Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 19 Helgi Hálfdanarson: Hvað heitir maðurinn? Nýlega skýrði Morgunblaðið svo frá, að Danadrottning og Spánarkonungur hefðu ekið saman í vagni um götur Kaup- mannahafnar. Enda þótt hér hafi eflaust verið um stórtíðindi að ræða, hnaut ég um fregn blaðsins fyrir það eitt, að þar var Danadrottning nefnd Margrét en Spánarkonungur Juan Carlos. Að undanförnu hafa íslenzkir fjölmiðlar ekki verið á eitt sáttir um nafnið á konungi þessum. Hann hefur ýmist verið nefndur Juan Carlos eða Jóhann Karl, og hefur íslenzk þjóð skipazt í tvær öndverðar fylkingar um þessi nöfn. Sumir hafa kallað það óhæfu að „breyta" nafni manns- ins; það væri ámóta og farið væri að þýða á ýmsar tungur nafnið Eldjárn eða snúa því á einhvern hátt. Ekki alls fyrir löngu kom það upp, að íslendingum bæri að afrækja íslenzkar myndir er- lendra staðarheita, gott ef ekki að kröfu einhverrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Allir stað- ir skyldu framvegis nefndir að hætti heimamanna. Ég man ég heyrði sómamenn úr kennara- stétt mæla þessu bót; enda einatt vanddregin mörk milli þjóðhollustu og sanngjarnrar al- þjóðahyggju. En fyrr mættum við meta Sameinuðu þjóðirnar að verðleikum en við létum þær kenna okkur að tala íslenzku. Og flestir virðast mér hafa áttað sig á, hvílík firra þetta væri. Það er semsé ekki aðeins um það að ræða, hvort við segjum Taívan fremur en Formósa, eða skrifum Lisboa fremur en Lissa- bon, heldur einnig, hvort við eigum að leggja fyrir róða íslenzk heiti, sem við höfum tíðkað öldum saman og ýmist notað einvörðungu eða ásamt nöfnum heimamanna með hag- ræðingu eða án hennar, nefna t.d. norsku bæina Björgvin, Staf- angur og Niðarós aldrei annað en Bergen, Stavanger og Trond- hjem; eða dönsku bæina Ála- borg, Óðinsvé og Hróarskeldu ævinlega Álborg, Odense og Ros- kilde; og ensku bæina Kantara- borg og Jórvík aldrei annað en Canterbury og York. Auðvitað væri slíkt háttalag oft og tíðum óhugsandi. Ef við erum á annað borð að tala eða rita íslenzku, þá getum við ekki nefnt neina borg Köbenhavn, eða Hamburg. Borganöfnin Kaupmannahöfn og Hamborg eru jafn-sjálfsögð í íslenzku máli og landanöfnin Danmörk og Þýzkaland. Ekki erum við íslendingar heldur ein- ir á báti með sérvizku í þessum efnum. Mér er sem ég heyri húskarla Jóhanns bónda á Spáni fara að kalla Londres London, eða Tjallann kalla Copenhagen Köbenhavn! Hitt er svo annað mál, að ýms erlend staðanöfn hafa gert sig svo heimakomin í íslenzku máli við hlið fornra íslenzkra nafna, að vel má líta þau sömu augum og tökuorð og nota þau jöfnum höndum, láta það fara eftir efni og stíl, hvort nafnið við veljum heldur hverju sinni, t.d. hvort við segjum fremur Lundúnir eða London, Brimar eða Bremen, Málmhaugar eða Malmö, Rúða eða Rouen, Kænugarður eða Kíef, Algeirsborg eða Algier, Mikligarður eða Konstantínópel. Líku máli gegnir um önnur staðanöín, heiti á fjöllum, fljót- um, héruðum. Við látum stíl ráða, hvort við segjum eða ritum Saxelfur eða Elbe, Visla eða Weichsel, eða við köllum Alpana Alpafjöll, Mundíufjöll eða bara Fjall, að fornum hætti suður- göngumanna, ef svo ber undir. Naumast færum við þó að kalla Bretagne-skagann Syðra-Bret- land, eins og að fornu, nema e.t.v. í þýðingu á aldagömlu skáldverki. Hins vegar kæmi til greina Bretanía, sem er fornt tökunafn á þessu héraði. Og vel megum við minnast þess, að skozku héruðin Fife, Caithness og Moray hafa frá fornu fari heitið á íslenzku hinum fögru nöfnum Fífi, Katanes og Mýræfi, nöfnum sem láta fara vel um sig í sjálfri Njálu. Sem kristnum mönnum ber okkur að leita góðs í hinu illa. Á bak við nafnadellu Sameinuðu þjóðanna leynist hin fróma krafa nýfrjálsra þjóða um þjóð- leg nöfn í stað hégómlegra nafngifta nýlendukúgara úr Evrópu, krafa sem sjálfsagt er að virða, á íslenzka vísu. Um mannanöfn gegnir nokkuð öðru máli. Það lætur nærri, að Islendingar hafi fylgt reglu um erlend mannanöfn. Og hún er sem næst þessi: Þegar krýndir þjóðhöfðingjar eiga í hlut, eða sjálfur páfinn, þá eru nöfn þeirra íslenzkuð, ef samsvarandi nöfn eru til í málinu. Um skírnarnöfn annarra manna fer oftast nær á annan veg. Því er það, að Noregskonungar heita enn sem fyrr Ólafur, Hákon og Haraldur, og Danadrottning Margrét, þegar töluð er íslenzka; Englandskonungar heita t.d. • Karl fyrsti (ekki Charles fyrsti), Játvarður sjöundi (ekki Edward sjöundi), o.s.frv. enda þótt Charles Darwin og Edward Heath haldi að jafnaði enskri mynd nafna sinna. Eins eru nefndir þýzkir stórhertogar, kóngar og keisarar: Friðrik mikli (ekki Friedrich mikli) og Vilhjálmur annar (ekki Wilhelm annar). Síðasti Rússakeisari hét Nikulás annar (ekki Nikolaj); og „sólkonungur" Frakka hét Loðvík fjórtándi (ekki Louis fjórtándi), enda þótt Louis Past- eur sé venjulega nefndur svo á íslenzku. Þegar vonlaust þykir um sam- svörun í íslenzkum nafnaforða, er látið við það sitja. Þess vegna varð Abessiníukeisari að láta sér nægja að heita á íslenzku Hæle Selassi, þó víst hefði honum farið vel að heita Hallup í Selási. Þrátt fyrir þessa meginreglu, getur okkur þótt betur fara að fá alþjóðlegum skírnarnöfnum íslenzkar, beygjanlegar myndir, einkum í skáldverkum, svo að t.d. - Ann verður Anna, Mary María, Davy Davíð, Richard Ríkarður, o.s.frv. Ættarnöfn útlendinga haf: stöku sinnum verið íslenzkuð með ágætum, eins og þegar Chateaubriand var nefndur Skötubrandur, skáldið Paul La Cour nefndur Páll Lágkúra, og annað skáld, Charles Beaudel- aire, hlaut nafnið Karl Bjó-til- leir, vissulega prýðilegt nafn á skáldi. Á konungum getur stundum orðið áhorfsmál um íslenzka nafnið, þegar til eru af því fleiri en ein mynd, jafnvel margar. Á Henry að vera Hinrik, eða Heinrekur? á Louis að vera Loðvík eða Hlöðvir? o.s.frv. Yfir- leitt er þá ekki seilzt um arm- lengd fram, heldur er kóngur nefndur Hinrik, jafnt enskur Henry, franskur Henri og þýzk- ur Heinrich. Þó kann þetta nokkuð að fara eftir aldri nafns og manns, t.d. hvort belgiskur eða þýzkur Albert frá 19. öld, eða Albrecht frá 12. öld, skuli nefnd- ur Aðalbjartur eða Albert; hvort skozkur Robert frá 13. öld, eða franskur Robert frá 10. öld skuli heita Róbert, Roðbert, Hróbjart- ur eða Hróðbjartur; allt gæti það víst komið til álita. En það getur verið gott, nú sem endranær, að eiga til skiptanna, nöfn sem önnur orð í málinu. Eitt er víst: Það er í samræmi við íslenzka málvenju að nefna Hans Hátign Spánarkonung Jó- hann Karl, rétt eins og Jóhann landlausa og Karl mikla. Þessari venju hefur m.a. Ríkisútvarpið fylgt, og það tel ég mjög til fyrirmyndar. Hins vegar furðar mig, að höfðinglegt íhaldsblað eins og Morgunblaðið skuli sýna sjálfum Spánarkonungi þá óvirðingu að nefna hann á sama hátt og ótíndan stjórnmálamann eða prangara og vinna það til að brjóta gegn málhefð, sem er jafn-gömul íslenzkri menningu. Á þessu sviði mætti blaðið sveimér bæta ráð sitt, hvað sem öðrum málefnum líður. Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþm: Engin grið gefin í skæðadrífu skattafrum- varpa ríkisstjórnarinnar fyrir páska afgreiddi efri deild Al- þingis sem lög um frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Frumvarp þetta fól í sér ákvæði, sem nauðsynleg voru, til þess að aðlaga lög um tekjustofna sveitarfélaga lög- uni um tekjuskatt og eignar- skatt nr. 40 frá 1978. Við meðferð málsins í neðri deild kom þegar fram, að enginn ágreiningur var um það, að nauðsynlegt væri og rétt að þessi aðlögun færi fram og enginn ágreiningur um það, með hverjum hætti það væri gert. En samt sem áður urðu miklar deilur um frumvarp þetta, svo sem kunnugt er. Stjórnarliðum þóttu skatt- greiðendur liggja vel við höggi. Úr því að frumvarp var á ferðinni um breytingar á lögum um tekjustofna sveit- arfélaga þótti þeim sjálfsagt að nota tækifærið til þess enn að auka skattheimtuna. Þeir fengu því komið inn í frum- varpið í meðferð neðri deildar, að heimiluð væri hækkun út- svars um 10%. í efri deild gerðum við fulltrúar stjórnarandstöðunn- ar í félagsmálanefnd að tillögu okkar, að þetta ákvæði til skattahækkunar væri fellt niður. í trausti þess, að þessi tillaga væri samþykkt fluttum við tillögu, sem áður hafði verið flutt í neðri deild um ráðstafanir til þess að aðstoða þau sveitarfélög, sem sérstak- lega væru illa á vegi stödd. Var sú tillaga fólgin í því, að heimilt væri að greiða auka- framlag úr ríkissjóði, er næmi ákveðinni prósentu af sölu- skatti þeim, sem innheimtur væri í ríkissjóð á árinu 1980. Skyldi þetta aukaframlag renna til að greiða úr sérstök- um fjárhagserfiðleikum sveit- arfélaganna. Báðar þessar til- lögur felldi stjórnarliðið. Skattagleðin bar ofurliði um- hyggjuna fyrir velferð sveit- arfélaganna. Við þessu mátti raunar búast. En lengi skal manninn reyna. Við afgreiðslu þessa frumvarps gengu stjórnarliðar í efri deild feti framar en ætla hefði mátt að óreyndu. Þeir snerust gegn og felldu tvær aðrar breytingartillögur við frumvarpið, þess eðlis að af því má marka, hve hugarfarið er heltekið af áráttu skatt- heimtunnar. Önnur þessarra tillagna varðaði dráttarvexti vegna vanskila á útsvari. Þar var um það að ræða, að horfið yrði frá þeirri óhæfu, sem hefur verið í lögum, að dráttarvextir reikn- uðust af öllum eftirstöðvum útsvarsins, þó að vanskilin væru einungis á einni greiðslu eða hluta eftirstöðvanna. Þessi harðneskja í innheimt- unni er óþolandi og getur leikið grátt þá útsvarsgreið- endur, sem eiga við tíma- bundna fjárhagsörðugleika að etja. Stjórnarliðar í efri deild snerust gegn lagfæringum á þessu. Þeir vilja halda refsi- vendinum á lofti gagnvart útsvarsgreiðendum. Hin tillagan, sem við Sjálf- stæðismenn fluttum og ætla hefði mátt að gæti þóknast stjórnarliðinu, varðaði að- stöðugjaldsstofninn. Sam- kvæmt frumvarpinu skyldi að- stöðugjaldsstofn vera rekstr- arkostnaður sá, sem um ræðir í 1. tl. 1. mgr. 31. gr. laga nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignarskatt. Þá var tekið fram eins og neðri deild gekk frá frumvarpinu, að til rekstrar- kostnaðar í þessu sambandi teldist gjaldfærsla samkvæmt 53. gr. laga nr. 40/1978, en frá honum drægist tekjufærsla samkv. sömu grein. Þetta þýð- ir, að hin svokallaða gjald- færsla hefur áhrif á aðstöðu- gjaldsstofninn til hækkunar, en tekjufærslan er ekki látin hafa áhrif til hækkunar. Til- laga okkar Sjálfstæðismanna þýddi, að hvorki gjaldfærsla né tekjufærsla áttu að hafa áhrif til hækkunar á aðstöðu- gjaldsstofninn. Hér var því um að ræða tillögu sem gat orðið til lækkunar á hinum vafasama skatti sem aðstöðu- gjaldið er. Svo tamt er stjórnarliðum að snúast hart gegn öllu, sem miðar til skattalækkunar, að þeir sjást ekki fyrir. Þeir felldu tillögu okkar Sjálfstæð- ismanna og gerðu þannig upp á fnilli hinnar svokölluðu gjaldfærslu og tekjufærslu í þessu sambandi. Ef það ætti að gera upp á milli gjald- færslu og tekjufærslu við ákvörðun aðstöðugjaldsstofns, ætti það að sjálfsögðu að vera þveröfugt við það, sem hér var gert. Það er vegna þess, að gjaldfærsla samkv. 53. grein skattalaganna er í reynd ætl- uð til þess að bæta skattþegn- um tap, sem þeir hafa orðið fyrir á verðbólgunni, m.a. vegna ábyrgðar fjárfestingar og notkunar eigin fjármagns í stað þess að byggja atvinnu- rekstur upp með lántökum. En tekjufærsla samkvæmt 53. gr. er í reynd ætluð til að vega upp á móti þeim hagsbótum, sem skattþegar hafa haft, með því að fjárfesta með verð- tryggðu lánsfé í stað eigin fjár, m.a. til þess að hagnast á verðbólgunni. Þeir verðlauna verðbólgubraskarana um leið og þeir leggja byrðar á þá sem fjárfesta skynsamlega og leggja ekki upp úr því að hafnýta sér verðbólguna til ávinnings. í skattavímunni svellur stjórnarliðinu móður. Þeir gera þá það sem sízt skyldi. Afgreiðsla þessa frumvarps sýnir, að engin grið eru nú gefin í aðför stjórnvalda að skattborgurum landsins. Að lokaafgreiðslu þessa máls stóðu 11 þingmenn í efri deild, 6 Framsóknarmenn, 4 Alþýðubandalagsmenn og Gunnar Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.