Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 5 Ljóð Matthías- ar á sænsku Sænska bókaforlagid Rabén & Sjögren hefur gefið út úrval Ijóda eftir Matthías Johannessen í flokkn- um Dikt i Norden. Bókin heitir Harpkol ár din vinge. Dikt i Norden er úrval Ijóða á sænsku og hófst út- gáfa þessa flokks þar í landi 1979. I>að hefur verið gefin út ein Ijóða- bók síðan frá hverju Norðuríand- anna og í ár koma út auk Ijóðabókar DIK I l \DKDI S MAITIIÍAS |( )l lANNKSSKN' IIARPKOL AR l)l\ VINfiK tt Vltl N V VK M iRKN Matthíasar Ijóðabækur eftir norska skáldið Stein Mehren, Marianne Larsen og Niilo Rauhala. Með út- gáfu þessara fjögurra Ijóðabóka í ár hefur forlagið gefið út 12 Ijóðabæk- ur frá Norðurlöndum í þessum nor ræna bókaflokki. Ritstjóri Dikt i Norden er sænska skáldið Christer Erikson og hefur hann þýtt ljóð Matthías- ar ásamt Jóhanni Hjálmarssyni. Þeir hafa einnig skrifað formála fyrir bókinni, sem heitir Arfleifð og endurnýjun. I þessari sænsku Ijóðabók, sem er 103 blaðsíður að stærð, eru ljóðaþýðingar úr ýmsum ljóðabók- um Matthíasar Johannessens, bæði Borgin hló, Hólmgönguljóð- um, Jörð úr ægi, Fagur er dalur og Tveggja bakka veður, en fyrirferð- armestur er ljóðaflokkurinn Kornið og sigðin, sem birtist á sín- um tíma í Mörg eru dags augu. Þess má geta, að í vor kom út ljóðabók eftir Matthías Johann- essen á norsku í þýðingu Ivars Orglands og heitir hún Ask veit eg standa. Auk þess hafa ljóð hans komið út í danskri þýðingu Poul P. M. Pedersens og heitir sú ljóðabók Klagen i Jorden. Norðlendingakvöld á Loftleiðum NORDLENDINGAKVÖLD verður að Hótel Loftleiðum í kvöld og hefst kl. 19. Það eru Flugleiðir og aðilar ferðamála á Akureyri sem gangast fyrir kvöldinu og verða kynntar vör ur og þjónusta á Akureyri. Norðlenskur matur verður á boðstólum og að kvöldverði lokn- um fer fram dagskrá, sem sam- anstendur af tízkusýningu. Sýnd- ar verða vörur frá framleiðendum á Akureyri. Birgir Marinósson og Anna María Jóhannsdóttir syngja. Þá kemur fram leynigestur. Halldór Blöndal alþingismaður flytur ávarp. Að lokum leikur Astró-tríóið fyrir dansi, söngkona verður Inga Eydal. Þá má geta þess, að Ingimar Eydal mun spila undir borðhaldi. Peking-ópera í Þjóðleiknúsinu I N/ESTU viku kemur hingað til lands Peking-óperuflokkur frá borginni W'uhan í Kína og sýnir nokkrum sinnum í Þjóðleikhúsinu. Flokkurinn kemur hingað frá Norðurlöndunum og verður með tvær ólíkar dagskrár, sem inni- halda úrval frægra atriða úr efn- isskrá hinnar klassísku Peking- óperu. M.a. „Gistihúsið við vega- mótin“, „Api gerir usla á himn- um“, „Haustfljótið" og „Orrustan á Yentang-fjalli“. Peking-óperu- flokkar hafa áður komið hingað til lands og sýndu hér á árunum 1955 og 1959 við mjög góðar undirtektir. Fyrsta sýning Peking-flokks- ins í Þjóðleikhúsinu verður kl. 20.00 á fimmtudagskvöld, en einnig verða kvöldsýningar föstudag og laugardag. Þá verður sýning kl. 15.00 á sunnudag og sennilega kvöldsýning þriðjudag- inn þar á eftir. Miðasala á þessar sýningar hefst í dag kl. 13.15. Nafngiftin „Peking-ópera" er frá vestrænum mönnum komin, en þeir kynntust þessu forna listformi Kínverja um síðustu aldamót. Kínverjar kalla það Ching Hsi og á það ekkert skylt við óperu okkar vesturlandabúa. Hér er um að ræða leiksýningu sem byggir á látbragði, fimleik- um, litaskrúði, söng og töluðum texta. í sýningum Peking- flokksins í Þjóðleikhúsinu er langmest áhersla lögð á hið sjón- ræna, en talaður texti í lágmarki. €}<frida rysa](\úUo urinn. édi Y\Q Dansað í Félagsheimili "8 Hreyfils í kvöld kl. 9—2. (Gengiö inn frá Grensásvegi). Hljómsveit Jóns Sigurössonar og söngkonan Krist- björg Löve. Aögöngumiðar í síma 85520 eftir kl. 8. Hluti myndanna eftir frönsku meistarana á Kjarvalsstöðum. (Ljósm. Mbl. ÓI.K.M Frönsk grafíksýning á Kjarvalsstödum í DAG verður opnuð á Kjarvalsstöð- um sýning á grafíkmyndum eftir franska myndlistarmenn. Á sýning- unni eru um 130 myndir eftir liðlega 50 listamenn og þeirra á meðal eru meistarar eins og Picasso, Miro, Matisse, Braque, Cagall, Dorny, Vasarely og ýmsir fleiri. Flestar myndirnar eru til sölu. Sýningin er opin frá 2—22 daglega og lýkur 1. nóvember. Að sýningunni stendur fyrir- tækið Myndkynning, en það reka þeir Konráð Axelsson og Hörður Arinbjarnar. Þetta er 5. sýningin sem Myndkynning heldur á Kjarvalsstöðum. Sr. Öskar pred- ikar í Dóm- kirkjunni á 50 ára vígsluafmæli SR. ÓSKAR J. Þorláksson, fyrrv. dómprófastur, á 50 ára vígslu- afmæli á morgun, 18. október. Af því tilefni mun hann prédika við guðsþjónustu í Dómkirkjunni á morgun kl. 11.00. Sr. Óskar vígðist 18. okt. 1931 til Kirkjubæjarklaust- ursprestakalls og var þar prestur til 1935, er hann gerð- ist prestur í Siglufirði. Þar var hann til 1951, er hann varð dómkirkjuprestur í Reykjavík og dómprófastur frá 1973, þar til hann lét af embætti 1976. Við guðsþjónustuna á morg- un þjónar sr. Hjalti Guð- mundsson fyrir altari, Dóm- kórinn syngur og Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, leikur á orgelið. PWNKWSTBIK------------ % mrm.! ma wfc m em m, fNiw- WnQín « sflnrsó tw vú VfNWlR MftTöM ‘&6TÍ0 V&bOUm NMÓNQ ií SvtfffrT- mio fól ENfc WRQl flF MÓTl WþMOR M/íLióVUM, <V0 vioðwop vftóTíu 06 óm? VóSONWM, NÍU WONWOQIÍ1TÍ0 06 SOÖ KKÓA/CJM 06 V/AfMTfí/V Fjöldi „október- drengja“ ekki mark- tækur á Akureyri ÞESS misskilnings hefur gætt í fjölmiðlum, að „októberdreng- ina“ sé einkum að finna á Akur- eyri. Fjöldi „októberdrengja" á Akureyri er ekki marktækur, — ef til vill vegna þess, að neyzla þar á hangikjöti, sem aðalrétti er nokkru dreifðari yfir árið en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. 1cUaií>tós|c(g«síKÍ|(flr VT i úrvcít —^ fEL&m WÚJtWLÍ S ■ *2P*60 QPÍÞ t'6 AUA DA&A lAU6rARl*6A PRAKLIO-fZ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.