkur að segja stjórn Flugleiða fyrir verk- um, en þessar áætlanir valda okkur þungum áhyggjum. Við teljum það skyldu okkar að láta sjónarmið okkar í þessu máli koma skýrt fram og treystum því að stjórn Flugleiða komist hjá því að grípa til þessara örþrifaráða. Gautaborg, 28. september 1979. Fyrir hönd Sænsk-íslensk'a félagsins Stefán Einarsson verkfræðingur formaður Pétur Már Pétursson stud. biol. ritari Eyþór H. Stefánsson læknir varaformaður Kristinn Jóhannesson lektor meðstjórnandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.