Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 3 Kjartan Jóhannsson varaformaður Alþýðuflokksins: Ekki rétt af mér að koma í veg fyrir það að val eigi sér stað „ÞAÐ sem Keröist var það. að margt af ágadu flokksfólki. hér og þar á landinu og á öllum aldri. óskaði eftir þessu við mig o« þótt ég hafi framundir þetta ekki talið rétt að ){efa kost á mér, þá hef ég nú komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé ekki rétt af mér að koma í vej? fyrir það, að val eigi sér stað," sagði Kjartan Jóhannsson. varaformaður Alþýðuflokksins, í samtali við Mbl. í gær um ást&‘ður þess að hann hefur ákveðið að Kefa kost á sér við formannskjör á flokksþinKÍ Alþýðuflokksins um mánaðamótin. „Við erum lýðræðislegur stjórn- málaflokkur og höfum meðal ann- ars innleitt lýðræði í okkar flokki í meiri mæli en aðrir flokkar,“ sagði Kjartan. „Við tókum upp prófkjör, sem margir héldu að yrðu okkur hættuleg, en þau reyndust flokknum til framdrátt- ar. Ég tel enga hættu á klofningi í flokknum, þótt gefinn sé kostur á þessu vali. Samstarf okkar Bene- dikts hefur verið gott og hér er ekki um að ræða flokkadrætti og ekki málefnaágreining." Kjartan kvaðst ekki hafa fleira um málið að segja að svo stöddu, en Mbl. spurði hann þá, hvort hann myndi gefa kost á sér sem varaformaður áfram, ef hann ekki næði kjöri sem formaður. „Frá mínum sjónarhóli séð, er ekki ástæða til annars, ef eftir því verður óskað,“ svaraði Kjartan. Björgvin Guömundsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins: Framboð Kjartans er mjög óeðlilegt -MÉR FINNST þetta framboð mjög óeðlilegt og ástæðan er sú, að mér er kunnugt um það, að Benedikt ræddi við Kjartan og ýmsa þingmenn flokksins fyrri hluta sumars um það, hvort hann ætti að gefa kost á sér eða ekki og þeir, sem hann ræddi við, hvöttu hann frekar til þess að gefa kost á sér áfram en hitt," sagði Björgvin Guðmundsson. borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins, er Mbl. spurði hann I gær álits á fram- boði Kjartans Jóhannssonar til formannskjörs á landsfundi Al- þýðuflokksins. „Vegna þessarar forsögu og svo hins, hversu seint þetta kemur fram, þá finnst mér þetta ekki eðlilegt," sagði Björg- vin og spurningu Mbl. um stuðn- ing hans, svaraði hann: „Ef þessir tveir menn verða i kjöri, þá mun ég styðja Benedikt." „Um afleiðingar þessa er það að segja, að svona framboð og kosn- ingar munu valda sundrungu og klofningi í flokknum. Reynslan er öll í þá átt og því er það að mínu viti bamaskapur að halda öðru fram,“ sagði Björgvin. Pétur Hoffmann Salómonsson látinn PÉTUR Hoffmann Salómonsson lézt i Reykjavík sl. laugardag. Hann var á áttugasta og fjórða aldursári. fæddur 25. febrúár 1897 í Drápuhlíð í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Pétur lærði sjó- mannafræði hjá Jóni Erlends- syni, siðar skipstjóra hjá Eim- skipafélaginu, og fékk upp úr þvi námi réttindi til þess að vera með 30 tonna skip. Var Pétur siðan stýrimaður og skipstjóri i mörg ár. rak jafnframt fisksölu, bæði innan lands og við útlönd. Hann var brautryðjandi á mörgum sviðum og flutti m.a. út fyrstur íslendinga. ísaðan fisk i kössum. Var það fyrir strið á Bretlands- markað. Pétur gerði út á grásleppu í Selsvör í 18 vertíðir, en í Selsvör var vígi hans á margan hátt og í næsta nágrenni við Selsvör tíndi hann mikið af silfri og gulli. Pétur Hoffmann lét slá peninga með mynd af sér, Selsvarardali, í kopar, silfur og gull. Hafa þeir lengi verið eftirsóttir safngripir, en Pétur Hoffmann Salómonsson var fyrsti og eini heiðursfélagi Myntsafnarafélags íslands. Stefán Jónsson alþingismaður skráði ævisögu Péturs og heitir hún „Þér að segja“, gefin út árið 1%3. Fer Pétur þar á kostum eins og við var að búast en hann lifði mjög ævintýralegu lífi og hafði mikla frásagnargáfu þar sem fagurt íslenzkt mál hans naut sín til fulls, enda hafði hann nánast allar íslendingasögurnar á hraðbergi auk ótal rímna, kvæða og sagna. Þá gaf Pétur út margs konar bæklinga um óskyld efni. Pétur Hoffmann Salómonsson setti alla tíð mikinn svip á umhverfi sitt og um árabil hefur hann verið einn af föstu punktunum í miðbæjarlífi Reykjavíkur. Stærsti krani landsins tek- inn í notkun í dag I DAG verður stærsti krani landsins tekinn í notkun við Sundahöfn, en hann mun þjóna Eimskip hf. við uppskipun á gám- um næstu þrjú árin. Lyftigeta kranans, sem er í eigu Lyftis hf., er 140 tonn og er það mun meira en aðrir kranar hér á landi ráða við. Kraninn er keyptur notaður frá Am- eríku og kostaði um 200 milljónir. Einn af eigendum kranans er Tryggvi Kristjánsson og sagði hann í spjalli við blaðið að það hefði verið orðinn mikil þörf fyrir svona stóran krana vegna þess hve gámaskipin eru orðin breið og há og hingað til hefur oft orðið að nota tvo krana til að skipa upp þeim gámum, sem eru út við borðstokkinn fjær landi. „Kraninn er keyptur með þetta hlutverk í huga og vegna þess hve bóman er löng, 130 fet, og lyftigetan mikil, teljum við að hann muni koma að mjög góðum notum og reiknum með því að hann eigi eftir að þjóna Eimskip bæði vel og lengi.“ TOYOTA saumavéla fjölskyldan TOYOTA saumavélar fyrir alia. Á verði fyrir alla. Á greiðslukjörum fyrir alla. 2ja ára ábyrgö og saumanámskeiö innifalið í veröi. Fullkomin viögeröar- og varahlutaþjónusta. TOYOTA VARAHLUTAUMBOÐIÐ Ármúla 23, sími 81733. Verð kr. 218.300 TOYOTA 5500 með saumaarmi Fullkomin þægileg vél sem leikur í höndun- um á þér. Sjálfvirkur teygjusaumur, fjöl- sporasaumur, kapp- mellusaumur, blindföldun og hnappagatasaumur. Zig-zag allt aö 7 mm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.