Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 26. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982
29
Minning:
Þorgils Steinþórsson
fv. skrifstofustjóri
Fæddur 9. ágúst 1911.
Dáinn 29. janúar 1982.
I dag er kvaddur Þorgils Stein-
þórsson, Eskihlíð 22 hér í borg.
Hann lést á Borgarsjúkrahúsinu
fimmtudaginn 29. f.m. eftir nokk-
urra ára vanheilsu.
Fæddur var Þorgils og uppalinn
í Mývatnssveit, sonur Guðrúnar
Jónsdóttur og Steinþórs Björns-
sonar, bónda og steinsmiðs, hann
var því hálfbróðir Steingríms
Steinþórssonar fyrrum forsætis-
ráðherra og þeirra bræðra frá
Litlu-Strönd í Mývatnssveit en
þar var Þorgils einnig uppalinn.
Þegar Þorgils var 17 ára lá leið
hans í Menntaskólann á Akureyri
og útskrifaðist hann þaðan sem
gagnfræðingur 1931, en hætti
námi þar eftir 4. bekk 1932. Þor-
gils tók námið föstum og ákveðn-
um tökum og átti ljúfar og góðar
endurminningar frá þeim skóla-
tíma, sem títt er hjá flestum.
Hann minntist margra góðra
kennara við skólann, ekki síst hins
snjalla læriföður, Sigurðar Guð-
mundssonar skólameistara. Það er
líka ýmislegt sem bendir til þess
að leiðsögn meistarans hafi síðar
haft sín áhrif á það hvað Þorgils
var traustur, raunsær og áhuga-
samur um að leysa störf sín og
skyldur sem best af hendi hverju
sinni. Hann var sérlega prúður og
traustvekjandi í allri framkomu
og samstarfi. Var laus við alla
metorðagirnd og upptroðslu til
frama eða yfirborðsmennsku. Á
yngri árum eða 1938 hóf Þorgils
Steinþórsson störf hjá Grænmet-
isverslun ríkisins og starfsævi
hans lauk þar einnig eftir meira
en 40 ára tímabil, þegar heilsu
hans hrakaði nú fyrir þrem árum
síðan. Hann starfaði því hjá sömu
stofnun lengst af ævi sinnar, þótt
nafni hennar hafi verið breytt síð-
ar í Grænmetisverslun landbún-
aðarins 1956 samkvæmt nýjum
lögum og reglugerð um afurðasölu
landbúnaðarins.
Þar sem ég hefi átt meira og
minna samstarf við skrifstofu-
stjóra Grænmetisverslunarinnar í
meira en 20 ár, tel ég mig vera
dómbæran á það að þar hefur
samviskusemi og trúmennska ver-
ið í fyrirrúmi í allri fyrirgreiðslu
vegna viðskiptamanna og annarra
er hafa haft erindi við fyrirtækið.
Skrifstofustjórinn      Þorgils
Steinþórsson lagði á það alveg sér-
staka áherslu við sitt samstarfs-
fólk í stofnuninni, að þar sem
þetta væri eina fyrirtækið á öllu
landinu sem annaðist verslun með
innflutt grænmeti og kartöflur,
hefði ennfremur á hendi einkasölu
á íslenskri kartöfluframleiðslu, þá
væri versluninni og starfsfólki
hennar lagðar ennþá þyngri byrð-
ar á herðar en ella, ef fleiri aðilar
önnuðust þessa þjónustu. Sam-
kvæmt þessu leitaðist Þorgils við
að starfa enda mátti hann vel una
þeim dómi er samtíðin felldi um
starf hans, sem oft var vandasamt
m.a. vegna þröngsýni ráðandi afla
í þessum sölumálum, skömmtunar
og hafta er oft á tímum var talið
óhjákvæmilegt í áraraðir.
Um leið og ég nú þakka vini
mínum góða samvinnu í nær ald-
arfjórðung þá er mér sérstaklega
ljúft að minnast þess, að þeir hinir
mörgu í kaupmannastétt og kaup-
félagsstjórar, er hafa haft við-
skipti við Grænmetisverslunina,
hafa oftsinnis haft orð á því að
þar hafi farið traustur og góður
starfsmaður er vildi leysa hvers
manns vanda ef kostur væri. Þá
hafa kartöfluræktarbændur á
Suðurlandi og víðar verið einum
rómi sammála um það að skrif-
stofustjórinn í Grænmetisverslun
landbúnaðarins hafi verið
samvinnuþýður að leysa úr vanda-
málunum hverju sinni eftir því
sem aðstæður leyfðu og fram-
leiðsla þeirra gaf tilefni til.
Á yngri árum var Þorgils mjög
áhugasamur um íþróttir og vel lið-
tækur á því sviði. Fótboltinn var
hans uppáhaldsgrein strax í skóla
á Akureyri og síðar þegar til
Reykjavíkur var komið, 1934, var
hann virkur liðsmaður í Víking.
Hann dáði mikið sínar æskustöðv-
ar í Mývatnssveit og fór þangað
yfirleitt í sínum leyfum hvort sem
var að vetri eða að sumarlagi.
Þorgils var mikill náttúruunnandi
og duglegur göngumaður. Stanga-
veiði stundaði hann mikið í frí-
stundum og veiðiferðir til fjalla
freistuðu hans svo lengi sem heils-
an leyfði. En fyrst og fremst var
það tryggðín við hið fagra þing-
eyska hérað, Mývatnssveitina,
hans æskustöðvar, sem heilluðu
hann löngum. Þó heilsu hans væri
farið að hraka í sumar þá dreif
hann sig „norður" ásamt Sigríði
konu sinni. Og 17. júní sl. á þjóð-
hátíðardegi íslensku þjóðarinnar
kvaddi hann sína heimahaga og
flaug beint til Reykjavíkur eftir
stutta sumardvöl í sveitinni sinni.
Ég er sannfærður um að vinur
minn Þorgils hefur hugsað sem
þingeyska skáldið við það tæki-
færi, „Blessuð sértu sveitin mín"
o.s.frv. Heim í sveitina liggja
löngum hreinar og djúpar rætur
hjá þjóðhollu fólki í okkar fagra
en harðbýla landi.
Þegar fullorðinsárin tóku við
var Þorgils fremur maður alvór-
unnar ef svo má segja, enda reglu-
semi og vandvirkni í störfum hans
aðalsmerki. En engu að síður
hafði hann góðan „húmorsans" og
var skemmtilegur vinnufélagi.
Hann gerði meiri kröfur til sjálfs
sín en samstarfsfólks við lausn
Iris Sigmarsdótt-
ir — Minningarorð
Það var þriðjudaginn 26. janúar,
að við vorum við allar mættar í
skólann, nema íris. Kennari kom
inn í tíma og sagði, að ein af
bekkjarsystrum okkar hefði látist.
Þá datt okkur síst í hug að það
væri ein af okkur, íris. Þetta er
allt svo skrýtið. Allar minn-
ingarnar sem hrönnuðust upp. Við
sáum hana ennþá ljóslifandi fyrir
okkur. Allar saman í gær og í dag
vantar eina, eina af þeim bestu.
Minningin um írisi mun lifa
með okkur áfram. Hún var hæglát
og fór lítið fyrir henni hjá þeim
sem lítið þekktu, en við okkur var
hún alltaf hress og ánægð.
Við viljum votta unnusta, for-
eldrum, systrum og öðrum að-
standendum okkar dýpstu samúð.
Góður Guð mun varðveita hana og
öll munum við hittast um síðir.
Hvenær veit enginn, en öll förum
við einhverntíma.
Anna Katrín, Begga, Eva,
Helga Liv, Hildigunnur, Ing-
unn, Sigga, Stína og Svava.
Við bekkjarfélagar írisar í
Menntaskólanum í Reykjavík, sem
átt hófum samleið með henni í
haust, vorum slegin óhug þegar
okkur barst fregnin um það
hörmulega slys sem batt svo
ótímabæran enda á líf sem átti
svo ótalmargt framundan.
Þessi beiski veruleiki kallar
okkur öll til vitundar um að sér-
hvert okkar fetar ár og dag ósýni-
lega markalínu lífs og dauða. Ekk:
ert er öruggt eða sjálfgefið. I
okkar hópi var íris alla tíð yfir-
lætislaus og góður félagi sem lítið
fór fyrir.
Auður stóll og bert skólaborð
kalla nú fram þau hughrif sem
staðfesta, að handan yfirlætis-
leysisins bjó einstaklingur sem til
var tekið.
Ættingjum og ástvinum vottum
við fátæklegan skilning á því hve
mikils er misst.
3. B, Menntaskólanum
í Reykjavík
hinna aðkallandi dægurvanda-
mála. Og sá eiginleiki út af fyrir
sig lýsir betur en nokkuð annað
hvern mann Þorgils Steinþórsson
hafði að geyma.
„Hvér er sinnar gæfu smiður" á
hér vel við að mér finnst. Þessi
vinur okkar sem kvaddur er í dag
hefur ávaxtað „vöggugjöfina"
þannig að samtíðin þakkar með
virðingu og hlýhug.
En fyrir utan ómetanlega
vöggugjöf, þá fékk Þorgils aðra
gjöf góða, en það var 20. október
1945 þegar þau gengu í heilagt
hjónaband hann og eftirlifandi
kona hans, Sigríður Guðmunds-
dóttir frá Sæbóli í Aðalvík,
Norður-ísafjarðarsýslu. Hún hef-
ur stutt mann sinn dyggilega á
lífsleiðinni og ekki hvað minnst í
veikindum hans nú síðari ár.
Þeim hjónum gaf forsjónin tvö
börn, sem hafa reynst foreldrum
sínum gleðigjafar. Þau eru Völ-
undur, matreiðslumaður, Suður-
vangi 6, Hafnarfirði, giftur Guð-
laugu Eggertsdóttur. Þá er dóttir-
in Guðrún búsett í Danmörku, gift
Sören Höyr, bakarameistara, og
rekur hann sitt eigið fyrirtæki í
Kaupmannahöfn. Heimili þeirra
er að Astridsvej 79, Kastrup Kh.
Barnabörnin eru orðin 7, þar af
eitt fósturbarn, Eggert Birgisson,
sem var mikið hændur að afa sín-
um ekki síður en hin börnin.
Þessum nánustu fjölskyldum og
öðru venslafólki Þorgils Stein-
þórssonar fv. skrifstofustjóra
sendum við vinir og samstarfsfólk
innilegustu samúðarkveðjur á
skilnaöarstundu. Við minnumst
þess að hafi gott fólk áhrif á um-
hverfi sitt, þá er það áreiðanlegt
að það var mannbætandi að starfa
með og kynnast jafn góðum dreng
og Þorgils var.
Blessuð sé minning hans.
E.B. Malmquisl
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Gunnsteinn Gíslason vid eitt verka sinna, en adferdina við gerð veggmyndar
innar kallar Gunnsteinn múrristu.                      djwm. Krwiján)
Sýning á veggmynd-
um á Kjarvalsstöðum
Næstkomandi laugardag opnar Gunnsteinn Gíslason sýn-
ingu á veggmyndum að Kjarvalsstöðum. Myndirnar eru unn-
ar með sérstakri tækni sem kallast sgraffito, en sú aðferð er
þekkt í veggskreytingum erlendis allt frá byggingarlist mið-
alda. Þetta er í fyrsta sinn sem sýning er haldin á verkum
unnum með þessari tækni hér á landi en aðferðin hefur verið
lítt kunn á Islandi til þessa.
Nafnið sgraffito er komið af ít-
alska orðinu sgraffiare sem þýðir
rista, og hefur aðferðin verið
nefnd múrrista á íslensku. Uppi-
staðan í múrristunni er fínmulinn
hvítur marmari, kalk og steinlitir.
Lituð múrlög eru dregin hvert yfir
annað eftir því hve margir litir
eiga að vera í myndinni. Vinnu-
teikning er síöan yfirfærð í blauta
steinsteypuna, myndin skorin til
og litir og form skafin fram.
í sýningarskrá ritar Baltasar
m.a.:„„sgraffito" er mjög heppileg
aðferð við stórar veggskreytingar,
sérstaklega utandyra og í inni-
görðum. Með tilkomu nýrra efna í
múrverk seinni tíma, eru mögu-
leikar  þessarar  tækni  enn  að
opnast. Frá 13. aldar „sgraffito" í
Madenburg til veggskreytingar
Picassos á arkitektaskólanum í
Barcelona, þar sem hann sand-
blæs múrinn í mismunandi dýptir
til að ná fram lit og áferð, hafa
verið stöðugar framfarir.
Það er ánægjulegt að sjá þessari
tækni sýndan áhuga hér á landi,
og er það vonandi að með sýningu
Gunnsteins Gíslasonar ryðji sér
til rúms nýr þáttur í veggskreyt-
ingum á íslandi."
Þetta er fyrsta einkasýning
Gunnsteins en hann hefur tekið
þátt í samsýningum hér heima og
erlendis.
Sýningin verður opin til 22.
febrúar og eru flestar myndirnar
til sölu.
AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR HF  80 ?3
...auövitad
ORUnDIG
u
n
LaugavegilO, sími 27788
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32