Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 192. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982
25
Morgiinblaðið/ Kniilía
nerkur í
senssafns
ildsenssýningarinnar á Kjarvalsstöðum í ger,
á hú.sna'ftinu vegna þessarar sýningar.
Id-
iru
fin
fn,
Is
er
tel
Ir.
va
ku
tt-
og
andi: Eva Henschen ritar greinarnar Um
höggmyndir og Hinstu ár Thorvaldsens.
Kristján Eldjárn ritar um Thorvaldsen
og ísland. Dyveke Helsted skrifar um
Bernskuár Thorvaldsens, Nemandann í
Fagurlistaskólanum, Styrkþega í Róm, í
vinnustofunum og Listaverkasöfnun
Thorvaldsens. Bjarne Jörnæs ritar um
Leiðina til frama, Dvöl í Kaupmanna-
höfn, Stóru minnisvarðana, Thorvald-
senssafn og Eftirmæli eftir Thorvaldsen.
Þá rita þau Helsted, Henschen og Jörnæs
skrá um 75 verk eftir Thorvaldsen sem á
sýningunni eru. I bókarlok er annáll um
líf og starf Thorvaldsens í stuttu máli.
Kápusíðu  bókarinnar  prýðir  sjálfs-
mynd Thorvaldsens frá 1794.
Fannst ekki vansa-
laust að verk Thor-
valdsens skyldu ekki
hafa verið sýnd hér
— segir Janus A.W. Paludan sendiherra Dana
„Ég hef verið með þaö í huga aö
koma á þessari sýningu á verkum
Thorvaldsens allt frá því ég kom
hingað fyrst," sagði Janus A.W. Pal-
udan sendiherra Dana á Islandi i sam-
lali við blaðamann Morgunblaðsins á
Kjarvalsstöðum i gær. Paludan er
mikill aðdáandi Thorvaldsens, og það
var hann sem átti hugmyndina að því
að koma upp þessari sýningu og hon-
um er það öðrum fremur að þakka að
fslendingar geta nú séð verk eins
kunnasta landa þeirra fyrr og síðar,
sem þjóöin á þó i „sameign" með
Dönum, þar sem Thorvaldsen var af
dönsku móðerni.
„í Thorvaldsenssafni í Kaup-
mannahöfn eru hundruð listaverka
eftir Bertel Thorvaldsen," sagði
Paludan, „og mér fannst það ekki
vansalaust að aldrei skyldi hafa ver-
ið haldin sýning á verkum hans hér
á íslandi. Thorvaldsen er á margan
hátt mjög íslenskur í list sinni, þótt
hann lærði og starfaði í Danmörku
og á ítalíu. Það er við nokkurs konar
samruna hins íslenska listuppruna
og áhrifa frá rómverskri list, sem
þessi „þriðja list", list Thorvaldsens,
verður til og hún er grundvöllurinn
að snilld hans. Hann var kominn af
íslenskum hagleiksmönnum, og það
er ekki nóg með að faðir hans og afi
væru kunnir hagleiksmenn, heldur
greina íslenskir annálar einnig frá
því að langafi hans var mjög hagur
og orð fór af honum sem góðum
bartskera.
Margir hafa lagt hönd á plóginn
svo af því gæti orðið að sýning þessi
kæmist upp, og þetta fór verulega að
ganga eftir að Ingvar Gíslason
menntamálaráðherra      skrifaði
menningarmálaráðherra Danmerk-
ur um málið. Þá hefur Birgir Thor-
lacius ráðuneytisstjóri í mennta-
málaráðuneytinu átt drjúgan hlut
að máli auk fjölmargra annarra,
ekki síst fyrirtækjanna Flugleiða og
SÍS, sem hafa lagt fram mikilvægan
skerf. Kostnaður við sýninguna
nemur um hálfri milljón danskra
króna, og það er talsvert fé. En með
aðstoð og áhuga margra aðila hefur
þetta tekist. Hér eru að vísu ekki öll
verk Thorvaldsens, en þetta er þó
byrjunin!"
AH
Janus Paludan sendiberra Dana við brjostmynd Thorvaldsens af Napoleon
Bonaparte Frakklandskeisara. Frummyndin er gerd í Róm um 1830.
Danirnir, sem unnið hafa að undirbúningi og uppsetningu sýningarinnar, á Kjarvalsstöðum í gær. Paludan sendiherra annar frá vinstri.
Bertel Thorvaldsen — einn kunnasti
listamaður Evrópu um sína daga
Bertel Thorvaldsen var einn
kunnasti listamaður Evrópu um sína
daga. Hann fæddist í Danmörku,
sonur íslensks föður, en móðir hans
var dönsk. Thorvaldsen ólst upp í
Danmörku, og þar lést hann einnig,
cn mestan hluta ævi sinnar starfaði
hann í Rómaborg. Hann kom aldrei
til íslands. Á ftalíu notaði Thor-
valdsen nafnið Albert Thorvaldsen,
vegna þess hve ítölum var ótamt að
nota skírnarnafn hans, og fanga-
mark hans var A.T. þar sem Aið
myndaði eins konar umgjörð um
upphafsstaf síðara nafnsins.
Thorvaldsen fæddist árið 1770, í
Danmörku sem fyrr segir. Faðir
hans var íslendingur, Gottskálk
Þorvaldsson, tréskurðarmaður að
atvinnu. Meðal þess sem Gott-
skálk starfaði við var útskurður á
skip, merkingar þeirra og fleira,
en engin verk hans eru kunn, enda
mun hafa verið litið á hann sem
iðnaðarmann en ekki listamann,
að því er Þór Magnússon þjóð-
minjavörður sagði í samtali við
blaðamann      Morgunblaðsins.
Gottskálk faðir Thorvaldsens var
sonur séra Þorvalds Gottskálks-
sonar prests á Miklabæ í Blöndu-
hlíð í Skagafirði, en hann fæddist
árið 1741 á Reynistað meðan Þor-
valdur var þar enn djákni. Móðir
Gottskálks var Guðrún Ásgríms-
dóttir, en hún var látin áður en
fjölskyldan fluttist í Miklabæ.
Hún var í ættir fram komin út af
Guðbrandi biskupi, en þar í ætt
voru margir lista- og hagleiks-
menn. Séra Þorvaldur var smiður
góður, og hann byggði upp bæði
kirkju og bæ í Miklabæ af mikilli
smekkvísi. Eiginkona Gottskálks
Þorvaldssonar og móðir Thor-
valdsens, var dönsk sem áður seg-
ir, og hét Karen Dagnes. Fátt er
um ætt hennar vitað annað en að
hún var jósk að uppruna, frá
Nörre Nissum á vesturströnd Jót-
lands, þar sem faðir hennar var
djákni. Frú Karen var nokkru
eldri en maður hennar. Sagt er að
æskuár Thorvaldsens hafi ekki
ætíð verið sem hamingjuríkust, en
þó er vitað að hann hafði gott
samband við bæði föður sinn og
móður, og hann var ekki gamall er
hann var farinn að hjálpa til við
tréskurðinn.
Thorvaldsen nam dráttlist og
höggmyndalist í Kaupmannahöfn
og síðar í Róm, þar sem hann sett-
ist að. Þar varð hann fyrir miklum
áhrifum frá fornrómverskri list og
hann telst einn helsti frumkvöðull
nýklassísku      listastefnunnar.
Thorvaldsen fluttist aftur heim til
Kaupmannahafnar eftir 40 ára
dvöl í borginni eilífu og þar andað-
ist hann árið 1844, fjórum árum
áður en safn hans þar var opnað.
Á safninu eru um 860 verk lista-
mannsins, en mikill fjöldi þeirra
er dreifður um allan heim. Af
verkum hans hér á landi má nefna
skírnarfontinn í Dómkirkjunni er
hann gaf „ættjörð sinni" eins og
segir í áletrun á fontinum frá
1827. Þá er og til hér sjálfsmynd
Thorvaldsens er Kaupmannahafn-
arborg gaf hingað til lands í til-
efni 1000 ára byggðar í landinu
árið 1874. Styttan var upphaflega
á Austurvelli, en var síðar flutt í
Hljómskálagarðinn og er nú við
Kjarvalsstaði í tilefni sýningar-
innar. Enn er til hér brjóstmynd
af Jóni Eiríkssyni konferenzráði
og marmaramynd af Ganymedesi.
011 önnur verk á sýningunni 75 að
tölu, eru komin frá safninu í Höfn.
Sýningarsvæðinu á Kjarvals-
stöðum er skipt niður í herbergi er
líkjast sölum Thorvaldsenssafns í
smækkaðri mynd, en listamaður-
inn hafði sjálfur hönd í bagga við
skipulagningu þeirra. Er hér um
að ræða mjög nýstárlega innrétt-
ingu á Kjarvalsstöðum, þar sem er
eins og byggð hafi verið hús inni í
húsinu, og marka herbergin að
nokkru hin ýmsu tímabil í ferli
Thorvaldsens.
AH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48